Morgunblaðið - 25.07.2009, Side 46

Morgunblaðið - 25.07.2009, Side 46
46 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 2009 MARGAR helstu kempur rokksög- unnar koma fram á tvennum tón- leikum í Madison Square Garden í New York 29. og 30. október. Ágóðinn af tónleikunum rennur til stofnunarinnar Rock and Roll Hall of Fame. Meðal þeirra sem koma fram eru Eric Clapton, Stevie Wonder, Aretha Franklin, U2, Bruce Springsteen, Simon & Garfunkel og Crosby, Stills, Nash & Friends. Rokksagan á tónleikum Stjörnurnar styrkja stofnunina Rokk og ról Clapton Spilar í Madison Square. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is GARÐAR Cortes, óperusöngvari og skólastjóri, og Robert Sund píanó- leikari halda tónleika á Kjarvals- stöðum á morgun kl. 16. „Við sungum saman um jólin, og sendiherrann sænski kom, því Ro- bert er sænskur. Sendiherrann bauð okkur í framhaldi af tónleikunum, að syngja á Sænskum dögum í Garða- safni á Húsavík. Það var núna á mánudaginn og um kvöldið héldum við tónleika í Húsavíkurkirkju,“ seg- ir Garðar. Þeim félögum datt í hug að gaman væri að syngja meira og úr varð að syngja á Kjarvalsstöðum á morgun. Garðar segir þá félaga eiga sér leyndarmál sem þó sé ekki mikil leynd yfir. „Þegar við hittumst til að vinna saman að klassískri tónlist nælum við okkur yfirleitt í svolítinn tíma til að músísera á léttari nótum, klassískar dægurperlur, sígild söng- lög, negrasálma, söngleikjatónlist og fleira slíkt. Það er toppurinn á tilver- unni.“ Og það er einmitt sú tónlist sem Garðar og Robert flytja á Kjarvals- stöðum, perlur eins og: „Little green apples“, „What are you doing the rest of your life“, „Autumn Leaves“, „He never said a mumblin’ word“, „Oh, graveyard“, „Joshua fit de battle of Jerico“ og fleiri og fleiri. Á síðasta áratug hafa Garðar og Robert Sund gefið út þrjá geisla- diska, og lögin sem þeir flytja á morgun, eru mörg hver af þeim. Og svona til að gera stundina enn væn- legri og meira aðlaðandi mun Garðar yngri Thór staldra við minnsta kosti eitt andartak og létta gestum lífið! Toppurinn á tilverunni Cortes Leyndarmálið opinberað. Garðar Cortes og Robert Sund á Kjarvalsstöðum DJASSISTARNIR Andrés Þór Gunnlaugsson gítarleikari og Sunna Gunnlaugs píanóleik- ari leiða saman hesta sína á stofutónleikum Gljúfrasteins á morgun, sunnudag. Andrés og Sunna munu flytja sín eigin lög í bland við útsetningar sínar á íslenskum þjóðlögum fyrir píanó og raf- gítar. Þetta er fjórða sumarið í röð sem haldin er stofutónleikaröð á Gljúfrasteini en tónleikarnir fara fram alla sunnudaga í júní, júlí og ágúst. Tónleikarnir á morgun hefjast klukkan 16 og aðgangseyrir er 500 krónur. Allir eru vel- komnir meðan húsrúm leyfir. Tónlist Andrés og Sunna á Gljúfrasteini Sunna Gunnlaugsdóttir HAFIÐ í öllum sínum marg- breytileika er fókus samsýn- ingar sem verður opnuð í Nor- ræna húsinu í dag kl. 16. Þar verða til sýnis myndir norska ljósmyndarans Bjarne Riesto, danska ljósmyndarans Helga C. Theilgaard og norska mál- arans Kaare Espolin Johnson. Ströndin í Norður-Noregi að landamærum Rússlands er myndefni Riesto sem sækir innblástur sinn í norðlæga náttúru. Theilgaard sýnir portrett af íbúum dönsku eyjunnar Christi- ansø. Johnson er einn af þekktustu myndlistar- mönnum Norðmanna og lýsa myndir hans dag- legu lífi og draumum fólks í Norður-Noregi. Myndlist Þrír norrænir myndlistarmenn Kaare Espolin Johnson BANDARÍSKI organistinn Douglas Cleveland leikur á Klais-orgelið í Hallgrímskirkju á Alþjóðlegu orgelsumri á morgun, sunnudaginn 26. júlí, kl. 17. Hann mun flytja verk eftir Henri Mulet, Louis Vierne, Joseph Jongen, Felix Mendelssohn og David Briggs. Síðan Cleveland hlaut al- þjóðlega viðurkenningu er hann sigraði í keppni ungra listamanna í Dallas 1994 hefur hann verið eft- irsóttur víða um heim sem einleikari og sem með- leikari með kórum og hljómsveitum. Alþjóðlegt orgelsumar er nú haldið í 17. sinn undir merkjum Listvinafélags Hallgrímskirkju. Tónlist Eftirsóttur organ- isti á orgelsumri Douglas Cleveland Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is SKAPARINN, skáldsaga Guðrúnar Evu Mínervudóttur, sem kom út fyr- ir jólin, á góðu gengi að fagna meðal lesenda í útlöndum. Þegar hefur út- gáfuréttur að bókinni verið seldur til Englands, Þýskalands og Ítalíu og forleggjarar í fleiri löndum sýna henni áhuga. Guðrún Eva segir að þegar erlend forlög hafi keypt rétt- inn sé þegar farið að þýða bókina. Á Ítalíu er Silvia Cosimini þegar sest niður við að þýða Skaparann, en hún þýddi einnig þar síðustu bók Guð- rúnar Evu, Yosoy, á ítölsku. Silvia hefur reyndar þýtt fjölda íslenskra bókmenntaverka af öllum gerðum á síðustu árum. „Þegar hún þýddi Yosoy unnum við mikið saman og það er gott að vinna svo náið með þýðandanum.“ Öðru vísi dómar í Frakklandi Guðrún Eva segir fyrri bækur sín- ar ekki hafa farið svo víða, en þó kann að verða breyting þar á. „Fyrsta bókin mín, smásagna- safnið Á meðan hann horfir á þig ertu María mey, frá 1998, kom út á frönsku í fyrra og hefur gengið mjög vel þar. Ég var hissa á því, svona löngu eftir að bókin kom út hér. Bókin fékk allt öðru vísi dóma í Frakklandi en hér. Hún fékk ágæta dóma hér, en þótti „efnileg“. Í Frakklandi var ekkert talað um það, henni var tekið sem bókmenntum. Ég var mjög hissa, því ég hef hálf- partinn sett hana ofaní skúffu sem bernskubrek.“ Yosoy var sem fyrr segir gefin út á ítölsku, og naut mikilla vinsælda þar. „Ég fór þangað á stóra bók- menntahátíð, og þá var kominn bunki af dómum um hana og mikil stemmning fyrir henni á hátíðinni. Bókin var líka seld til Danmerkur, en útgáfunni þar var frestað, og ég held að hún komi út í haust, eða um jólin. Ég veit það ekki nákvæmlega – ég er alltaf glöð þegar þetta gerist, en það er úr mínum höndum þegar bækurnar eru farnar út.“ En ég skil ekki um hvað hún er Guðrún Eva er ánægð með það hvað Skaparinn ætlar að fara víða og nema höfundi sínum ný lönd, og hún kann skýringu á velgengninni: „Það virðist vera vegna þess að það er auðvelt að segja söguna. Fólkið í Forlaginu sem vinnur við það að ýta íslenskum bókmenntum að erlend- um forleggjurum, sest bara niður með þeim og segir þeim söguna, og það vekur spenning, sé ekki of mikið sagt. Dæmigerð viðbrögð erlendra útgefenda við Yosoy voru hinsvegar: „Já, OK, þetta hljómar skemmtilega skringilega og ég heyri að þú ert hrifinn, en ég skil ekki um hvað þessi bók er“ – það er ekki hægt að end- ursegja það í stuttu máli. Skaparinn þykir líka aðgengilegri. Ég vona að ef henni gengur svona vel, þá geti ég smyglað Yosoy í kjölfarið. Það er gott að eiga hana uppí erminni fyrir þá sem vilja meira.“ Útgáfa erlendis þýðir yfirleitt ekki miklar aukatekjur fyrir íslensk- an höfund, að sögn Guðrúnar Evu. „Þetta er heiður og skemmtun, og yfirleitt er manni boðið út í tengslum við útgáfuna, eins og í fyrra, þegar ég fór á þessa risastóru bók- menntahátíð á Ítalíu, þar sem voru hundrað rithöfundar. Það er spenn- andi og ótrúlega gleðilegt að þetta skuli yfir höfuð vera hægt. Það er ótrúlega erfitt að þýða bók þannig að allt komist til skila. Ég ber mikla virðingu fyrir þeim þýðendum sem skrifa bók upp úr minni, sem virkar. Það er ekkert auðvelt. Annað bókmenntalandslag Annað sem er spennandi er að í öðrum löndum fær maður annars konar viðbrögð við sömu bók. Ítalir upplifa Yosoy að mörgu leyti öðru vísi en Íslendingar og fjalla öðru vísi um hana. Ég held að hvert tungumál fyrir sig sé einstök aðferð til að hugsa; áherslurnar geta verið aðrar og svo er bókmenntaarfurinn auðvit- að annar. Á Ítalíu er annað bók- menntalandslag. Viðtökurnar við bókinni sem kom út í Frakklandi voru líka öðru vísi. Frakkar virðast sérstakir með það að vera hrifnir af einföldum texta sem er hvorki of orðmargur né of vitsmunalegur og spilar frekar á undirmeðvitundina en á vitsmunina. Það finnst þeim nýtt og ferskt. Ég held, að ef Yosoy færi til Frakklands, þætti hún „venjulegri“ þar, meðan hún þótti skrýtin hér. Þetta finnst mér skemmtilegt og spennandi,“ segir Guðrún Eva að lokum. Auðvelt að segja söguna  Skaparinn eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur nemur lönd  Guðrún Eva segir viðbrögð við bókum sínum öðru vísi úti en hér heima  Þýðendurnir mikilvægir Morgunblaðið/Jakob Fannar Guðrún Eva „Í öðrum löndum fær maður annars konar viðbrögð.“ Í HNOTSKURN » Skáldsagan Skaparinnkom út hjá Forlaginu fyrir síðustu jól. Bókin var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverð- launanna. ÓLÖF ríka Loftsdóttir verður í aðalhlutverki á málþingi sem haldið verður á Nýp á Skarðsströnd í Dalabyggð í dag kl. 15. Þar fjallar Helga Kress prófessor um Ólöfu. Fyrirlestur sinn kallar Helga: Mulier Spectabilis: Ólöf Loftsdóttir. Í frétt um málþingið segir: „Um fáar mið- aldakonur hafa myndast jafnmiklar sagnir og Ólöfu ríku Loftsdóttur (1410-79) en hún stýrði á sínum tíma stórbúi á Skarði á Skarðströnd ásamt bónda sínum Birni Þorleifssyni, sem talinn var ríkasti maður landsins. Flestar þessara sagna tengjast á einhvern hátt kynferði hennar, en hún var ekki bara „mulier spectabilis“ þ.e. glæsileg hefðarkona, eins og Kristján fyrsti Danakon- ungur orðar það í bréfi til Karls Frakkakonungs frá árinu 1457 eftir að hún hafði ásamt manni sín- um heimsótt hann við hirðina, heldur einnig góð að svara fyrir sig. Fræg er sagan af því þegar Englendingar sendu henni í poka sundurbrytjað líkið af manni hennar sem þeir höfðu drepið í Rifi. „Eigi skal gráta Björn bónda,“ sagði hún, „ heldur safna liði.“ Hún lét ekki sitja við orðin tóm heldur fór að Englendingum „með kænsku“, lét binda þá tólf saman á streng og hálshöggva eftir röð. Við þetta athæfi er sagt að hún hafi klæðst í hringa- brynju yfir kvenbúningnum, þ.e.a.s. skipt um kyn.“ Í erindinu rekur Helga helstu sagnir um Ólöfu, sem eru hvort tveggja í senn dramatískar og myndrænar, og leitast við að finna á þeim skýr- ingar. Einnig fjallar hún um bersögul skriftamálin sem henni hafa verið ranglega eignuð og miða að því að draga úr valdi hennar sem glæsilegrar og ríkrar hefðarkonu. Skörungurinn á Skarði Morgunblaðið/Einar Falur Ólöf ríka Loftsdóttir Helga Kress talar um hana á málþingi að Nýp á Skarðsströnd í dag kl. 15. Málþing um Ólöfu ríku Loftsdóttur á Nýp á Skarðsströnd Sagan er ljót en rannsóknin er æsi- spennandi og persónurnar eru litríkar … 50 »

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.