Morgunblaðið - 25.07.2009, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 25.07.2009, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 2009 Óskar Magnússon. Ólafur Þ. Stephensen. Útgefandi: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Hversu langtá að gangaí að sundra fjölskyldum þegar tekið er á móti flóttamönnum? Þessi spurning vaknar við lestur greinar Sigríðar Víðis Jónsdóttur blaðamanns í Morgunblaðinu í gær um Aydu Abdullah Al Esa og börnin hennar. Ayda er meðal palest- ínsku flóttamannanna, sem í fyrra komu til Akraness frá al Waleed-flóttamannabúðunum í Írak. Með henni komu tvö barna hennar, sonurinn Ahmed og dóttirin Aseel. Eina dóttur sína varð hún hins vegar að skilja eftir þótt hún væri ekki nema 17 ára og teldist enn vera barn. Ástæðan var sú að hún hafði gifst skömmu áður og féll því ekki undir skilgreiningu ís- lenskra stjórnvalda á því hvern- ig flóttamenn ætti að velja til að koma til Íslands. Eins og fram kemur í grein Sigríðar Víðis átti íslenski hópurinn eingöngu að samanstanda af einstæðum mæðrum og þeirra börnum. Það var erfið ákvörðun fyrir Aydu að skilja dóttur sína eftir við þær ömurlegu aðstæður, sem ríkja í flóttamannabúð- unum. Hún hvatti hins vegar móður sína til að fara til Íslands til að tryggja systkinum sínum örugga framtíð. Sama er enn í flótta- mannabúðunum ásamt Ali, manni sínum. Í vor gerðist sá harmleikur að Sama missti ný- fætt barn sitt. Ayda og Sama kenna um ónýtu heilbrigðiskerfi og lýsingin á atburðarásinni dagana fyrir fæðingu barnsins rennir stoðum undir þá fullyrð- ingu. Konurnar, sem fóru til Akra- ness, þurftu að yfirgefa systkini og foreldra, en Ayda var sú eina, sem þurfti að skilja eftir barn sitt í eyðimörkinni. Í marga mánuði hafði Ayda vonað að ís- lensk stjórnvöld gerðu undantekn- ingu og leyfðu dóttur sinni og tengdasyni að koma til Íslands. Samkvæmt beiðni frá Íslandi hafði Flóttamannastofnun Sam- einuðu þjóðanna meira að segja spurt þau hvort þau vildu fara til Íslands ef það stæði til boða. Ungu hjónin sögðu já. Í liðinni viku var Aydu hins vegar til- kynnt að þau fengju ekki að koma til Íslands. Sama og Ali hafa hins vegar fengið hæli í Bandaríkjunum og í Morg- unblaðinu í dag kemur fram að hin endanlega ákvörðun hafi verið tekin með hliðsjón af því. Flóttamönnunum á Akranesi hefur gengið vel að koma sér fyrir og venjast nýjum að- stæðum. Samkvæmt Flótta- mannahjálp SÞ voru konurnar í þeim hópi, sem var í mestri hættu í flóttamannabúðunum. Í áhættuhópnum eru meðal ann- ars einstæðar mæður en þar er einnig talað um barnungar stúlkur í viðkvæmri stöðu. Það er eðlilegt að íslensk stjórnvöld hafi tiltekin viðmið þegar ákveðið er að taka við flótta- mönnum. Þau viðmið mega hins vegar ekki vera svo einstreng- ingsleg að mannlegi þátturinn verði útundan. Kunnugt var um mál ungu hjónanna frá upphafi, en þau pössuðu ekki í skapalón- ið. Íslensk stjórnvöld réðu því hins vegar fullkomlega í upphafi hvort þau gerðu undantekningu frá reglunni eða ekki. Það hefði ekki kostað íslensk stjórnvöld mikið, en verið dýrmætt fyrir Aydu Abdullah Al Esa. Hversu langt á að ganga í að sundra fjölskyldum þegar tekið er á móti flóttamönnum?} Mannúð Norðmenn viljahefja olíuleit Noregsmegin við Drekasvæðið á Jan Mayen-hrygg. Þetta kemur fram í Morg- unblaðinu í dag og er haft eftir Terje Riis-Johansen, olíu- og orku- málaráðherra Noregs, að ætli Norðmenn að viðhalda olíu- tekjum sínum þurfi þeir að hefja vinnslu á nýjum svæðum. Norsk- ir umhverfissinnar eru á móti þessum fyrirætlunum, en ráð- herrann stendur fast við sitt. Í fréttinni er haft eftir olíu- sérfræðingi, Hans Erik Ramm, að brýnt sé að hefja undirbúning- inn vegna þess að annars muni Íslendingar „þurrka upp“ olíu- lindir, sem séu Noregsmegin. Þetta er athyglisverð fullyrð- ing og hlýtur að vekja þá spurn- ingu hvort ekki megi snúa dæm- inu við og segja að nú þurfi Íslendingar að hafa hraðar hend- ur vegna þess að annars muni Norðmenn „þurrka upp“ olíu- lindir, sem séu Ís- landsmegin. Tvö norsk fyr- irtæki og eitt ís- lenskt sendu inn umsóknir um sér- leyfi til rannsókna á Drekasvæðinu í maí og hefur annað norska fyrirtækið nú dregið sig til baka. Alls var Orkustofnun búin undir að geta úthlutað fimm sérleyfum á svæð- inu. Ekki var gefið upp hvers vegna norska fyrirtækið hætti við, en ljóst er að erfitt er að fá lán til framkvæmda um þessar mundir og sömuleiðis er olíuverð lágt, þótt ljóst sé að það muni hækka þegar fram líða stundir. Þessar staðreyndir munu ekki flýta fyrir áformum Íslendinga. Norðmenn standa hins vegar mun betur fjárhagslega og geta hæglega fjármagnað sína olíu- leit. Hefjist í raun olíukapphlaup milli Íslendinga og Norðmanna er ljóst hvorir standa betur að vígi. Norðmenn óttast að Íslendingar þurrki upp olíulindir sín megin} Olíukapphlaup? O ft er gaman þegar æskan og ellin hittast. Og „óvinir“ sem eru í raun vinir. Ég er nýkominn út úr húsi við Grundargerði á Akureyri í gær þegar ungur drengur á hjóli spyr óþægilegrar spurningar: Hvað ertu gamall? „Hvað heldur þú?“ spyr ég á móti og dreg djúpt andann; maginn inn og brjóstkassinn út. Man svo að ég er í dúnúlpu, enda sumar, og svona sjónbrellusmiðja dugir ekki til lengdar, frekar en í viðskiptalífinu. – – – (Sá þetta flotta orð í fyrsta skipti í gær; Ís- lensk sjónbrellusmiðja var stór fyrirsögn á bak- síðunni. Enn ein frétt um útrásina, hugsaði ég með mér, en svo var þetta skemmtileg frásögn af Íslendingum sem vinna við að gera tölvu- sjónbrellur í Hollywoodbíómyndir.) – – – „Fjörutíu og níu?“ „Nei,“ segi ég, og er heldur óhress með drenginn. Dreg aftur djúpt andann, upp á von og óvon. „Fimmtíu og tveggja?“ „Nei. Ég er fjörutíu og sjö.“ Vini hans líst ekki á blikuna og segir hratt: „Ég er nú bara nýorðinn ellefu.“ „Þetta er allt í lagi, strákar mínir. Þegar ég var á ykkar aldri héldum við að fólk eins og ég – eins og ég er núna, meina ég – væri orðið eldgamalt.“ „Ég hélt einu sinni að fólk væri eldgamalt þegar það er orðið þrjátíu ára,“ segir sá fyrri. Spyr svo: „Með hvaða liði heldurðu?“ Þetta er í KA-hverfinu og þeir eru í KA- búningum, svo á mig renna tvær grímur. „Það er varla að ég þori að segja ykkur það, í þessu hverfi og þið svona klæddir.“ Brúnin á þeim þyngist. „Heldurðu með Þór?“ „Já. Ég fæddist á Eyrinni, sko. Þegar ég var lítill voru eiginlega allir í Þorpinu og á Eyrinni í Þór en KA-mennirnir hér á Brekkunni og í Inn- bænum.“ „Það er þannig ennþá,“ segir þá vinurinn, og mér finnst ég heyra fyrirgefningartón. „En ég á marga góða vini í KA,“ segi ég í skyndi. „Mjög marga og mjög góða.“ „Og ég á vini í Þór,“ segir hinn. Við erum sammála um að einhverjir verði að vera í hinu félaginu svo okkar menn geti keppt. Svo snúa þeir sér að alvöru lífsins: „Með hverjum heldurðu í ensku?“ „Liverpool,“ svara ég að bragði. „Jess,“ segir sá fyrri og allt í einu heyrist annað jess. Þriðji hjólreiðamaðurinn er mættur. Ég gef þeim fæv. Sá með fyrirgefningartóninn setur hendur aftur fyrir bak. Hans lið er frá Manchester. „Ég held með Arsenal,“ segir brosandi stelpa sem kemur allt í einu hlaupandi inn á sviðið. „Við erum samt systkini,“ segir þá United-maðurinn, sá sem er bara nýorðinn ellefu. skapti@mbl.is Skapti Hallgrímsson Pistill Íslensk sjónbrellusmiðja Er Obama að mistak- ast í efnahagsmálum? FRÉTTASKÝRING Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is B arack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur varið 787 milljörðum dollara úr ríkissjóði til að reyna að örva efnahags- lífið í Bandaríkjunum. Markmið þess- ara aðgerða er að bjarga bönkum, ýta undir fjárfestingar, örva fast- eignamarkaðinn og búa til yfir þrjár milljónir starfa. Þessar viðamiklu aðgerðir hafa enn sem komið er skilað takmörkuðum ár- angri. Þjóðarframleiðsla dregst sam- an, fjárfesting er ekki að aukast og einkaneysla eykst sáralítið. Það sem er að aukast er hallinn á ríkissjóði og atvinnuleysið sem nú er að nálgast 10% í Bandaríkjunum. Gagnrýni á „efnahagspakka“ rík- isstjórnar Obama er að aukast, líka í röðum Demókrata, flokks forsetans. Jafnvel Joe Biden varaforseti virðist vera farinn að efast, en hann sagði við blaðamenn að ríkisstjórn Obama hefði „mislesið“ stöðu efnahagsmála og hvernig ætti að takast á við afleiðingar kreppu. „Komdu ef þú þorir“ Obama svara fullum hálsi þegar hann er spurður hvort hann sé ekki að gera mistök í efnahagsmálum. „Það er gaman þegar menn sem hjálpuðu til við að koma okkur í þetta kviksyndi koma skyndilega og segja: „Jæja, sjáið þið bara hvernig staða efnahagsmála er í ríki Obama.“ Ég segi bara: „Þetta er í góðu lagi. Komdu ef þú þorir.““ Obama er sannarlega ekki öfunds- verður af því að þurfa að takast á við vandamálin sem George W. Bush skildi eftir þegar hann fór frá völdum. Obama hefur án efa vonast eftir að geta einbeitt sér að því að koma í gegn metnaðarfullu frumvarpi sem tryggði öllum Bandaríkjamönnum heilbrigð- isþjónustu. Nú spyrja menn; hvernig höfum við efni á slíku við þessar að- stæður? Vinsældir forsetans eru að minnka. Bandaríkjamenn, sem flestir hafa mikla vantrú á að aukin ríkisútgjöld leysi vandamálin, spyrja sig hvers vegna var verið að moka milljörðum og aftur milljörðum í bílaiðnaðinn sem virðist eftir sem áður vera á hausnum? Margir furða sig líka á hvers vegna þurfti að dæla peningum í bankana en síðan þurfi að borga þeim sem stjórn- uðu bönkunum háar upphæðir í laun og álagsgreiðslur. Voru það ekki þess- ir sömu bankamenn sem áttu þátt í að koma efnahagslífinu í alvarlegust kreppuna síðan 1929? En hvað er til ráða? Joseph Stiglitz, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, og Philippa Malmgren, fyrrverandi efna- hagsráðunautur Bush, ræddu þessi mál í umræðuþætti á BBC í vikunni. Stiglitz sagði að lausnin væri „stærri efnahagspakki“. Vandinn væri einfald- lega svo stór að það þyrfti að leggjast fastar á árarnar. Hann sagði jafnframt að það hefðu verið mistök að lækka skatta. Bandaríkjamenn hugsuðu núna fyrst og fremst um að spara og við þær aðstæður hefði skattalækkun enga þýðingu. Malmgren sagðist ekki hafa trú á að „stærri pakki“ leysti vandann. Reynsl- an sýndi að stjórnvöld í Washington gætu ekki komið okkur í gegnum kreppu. Það væru einstaklingarnir og fyrirtækin sem gerðu það sjálf. Það þyrfti að örva einkaframtakið með því að gefa skattafrádrátt til smáfyr- irtækja sem færu út í fjárfestingar. Allir horfa til Baracks Obama Er lausnin út úr efnahagsvandanum stærri eða minni „efnahagspakki“? Um það eru hagfræðingar ekki sammála. Gagnrýni á efnahagsaðgerðir Baracks Obama, forseta Banda- ríkjanna, gerist nú æ háværari, sérstaklega vegna þess að efna- hagslífið sýnir enn sem komið er fá batamerki. Í vikunni var í Morgunblaðinu fjallað um fréttaskýringu, sem birt- ist í Financial Times, þar sem þeirri spurningu var varpað fram hvort kreppan væri á undanhaldi. Það kann því að hljóma undarlega þeg- ar efast er um að efnahagsaðgerðir Bandaríkjastjórnar séu að skila ár- angri. En þetta er einmitt málið. Batamerkin eru að koma fram í öðrum heimshlutum en Bandaríkj- unum. Hlutabréfavísitölur í Evrópu hafa verið að taka mikinn kipp og hagvöxtur í Kína er 8% sem er í samræmi við markmið kínverskra stjórnvalda. Allt virðist gerast hæg- ar í Bandaríkjunum. Bandaríkin eru stærsta efna- hagsveldi heims. Hvaða langtíma afleiðingar hefur það ef að stöð- ugur efnahagsvöxtur verður í Kína, Indlandi og fleiri löndum á meðan stöðnun er í efnahagslífi Bandaríkj- anna? BANDARÍKIN OG KÍNA ››

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.