Morgunblaðið - 25.07.2009, Síða 39

Morgunblaðið - 25.07.2009, Síða 39
Minningar 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 2009 ✝ Guðrún Harð-ardóttir (Rúna) fæddist í Reykjavík 9. desember 1946. Hún andaðist á sjúkrahús- inu á Ísafirði 15. júlí sl. Foreldrar Rúnu eru hjónin María Björns- dóttur og Hörður Guðmundsson. Frá unga aldri ólst Rúna upp hjá hjónunum Guðrúnu Kolbeins- dóttur og Indriða Guðmundssyni og dóttur þeirra Ólöfu Svövu og manni hennar Benedikt Björnssyni. Ung 2) Indriði Steinþór, f. 13.2. 1969, maki María Katarína Guðmunds- dóttir, f. 31.1. 1968, börn þeirra eru Daníel og Stefanía. Maki Stefaníu er Óskar Aðalsteinn og barn þeirra er Jóhanna María. Fyrir átti Stein- þór soninn Össur. 3) Guðrún Bjarn- ey, f. 10.6. 1971, maki Jón Magn- ússon f. 27.8. 1967, börn þeirra eru Birna Mjöll og Sylvía Lind. Fyrir átti Guðrún dótturina Elvu Björk. 4) Sæmundur Bjarni f. 14.9. 1977, maki Lilja Debóra Ólafsdóttir, f. 4.5. 1976, börn þeirra eru Katla María og Tómas Geiri. Fyrir átti Lilja soninn Jakob Fannar. 5) Þór- dís Guðbjörg, f. 3.8. 1981, maki Bjarki Guðmundsson, f. 10.1. 1979, dóttir þeirra er Guðrún Eva. Útför Rúnu fer fram frá Þingeyr- arkirkju í dag, laugardaginn 25. júlí, og hefst athöfnin kl. 13. flutti Rúna vestur í Dýrafjörð og gerðist bóndi í Lambadal ásamt manni sínum Guðmundi Steinþórs- syni, f. 21.10. 1935. Þau gengu í hjóna- band 25. júlí 1971. Börn þeirra eru: 1) María Kolbrún, f. 5.6. 1964, maki Ísleifur Aðalsteinsson f. 10.9. 1963, börn þeirra eru Viðar Örn, Kolbrún Ósk og Guðlaugur Rúnar. Faðir Maríu Kolbrúnar var Valur Magnússon en Guðmundur gekk henni í föðurstað. Rúna í Lambadal er látin, allt of snemma. Síðastliðið haust greind- ist Rúna með æxli í heila og á 62 ára afmælinu var hún í geislameð- ferð hér í Reykjavík. Sama dag og meðferðinni lauk, um miðjan des- ember, hélt Rúna aftur vestur, staðráðin í að halda hefðbundin jól heima með fjölskyldu sinni. Við dáðumst öll að dugnaði hennar á þessum erfiðu tímum. Aðstæður höguðu því þannig að Rúna ólst upp hjá bæði foreldrum mínum og ömmu og afa, hún var því ætíð hluti af lífi okkar allra. Ellefu ára aldursmunur er mikill framan af. Nú síðari ár fann ég ekki fyrir honum því Rúna var síung. Rúna var grallari og tók upp á ýmsu. Eftirminnilegt er þegar hún fór með mig 5 ára gamla á hár- greiðslustofu, lét leggja á mér hár- ið samkvæmt tískunni sem þá var og síðan í bíó að sjá mynd með Cliff Richard. Þegar heim var komið spígsporaði ég montin um með tú- berað hárið á meðan Þóra systir lá í rúminu með mislinga. Í þá daga var aldursmunur okkar Rúnu mikill og þegar hún eignaðist Maju Kollu var ég enn í dúkkulísu- leik. Þær mæðgur fluttust vestur í Dýrafjörð því allt í einu var Gummi kominn til sögunnar. Þegar þau svo gengu í hjónaband lögðum við land undir fót. Ferðalangarnir voru for- eldrar Rúnu, þau Maja og Hörður á einum bíl og við fjölskyldan á öðr- um. Þetta var heilmikið ferðalag sem tók marga daga. Við gift- inguna klæddist Rúna peysufötum Guðrúnar ömmu. Þá var Maja Kolla orðin sælleg sveitastúlka, Steini lítill, sætur en óttalegur prakkari og Gunna var skírð um leið og foreldrarnir gengu í hjóna- bandið. Næstu ár bættust svo Sæ- mundur og Þórdís við, myndarfólk allt saman. Með Rúnu held ég að allir ald- urshópar hafi getað samsamað sig. Hún var ungleg bæði í útliti og fasi og hafði gaman af að hitta fólk og spjalla. Krökkum leiddist ekki frekar en öðrum að koma í heim- sókn og þær eru ófáar sögurnar sem hlegið hefur verið að við eld- húsborðið í Lambadal. Vegna þess hve miklu lengra virðist vera fyrir okkur borgarbörn að fara frá höfuðborginni vestur á firði en öfugt, var frekar að við hitt- um Rúnu hér syðra. Nú síðari ár hafa þau hjónin komið á hverju sumri til okkar í sumarbústaðinn við Laugarvatn, tjaldað og trallað og síðasta sumar komu Rúna, Gummi og flestir þeirra afkomend- ur og voru viðstödd hátíð til minn- ingar um hellisbúana á Laugar- vatnsvöllum, þau Guðrúnu ömmu og Indriða afa. Stuttu síðar komu þau aftur í tengslum við landbún- aðarsýningu. Við áttum frábæran tíma í sumarbústaðnum, Rúna var eldhress eins og alltaf og engan ór- aði fyrir að þetta yrði síðasta sum- arið okkar saman. Afi og amma sem þótti mikið vænt um Rúnu eru löngu fallin frá sem og Hörður faðir hennar. Við hin sem á sínum tíma vorum sam- ferða vestur í giftingu Rúnu förum nú aftur, 38 árum síðar upp á dag, en nú til að kveðja hana. Missir Gumma og barna þeirra, tengdabarna og barnabarna er mikill. Mesta gæfa í lífi Rúnu var örugglega að flytjast vestur í Lambadal. Nú er þar stór fjöl- skylda sem sér á eftir og saknar Rúnu úr hópnum. Ég votta þeim og Maju móður hennar innilega samúð sem og öðrum sem þótti vænt um Rúnu í Lambadal. Hólmfríður Benediktsdóttir. Guðrún Harðardóttir ✝ Guðbjörg ÓskHauksdóttir fæddist á Eskifirði 11. október 1951. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Vest- mannaeyja 20. júlí 2009. Foreldrar hennar eru Theódóra Ósk- arsdóttir, f. 12.10. 1933, og Haukur Guð- mundsson, f. 25.10. 1929, d. 3.9. 1991. Systkini Guðbjargar Óskar eru, a) Stella, f. 17.11. 1955, hennar sonur er Guð- mundur Haukur, b) Ólöf, f. 29.8. 1955, maki Ægir Sigurjónsson. Hennar sonur Sigurður Jóhann, c) Haukur, f. 8.2. 1961, maki Sigríður Högnadóttir. Börn þeirra Stefán, Óskar Þór, Tinna og Daði, d) Arelíus Smári, f. 8.9. 1971, maki Ólöf Una Ólafsdóttir. Börn þeirra Ólafur Haukur og Theódór Orri. Dóttir Guðbjargar Óskar er Theódóra Anný Hafþórsdóttir, f. 10.5. 1972. Börn hennar Andri Þór, f. 30.9. 1993, Kristján Haukur, f. 1.11. 1995, og Hafþór Elí, f. 18.7. 2001. Útför Guðbjargar Óskar fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag, 25. júlí, og hefst athöfnin klukkan 11. Mamma. Guð þig leiði sérhvert sinn sólarvegi alla. Verndarengill varstu minn vissir mína galla. Hvar sem ég um foldu fer finn ég návist þína. Aldrei skal úr minni mér mamma ég þér týna. (Jón Sigfinnsson.) Þín, Anný. Lítill drengur lófa strýkur létt um vota móðurkinn, – augun spyrja eins og myrkvuð ótta og grun í fyrsta sinn: Hvar er amma, hvar er amma, hún sem gaf mér brosið sitt yndislega og alltaf skildi ófullkomna hjalið mitt? Lítill sveinn á leyndardómum lífs og dauða kann ei skil: hann vill bara eins og áður ömmu sinnar komast til, hann vill fá að hjúfra sig að hennar brjósti sætt og rótt. Amma er dáin – amma finnur augasteininn sinn í nótt. Lítill drengur leggst á koddann – lokar sinni þreyttu brá uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir – amma kyssir undurblítt á kollinn hans. breiðist ást af öðrum heimi yfir beð hins litla manns. (Jóhannes úr Kötlum.) Þínir ömmugaurar, Andri Þór, Kristján Haukur og Hafþór Elí. Guðbjörg Ósk Hauksdóttir Morgunblaðið birtir minningargrein- ar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upp- lýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Grein- ar, sem berast eftir að útför hefur farið fram, eftir tiltekinn skilafrests eða ef útförin hefur verið gerð í kyrrþey, eru birtar á vefnum, www.mbl.is/minning- ar. Æviágrip með þeim greinum verð- ur birt í blaðinu og vísað í greinar á vefnum. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Engin lengdar- mörk eru á greinum sem birtast á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 lín- ur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útför- in fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systk- ini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinun- um. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynn- ingu er hún sjálfkrafa notuð með minn- ingargrein nema beðið sé um annað. Minningargreinar ✝ Þökkum auðsýnda hlýju og vinarhug vegna fráfalls elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, sonar, bróður, mágs og afa, REYNIS HELGASONAR, Álfheimum 34, Reykjavík. Björg Gísladóttir, Berglind Reynisdóttir, Samson Magnússon, Sveinbjörg Jónsdóttir, Jón Helgason, Stefanía Björnsdóttir og barnabörn. ✝ Útför TORFA JÓNSSONAR bónda á Torfalæk, sem lést föstudaginn 17. júlí á Heilbrigðisstofnun- inni á Blönduósi, fer fram frá Blönduósskirkju þriðjudaginn 28. júlí kl. 14.00. Jóhannes Torfason, Elín S. Sigurðardóttir, Jón Torfason, Sigríður Kristinsdóttir, Sigurlaug A. Stefánsdóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, PÉTURS ÞORBJÖRNSSONAR fyrrv. kaupmanns, Hjallabraut 33, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sólvangs, 3. hæð, St. Jósepsspítala Hafnarfirði, Oddfellowbræðrum í Bjarna Riddara og Karlakórnum Þresti. Valgerður Sigurðardóttir, Svanhildur Pétursdóttir, Gissur Guðmundsson, Birgir Pétursson, Hrefna Geirsdóttir, Sverrir Pétursson, Sandra L. Pétursson, Hrönn Pétursdóttir, Jafet E. Ingvason, Björk Pétursdóttir, Sveinn Sigurbergsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru SÚSÖNNU HALLDÓRSDÓTTUR, Sunnu, frá Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir til starfsfólks heimahlynningar Landspítalans og líknardeildar Landspítala Landa- koti fyrir góða umönnun. Örn Sævar Ingibergsson, Guðlaug Óskarsdóttir, Elín Dóra Ingibergsdóttir, Haraldur L. Haraldsson, Jón Kristinn Ingibergsson, Sonja Christensen, Þórunn Einarsdóttir, Richard Kelley, Halldór Einarsson, Esther Magnúsdóttir, Elín Einarsdóttir, Jón Gunnlaugsson, Ingibjörg Einarsdóttir, Birna Einarsdóttir, Guðmundur Þorsteinsson, Haukur H. Gröndal, Ásta Sigurðardóttir og aðrir aðstandendur. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur vináttu, samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður, bróður, mágs og afa, JÓHANNS BRIEM. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á hjúkrunar- heimilinu Eir. Ásta Kristín Briem, Páll Jóhann Briem, Haraldur Páll Briem, Vera Nily, Birna Jóna Jóhannsdóttir, Þór Kristjánsson, Kristín Briem, Sigurjón H. Ólafsson, Sigrún Briem, Jón Viðar Arnórsson, Jóhanna Björk Briem, Guðmundur Þorbjörnsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.