Morgunblaðið - 25.07.2009, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 25.07.2009, Qupperneq 40
40 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 2009 Í flugnáminu heyrði maður strax talað um Atla Thor. Það könnuðust allir við hann, enda fór af honum gott orðspor sem ég átti eftir að kynnast síðar á lífsleiðinni. Nokkrum árum síðar vorum við tveir ráðnir sem flugmenn hjá Flugleiðum ásamt þremur öðrum félögum okkar vorið 1995. Það voru mín fyrstu kynni af Atla, en hann kom mér fyrir sjónir sem röggsamur, léttlyndur og skemmtilegur náungi. Það var allt- af hægt að hlæja þegar Atli var nálægt enda hafði hann frábæran húmor og átti auðvelt með að sjá skemmtilegar hliðar á lífinu. Hann virtist alltaf eitthvað hafa fyrir stafni og var mjög vel á sig kom- inn líkamlega enda duglegur að stunda útivist, skíði og mótorkross ásamt fjölmörgum öðrum greinum. Hann hjólaði eitt sinn um Kjöl einn síns liðs og heyrði ég í honum þegar hann kallaði upp til okkar er við flugum á Fokker fyrir ofan Kjalveg. Við spurðum hann frétta og hann sagði ferðina ganga vel þótt mótvindurinn þarna niðri væri erfiðari en uppi í háloftunum. Þarna var hann einn og fannst það frábært. Þetta var honum greini- lega mjög mikils virði. Við gáfum honum upplýsingar um veðrið framundan og kvöddum. Atli var fagmaður í fluginu og hafði flug- mennskuna í sér frá blautu barns- beini. Við áttum góðar stundir saman í leiguflugi í Norður-Sví- þjóð en þá stunduðum við einmitt skíði og oftar en ekki gufuböð á eftir. Þá varð honum á orði að þetta væri gríðarlega íþyngjandi vinna, að fljúga um morguninn, skíða seinnipartinn og fara svo í gufubað um kvöldið, en einhver þyrfti að vinna hana. Flugfreyj- urnar hjá því flugfélagi töluðu um að Atli væri eini flugmaðurinn sem alltaf pantaði sér vatn að drekka á flugi, en mér þótti það lýsandi fyr- ir þennan vel byggða og heilsu- hrausta mann. Um síðustu jól hitti ég Atla í síð- asta sinn. Ég hugsa með þakklæti til stundanna með Atla Thorodd- sen, bæði í vinnunni og utan henn- ar. Einstakur drengur er nú kall- aður á brott og þær kvalir sem hann bar og þoldi svo lengi munu aldrei ná að pína hann framar. Minningin um þennan frábæra flugmann og góða dreng munu lifa að eilífu í hjörtum okkar sem eftir lifum. Nú lítur hann yfir okkur og heyrir í okkur og fylgist með okk- ur, rétt eins og þegar við heyrðum í honum forðum daga á Kjalvegi. Ástu, börnum hans og ættingjum votta ég mína dýpstu samúð. Flýg ég og flýg yfir fjallaskörð, yfir brekkubörð, yfir bleikan svörð, yfir foss í gili, yfir fuglasveim, yfir lyng í laut, inn í ljóssins heim. (Hugrún) Kári Kárason. Kæri Atli. Okkur langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Þrautaganga þín var löng og ströng en þú gekkst hana af bjartsýni og jákvæðni og hafðir meira að segja húmorinn uppi við. Það var ómissandi að eiga þig sem samstarfsfélaga hjá Atlanta á sínum tíma, þegar við byrjuðum öll að fljúga í Jeddah ár- ið 1993. Þú settir skemmtilegan og léttan svip á hópinn og við erum Atli Thoroddsen ✝ Atli Thoroddsenflugstjóri fæddist 29. maí 1970. Hann lést á 11E, krabba- meinslækningadeild Landspítalans, að morgni 7. júlí sl. Útför Atla fór fram í Dómkirkjunni 16. júlí síðastliðinn. þakklát að hafa fengið að starfa með þér, bæði þar og svo síðar hjá Icelandair. Það er okkur mjög ofarlega í minni þegar við vor- um með þér í Hali- fax hér um árið. Það var mikið hlegið í þeirri ferð og skemmtum við okk- ur mjög vel, eins og alltaf þar sem þú varst nálægt. Ræð- an þín á aðventu- kvöldi Flugfreyjufélagsins í des- ember s.l. er okkur einnig mjög minnisstæð. Þar sáum við einmitt þinn frábæra og einstaka per- sónuleika og það var virkilega gefandi og jafnframt hjartnæmt að hlusta á orð þín þetta kvöld og það mun lifa í okkar minningu. Þú varst ekki bara góður samstarfs- félagi og vinur heldur einnig frá- bær flugmaður sem hafði allt til að bera. Fjölskylda þín, vinir og allur flotinn missti mikið þegar þú þurftir að kveðja og fara þína leið eftir veikindin. Það er sárt að horfa á eftir þér, góðum manni í blóma lífsins. Það var okkur heið- ur að fá að kynnast þér og starfa með þér þennan tíma, sem við vonuðum að yrði lengri, miklu lengri. Við trúum því að þú munir lifa áfram í yndislegu gullmolunum ykkar Ástu. Elsku Ásta og dætur, megi góð- ur Guð blessa ykkur um ókomna tíð og leiða ykkur í gegnum lífið í breyttum aðstæðum. Innilegustu samúðarkveðjur. Jarþrúður Guðnadóttir og Einar Sigurðsson (Jara og Einar.) Það er erfiðara en orð fá lýst að þurfa að kveðja góðan vin langt fyrir aldur fram. Ég var það lán- samur að fá að kynnast Atla þeg- ar við störfuðum saman í innan- landsfluginu um árabil. Atli var þá að feta sín fyrstu skref sem flugstjóri og ég sem flugmaður. Atli var einstaklega góð fyrir- mynd fyrir ungan flugmann, fyr- irmynd sem einkenndist af mikilli fagmennsku í bland við þægilega nærveru og létta lund. Það var ævinlega ávísun á góðan flugdag ef maður vissi að sá dagur yrði með Atla. Atli og ég kynntumst enn betur þegar við fórum að fljúga saman í Lúxemborg og bjuggum við þar saman í hálft ár. Á þeim tíma varð mér enn ljósara hvaða úrvalsmann Atli hafði að geyma; hógværð, jákvæðni, spaugsemi og mikil atorka eru að- eins örfá orð sem fengu honum lýst. Ekki aðeins að hann hafi verið manni góð fyrirmynd í starfi heldur einnig í daglegu lífi. Atli gekk í verkin heima við þar sem við bjuggum og sýndi ungum dreng í verki að hlutirnir gerast ekki af sjálfu sér og leiddi með góðu fordæmi. Sambúðin með Atla var leikur einn og ævinlega skemmtileg, margt var brallað og oft hlegið þangað til menn gátu ekki meir. Atli var oft kvalinn á þessum tíma af óútskýrðum verkjum þó að hann léti mann aldrei vita af því að fyrra bragði enda var sjálfsvorkunn orð sem Atli þekkti lítið. Seinna kom að því að útskýring fannst á verkj- unum sem höfðu plagað hann um árabil og var það mikið áfall. Atli var ætíð staðráðinn í að sigrast á þessari meinsemd og tók á því með miklu æðruleysi. En eins og svo margir varð Atli að láta í minni pokann þrátt fyrir hetju- lega baráttu og oft á tíðum ofur- mannlega. Minning um einstak- lega góðan vin lifir með mér að eilífu. Elsku Ásta, Andrea og Júl- íana, megi góður Guð styrkja ykkur og blessa á þessum erfiðu tímum. Kristján H. Hallgrímsson. Það var skrítið símtalið sem ég fékk klukkan korter í sjö sunnu- dagsmorguninn 12. júlí, það var hann Mundi frá Korná að segja mér að pabbi sinn hefði verið að kveðja. Ha, sagði ég nú bara og svo gat ég ekki sagt neitt meir, þetta var mér óskiljanlegt því að við Sæmi fórum í kaffi þangað kvöldið áður og fórum ekki heim fyrr en um miðnætti, það var mikið spjallað eins og svo oft áð- ur og mikið hlegið eins og svo oft áð- ur. Hjálmar á Korná eða Dengsi eins og ég kallaði hann alltaf var mikill vinur okkar og vildi allt fyrir okkur gera og sérstaklega reyndist hann okkur vel þegar pabbi dó fyrir tveimur árum, það er okkur ómet- anlegt. Mér á eftir að finnast það skrítið Hjálmar Indriði Guðmundsson ✝ Hjálmar IndriðiGuðmundsson, bóndi og bifreið- arstjóri, fæddist í Sölvanesi í Lýtings- staðahreppi í Skaga- firði 28. október 1937. Hann lést á heimili sínu á Korná í Skaga- firði að morgni sunnudagsins 12. júlí sl. Hjálmar var jarð- sunginn frá Goðdala- kirkju 22. júlí síðast- liðinn. að eiga ekki eftir að sjá svartan Land Cruiser renna niður afleggjarann og segja: „Dengsi á Korná er að koma í kaffi!“ Mér á líka eftir að finnast skrítið að sjá þig ekki í göngunum í haust þjóta upp brekkurnar á Skjóna og teyma Bleik. Vonandi ertu búinn að hitta pabba og þið farnir að spjalla um lífið í sveitinni eins og áður. Takk fyrir allar skemmtilegu samverustundirnar. Aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. Líney María. Í dag kveðja vörubílstjórar í Skagafirði einn af félögum sínum og samstarfsmann um áratuga skeið, Hjálmar Guðmundsson á Korná. Hjálmar gekk til liðs við Vörubíl- stjórafélag Skagafjarðar árið 1957 og hefur síðan unnið á eigin vöru- bifreið, mest við vegagerð og flutn- inga af ýmsu tagi. Árið 1986 stofnaði hann, ásamt fleiri vörubílstjórum, verktakafyrirtækið Fjörð og starf- aði þar af fullum krafti, þar til hann lést. Hjálmar var góður félagi, fullur af áhuga á velferð félagsins og alltaf tilbúinn að koma í vinnu þegar til var leitað. Hann hafði ánægju af að vinna í vegagerð, ekki síst að fara í aðra landshluta og kynnast og spjalla við bændur og búalið í nágrenni vinnu- svæðisins. Það var gaman að spjalla við Hjálmar, hann var vel að sér í þjóðmálaumræðunni og hinum ýmsu málefnum og hafði ákveðnar skoð- anir á hlutunum og fylgdi þeim fast eftir. Þegar búið var í vinnubúðum var hann fyrsti maður á fætur á morgn- ana og búinn að sjóða hafragraut og gera morgunverðarborðið klárt þeg- ar vinnufélagarnir vöknuðu. Og að vinnudegi loknum var oft slegið á létta strengi í félagsskapnum, eftir eril dagsins og var hann þá hrókur alls fagnaðar. Nú er í annað sinn á skömmum tíma höggvið skarð í hóp okkar Fjarðarmanna með skyndilegu frá- falli Hjálmars Guðmundssonar. Enginn veit hvað almættinu gengur til, en við trúum því að allt hafi þetta sinn tilgang. En við söknum vinar, sameiganda og samstarfsmanns og þökkum hon- um áratuga samfylgd og munum minnast hans með hlýhug og þökk. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Við sendum eiginkonu og fjöl- skyldu hans allri innilegar samúðar- kveðjur f.h. Fjarðarmanna og vinnufélaga. Jón Sigurðsson. Elskulegi afi minn, það var erfitt símtalið sem ég fékk á laug- ardagskvöld, að verið væri að flytja þig meðvitundarlausan á spítala. Ég trúði ekki að þetta væri að gerast og það var svo sárt, ég hafði átt með þér og ömmu frábæran dag í áttræðisafmæli ömmu, þú varst svo hress, ánægður og glaður. Það var allt farið að ganga svo vel eftir erf- iða spítalagöngu sem þú stóðst þig svo vel í, þú varðst orðinn svo hress og hlakkaðir svo mikið til að koma heim. Amma hafði lagt sig svo mikið fram um að láta stand- setja íbúðina fyrir þig svo þú kæm- ist heim og hjólastóllinn kæmist allstaðar um, þú varst svo ánægður með þetta, það var allt tilbúið fyrir þig að koma heim, þetta var fyrsta helgarfríið þitt og prufa þín fyrir heimkomuna. Þegar ég sótti þig um hádegi á föstudag fram á Kristnes og við vorum að keyra í bæinn áttum við svo gott samtal sem ég mun ávallt hafa að leiðarljósi. Þú varst svo áhugasamur um fyrirtæki mitt og varst svo ánægður með mig og hvernig ég gerði þetta og varst alltaf að gefa mér góð ráð sem ég tók ávallt mark á, enda vissir þú hvað þú varst að segja, þú varst minn stjórnarformaður. Það var svo gaman að ræða það við þig og þú hafðir frábærar skoð- anir á því. Þú komst mér í Fram- sóknarflokkinn á mínum yngri ár- um og studdi ég þig þar framan af og gerði ég það af miklum áhuga og ánægju. Þegar foreldrar okkar systkin- anna létust fyrir aldur fram, ég að- eins 15 ára þegar móðir mín lést og faðir minn tveimur árum síðar, þá gekkst þú, ásamt ömmu okkar, okkur í foreldra stað, þú varst mín stoð og stytta og tókst að þér öll Svavar Ottesen ✝ Svavar Ottesenfæddist 21.9. 1932 á Akureyri. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 19. júlí sl. Útför Svavars fór fram frá Akureyr- arkirkju föstudaginn 24. júlí síðastliðinn. mín mál og sást um þau með sóma, og er ég þér ómetanlega þakklátur fyrir það. Ég er svo ánægður með að hafa getað gert allt fyrir þig og ömmu á meðan á veikindum þínum stóð, er svo þakklátur fyrir að hafa sinnt þér vel og haft þig í forgangi. Mér þótti mjög vænt um þig og sakna þín sárt, ég vildi fá fleiri ár með þér, ég á eftir að sakna þess að hitta þig á hverjum morgni, keyra ömmu fram á Kristnes og heim- sækja þig, hitta þig og fá ráð hjá þér bæði um lífið og rekstur minn. Þú varst heiðarlegur maður og sinntir störfum þínum einstaklega vel, skilaðir af þér góðu búi í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur. Það á eftir að verða tómlegt án þín, elsku afi minn og ég bið Guð um að veita ömmu minni sem á um svo sárt að binda styrk í sorg sinni. Halldór Magnússon. Elsku afi minn, mér finnst svo óraunverulegt að sitja hérna og vera að skrifa minningarorð um þig. Þú sem varst loksins að kom- ast á rétt ról eftir baráttu við veik- indi þín síðan í janúar. Síðastliðinn laugardag kvaddir þú mjög snögg- lega og enginn bjóst við að þessi dagur myndi enda á þennan sorg- lega hátt. Þennan dag héldum við upp á afmæli ömmu þar sem fjöl- skylda og vinir voru samankomin og allt var svo yndislegt, þú varst svo ánægður með lífið og tilveruna, og kominn heim yfir helgi til elsk- unnar þinnar sem þú varst búinn að bíða eftir svo lengi, afi minn. Síðustu vikur hafðir þú komið heim á laugardögum í dagsheimsóknir og það gladdi þig svo mikið að geta skroppið heim. Þá náði ég stundum í þig og við spjölluðum um allt milli himins og jarðar. Þegar heim var komið þá beið amma í dyrunum eftir þér með bros á vör. Svo var farið á pallinn og blómin skoðuð úti í garði og dýrunum klappað og þessir litlu hlutir glöddu þig svo mikið. Þegar ég var 11 ára flutti ég til þín og ömmu eftir að hafa misst foreldra mína, og þú vildir gera allt fyrir mig til að auðvelda mér lífið. Ef ég bað um eitthvað þá sagðir þú aldrei nei við mig held- ur; „Ása mín, við skulum skoða þetta,“ og svo gafstu auðvitað eft- ir. Þú varst duglegur að hrósa mér og ég fór alltaf út frá þér full sjálfstrausts og ánægð með sjálfa mig og það var mér mikils virði þegar þú lagðir blessun þína yfir það sem ég tók mér fyrir hendur. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa eytt þessum tíma með þér og ömmu síðan í janúar og gera það sem ég gat til að létta ykkur lífið. Ég er ekki búin að átta mig á því að þú sért farinn og ég fái aldrei að leita ráða hjá þér, spjalla við þig, heyra þig blístra eða sjá þetta skemmtilega glott sem þú hafðir. Við hittumst í dag og þú varst ótrúlega fagur og friðsæll og það var nánast eins og það næsta sem mundi gerast væri að þú mundir opna augun og segja „Ása mín, ertu komin,“ eins og þú sagð- ir svo oft. Ég sakna þín og þykir ofurvænt um þig, gamli minn. Þú varst besti og eini afinn sem ég hef átt og varst fallegur að innan sem utan og traustur maður. Þú varst gull af manni og reyndist mér og mín- um vel. Ég er stolt að eiga þig sem afa minn og ég vona að ég hafi getað gefið þér brot af því sem þú gafst mér í gegnum árin. Ég skal passa konuna þína eins og þú baðst mig um. Og fyrir þig, afi minn, þá skal ég kjósa þinn flokk um ókomin ár. Þín verður sárt saknað afi minn. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Ása Huldrún.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.