Morgunblaðið - 25.07.2009, Side 34

Morgunblaðið - 25.07.2009, Side 34
34 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 2009 Elsku afi minn, mér léttir við þá hugsun að þú ert kominn á betri stað núna, þar sem engin kvöl er og þér líður vel. Ég veit að þú fylgist með okkur glaður og brosandi. Þó er það voðalega sárt að vita að ég mun aldrei sjá þig aftur hér á jörð. En ég veit að þú verður nálægt þegar með þarf, og minningin um þig verður alltaf í hjarta mínu. Ég mun aldrei gleyma hversu góður, vitur og gjafmildur maður þú varst. Ef einhver var í vafa eða í vandræð- um með eitthvað var alltaf hægt að hringja í þig og þú vissir nú flestöll svör. Ef það var eitthvað nýtt sem þú vildir læra hikaðir þú ekki við að reyna, eins og að rifja upp þýsku- kunnáttuna, læra á píanó og spænsku, en spænskubækurnar lánaðir þú mér einmitt til að auð- velda mér námið. Ég mun alltaf líta upp til þín og minnast þess hvernig þú tókst hverri áskoruninni á fætur annarri og leystir þær með sóma og gerðir alltaf það besta sem þú gast. Þegar þú greindist í annað sinn með krabbamein gerðum við okkur ekki grein fyrir alvöru málsins, við héldum að þú fengir miklu meiri tíma en þú fékkst. Þú fórst alltof snögglega, en ég er þó þakklát fyrir þann tíma sem ég fékk að vera með þér. Þakklát fyrir þá fáu en góðu tennisleiki sem við horfðum á sam- an, ég naut þess að hlusta á þig lýsa leiknum, styrkleikum og veikleik- um tennisleikaranna. Þú varst mik- ill matmaður og ekki alltaf til í að hlusta á Stínu ömmu varðandi holl- ustuna, ég mun minnast þín með hlýju þegar ég sker ostinn alveg eins og þú kenndir mér að gera eða hrúga kanilsykri út á hrísgrjóna- grautinn. Ég naut þess að koma í heimsókn til þín, alls nammisins sem þú gafst mér. Ég mun sakna þín gífurlega mikið, afi minn, mér þykir rosalega vænt um þig. Nú ert þú orðinn engillinn minn. Kær kveðja frá litlu prinsessunni þinni Anna Alexandra. Elsku besti pabbi, afi og langafi. Það er erfitt að segja í orðum hve mikið ég og börnin söknum þín. Það koma í huga okkar ótal myndir þeg- ar við hugsum um þig. Þú varst virkilega góður maður, hugsaðir alltaf um að það væri allt í lagi hjá okkur og að okkur vanhagaði ekki um neitt. Þegar barnabörnin fengu bílpróf varstu búinn að gera upp bíla handa þeim og gafst þeim í af- mælisgjöf, þeir voru sem nýir enda lék allt í höndunum á þér. Það síð- asta sem þú sagðir við mig var að númer eitt tvö og þrjú væri að öll- um liði vel, og þar er þér rétt lýst, elsku pabbi minn. Þið mamma voru klettarnir í okkar lífi og nú er hún mamma eftir og við munum verða klettarnir í hennar lífi. Minning þín mun alltaf lifa með okkur og ylja okkur í framtíðinni. Elsku pabbi, afi og langafi, takk fyrir allt og allt. Guð geymi þig. Birna, Fannar Már, Kristín Ösp og langafabörn. Elsku langafi minn. Mér finnst rosalega leiðinlegt að þú sért farinn til himna, þú varst alltaf svo góður við mig. Ég er allt- af að segja við mömmu mína að ég ætli að róla hátt upp í himininn og ná í þig, afi. Svo þegar mér tókst það ekki, þá ákvað ég að teikna myndir fyrir þig og fá mér stiga Börkur Ákason ✝ Börkur Ákasonfæddist í Súðavík við Álftafjörð hinn 19. júní 1935. Hann lést á krabbameinslækn- ingadeild 11E á Land- spítalanum við Hring- braut miðvikudaginn 15. júlí síðastliðinn. Útför Barkar fór fram frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 24. júlí síðastliðinn. sem nær upp í him- ininn og setja þær efst í stigann svo þú getir sótt þær. En ég er samt ennþá stað- ráðin í því að mér tak- ist einhvern tímann að róla nógu hátt og sækja þig. Sakna þín ofboðs- lega mikið. Þín langafastelpa, Birna. Hversu vel þekkja menn einn mann eða annan? Það vitum við aldrei með fullri vissu en Börkur hefur verið fastur punktur í tilveru okkar feðga frá barnsminni og hann brást okkur ekki frekar en öðrum, traustari maður er vand- fundinn. Hann var í senn útsjónarsamur og hamhleypa til allra verka, þrek- menni og greindur vel eins og hann átti kyn til, sonur Áka og Rósu í Súðavík í miðið í systkinaröðinni með Hauk eldri og Ástu yngri. Öll hafa þau sett mark sitt, hvert með sínum hætti, á nánasta umhverfi með ósérhlífni og dugnaði. Við feðgar stöndum í þakkar- skuld við Börk og allt hans fólk. Það reyndi oft mikið á hann og hann stóðst álagið með reisn. Við vottum Kristínu konu hans, börn- um og öðrum nánustu aðstandend- um samúð okkar um leið og við minnum á að fáir hefðu getað komið því í verk sem honum tókst. Eiríkur Áki Eggertsson. Tómas Guðni Eggertsson. Eggert Jónsson. Börkur var fenginn til að taka við Frosta hf., 1. janúar 1958. Allir sem til þekkja vita hversu vel honum tókst sem framkvæmdastjóra að stýra fyrirtækinu úr örbirgð í reisn. Ég, sem þessar línur skrifa, þekki sögu þessa fyrirtækis enda þátttakandi sem verkstjóri í tæp 17 ár. Árið 1977 bauðst mér að leysa af sem fiskiskoðunarmaður í tvo mán- uði vegna sumarleyfa hjá SÍS. Okk- ur Berki samdist um að ég tæki því. En að þeim tíma liðnum var mér boðið fast starf hjá SÍS. Mér líkaði starfið vel, ólíkt léttara en verk- stjórastarfið, að ekki sé minnst á þekkingu af landi og fegurð þess. Nú var aftur komið að samningum um að ég héldi áfram hjá SÍS. Nú var svarið nei. „Hvað er uppsagn- arfresturinn langur?“ „Raggi, við tölum saman á morgun!“ Daginn eftir: „Ef ég samþykki þetta, Raggi?! Þú átt alltaf þitt sumarfrí. Ertu þá tilbúinn að eyða þínu sum- arfríi til afleysinga þegar mínir verkstjórar fara í sumarfrí?“ Við handsöluðum þetta, og ég stóð við það á meðan hann þurfti þess. Því segi ég frá þessu, að Börkur þótti stundum nokkuð harður á sinni meiningu, og þurfti þess all- oft, en leit líka með sanngirni til að- stæðna og óska annarra. Börkur, þú komst Súðavík á spjöld sögunn- ar. Hversu oft heyrði maður ekki „Súðavík, mesti gjaldeyrisframleið- andi landsins, miðað við fólks- fjölda.“ Þú varst frumkvöðull að því að greiða togarasjómönnum túrinn á undan að fullu, þegar landað var í dag. Þetta þótti sumum útgerðar- mönnum full langt gengið enda óspart vitnað í þetta af öðrum sjó- mönnum, hvernig staðið var að uppgjöri í Súðavík. Mér er í minni hin þunga sorg þegar við misstum bæði Freyju og Trausta og áhafnir beggja báta. Því næst fórst Svanurinn, ég man þá nótt er frést hafði að menn hefðu komist í björgunarbát og fylgst var með leit fjölda skipa að bátnum. Og sú gleði þegar fréttist að báturinn væri fundinn. Við skiljum því vel jarðarfararauglýsingabeiðni þína. Um leið og ég þakka þér allar samvinnustundir okkar vottum við Gréta öllum aðstandendum þínum, konu þinni, börnum, og fjölskyldum þeirra, okkar dýpstu samúð. Ragnar Þorbergsson. Kær vinur, Börkur Ákason frá Súðavík, er látinn. Þegar Börkur hafði lokið námi í Verslunarskóla Íslands og unnið um tíma á Keflavíkurflugvelli má segja að hann hafi fengið köllun um að hverfa til æskuslóðanna og taka þátt í daglegum störfum þorpsbúa og atvinnulífi staðarins. Þá var Börkur 23 ára. Að mörgu var að hyggja er til framfara horfði. Í Súðavík var starfandi útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið Frosti. Hús- næði til starfseminnar var lítið og þjónaði ekki kröfum tímans. Um- bóta var þörf og var Berki mikið kappsmál að þar yrði bætt úr. Kofri, fyrsta stálskipið sem smíðað var á Ísafirði, bættist í flota Súð- víkinga. Árið 1970 mynduðu út- vegsmenn á norðanverðum Vest- fjörðum með sér samtök um að efla fiskiskipaflotann. Gerður var samningur um smíði 5 skuttogara í Noregi, fór einn þeirra til Súðavík- ur og hlaut nafnið Bessi. Við Börkur áttum gott samstarf og margt sameiginlegt sem laut að rekstri fyrirtækjanna og ræddum þau mál oft í trúnaði. Samtímis framkvæmdum á útgerðarsviðinu hélt Börkur áfram að auka mögu- leika fiskvinnslunnar. Rækju- vinnsla var einn þáttur starfsem- innar. Meðan á þessum fjárfestingum stóð gætti Börkur þess jafnan að ekki væri fjárfest umfram getu fyr- irtækjanna. Lántökum var stillt í hóf og allur hagnaður af rekstrin- um nýttur til uppbyggingarinnar. Atvinnutekjur íbúa Súðavíkur juk- ust og þar með möguleikar á bætt- um húsakosti enda risu þar mörg myndarleg hús á þessum tíma. Súðvíkingur búsettur í Banda- ríkjunum, aðspurður hver væri eft- irminnilegasta persónan að vestan og hvers vegna, sagði: „Það er Börkur Ákason. Hann lagði mjög hart að sér við að stuðla að vel- gengni Súðavíkur þegar ég var að alast upp og það var mikill vöxtur í atvinnulífinu á þeim árum.“ Berki var strax vel tekið þegar hann kom til Súðavíkur og þar var fyrir gott starfsfólk sem efla vildi heimabyggðina. Jóhann R. Símon- arson, skipstjóri hjá útgerð Frosta um langt skeið, sagði við undirrit- aðan að hann hefði ekki getað hugs- að sér betri mann til samvinnu en Börk. Allt hefði staðið sem stafur á bók sem hann sagði. Þegar komið var að landi úr veiðiferð tók Börkur jafnan á móti skipinu á bryggjunni með pappakassa undir hendinni sem í var fullnaðaruppgjör og út- borgun fyrir næstu veiðiferð á und- an. Varð það að vonum mjög vin- sælt meðal skipverja. Þegar Börkur flutti frá Súðavík hafði hann unnið þar þrekvirki á sviði atvinnuuppbyggingar. Þess verður minnst af samtíðarmönnum hans. Við hlið Barkar stóð eigin- konan Kristín. Hún vann við bók- haldið og tók mikinn þátt í störfum eiginmanns síns. Í ljóðinu Vormenn Íslands hvet- ur skólaskáldið Guðmundur Guð- mundsson æsku landsins til dáða. Í mínum huga var Börkur einn af Vormönnum Íslands. Í upphafi starfsferils síns lét hann dansinn um dollarann ekki afvegaleiða sig heldur tileinkaði sér hvatningu skáldsins, fór heim á æskuslóðir og tók höndum saman við fólkið þar sem skilaði þeim árangri sem hér er sagt frá. Blessuð sé minning Barkar Áka- sonar. Guðmundur Guðmundsson. Ég get seint fullþakkað Berki og Stínu alla gestrisnina og góð- mennskuna í minn garð. Á ung- lingsárum mínum var ég oft í Súða- vík á sumrin. Bjó ég þá á heimili þeirra og vann í Frosta hf. Ég er svo heppin að eiga vinskap Dóru dóttur þeirra frá barnæsku og því hefur þessi góða fjölskylda sett mark á minn uppvöxt. Til marks um einstaka gestrisni þeirra var ég ekki ein um það að dvelja á heimili þeirra, því þar á heimilinu var oft margt annað fólk sem einnig var við vinnu í Frosta. Þetta gerði það að verkum að oft var glatt á hjalla og mikill erill á heimilinu. Þegar ég hugsa til þessara ára get ég ekki minnst Barkar öðruvísi en hlæjandi eða með bros á vör. Skapgerð hans var einstök. Góðlát- leg stríðni hans í garð okkar ung- lingsstelpnanna endaði ávallt með miklum hlátrasköllum og var erfitt að sjá hvor hafði meira gaman af; við táningarnir eða Börkur. Ég geri mér grein fyrir því í dag hvað hann vann mikið á þessum árum. Hann var stöðugt að og hreinlega held ég að hann hafi verið að vinna meira og minna allan sólarhring- inn. Þrátt fyrir það var hann mikill fjölskyldumaður og hafði ávallt nægan tíma fyrir fjölskylduna og alla þá sem leituðu til hans og pass- aði hann alltaf vel upp á að aldrei hallaði á neinn. Einstakur maður er fallinn frá og ég sendi fjölskyldu hans mínar innilegustu samúðarkveðjur. Helga Aspelund. Berki Ákasyni er best lýst með fimm orðum, heiðarleika, áreiðan- leika, vandvirkni, dugnaði og hóg- værð. Ég kynnist Berki fyrir ein- um 33 árum í Súðavík, þegar ég og dóttir hans vorum að kynnast. Þá var Börkur forstjóri útgerðafyrir- tækisins Álftfirðings og Hrað- frystihúss Frosta í Súðavík. Það er ekki hægt að fjalla um Börk án þess að nefna konu hans, hana Stínu eins og hún er alltaf kölluð, svo samrýnd voru þau. Mér verður títt hugsað til þess hversu vel þessi yndislegu hjón tóku á móti mér og hve fljótt þau létu mig finna að ég var einn af meðlimum þessarar samheldnu fjölskyldu. Það skipti þau engu máli að um var að ræða 18 ára, síðhærðan, ómenntaðan ungling. Það var nóg fyrir þau að að vita að þessum stráklingi hafði tekist að bræða hjarta dóttur þeirra. Börkur gerði sér fljótt grein fyrir því að það var mikil vinna framundan að kenna þessum tilvonandi tengdasyni sitthvað um lífið og tilveruna. Það var þó ekki hans stíll að troða einu eða neinu upp á einn eða neinn, allt hafði sinn tíma og sína stund. Allir þeir sem kynntust Berki skynjuðu strax hversu heilsteyptur persónuleiki hann var, það var sama við hvern maður talaði, allir báru honum vel söguna. Vand- virkni hans og heiðarleiki ásamt dugnaðinum sem hann smitaði frá sér hefur verið flestum hans sam- ferðamönnum til fyrirmyndar. Ég hef verið svo lánsamur að lifa í ná- vígi við Börk í áratugi og kynnst af eigin raun að til eru menn sem eru sannar fyrirmyndir góðra gilda. Ég er sannfærður um að ef fleiri Íslendingar hefðu verið svo lán- samir að rækta með sér þá eig- inleika sem Börkur Ákason var gæddur og tileinka sér þau gildi sem hann hélt í heiðri, að þá væri Ísland ekki eins illa statt fjárhags- lega og það er í dag. Stína og börnin ásamt öðrum fjölskyldumeðlimum reyndu af öll- um sínum mætti að veita Berki lið- sinni í baráttu hans við þennan ill- víga sjúkdóm sem krabbamein er. Þau önnuðust hann af mikilli alúð og væntumþykju og voru honum mikil stoð og stytta, eins og hann hefur verið þeim alla tíð. Það eiga eflaust margir Vestfirð- ingar eftir að hugsa til Barkar, og áranna hans í Súðavík. Hann var rétt rúmlega tvítugur þegar hann tók þar við rekstri útgerðar og fiskvinnslu og byggði hann upp blómlega atvinnustarfsemi í Súða- vík. Í rúmlega þrjátíu ár var hann vakandi og sofandi yfir þessum at- vinnurekstri og lífsviðurværi þorpsbúanna. Börkur og Stína lögðu mikla rækt við fjölskylduna og gott var að koma til þeirra í kaffi- og mat- arboð, sem oft voru krydduð með líflegum umræðum um pólitík og lífsins gagn og nauðsynjar. Börkur var mjög laghentur maður og var ötull við að hjálpa til við húsbygg- ingar og viðgerðir á húsum og bíl- um fjölskyldumeðlimanna, og eins og alltaf þá var fagmennskan í há- vegi höfð. Börkur Ákason gaf svo miklu meira af sér til samferða- manna sinna en hann þáði sjálfur og við hin sem eftir lifum erum mun ríkari fyrir að hafa fengið að verða samferða honum. Minning hans mun lifa með okk- ur sem vorum svo lánsöm að kynn- ast honum. Haraldur Leifsson. Góður félagi hefur nú kvatt eftir erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm. Ég ætla að minnast hans með nokkrum orðum, en vinskapur okk- ar hófst fyrir meira en þrjátíu árum vestur á fjörðum, ekki síst vegna sameiginlegs áhugamáls okkar, stangveiði og veiddum við saman svo til á hverju ári. Börkur var mikill áhugamaður um stangveiði og vildi alltaf láta fé- laga sína njóta ef hann vissi af góð- um veiðistöðum. Laugardalsá í Ísa- fjarðardjúpi var okkar uppáhalds veiðiá, þar veiddum við vel og þar í ánni átti Börkur sérstaka holu þar sem laxinn beið hans á hverju ári. Síðustu tvö ár höfum við veitt sam- an í Krossá á Skarðsströnd og átti þriðja ferð okkar að hefjast í gær. Það er nokkuð ljóst að kjötsúpan góða verður ekki á borðum um sinn. Börkur var hamhleypa til verka en rasaði aldrei um ráð fram. Hann var framkvæmdastjóri Frosta og Álftfirðings í Súðavík á árum áður, en fyrirtækin undir hans stjórn gerðu út Bessa ÍS, mikið aflaskip, Kofra og Haffara og fleiri báta og oftar en ekki voru þessi skip með aflahæstu skipum landsins enda með úrvals fólk til sjós og lands. Frystihúsið, rækjuvinnslan og saltfiskverkunin á Langeyri voru fyrirtæki eins og þau gerðust best, framleiddu úrvalsvöru til útflutn- ings. Súðvíkingar voru í farar- broddi þegar skrifað var undir samning um smíði skuttogara fyrir Vestfirðinga í Noregi á áttunda áratugnum, skip sem gjörbreyttu lífsafkomu fólks á Vestfjörðum. Börkur rak þessi fyrirtæki af mik- illi eljusemi og ósérhlífni og taldi það ekki eftir sér að keyra suður að sækja salt ef það vantaði og þeytt- ist út og suður eftir varahlutum og var að auki sjálfur laghentur til við- gerða ef á þurfti að halda. Hann verður vandfundinn næsti veiðifélagi minn. Ég þakka fyrir allar okkar góðu stundir, bæði við veiðar og við vinnu. Ég og fjölskylda mín færum Stínu, börnum þeirra og fjölskyld- um hugheilar samúðarkveðjur. Hans Georg Bæringsson. Þegar við bjuggum í Súðavík kynntumst við vel Berki og Stínu. Við áttum börn á sama reki og þau og mikill samgangur var á milli heimilanna. Þá mynduðust tengsl sem hafa haldið fram á þennan dag. Börkur var þá forstjóri Frosta hf. sem var aðalfyrirtækið á staðnum. Súðavík hafði orðið fyrir barðinu á byggðaröskun stríðsáranna og óráðsíu eftirstríðsáranna og því var mikið verk fyrir höndum þegar Börkur hófst handa við endurreisn heimahaganna. Þar var unnið af krafti og framsýni en jafnframt gætni og þess gætt að reisa sér ekki hurðarás um öxl. Fyrirtækinu gekk vel og varla var sá staður á landinu þar sem gjaldeyrisöflun á mann fyrir þjóðarbúið var meiri en í Súðavík. En þetta kostaði líka fórnir. Það voru erfiðar stundir fyr- ir Börk, eins og aðra Súðvíkinga, að missa menn í hafið. Hann tók það mjög nærri sér og þess vegna barð- ist hann fyrir því að fá stærri og öruggari skip og náði þar góðum árangri. Eiginleikar í fari Barkar voru ráðvendni og heiðarleiki. Það þurfti ekki að vera skriflegt. Orð hans voru næg trygging. Hann var kjöl- festa í atvinnumálum í Súðavík. Hann var líka kjölfesta fyrir stóran hóp afkomenda. Hans er því sárt saknað en minning um góðan dreng lifir. Við sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til Stínu og allra annarra aðstandenda. Daðína og Magnús Aspelund.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.