Morgunblaðið - 25.07.2009, Síða 36
36 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 2009
✝ Ívar Haukur Stef-ánsson fæddist í
Haganesi við Mývatn
8. október 1927. Hann
varð bráðkvaddur í
bát sínum á Mývatni
17. júlí síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru hjónin Stefán
Helgason, f. 31.5.
1884, d. 23.11. 1972,
og Áslaug Sigurð-
ardóttir, f. 20.12.
1884, d. 18.5. 1979.
Systkini Ívars: Sig-
urður, f. 1905, d. 1982,
Helgi, f. 1912, d. 1987, Hlín, f. 1915,
Hjördís, f. 1918, d. 2004.
Eiginkona Ívars er Birna Svan-
fríður, fædd 16. júlí 1934 á Ísafirði,
dóttir hjónanna Kristjönu Jón-
asdóttur og Björns Guðmundssonar,
sem bæði eru látin.
Börn Ívars og Birnu: 1) Áslaug, f.
9.6. 1953. 2) Bryndís, f. 11.5 1957,
hennar maður er Hólmgeir Her-
mannsson, f. 20.11. 1957, þeirra börn
eru Birna, f. 1993, og Hermann, f.
2000. 3) Hörður, f.
21.9. 1958. 4) Kolbrún,
f. 26.7. 1969, gift Ein-
ari Jónssyni, f. 7.9.
1967, þeirra börn eru
Heiðbjört, f. 1999, Ív-
ar Helgi, f. 2002, og
Gunnar Bragi, f. 2002.
Ívar ólst upp í
Haganesi og bjó þar
alla sína ævi. Þar
stundaði hann hefð-
bundinn búskap auk
þess sem hlunnindi
voru nýtt af vatninu
og Laxá. Ívar var
grenjaskytta, bridgespilari, harm-
onikkuleikari og skíðagöngumaður.
Hann keppti á mörgum skíðalands-
mótum og 1952 keppti hann á Ól-
ympíuleikunum í Noregi og fór svo í
framhaldi af þeim til Svíþjóðar og
tók þátt í Vasagöngunni. Var hann
landpóstur sveitarinnar í mörg ár
eða til 70 ára aldurs.
Útför Ívars fer fram frá Skútu-
staðakirkju í dag, laugardaginn 25.
júlí, og hefst athöfnin kl. 14.
Hugurinn reikar nær 60 ár aftur í
tímann. Í sjö sumur var stefnan tekin
norður í Mývatnssveit til afa, ömmu
og Ívars. Ég sé afa fyrir mér stand-
andi við réttarvegginn, hann er að
gera að silungi, amma er á þeytingi á
milli búrs og reykhúss. Ef gesti bar
að garði var amma í móttökunefnd-
inni á hlaðinu þar sem smágrennd-
arkynning fór fram sem fólst í því að
segja frá nöfnum fjallanna umhverfis
vatnið og voru nú sumir fegnir þegar
boðið var til stofu því ekki var ör-
grannt um að ein og ein fluga sveim-
aði yfir söfnuðinum sem dró óneit-
anlega úr áhrifamætti
kynningarinnar.
Vegurinn út í Haganes var ekki
greiðfær á þessum árum en það
hindraði Ívar ekki í að hitta vini sína,
enda vinsæll og vinamargur. Við sem
heima sátum nutum svo góðs af, því
skemmtilegri sögumanni hef ég ekki
kynnst og hæfileikar hans sem eft-
irherma juku áhrifamátt frásagn-
anna.
Karlakór Mývetninga æfði um
tíma í Haganesi, seinna söng Ívar
með kórnum, hann hafði góða söng-
rödd eins og systkini hans öll. Hann
hlustaði mikið á tónlist, eignaðist for-
láta upptrekktan grammófón sem
var óspart notaður og voru helstu
tenórar heimsins tíðir gestir í stof-
unni í Haganesi. Einu sinni sendi ég
honum plötu með Ljudmilu Zikinu
þjóðlagasöngkonu í tilraun til þess að
hafa áhrif á tónlistarsmekk hans.
Mörgum árum seinna kom þessi
söngkona til Íslands og söng m.a. á
Húsavík, þá fór Ívar með Birnu sína
til þess að hlusta. Engum sögum fer
af aðdáun hans á söngkonunni en
Viktor Gridin harmonikuleikari sem
lék undir ásamt hljómsveit sinni
heillaði Ívar sem sjálfur var liðtækur
harmonikuspilari og var ekki leiðin-
legt að fá að fljóta með á sveitaböllin
þar sem hann og frændi hans Jón
Árni héldu uppi fjörinu.
Umhverfi og lífríki Mývatns og
Laxár voru honum hugleikin. Eins og
dæmin sanna má leikmaður sín lítils í
andstöðu sinni gegn vilja þeirra sem
sjást ekki alltaf fyrir í áhuga sínum
við að skapa ný störf. Þéttbýlt var
orðið á sumum jörðum við Mývatn
svo að menn leituðu allra mögulegra
leiða til atvinnusköpunar. Kísilgúr-
verksmiðja var reist við vatnið og
hófst námugröftur af botni vatnsins
1967. Árum saman reyndu vísinda-
menn að tengja minnkandi líf bæði
ofan og neðan vatnsyfirborðs töku
kísilgúrsins en í viðtali við Árna Ein-
arsson líffræðing sem birtist í tíma-
ritinu Nature í mars 2008 kemur
fram að kísilnámið hafi leitt til hruns
bleikjustofnsins í Mývatni en hann
tekur jafnframt fram að yfirvöld sem
heimiluðu vinnsluna hafi ekki átt að
geta séð hrunið á stofninum fyrir,
vegna þess að nýja þekkingu í vist-
fræði þurfti til þess að skýra ástæð-
una. Það sannaðist með vísindalegum
rannsóknum að menn með gagnrýna
hugsun eins og Ívar höfðu haft rétt
fyrir sér.
Fjöllin í kringum vatnið hafa ekki
breyst í tímanna rás og Haganesi er
skilað til afkomenda eins og Ívar tók
við því, engu hefur verið fórnað fyrir
stundarhagsmuni.
Flugnasveimurinn er ekki eins til-
komumikill í sveitinni og áður frekar
en sveitin eftir að Ívar er burtkall-
aður. Blessuð sé minning hans.
Bryndís Helgadóttir.
Hljóðnar raust og bliknar blað,
bilar traust á mátt sinn eigin.
Þegar hausti hallar að
heim í naust er bátur dreginn.
(R.R.)
Á fallegum sumardegi fór Ívar
Stefánsson í sína hinstu ferð á vatnið.
Í lífi hans var komið haust, líkaminn
var uppgefinn þótt viljinn væri til
staðar. Hann kvaddi þetta jarðlíf í
bátnum sínum með net í höndum,
Mývatn vaggaði honum yfir í annan
heim.
Þegar við nú kveðjum vin okkar og
frænda streyma allar góðu og
skemmtilegu minningarnar fram. Ív-
ar var einstakur maður og honum var
margt til lista lagt. Á yngri árum var
hann mikill íþróttamaður, spilaði fót-
bolta, glímdi, en frægur var hann
fyrst og fremst fyrir skíðagönguna
og keppti hann á Ólympíuleikunum í
Osló 1952 og tók einnig þátt í Vasa-
göngunni svo og ótal Íslandsmótum.
Hann var líka bridsspilari, refa-
skytta, handlaginn og útsjónarsamur
til allra verka.
Tónlistaráhugi hans var mikill,
hann söng í kórum, spilaði á trommur
eða harmonikku á böllum og öðrum
samkomum og hann dansaði eins og
engill. Hann átti ógrynni af klassískri
tónlist, Jussi Björling, Pavarotti og
Bocelli voru hans menn.
Hvar sem hann kom var hann
hrókur alls fagnaðar, hafði vísur á
hraðbergi, sagði sögur og hermdi eft-
ir samferðafólki betur en nokkur
annar.
Enn er masað yfir glasi
allt því fasið vitni ber.
Þó ég hrasi á grænu grasi
Guð álasar varla mér.
(R.R.)
Ívar hafði sterkar skoðanir bæði á
mönnum og málefnum. Hann var
vinstrimaður.
Nálægðin við vatnið og ána höfðu
vísast þau áhrif að Ívar varð snemma
góður veiðimaður. Lífið í Haganesi
snerist mikið um silunginn og fugl-
inn. Fyrirdráttur, netaveiði að sumri
og á vetrum undir ís, dorgveiði og
veiði í ánni, umhirða neta, verkun sil-
ungsins og reyking. Á árum áður var
þetta búbót sem útheimti mikla
vinnu. Aldrei var Ívar kátari en þeg-
ar dregið var fyrir og vel veiddist.
Sigling með honum á vatninu, hvort
heldur var til að huga að netum eða
skemmtisigling um vatnið og vestur
á Rif á sólbjörtum degi, var ógleym-
anleg upplifun. Þá var hann konung-
ur, þetta var ríkið hans.
Að leiðarlokum þökkum við fyrir
vináttuna, greiðviknina í okkar garð,
fyrir óteljandi gleðistundir, hlátur og
söng.
Granninn átti gómsætt vín
gamanþátt svo kíminn.
Langra nátta geymist grín,
gleymdist háttatíminn.
(R.R.)
Þín er sárt saknað kæri vinur.
Kæra Birna og fjölskyldan öll,
okkar innilegustu samúðarkveðjur
sendum við ykkur.
Úlfhildur og Hákon Hákonarson.
Ívar frændi minn kvaddi þetta líf á
jafn fallegan og táknrænan hátt og
hann sjálfur lifði því. Viðlíka höfð-
ingja og snillingi er leitun að og ein-
stök forréttindi að hafa fengið frá
blautu barnsbeini að njóta samferðar
með honum. En nú er komið að ferða-
lokum frænda sem lagði í sína hinstu
för á bátnum sínum og kvaddi með
netin í fanginu og umvafinn nálægð
við fiskana og fuglana – Mývatnið,
eyjarnar og hólmana. Og ég er alveg
miður mín að þú skulir lagður af stað,
en um leið svo þakklát fyrir allar
minningarnar sem ég og fjölskyldan
eigum um þig.
Í huga okkar frændsystkinanna
sem nutum æskunnar í bústað ömmu
og afa í Haganesi varstu hluti heil-
agrar þrenningar ásamt afa Rögn-
valdi og Helga frænda. Svo sólbrúnn,
vel greiddur og glettinn í augunum
ævinlega hreint – í köflóttri skyrtu,
með axlabönd, í ullarsokkum og
gúmmískóm. Svo flottur og „orginal“
– og við krakkarnir agndofa af virð-
ingu í þinn garð.
Þú byggðir eina fallegustu jörð
sem fyrirfinnst á jarðríki – og vegna
óeigingirni og væntumþykju ykkar í
Haganesi fengum við pínkulitla stór-
fjölskyldan að byggja bústað hjá
ykkur. Ævintýralegra umhverfi er
ekki hægt að hugsa sér sem barn og
var Ívar konungur ævintýranna í
ómótstæðilega fallega ríkinu sínu.
Minningarnar eru endalausar og
kalla fram bros og þakklæti. Sigling-
ar á Mývatni út í eyjar og hólma,
veiðar á Mjósundinu og vatninu,
eggjatínsla, póstferðir með þér og
Kollu á póstbílnum Litla rauð, sláttur
og baggahlaup úti á Hamri, leyft að
sitja á heyvagninum heim í Haganes
og ferðalag í Herðubreiðarlindir á
rússajeppanum – sem þú keyrðir
reyndar á ullarsokkunum. Og jafn
ótrúlegt og mér þótti það nokkurra
ára gamalli var mér ljóst að það mátti
greinilega keyra jeppa á ullarsokk-
unum – allavega fyrst þú gerðir það!
Þú varst tvímælalaust fyrsti merki-
legi maðurinn sem ég kynntist. Höfð-
ingi varstu svo sannarlega og engum
líkur. Og ekki var nú leiðinlegast að
hlusta á þig fara með sögur og herma
eftir þeim sem til umfjöllunar voru
hverju sinni. Ég held að enginn
hermi betur eftir kerlingum en þú
gerðir og hlátur, söngur og harmon-
ikkan bræða saman endalausar
minningar og kalla fram bros.
Takk elsku frændi fyrir allt sam-
an. Ég treysti því að þið félagarnir
þrír setjið jafn mikinn stíl á núver-
andi samastað ykkar og þið gerðuð
hérna megin. Elsku Birna og fjöl-
skyldan öll – við sendum okkar inni-
legustu samúðarkveðjur til ykkar í
sveitina.
Helga Hlín og fjölskylda.
Mig langar til að minnst í nokkr-
um orðum Ívars Stefánssonar,
bónda í Haganesi í Skútustaðahreppi
í Mývatnssveit.
Tilviljun réð því að okkur rak á
fjörur í Haganesi fyrir rúmlega
hálfri öld. Við höfðum eignast fyrsta
bílinn okkar og ákveðið að fara í
jómfrúarferð norður heiðar í fyrsta
sinn á ævinni. Af meðfæddri veiði-
ástríðu var sterk löngun til þess að
renna fyrir fisk á svæðinu. Mér varð
að ósk minni og þá hittum við Ívar og
hans fólk í fyrsta sinn. Sú morgun-
stund er enn í minni sem og frábær
veiði. Og ekki nóg með það heldur
féll ég algerlega fyrir Laxá og Mý-
vatnssveit allri. Landslagið, fuglinn,
fiskurinn, gróðurinn, jarðfræðin, lit-
brigðin og fleira. Allt til staðar.
Þetta skammvinna upphaf leiddi
af sér að allar götur síðan hef ég ár-
lega notið þeirrar ánægju að koma í
1-2 vikur til að veiða í Laxá við Mý-
vatn og notið gestrisni og hjálpsemi
fjölskyldunnar í Haganesi. Síðar
tóku börnin okkar að fylgja með til
Haganesdvalar og enn síðar barna-
börn.
Ívar varð okkur sem besti kennari
því hann þekkti hvern stein, þúfu,
hróf, dokk, sker, erju og hólma á sínu
óðali. Hafði hundruð örnefna á
reiðum höndum, kenndi okkur nöfn
fjalla í fjallahringnum svo og nöfn
veiðistaða með upplýsingum um
hvernig standa skyldi að veiðinni.
Hann talaði að mínum dómi mjög
fallegt mál með sínum norðlenska
framburði og hafði metnað fyrir við-
gangi móðurmálsins.
Ekki vildi ég hafa misst af þeirri
lífsreynslu að hafa nokkrum sinnum
hitt á Ívar og stórvin hans Þorgrím
Starra í Garði mátulega hreifa fara á
kostum í samræðum í Haganesbæn-
um, skáldið í Garði með gamanmál á
hraðbergi en Ívar með eftirhermur.
Ég held að hann Ívar hafi getað
hermt eftir flestum í sveitinni.
Á sínum yngri árum var Ívar einn
fremsti skíðagöngumaður landsins,
varð margsinnis meistari í sinni
íþrótt. Keppti á Vetrarólympíuleik-
unum í Osló árið 1952 og gekk Vasa-
skíðagönguna. Vann hann til margra
verðlauna í íþróttagreininni en
stærstu verðlaunin sem honum
hlotnaðist voru hans ágæta eigin-
kona Birna Björnsdóttir frá Ísafirði.
Ég held að þau hljóti að hafa hist á
einhverju skíðalandsmótinu, senni-
lega á Ísafirði og það rennir líka
stoðum undir þá kenningu mína að
skíðin séu allra meina bót.
Ívar var ákaflega tónelskur, hafði
sérstaklega ánægju af söngtónlist,
kunni fjölda söngverka frá upphafi
til enda og átti myndarlegt safn
platna og diska. Sjálfur hafði Ívar
fína söngrödd og söng um árabil í
Karlakór Mývetninga.
Ívar naut lengst af góðrar heilsu,
en allra seinustu árin voru hné og
mjaðmir farin að slitna eftir mikla
vinnu frá barnsaldri.
Þegar við Baldur sonur okkar
kvöddum Birnu og Ívar í hlaðinu á
Haganesi 11. júlí sl. eftir vikudvöl
áttum við ekki von á að Ívar yrði all-
ur aðeins 6 dögum síðar en lífið er
bara svona.
Vertu sæll, kæri vinur, og við
þökkum fyrir allar hamingjustund-
irnar sem þið veittuð okkur í hálfa
öld. Við trúum því að þú fáir að ljúka
við að leggja netið sem þú varst byrj-
aður að leggja þegar þú kvaddir en
nú í nýjum veiðilendum.
Megi hið eilífa ljós lýsa þér. Birnu
og Haganesfólki öllu biðjum við
blessunar Guðs
Svavar Davíðsson.
Ívar Haukur
Stefánsson
Guðbjörg
Hjartardóttir
✝ Guðbjörg Hjart-ardóttir fæddist í
Fáskrúðsfirði 29.
mars 1937. Hún lést á
Fjórðungssjúkrahús-
inu í Neskaupstað 18.
júlí sl. Foreldrar Guð-
bjargar voru Hjörtur
Guðmundsson og Guðrún Bjarnadóttir
frá Lækjamóti í Fáskrúðsfirði. Guðbjörg
átti sex systur auk fóstursystkina. Eig-
inmaður Guðbjargar var Sigurjón Jóns-
son. Þau eignuðust fjögur börn: Jón
Gunnar, giftur Huldu Gísladóttur og
eiga þau þrjú börn og tvö barnabörn;
Gíslína Ingibjörg, gift Karli Jóhanni
Karlssyni og eiga þau þrjá syni; Páll Lár-
us, giftur Berglindi Einarsdóttur og eiga
þau þrjú börn og tvö barnabörn; Hjörv-
ar Moritz giftur Sigrúnu Júlíu Geirs-
dóttur og eiga þau tvö börn.
Útförin fór fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu fimmtudaginn 23. júlí síð-
astliðinn.
Meira: mbl.is/minningar
✝
Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og
langamma,
FÍFA G. ÓLAFSDÓTTIR,
Hjarðarhaga 46,
Reykjavík,
sem lést á dvalarheimilinu Grund við Hringbraut
mánudaginn 20. júlí, verður jarðsungin frá Foss-
vogskirkju mánudaginn 27. júlí kl. 15.00.
Ólafur S. Helgason,
Ásdís Helgadóttir, Gunnar O. Rósarsson,
Sigrún Huld Gunnarsdóttir,
Hildur Arna Gunnarsdóttir,
Bryndís Snæfríður Gunnarsdóttir,
Tómas Ían Brendansson.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
MARÍA HÓLMFRÍÐUR JÓHANNESDÓTTIR,
Asparfelli 8,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð fimmtudaginn
23. júlí.
Fyrir hönd ástvina,
Bjarni Thorarensen, Sigríður Magnúsdóttir,
Smári Thorarensen, Steinunn Sigurjónsdóttir,
Hallbjörg Thorarensen, Óskar Elvar Guðjónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.