Nýtt kvennablað - 01.01.1960, Page 8

Nýtt kvennablað - 01.01.1960, Page 8
Þegar spurt var um stoðu mína í þjóðfélaginu, vildi ég bæta mér að einhverju leyti upp höfuðfatsmissi ljósmyndarinnar og sýna, að ég hefði þó eitthvað innau í höfðinu og ympraði á því, að ég væri ljóðskáld, e:i þeir virtust ekki heyra það. Hinn ágæti Guðmundur vissi víst, að ég hafði ekki meðtekið listsköpunarlvf sumra hinna yngri skálda, hvorki cocktail, asna né önn- ur skáldalyf, svo sem að sitja á knæpum stórborganna. En fróðir menn segja, að þetta allt þurfi að hafa átt sér stað, svo hægt sé að kalla eina persónu skáld nú til dags á íslandi. En hvað sem þessu öllu leið, hafði ég nú í höndum fullgilt vegabréf og gat framvegis ferðast eins og frjáls maður. Þá var snæddur miðdegis- verður hjá manni, sem Guðmundur kallaði Frankó, en aldraður maður spilaði þar á harmóníku glymjandi danslög. Ég dansaði einn vals við Frankó, gráhærðan, feitan öldung. Við virtumst vel samræmt danspar. Að máltíð lokinni var miðhluti Parísarborgar skoðaður, en þar eru svo margar stórfenglegar byggingar, að ég hef ekki möguleika til þess að telja nema fáar þeirra. Má nefna Óperuna og Louvresafnið, sem talin cr stærsta bygging í heimi, hvað grunnflöt snertir, enda er það eins og girðing utan um hinn skemmtilega lysti- garð borgarinnar. Þá var litið á minni Sigurbogann og síðan ekið um Signubakka, en eins og margir vita, renn- ur áin Signa í gegnum París. Lengi hafði mig dreyml fagra drauma um Signubakka, sá þá græna og mjúka, og einnig sá ég í anda brú þá, sem Diserée ætlaði að kasta sér út af, þegar Napóleon hafði rofið tryggðir við hana. En þarna varð ég fyrir miklum vonbrigðum. Signubakkar eru allir steinsteyptir og verka eins og stokkur, sem áin rennur í gegnum. Nær vatnsborðinu eru lágir bakkar, en hátt uppi yfir eru steyptar brautir, sem alls konar farartæki þeytast eftir, en á milli þess- ara bakka myndast skýli. Þar brá fyrir ýmsum mynd- um. Þar sáust vesalingar, svo nefndir rónar, sem hvergi virtust eiga heima. Þar sáust líka hamingju- samir elskendur, sem sátu í faðmlögum og virtust sjá lífið í hinum mesta töfraljóma. Þá var skoðuð hin rómaða Notre Dame kirkja, sem var í smíðum í mörg hundruð ár. Þessar súlur allar og öll þau göng! En skuggsýnt var inni í henni, svo að hið mikla og ólýsan- lega litskrúð glugganna gæti notið sín. Síðan var skoðað Latneska hverfið með öllum sínum skransölum og öm- urlegri fátækt. Hvílíkur mismunur á því og hinni fögru miðborg. Það sem mér verður ógleymanlegast frá þess- um degi, er hið sérkennilega mannvirki Eiffelturninn, þetta 900 feta mannvirki. Or turni hans var svo dá- samlegt útsýni í sólskininu yfir París. Þá setti Signa mikinn svip á borgina, þar sem hún rennur lygn í gegnum hana alla með sínar mörgu brýr, fljótabáta og hólma, þar sem veitingastaðir hafa verið byggðir. Það er einnig veitingastaður efst uppi í þessum sér- kennilega turni, en dýrt fannst mér að skoða turninn. Að fara í lyftunni þangað upp kostar 500 franka (50 ísl. krónur) og lyftuverðirnir sérstæðir fyrir það, hvað þeir voru andstyggilegir bæði í sjón og reynd. Þar næst var skoðuð egypzka súlan, sem flutt hafði verið frá Egyptalandi, mig minnir landleiðina að mestu leyti, og var uxum beitt fyrir vagna þá, er drógu hana. 10. júní: Þann dag fórum við til Versala. Þar á hinu svokallaða Vopnatorgi var tekin ágæt mynd af hópnum. Svo vorum við eina klukkustund að skoða hinar frægu konungahallir, en ég sé enga möguleika á að lýsa öllu því skrauti og íburði, sem þar mætti auganu. Minnisstæðust er mér kapella sú, sem þau voru gefin saman í, Loðvík XVI og María Antoinetta. Er hvelfingin ákaflega fögur, skreytt með dásamlega fögru málverki af uppstigningu Jcsú. I öllum sölunum voru loftin myndskreytt, en veggir allir og gólf þaktir handofnum teppum, sem Ferró, listmálaii, sagði, að tekið hefði minnst ár að vinna, livert um sig. Þá snæddum við miðdegisverð í hóteli skammt frá. En að máltíð lokinni var skoðaður hinn stóri og fagri hallargarður, en honum skýlir á löngu svæði hár og vel hirtur skógur, en svo eru dósamleg blómabeð og vötn svo langt sem augað eygir, og út frá þeim liggja trjágöng í allar áttir. Svo var ekið til Parísar aftur, fram hjá fögrum býlum og athyglisverðum gróðrar- reitum. Þá skoðuðum við gröf Napóleons, sem ég hugði í fáfræði minni að væri varla skoðunarverð, en þetta reyndist vera undurfögur kapella eða kirkja, og í henni er lítil steinsteypt gröf, sem jarðneskar leifar keisarans hvíla í. Utan um þær eru fyrst zinkkista, svo sex kistur úr tré, sú yzta mjög fögur úr gljáandi viði. Ekki vil ég gleyma því, að þegar við höfðum skoðað gröf Napóleons, litum við inn í hið fræga Louvre-safn. Fararstjórinn sagði, að til þess að skoða það rækilega, þyrftum við að vera vi'ku, en við vorum þar aðeins eina klukkustund, en sáum þó meðal annars hina upp- runalegu frægu mynd af Monu Lísu. Um kvöldið fór- um við í leikhús, sem okkur var sagt að væri alveg einstakt í sinni röð, hvað margbreytilega ljósadýrð snerti. Þar var mikið fjör og liprir ballettdansarar, svo var ótölulegur fjöldi kvenna, sem þar dansaði í svo skrautlegum og íburðarmiklum búningum, að ég á eng- in orð yfir það. Og síðast en ekki sízt er mér minnis stætt, hve þar dönsuðu margar naktar konur. Aðgangs- eyrir var 710 frankar (um 70 ísl. krónur). Fannst mér það mikið gjald fyrir svo vond sæti, sem við hlutum. 11. júní: Þá var skoðaður dýragarðurinn. Það þótti mér mjög markvcrt, þótt í hug minn kæmu sí- fellt ljóðlínur eftir Hannes Hafstein: „Þið vesalings, vesalings fangar, ég veit hversu sárt ykkur langar.'‘ NÝTT KVENNABLAÐ 6

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.