Nýtt kvennablað - 01.01.1960, Page 2

Nýtt kvennablað - 01.01.1960, Page 2
ÍKAMÓTAÞA^KAR (Itödtl úi' svridnni) Enn er eitt ár liðið í aldanna skaut. Enginn veit hvað nýja árið hefur upp á að bjóða. Allir tala um, hvað þjóðarbúið sé illa statt, og margir tala um lágt kaup. Þó virðist i fljótu bragði, að fólk yfirleitt spaii ekki svo við sig að það bíði af því skort. Gætum við ckki, ef allir legðu saman, sparað ofurlítið meira, t.d. notað gömlu gluggatjöldin einu ári lengur og farið nokkrum sinnum oftar út í gömlu kápunni eða föt- unum, og þannig mætti lengi telja. Eitl er það sem mér finnst alltof lítið gert af, en það er að reyna að draga úr tóbaksnotkun. Bindindis- félög vinna mikið og gott starf, en þau leg"ja jafnan aðallega og stundum eingöngu áherzlu á áfengisnotk- un. Það er síður en svo, að ég sé að mæla því bót. Mætti í því sambandi taka það til athugunar, sern margoft kom fram í þætti unga fólksins í útvarpinu, að gera dans að .skyldunámsgrein í barnaskólum lil að draga úr áfengisnotkun á samkomum. Að mínu áliti er tóbakið sízt skárra. — Eftir því sem ég kemst næst eru engir hér í kring, sem eru svo háðir áfengi, að þeir séu daglegir þrælar þtss, en aftur á móti sá fjöldi manna, er neyta tóbaks að staðaldri. Það er marg sannað að krabbamein og ótal fleira fylgir í kjölfar mikillar tóbaksnotkunar. Mundi ekki ein'hvern líka nuna um krónurnar, sem í tóbakið fór, er hann á kannski áratuga tóbaksnotkun að baki. Það þarf að herða að miklum mun áróðurinn gegri þessu böli og brýna fyrir æskufólki, hvað tóbakið er mikill fjárhagsbaggi og heilsuspillandi. Látið skóia- börnin reikna út, hvað kostar að reykja einn pakka á dag í 30 ár og að sjálfsögðu með vöxtum ár hvert. Það þarf að byrja strax í barnaskóla og auðvitað á heimilunum líka, að brýna þetta fyrir börnunum, því 0ð ekki er óalgengt, að börn séu byrjuð að reykja, áð- ur en þau koma í héraðsskólana eða aðra skóla. — Tólf ára börn skilja þessa hluti vel, ef þeim er sagt skilmerkilega frá jieim án allrar ofstæki, en aftur á móti gera 12 til 14 ára börn sér ekki grein fyrir að hverju þau eru að ganga, er jrau reykja eina og eina sígarettu, ef þeim hefur ekki verið leitl fyrir sjónir, hvaða böl jretta er og eru svo fyrr en varir orðnir Iþrælar þess. Mikið tala bændur og aðrir um, hvað erfitl sé í sveitum og flóttinn úr þeim mikill. Satt er það, að eun er flóttinn úr þeiin mikill, en erfiðið er að hverfa. Er búið að búa til Grýlu á fólk með því að tala um þetta mikla erfiði. Bændur þurfa, eins og aðrir, að vinna fyrir mat sínum, en hver er jmð sem ekki þarf Selma Jónsdóttir listfræðinKur. Laugardaginn 16. janúar varði Selma Jónsdóttir, list- fræðingur, doktorsritgerð sína um býzanzka dóm»- dagsmynd frá l’latartungu í hátíðasal Háskólans. — Er hún fyrsta konan, sem ver doktorsritgerð við Háskóla Islands. AFMÆLISÓSKIN Á 25 ára afmæli Húsmæðrafélags Reykjavíkur 25. jan. létu félagskonur í ljós, að bezta afmælisgjöfin h'fði verið sú, að reykvízkar húsmæður fengju mjólkina heimsenda á hverjum morgni eftirleiðis. Iþað í einhverri mynd? Slík gjörbylting er orðin á heyvinnslu, að bráðum hætlum við að þekkja orf og hrífu. Þá er byllingin ékki minrii á sviðum ræktunar- irinar. Flóttinn úr sveitunum hlýtur að hætta fyrr en varir, en „hið opinbera“, eins og }mð er kallað, þarf að auka fjárframlög til bænda og leggur þá um leið það fé í sjóð til komandi kynslóða. Eitt sinn er j>að á árinu, sem kau]>staðabúum er tíðhugsað til sveitanna. Er það þegar fer að líða að vori, og þeir fara að troða börnunum sínum í sveit- irnar. Það getur verið mikil hjálp fyrir barnlaust fólk og hjón með smábörn að fá einn ungling til smá- snúninga. Þar sem börn eldri en 8 ára eru fyrir, er ekkert fyrir kaupstaðabörn að gera. Þau eru kannski látin ná í kýr 4—5 saman og er það lítið fljótlegra en senda eitt. Við heyskap ersvo til ekkert handa börn- um að gera, ]>ar senr dráttarvél er og tæki við hana. Tæplega er ætlazt til þess, að kaupstaðabörnin vinni með sjálfri dráttarvélinni, enda einhver heimamaour til J>ess í flestum tilfellum. Það er því aðeins ábætir fyrir þau heimili, sem hafa eitt eða fleiri börn fyrir, Frumhald ú 13. síðu.

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.