Nýtt kvennablað - 01.01.1960, Blaðsíða 9

Nýtt kvennablað - 01.01.1960, Blaðsíða 9
Síðar um daginn var skoðað safnið um manninn og skoðaði ég mcr til mikillar ánægju manninn á fóstur- skeiði, allt frá þriggja vikna og þar til hann fullburða barn var búinn til að fæðast í þennan heim. Þessi fóstur voru geymd í einhvers konar rotvarnarvökva. Um kvöldið bauð Fanney mér út. Fyrst fór hó'purinn í neðanjarðarbraut og síðan á kaffihús. — Setið var úti, því að veður var mjög gott og þægilegt að fylgj- ast með umferðinni á breiðri og fjölfarinni götu. Það var ósamstæður hópur, sem fram hjá fór, skartklæddir elskendur og allt niður í tötrum klædda, skítuga betlara, sem krepptu hnefana og litu heiftaraugum til þeirra, sem ekkerl létu í hinar skítugu framrétlu hend- ur. Eftir stundarsetu yfir svölum drykk, var farið í strætisvagni á annað kaffihús og setið Jtar stund, en síðan ekið í leigubílum heim að hótelinu. Við Fannev og fleiri lentum með bílstjóra, sem var ókunnugur í borginni, en ekkert okkar s’kildi orð í frönsku, svo að það leit illa út í bil i, en endaði þó vel. 12. júní: Risið var árla úr rekkju, því að fyrirhugað var að komast liina næstlengstu dagleið ferðarinnar, um 400 km. Ekið var lengi um hinn frjósama Sónar- dal. Þvílíkan gróður hafði ég aldrei augum litið. Þar skiptust á og voru samhliða skógar, graslönd og akrar. Miðdegisverður var etinn í skemmtilegu sveitahóteli. Þar fékk ég ljúffengan, steiktan silung, sem mér varð kærkomin nautn eftir allar svínapylsurnar og hálfhráu kjötréttina, sem ég aldrei gat etið. Klukkan átta um kvöldið komum við til Lyon, hinnar fornfrægu silki- iðnaðarborgar, en þangað er sagt, að silkiormurinn hafi verið fluttur frá Austurlöndum. Þar var gist í fyrsta flokks hóteli, skraut og íburður var þar mikill. Mér þótti borgin falleg einkum sá hluti hennar, sem stóð í hinum skógi vöxnu hæðum. 13. júní: Fyrir hádegi var skoðaður mjög fagur skemmtigarður. Þar var stórt vatn. Fjöldi fólks var þar að skemmta sér, ýmist með því að veiða í vatninu eða róa á smákænum út á það. Síðan var ekið tjl Grenoble. Þar var farið í lyftu upp á Bastilluhæðina. Það var merkilegt fyrirbæri, ákaflega fagurt útsýni til Alpanna og yfir alla borgina. En ekki var skyggnið svo gott, að Mont Blanc sæist, þessi konungur Alp- anna, en hann á að sjást, ef skyggni er ágætt. En skuggi er líka yfir þessari frægu hæð. Enn þá hærra uppi en við fórum gat að líta byggingar. Það voru fangabúðir stríðsáranna. Bifreiðarstjórinn okkar, sem var þýzkur, hafði setið þar í fangabúðum í fjögur ár eftir stríðið. 14. júní: Ekið var yfir frönsku Aljjana og héi- uðin vestan þeirra. Þar var víða mjög fallegt og sums- staðar minnti landslagið mig mjög á Þórsmörk. Mig langaði oft til að hrójia í hrifningu: Fallega smíðar NÝTT KVENNABLAÐ Drottinn! Þarna í 1100 metra hæð var snæddur mið- degisverður, en meðan við biðum eftir honum, lituð- umst við dálítið um. Nokkrir og þar á meðal ég, fóiu upp á hæð. Þar stóð fjárhirðir yfir hjörð sinni, fjalla- geitum að mér virtist. Ég fór líka niður að á, sem rann þar í gegn, og fékk mér kalt vatn að drekka. Það var svalandi í hinum mikla hita. Að máltíð lokinni var ekið áfram, en síðar numið staðar og far- ið aðeins út úr bifreiðinni á háum og fögrum stað, en þar beit mig eiturfluga í báða fætur. Ég varð töluvert skelkuð, en þetta varð mér ekki að meini. Þegar niður kom úr þessu hálendi, sást Miðjarðarhafið blasa við í sinni bláu tignarlegu víðáttu. Við komum fyrst til Nizza, en þar var engin viðdvöl höfð, aðeins beygt út af aðalvegi og ekið til Grasse, sem er þekktur fyrir framleiðslu á góðum ilmvötnum, síðan til Cannes, sem þekktastur er fyrir kvikmyndagerð. — Þar sern þetta var á sunnudegi, hafði mikill mannfjöldi safnazt á baðströndinni í Cannes og bílamergðin var svo mikil á undan okkur, að það tafði ferð ökkar um meira en klukkustund að komast til Mionte Carlo. En fyrir bragð- ið sáum við líka ljósadýrð Rivierastrandarinnar í mikl- um töfraljóma síðar um kvöldið. 15. júní: Um morguninn fórum við að skoða hið merka sjávardýrasafn. Það er alltaf jafnundravert hve fjölbreytnin er mikil í náttúrunnar ríki, bæði á sjó og landi. Síðar sáum við furstahöllina í Monaco, fallegt hús, en án mikils íburðar hið ytra að sjá. Hvítklæddir menn og vopnaðir stóðu þar vörð. Á torginu utan við höllina sá ég að ég hygg hina mestu sundurgerð eða tilbreytingu í klæðaburði kvenna, en klæðnaður ind- verskra kvenna vakti mesta furðu, þar sem hin skó- síðu klæði virtust aðeins vafin utan um líkamann. Þá var ekið um borgina og skoðaðar hinar glæsilegu auðmannahallir, sem standa hátt uppi í hæðunum og gnæfa langt yfir sjávarmál. Þá var ekið aftur til baðstrandarinnar, snæddur þar miðdegisverður og dvalið þar lengi dags. Margir karlmannanna gátu synt þar og farið á sérkennilegum skemmtibátum langt frá landi, en ég, sem engin baðföt hafði, varð að láta mér nægja að fá mér fótabað og sitja síðan og horfa á dýrð þessarar baðstrandar í sólarljómanum. — Um kvöldið var skoðað hið fræga spilavíti. Spölinn, sein gengið var til þessa fræga húss, var ég samferða Guðna, elzta manni flok'ksins. Hann hafði um daginn verið með dóttur sinni og manni hennar, frönskum sjúkra- húslækni, og var dálítið ör af víni. Hann tók mig undir arminn og kvað þessa vísu, sem ég varð ekkert hrifin af: Ekki kveð ég óð til þín undir dýrum háttum, en værirðu yngri, vina mín, væri ég á báðum áttum. 7

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.