Morgunblaðið - 25.07.2009, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.07.2009, Blaðsíða 33
Umræðan 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 2009 FYRIR nokkru gekk ég á fjall á Suð- urlandi. Ég hafði spurst fyrir um leið- ina. Ég átti að ganga upp norðurenda fjalls- ins, eftir endilangri fjallsegginni, niður suðurhlíðina, að ná- lægu vatni og norður með því aftur að bíln- um. Við vorum fjögur, rötuðum auðveldlega en þurftum aðeins að leita að niðurgöngustaðn- um. Á leið okkar um fjallið voru mosabreiður og engin gata sýnileg. Hvert okkar valdi sér leið og mark- aði sín fótspor. Þarna fara fáir og mosinn jafnar sig. Við vatnsbakk- ann voru örfáar stikur. Ósjálfrátt gengum við þar í einfaldri röð eins og kindur í fjárgötu. Samanburður Fyrir 30 árum var ég í minni fyrstu ferð um bandaríska þjóð- garða. Náttúran var stórkostleg, hæð Klettafjalla, dýpt Miklagljúf- urs, litadýrð suðvestursins, hvera- svæði, hamraveggir, risafurur og minjar frumbyggja. Mesta aðdáun vakti þó móttaka ferðamanna. Lif- andi leiðsögn landvarða, áhugavekj- andi merkingar, góðir vegir og göngustígar og vel hönnuð tjald- svæði. Vegir voru malbikaðir en lágu engu að síður í landinu og virtu form þess, ferðamannavegir, ekki ætlaðir til hraðferða. Göngu- stígar hlykkjuðust um, líka flestir malbikaðir, þótt þeir lægju í land- inu og væru örmjóir. Þeir tóku lit af um- hverfi sínu, rautt mal- bik í rauðum sand- steini suðvestursins, grátt í klettum fjalla. Í votlendi og á hvera- svæðum voru planka- stígar. Enginn óþarfa ofaníburður sem flaut yfir gróna kanta. Á án- ingastöðum og gatna- mótum látlausar og glöggar leiðbeiningar, kort með merkingum hvar maður væri og hvert væri hægt að ganga. Meðfram leiðum upplýsingar um náttúru, sögu og verndun. Þarna fóru milljónir manna árlega og það sá ótrúlega lít- ið á landi. Hæst uppi í Klettafjöll- um, þar sem sumarið er styttra en á hálendi Íslands, teygði blómgróð- urinn sig inn á malbikaða stíga. Á þessum tíma hafði ég verið landvörður á Íslandi í fimm sumur. Þaðan þekkti ég ekki annað en að bílum væri ekið eftir rykugum mal- ar- eða moldarvegum eða jafnvel utan vega, og á gönguferðum fetaði fólk sig beint af augum yfir holt og hæðir, í besta falli eftir ómerktum kindagötum. Miðað við að síðan er liðinn næstum þriðjungur úr öld þá eru aðstæður hvað þetta varðar lítt breyttar. Örfáar leiðir í landinu hafa verið stikaðar eða merktar og það vekur mér stöðugt furðu að ferðamenn skuli yfirhöfuð komast heilir á áfangastaði. Vegagerðin vinnur stórkarlalega. Leggur nán- ast beina vegi, upphækkaða marga metra upp úr landinu, fyrir há- markshraða, líka um undrasvæði og helgireiti þjóðarinnar. Sama stofn- un setur skilti á áningastaði svo stór og ljót að maður reynir að sjá þau ekki. En séu ósköpin skoðuð eru þau illskiljanleg öðrum en þeim sem þegar eru kunnugir svæðinu. Á þeim örfáu stöðum þar sem lagðir hafa verið göngustígar eru þeir víð- ast sama merkinu brenndir, líkjast litlum hraðbrautum. Einn slíkur hefur verið kynntur nýlega. Leggja á þriggja metra breiðan malbikaðan stíg meðfram höfuðborgarsvæðinu. Frábært framtak en hefði ekki líka mátt byrja á því sem smærra er. Velja öruggar gönguleiðir á heiða- löndum og hraunum í nágrenni þéttbýlisins og opna landið fyrir fjölda fólks með því einu að stika leiðir og merkja af nákvæmni og hógværð. Markaðar götur og merktar Stikaðar gönguleiðir eru mikil- vægar. Þær hvetja fólk til göngu en varla er nokkur afþreying mönnum eins holl, bæði andlega og lík- amlega. Stikur auka öryggi, menn villast síður eða lenda í ógöngum, þeir eru leiddir að markverðum stöðum og frá hættum. Með stikun gönguleiða á ferðamannastöðum aukast þolmörk þeirra. Fólk með þekkingu og yfirsýn hefur valið og stikað bestu leiðirnar og langflestir hafa engan áhuga á að fara aðrar leiðir. Hins vegar ef fólki er ekki vísað á rétta leið eru allir að leita að henni og breiður troðningur mynd- ast í landið. Margt fólk leggur ekki í gönguferð út fyrir merktar leiðir svo að stór landsvæði eru því lokuð. Með því að stika leiðir opnast svæð- in eins og Laugavegurinn á milli Landmannalauga og Þórsmerkur er gott dæmi um. Í ellefu aldir mörkuðu fætur einir þjóðvegi sem þræddu sig um bestu leiðirnar um heiðar og fjallaskörð. Þegar fólk færði sig á bílvegi hélt sauðféð götunum við, gekk um þær og klippti úr þeim gróðurinn. Nú þegar fé hefur fækkað eru þessar þúsund ára gömlu götur að hyljast gróðri og hverfa. Með þeim hverfur ekki aðeins menningararfur heldur týnast líka bestu leiðirnar og veru- leg vinna er að finna þær aftur eða aðrar jafngóðar. Nauðsynlegt er að merkja margar gömlu leiðirnar sem allra fyrst og stika þær. Þá mun fólk nota þær og viðhalda þeim. Síð- ar þarf án efa að lagfæra vinsæl- ustu leiðirnar og styrkja þær. Fyrirsögn greinarinnar er spurn- ing sem margir velta fyrir sér. Þeirri spurningu er ekki hægt að svara óskilyrtri. Ef ekkert er gert til að undirbúa Ísland fyrir heim- sóknir ferðamanna og ferðalög þjóðarinnar um eigið land, þolir landið fáa gesti og sum svæði eru þegar fullnýtt. Ef hins vegar er markvisst unnið að því að undirbúa landið undir gestakomur getur það auðveldlega tekið við margfalt fleira fólki en nú. Hvað þolir Ísland marga ferðamenn? Eftir Sigrúnu Helgadóttur »Nauðsynlegt er að merkja margar gömlu leiðirnar sem allra fyrst og stika þær. Þá mun fólk nota þær og viðhalda þeim. Sigrún Helgadóttir Höfundur er líf- og umhverfisfræðingur. ÞAÐ eru 15 ár síðan að ég fékk ígrætt nýra frá móður minni. Þegar ég var 12 ára gömul veiktist ég heiftarlega og í kjölfarið varð snemma ljóst að ég þyrfti að fá nýra ein- hvern tíma á lífsleiðinni. 16 ára gömul var ég komin með nýrnabilun og óumflýjanlegt að fara í blóðskilun. Það er ekki alveg það sem ungar stelpur óska sér að gera þrisvar sinnum í viku fjóra tíma í senn. Eftir þrjá mánuði í blóðskilun og ég orðin frekar pirruð og ósátt við að vera alltaf svona mikið veik og geta ekki tekið þátt í lífinu eins og ég hefði viljað var ákveðið að ég færi til Svíþjóðar í nýraígræðslu. Ferlið sem tekur að finna réttan líffæragjafa sem passar við sjúklinginn er flókið og erfitt. Nýja nýrað er sett neðst í kviðarhol hægra eða vinstra megin. Til þess að líkaminn hafni ekki nýja nýranu þarf ein- staklingurinn að vera á ónæmisbæl- andi lyfjum allt sitt líf. Það er hægt að lifa góðu og eðlilegu lífi með eitt heil- brigt nýra. Það er einstaklingsbundið hversu fljótt sjúklingar ná sér eftir að- gerð. Oftast er það þó mjög fljótt. Meðan ónæmisbælingin er mest þarf t.d. að varast að vera mikið á fjölmennum stöðum því þá er sýking- arhættan mikil. Það er ekki hægt að lýsa því í stuttri grein hvers virði það er fyrir manneskju að fá nýtt líf og þar með annað tæki- færi til þess að taka þátt í daglegu lífi. Þegar ég var sem veikust hafði Tengslahópur nýrna- sjúkra og aðstandenda þeirra ekki litið dagsins ljós en var stofnaður 2006. Núna nýti ég mér þennan hóp og er það ómet- anlegur stuðningur að hitta annað fólk í sömu sporum og deila reynslunni saman. Öll viðtöl í Tengslahópnum eru í algjörum trúnaði. Líffæraígræðslur á Íslandi hafa ver- ið þónokkuð í umræðunni upp á síð- kastið. Margir þurfa á slíkri aðgerð að halda. Árið 2003 hófust nýraígræðslur úr lifandi gjöfum hér á landi en fyrir þann tíma voru þær framkvæmdar er- lendis. Enn þurfa sjúklingar að fara utan ef þeir þiggja nýru úr látnum gjafa. Ár hvert hefja 20-30 ein- staklingar meðferð vegna lokastigs- nýrnabilunar en margir fleiri greinast með langvinna nýrnasjúkdóma Í febrúar á þessu ári stofnaði ég hóp um líffæragjafir á afþreyingarvefnum Facebook. Á einum mánuði höfðu yfir 5.000 manns skráð sig og fer hópurinn stækkandi. Markmiðið með hópnum er að vekja umræðu um líffæragjafir og gefa fólki kost á að ganga með líf- færagjafakort á sér. Mikilvægt er fyrir þá sem vilja gefa líffæri sín við andlát að ræða málið við sína nánustu og láta þá vita hug sinn. Það eru þeir sem verða spurðir ef sú erfiða stund renn- ur upp. Landlæknisembættið gefur út bæklinga með greinargóðum upplýs- ingum um líffæraígræðslur. Líf- færagjafabæklinga er t.d. hægt að nálgast í mörgum apótekum, líkams- ræktarstöðvum og heilbrigðisstofn- unum á höfuðborgarsvæðinu. Sam- starfshópur fræðslumyndar um líffæragjafir lét framleiða fræðslu- myndina Annað líf og fjallar um þetta mikilvæga málefni. Nú er myndin komin á DVD og hana er hægt að fá á skrifstofu Félags nýrnasjúkra. Að lifa með ígrætt líffæri úr annarri mann- eskju er stórkostleg og dýrmæt gjöf. Lifandi – með líffæri úr annarri manneskju Eftir Lilju Kristjánsdóttur Lilja Kristjánsdóttir » Að lifa með ígrætt líffæri úr annarri manneskju er stórkost- leg og dýrmæt gjöf. Höfundur er í Félagi nýrnasjúkra og Tengslahópi nýrnasjúkra og aðstand- enda þeirra. NÝVERIÐ var tilkynnt að náðst hefði samkomulag við helstu kröfuhafa um endurfjármögnun bankanna. Í samningunum felst að ríkið mun leggja bönkunum til eig- ið fé, en kröfuhafar munu eiga þess kost að eignast meirihluta í Ís- landsbanka og Nýja Kaupþingi. Gangi þetta eftir léttir það skulda- byrði ríkisins, dregur úr líkum á málsókn gegn íslenska ríkinu, og veitir aðgang að erlendum mörk- uðum með aðkomu stórra erlendra banka. Líti hinir nýju eigendur á sig sem langtímafjárfesta í ís- lensku efnahagslífi, sem ætti að vera þeim í hag, mun þetta verða til góðs. Það hefur verið athyglisvert að fylgjast með umfjöllun erlendra fjölmiðla um þetta mál. Hún er öll á eina lund: Endurfjármögnun bankanna og samkomulag við kröfuhafa er mikilvægt skref í end- urreisn íslenska hagkerfisins og endurkomu þess á erlenda fjár- málamarkaði (sjá t.d. forsíðugrein Financial Times, 20. júlí sl.). Al- þjóðlegir markaðir hafa verið lok- aðir Íslandi og íslenskum fyr- irtækjum síðan í bankahruninu. Það er feikilegt hagsmunamál fyr- ir Ísland að þessi staða breytist – til dæmis getur staða lykilfyr- irtækja á borð við Landsvirkjun verið í húfi. Hér má engan tíma missa og hver mánuður sem glat- ast er kostnaðarsamur. Næsta skref í þeirri viðleitni að endurreisa íslenskt efnahagslíf er að ganga frá samkomulagi við Breta og Hollendinga vegna ábyrgðar íslenska ríkisins á lánum Tryggingasjóðs innstæðueigenda vegna Icesave-reikninga Lands- bankans. Það dregur úr óvissu um stöðu íslenska ríkisins og stuðlar enn að því að Ísland verði aftur þátttakandi í alþjóðlegu efnahags- lífi. Það er ómögulegt að vera ánægður með fyrirliggjandi samn- ing. Bresk stjórnvöld komu fram af mikilli hörku og óbilgirni við Ís- lendinga í bankahruninu þegar þau frystu eignir Landsbankans, settu bankann á lista yfir hryðju- verkasamtök og komu Kaupþingi í þrot með yfirtöku á dótturbanka þess í London. Því hefur einnig verið haldið fram að Bretland og Holland hafi lagst gegn fyr- irgreiðslu við Ísland í stjórn Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins yrði ekki orðið að kröfum þeirra í Icesave- málinu. Það er erfitt að kyngja því að ábyrgjast reikninginn vegna Icesave eftir þessa framkomu gagnvart Íslandi. Þó bendir flest til þess að Ísland hafi burði til að taka á sig þessar skuldbindingar. Það er mannlegt að reiðast og ganga frá samningaborði þegar mótaðilinn er óbilgjarn. Jafnvel þótt umtalsverðir hagsmunir séu í húfi. Ekki má falla í þessa gryfju nú. Það verður að meta stöðuna eins og hún er: Hve mikið myndi ávinnast og hve langan tíma myndi það taka að semja upp á nýtt við Breta og Hollendinga? Hve líklegt er að þessir aðilar myndu taka tillit til þeirra samningsatriða sem hafa verið gagnrýnd? Hve mikið tapast við að fyrirgreiðsla til Íslands, efl- ing gjaldeyrisforða, opnun gjald- eyrismarkaðar, styrking krón- unnar og betri aðgangur að alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum tefjist um ófyrirsjáanlegan tíma? Þetta verður að meta og taka ákvörðun út frá hagsmunum Ís- lands án þess að láta það sem liðið er og ekki verður breytt hafa áhrif á niðurstöðuna. Friðrik Már Baldursson Ísland, umheimur- inn og Icesave Höfundur er prófessor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík. 26. júlí kl. 10:00 Hjólað á milli kirkna á Reykjanesi til minningar um sr. Eirík Brynjólfsson. Sr. Eiríkur var mikill hjólagarpur og hjólaði reglulega um Reykjanesskagann, sóknarbörnum sínum til stuðnings og þjónustu. Fyrirhugað er að gera ferð þess að árlegum viðburði. Kl. 10:00 Keflavíkurkirkja: Hópurinn frá Reykjanesbæ leggur af stað. Útskálakirkja:- Lesið guðspjall Hvalsneskirkja: Fjallað um sálmaskáldið Hallgrím Pétursson og skoðuð steinhellan í kirkjunni - Stutt hugleiðing flutt Njarðvíkurkirkja: Nesti snætt - Saga kirkjunnar sögð í stuttu máli Komið aftur í Keflavíkurkirkju Komið aftur að Útskálakirkju Eiríksreið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.