Morgunblaðið - 25.07.2009, Síða 47

Morgunblaðið - 25.07.2009, Síða 47
Menning 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 2009 Er ekki upplagt að koma við hjá okkur á milli veiðistaða í sumar? Nánari upplýsingar um opnunartíma og sýningar í stöðvum í sumar eru á www.landsvirkjun.is og í síma 515 9000. P IP A R • S ÍA • 91 0 82 Frábært land til ferða- laga! Velkomin á sýningar Landsvirkjunar: Dimmir hratt á draugaslóð Blöndustöð : Andlit Þjórsdæla Búrfellsstöð Afl úr iðrum jarðar Kröflustöð : Hvað er með Ásum? Laxárstöð List Kristjönu Samper Ljósafossstöð : Orkan frá Kárahnjúkum Végarði Stöðvar Landsvirkjunar eru opnar alla eftirmiðdaga í sumar. Aðgangur er ókeypis. Í ÞESSARI nýlegu spænsku skáld- sögu segir af allflóknu og sérstöku sambandi hina hálffertugu hjóna Lauru og Julios við nágranna sinn og jafnaldra, Manuel. Manuel segist vera rithöfundur þótt ekkert liggi eftir hann en vináttan sem skapast milli þeirra verður býsna náin, jafn- vel sjúkleg. Þau verja öllum stund- um saman; Julio líður jafnvel sem þarna sé komið „barnið“ sem þau hjón eignuðust aldrei, lífvera sem dregur þau saman og gefur lífi þeirra tilgang. Manuel er á einum stað lýst sem „millilið“ milli hjónanna og heimsins og því má segja að hann sé ekki einvörðungu viðfang tilfinningahita heldur líka skjól þeirra og merkingarmiðstöð. Skáldsagan hefst hins vegar með símhringingu og slæmum fréttum. Manuel hefur lent í slysi og liggur í dái. Áfallið er gífurlegt en það er líkt og grunninum hafi verið kippt undan tilvist þeirra Lauru og Julios, og leysist hjónabandið upp í kjölfarið. Sagan er sögð frá sjónarhorni Julios og hegðun hans verður skrykkjótt í kjölfarið; hann flytur inn í íbúð Manuels – en hann hafði búið bók- staflega við hliðina á þeim – og tekur að ganga í fötum Manuels, tekur jafnvel að herma eftir tilvist hans. Ýmis leyndarmál koma upp úr krafs- inu og meira virðist hafa legið á bak við „vinskap“ Manuels og þeirra hjóna en virtist í fyrstu. Skáldsaga Millás er að hluta hugs- uð sem táknbúningur fyrir kenn- ingar Freuds um sorg og melank- ólíu, en síðarnefnda ástandið er að mati Freuds erfiðara viðureignar en sjálft sorgarferlið því tilfinningarnar í garð hins horfna viðfangs (hins látna, í þessu tilviki, þess sem er í dái) eru blendnar, þær tengjast bæði ást og hatri, en í krafti samviskubits- ins yfir því að finna fyrir hatri tekur þessi sterka neikvæða tilfinning að lokum að beinast að sjálfi syrgjand- ans. Óvildin skapar samviskubit og viðbrögðin við því geta verið að líkja eftir skapgerðareinkennum eða at- ferli hins horfna ástvinar. Með því að endurskapa hann er staðfest að hatrið víkur fyrir ástinni; róttæk- ustu viðbrögðin eru þau að sjálfið breytist í sálræna mannætu sem inn- limar, bókstaflega étur eða inn- byrðir, ímynd viðfangsins. Í svo mörgum orðum lýsir þetta fram- vindu sögunnar. Fleira kemur að sjálfsögðu til en sú hugmynd að mel- ankólískt ástand einkennist af því að fortíðin bókstaflega rís upp og tekur yfir nútíðina er engu að síður býsna góð lýsing á því sem gerist þegar sannleikurinn um Manuel tekur að skýrast, og samband hans við hjónin. Annað einkenni skáldsögunnar er áherslan á rými. Julio er leikmynda- hönnuður og höfundur leggur all- nokkra áherslu á að skapa tilfinn- ingu fyrir huglægum víddum verustaða, sem og tengingu þeirra við líkamsstarfsemi og hið áþreif- anlega í manninum. Samband íbúð- anna tveggja, sem eru alveg eins, og það hvernig Julio flytur inn í aðra út- gáfu af sömu tilvist og hann hafði áð- ur lifað gefur t.d. til kynna þann sjálfssögulega leik sem höfundur stundar með speglanir, sviðsetn- ingar og eftirhermur, sjálfar bygg- ingareiningar skáldsögunnar. Þeir sem þekkja til skáldsagna þýðanda bókarinnar, Hermanns Stef- ánssonar, munu ekki undrast þessa eiginleika verksins eða hvað það var sem hér höfðaði til þýðanda. Sjálf þýðingin, sem að sjálfsögðu er ómögulegt að leggja nokkurn raun- verulegan dóm á hér, virðist við fyrstu, yfirborðskenndu sýn vera falleg og lipur, hún einkennist af skemmtilegu samblandi af óform- legu máli og fáguðum stíl, ásamt ná- kvæmum lýsingum. Þetta er skond- in, lipur og skemmtilega hugsuð skáldsaga. Mannætur sálarlífsins Skáldsaga Laura og Julio Juan José Millás Þýðandi Hermann Stefánsson Bjartur. Reykjavík. 2009. 157 bls. BJÖRN ÞÓR VILHJÁLMSSON BÆKUR Bókin „Þetta er skondin, lipur og skemmtilega hugsuð skáldsaga.“ EINN eftirminnilegasti viðburður- inn í tónlistarlífinu í fyrra var heild- arflutningur Önnu Guðnýjar Guð- mundsdóttur á risaverki Messiaens, Tuttugu tillitum til Jesúbarnsins. Tónleikarnir tókust afburðavel, Anna Guðný lék tónsmíðina af ein- stökum glæsibrag, túlkun hennar var gædd allskonar litum sem lyftu tónlistinni upp í hæstu hæðir. Eins og titillinn ber með sér er verkið í tuttugu köflum. Hver kafli er um tilvist Jesúbarnsins út frá ólíkum sjónarhornum, kaflarnir eru guðfræðilegar, nánast mystískar hugleiðslur um margbreytileika sýnilegs og ósýnilegs veruleika. Annarlegir en heillandi hljómar eru áberandi og þeir eru gjarnan eins- konar leiðarstef, holdgerving lykil- hugtaka í heimsmynd tónskáldsins. Heildarmyndin er veröld undra sem auðvelt er að sökkva sér í aftur og aftur. Rétt eins og á tónleikunum í fyrra er túlkun Önnu Guðnýjar vönduð, áreynslulaus en samt fjölbreytileg og vel ígrunduð. Hinn guðlegi heim- ur Messiaens birtist manni á einkar sannfærandi hátt. Upptakan, undir stjórn Bjarna Rúnars Bjarnasonar er tær, en líka hlýleg. Útkoman er unaðsleg áheyrnar. Það er óhætt að mæla með þessum geisladiski! Geisladiskur Olivier Messiaen: Tuttugu tillit til Jesúbarnsins bbbbb Anna Guðný Guðmundsdóttir leikur á píanó. JÓNAS SEN TÓNLIST Anna Guðný „Útkoman er unaðsleg áheyrnar. Það er óhætt að mæla með þessum geisladiski!“ segir Jónas Sen meðal annars í dómnum. Mystískar hugleiðingar Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.