Morgunblaðið - 25.07.2009, Síða 38
38 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 2009
Mig langar að fá að
kveðja þig með örfáum
fátæklegum orðum,
elsku amma mín.
Frá því að ég man eftir mér hefur
þú verið stór hluti af mínu lífi. Ég og
bræður mínir nutum þeirra forrétt-
inda að fá að alast upp með þig og afa
innan seilingar í sveitinni.
Hugurinn leitar á æskuslóðir þeg-
ar ég hugsa um þig og núna fæ ég
kökk í hálsinn og tár í augun. Ég
sakna þín svo mikið og ég vildi óska
að ég væri orðinn lítill pjakkur aftur,
bankandi á dyrnar á hlýlega eldhús-
inu þínu til að sníkja pönnukökur,
þessar með bráðnaða sykrinum sem
enginn hefur náð að endurgera. Ég
hugsa um okkur tvö, lítill drengur
með ömmu sinni á fallegum sumar-
degi heima í sveitinni, í matjurta-
garðinum þínum að hjálpa þér að
snyrta beðin þín og fá radísur og gul-
rætur að launum. Svo seinna þegar
ég ákvað að gott væri að tína ána-
maðka í beðunum til að nota við sil-
ungsveiðar sem voru mér snemma í
blóð bornar og þú hastaðir á mig
þegar ég reyndi að grafa á milli
blómkálshausanna með misjöfnum
árangri. En í staðinn fyrir að
skamma mig og verða mér reið,
sýndir þú mér hvar ég mátti grafa
innan þessa fallega reits sem þú
nostraðir við af þinni einstöku alúð
og leystir þannig málin á farsælan
hátt fyrir okkur bæði.
Mig langar að þakka þér svo
margt, amma mín. Þakka þér fyrir
þegar ég og stúlka sem ég elskaði
skildum að skiptum og þú huggaðir
mig svo fallega og innilega þegar ég
átti erfitt og leið illa og gafst þér all-
an tímann í heiminum fyrir mig. Þeg-
ar við hittumst fyrst eftir að ég
meiddist og þú faðmaðir mig svo vel
og lengi þrátt fyrir að þú ættir erfitt
með að lyfta hendinni þinni og ég
fann væntumþykjuna streyma frá
þér.
Tárin renna niður kinnarnar þeg-
ar ég hugsa um að þú sért farin en ég
má ekki vera eigingjarn. Þú varst
þrotin að kröftum og þurftir að fá
hvíld og ég á að vera glaður yfir því
hvað við fengum að hafa þig lengi hjá
okkur við góða heilsu.
Þuríður Helga
Kristjánsdóttir
✝ Þuríður HelgaKristjánsdóttir
fæddist á Hellu á Ár-
skógsströnd 21. nóv-
ember 1915. Hún lést
á Kristnesspítala 2.
júlí sl.
Útför Þuríðar fór
fram frá Munkaþver-
árkirkju 16. júlí síð-
astliðinn.
En ég sakna þín
bara svo mikið, amma
mín.
Núna kemur Heið-
dís inn um dyrnar og
færir mér barna-
barnabarnið þitt, hann
litla Jón Gunnar, sem
er með sitt ómótstæði-
lega bros á vörunum
og hann sest hjá mér
upp í rúmið mitt. Það
er eins og hann skynji
að ég er dapur því
hann situr bara róleg-
ur hjá mér og er „aaa“
við mig. Hann mun ekki verða þeirr-
ar gæfu aðnjótandi að þekkja þig og
muna eftir þér en ég mun segja hon-
um frá þér og hversu yndisleg og fal-
leg kona þú varst.
Því heiti ég.
Elsku amma mín. Það er komið að
kveðjustund.
Ég hef hugsað svo mikið til þín
undanfarna daga þegar ég var á fjöll-
um á fjórhjólinu mínu og fundið fyrir
návist þinni sem segir mér að þú ert
ekki farin langt frá okkur.
Ég veit að afi er glaður að hafa
endurheimt þig og að þú ert glöð að
hitta hann og hana Sigurbjörgu þína
sem þú misstir svo snemma.
Ég veit einnig að ég mun hitta þig
aftur en bara ekki alveg strax.
En þegar sá tími kemur að við
hittumst á ný mun ég banka á eld-
húsdyrnar hjá þér og segja það sem
þú rifjaðir svo oft upp: „Ætlarðu að
opna, amma mín, þetta er Jón
litli …“
Guð geymi þig og varðveiti.
Jón Gunnar Benjamínsson.
Elskuleg og yndisleg amma mín er
fallin frá. Það er erfitt að finna rétt
orð til að lýsa henni ömmu. Engin
orð finnast sem lýsa henni nógu vel.
Hugurinn hvarflar til allra góðu
stundanna í sveitinni. Sveitin, at-
hvarf frá annríki. Gamla húsið þar
sem hægt var að ganga að ömmu
vísri. Eiga við hana gott spjall. Hægt
að tala um allt milli himins og jarðar
enda var amma vel inni í öllum mál-
um allt fram á síðasta dag. Var visku-
brunnur, hægt að fá upplýsingar um
hvað allir voru að gera. Vissi ná-
kvæmlega hvað öll barnabörnin voru
að gera í lífinu. Finna væntumþykj-
una, góðmennskuna. Vellíðunartil-
finning að stíga inn til ömmu, tíminn
stóð í stað, ekkert stress, engin til-
gerð. Njóta þess einstaka andrúms-
lofts sem skapaðist í kringum ömmu.
Þegar amstur daglega lífsins var
að manni fannst yfirþyrmandi, þá
var gott að láta hugann reika í sveit-
ina, sjá fallegu sveitina fyrir sér, hús-
ið hennar ömmu og ömmu þar inni að
dunda í eldhúsinu eða sitja með
prjónana sína í sófanum. Hún tók á
móti gestum alveg fram undir það
síðasta. Bakaði og eldaði, tók öllum
opnum örmum. Harðdugleg. Hlust-
aði ekki á það frá gestunum að hún
ætti að taka því rólega, stóð upp og
hellti upp á kaffi, hafði frekar
áhyggjur af því að aðrir væru að of-
gera sér. Umhyggjan fyrir öðrum
alltaf til staðar. Spyrjandi út í hagi
manns og líðan fram á síðasta dag.
Hvetjandi og hrósandi. Talaði svo
fallega um alla. Enda var gestkvæmt
hjá ömmu, öllum leið vel í návist
hennar. Hún hafði svo fallega nær-
veru.
Ég er innilega þakklátur fyrir
þennan tíma sem við áttum hana
ömmu okkar að, fyrir allt sem hún
kenndi mér, fyrir allt sem hún gerði
fyrir mig. Við eigum eftir að sakna
hennar svo sárt. Það verður öðruvísi
að koma í húsið hennar ömmu í sveit-
inni eftir að hún er farin, en hið ein-
staka andrúmsloft sem hún bjó til
mun lifa þar áfram.
Takk fyrir allt, elsku amma.
Baldur Helgi Ingvarsson.
Enginn stöðvar tímans þunga nið
eins og segir í kvæðinu. Það erum við
óþyrmilega minnt á í hvert sinn sem
vinirnir kveðja einn af öðrum. Nú
síðast var það elskuleg og kær vin-
kona okkar hún Þuríður á Ytri-
Tjörnum sem kvaddi eftir langa og
farsæla ævigöngu. Við vitum að hún
var ferðbúin og fagnaði þessum
vistaskiptum en nokkur ár eru síðan
Baldur kvaddi og vissum við að hún
saknaði nærveru hans.
Ytri-Tjarnir eru okkar fjölskyldu-
óðal, þar bjuggu afi okkar og amma
þau Fanney og Kristján Helgi og
áttu tólf börn sem öll náðu háum
aldri. Hlýtur það að teljast einstakt.
Við búi þeirra tóku síðan þau Þur-
íður og Baldur föðurbróðir okkar og
bjuggu þar stórbúi um áratugi. Ekki
er að efa að þar var og er rekið eitt
myndarlegasta bú í Eyjafirði þótt
víðar væri leitað.
Þau Þuríður og Baldur kynntust
þegar hún kom sem húsmæðrakenn-
ari að Kvennaskólanum á Syðra-
Laugalandi. Það er óhætt að segja að
hún hafi verið starfi sínu vaxin. Á
stóru og mannmörgu heimili þeirra
hjóna sinnti hún húsmóðurstörfum
og barnauppeldi af miklum myndug-
leik og stóð þar vaktina sem klettur í
hafinu í dagsins önn. Föðurfjöl-
skyldu okkar var staðurinn afskap-
lega kær og þar var því oft margt um
manninn og glatt á hjalla. Þessar
samverustundir eru okkur ætíð
minnisstæðar og kærar.
Þuríður og Baldur voru samhent
hjón og rausnarleg heim að sækja.
Glaðværð og hlýja var þeirra aðals-
merki.
Þuríður var glæsileg kona, hóg-
vær en ætíð glaðleg og vinsamleg í
framkomu. Aldrei minnumst við þess
að hún hafi skipt skapi né hallað á
nokkurn mann, þvert á móti. Fjöl-
skyldu sinni og vinum sinnti hún af
mikilli alúð og umhyggju. Með dygg-
um stuðningi barna sinna og
fjölskyldna nutu þau hjón ævi-
kvöldsins á eigin heimili. Síðustu ár-
in var heilsa Þuríðar farin að bila en
andlegri heilsu og reisn hélt hún
fram á síðustu stund og gestrisnin
var ætíð sú sama.
Aldrei fór maður með tóman maga
eftir heimsókn í Ytri-Tjarnir. Stofu-
borðið var dúkað, hellt var á könn-
una og heimabakað brauð borið á
borð, allt fram undir það síðasta.
Þuríður var einstök manneskja og
vinátta hennar ómetanleg gjöf, þeim
sem nutu hennar. Á Syðra-Lauga-
landi þar sem foreldrar okkar
bjuggu stendur mikil og falleg ösp
sem gróðursett var þar um miðja síð-
ustu öld. Aðra okkar dreymdi í vor að
öspin fagra væri horfin og mikið
tómarúm þar sem hún hafði staðið.
Draumurinn hefur nú komið fram.
Við mælum fyrir munn fjölskyldu
okkar þegar við segjum að við mun-
um ætíð minnast þeirra hjóna með
hlýhug og þakklæti í hjarta. Guð
blessi minningu þeirra Þuríðar og
Baldurs á Ytri-Tjörnum.
Hrefna Sigríður
og Snæbjörg Rósa.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
FANNEY G. HANNESDÓTTIR,
Neðstaleiti 4,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Grensáskirkju mánudaginn
27. júlí kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er vinsamlegast
bent á Ljósið eða önnur líknarfélög.
Bára Brynjólfsdóttir,
Brynjólfur G. Brynjólfsson, Emma Eyþórsdóttir,
Sólveig Hlín Brynjólfsdóttir.
✝
Ástkær faðir okkar, fósturfaðir, afi, sonur og bróðir,
JÓN BALDURSSON
tollvörður,
Ásgarði 55,
Reykjavík,
lést miðvikudaginn 22. júlí.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju miðvikudaginn
29. júlí kl. 13.00.
Baldur Jónsson,
Freyr Jónsson,
Hrund Guðmundsdóttir, Börkur Eiríksson,
Fura Barkardóttir,
Gréta Jónsdóttir, Vöggur Jónsson,
Sigurður E. Baldursson,
Þuríður E. Baldursdóttir, Jóhann S. Erlendsson,
Ingi Þ. Vöggsson.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
HALLDÓR S. GRÖNDAL
fyrrv. sóknarprestur,
Bræðraborgarstíg 18,
Reykjavík,
varð bráðkvaddur á heimili sínu að morgni fimmtu-
dagsins 23. júlí.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Ingveldur Lúðvígsdóttir Gröndal,
Lúðvík H. Gröndal, Kristbjörg Konráðsdóttir,
Sigurbjörg H. Gröndal, Ólafur Haukur Ólafsson,
Hallgrímur H. Gröndal, Sólveig Fanný Magnúsdóttir,
Þorvaldur H. Gröndal, Lára Sveinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn,
UNNAR ERLINGUR BJÖRGÓLFSSON,
lést miðvikudaginn 22. júlí á Högnastöðum,
Eskifirði.
Útförin verður auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Jónína Jónsdóttir.
✝
Systir okkar,
KRISTÍN HJALTADÓTTIR
frá Norður-Götum, Mýrdal,
til heimilis að Seilugranda 6,
Reykjavík,
andaðist á Klausturhólum, Kirkjubæjarklaustri
miðvikudaginn 22. júlí.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Jón Hjaltason,
Sigríður Hjaltadóttir,
Sæmundur Hjaltason
og aðrir vandamenn.
✝
Minn ástkæri eiginmaður, faðir, bróðir, mágur og
frændi,
AXEL BIRGISSON
flugvirki,
Ægisvöllum 4,
Keflavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja miðviku-
daginn 22. júlí. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkur-
kirkju miðvikudaginn 29. júlí kl. 13.00.
Sigurfríð Rögnvaldsdóttir,
Birgir Axelsson,
Elsa Lilja Eyjólfsdóttir,
Guðni Birgisson, Elsa Skúladóttir,
Sesselja Birgisdóttir,
Ólafur Birgisson, Ragnhildur Ingólfsdóttir
og frændsystkin.
✝
Okkar ástkæri faðir, sonur, bróðir og frændi,
HARTMAN PÉTURSSON,
Lágengi 21,
Selfossi,
lést þriðjudaginn 21. júlí.
Anton Óli Hartmannsson,
Pétur Hartmannsson, Jórunn E. Ingimundardóttir,
Ingimundur Pétursson,
Steinunn J. Pétursdóttir,Jóhann Örn Kristjánsson,
Pétur Hartmann Jóhannsson.