Nýtt kvennablað - 01.01.1960, Blaðsíða 14

Nýtt kvennablað - 01.01.1960, Blaðsíða 14
eiga sænsku stúlkuna? Sigga gefur ekkert svar. Hún veit, að slíkt er tilgangslaust. Sigrún lokar augunum og hvíslar: — Finnur þú ekki, hvað Hvammurinn angar, alveg eins og.... ? Röddin deyr út i ógreinilegu hvísli, og sjúklingurinn feliur i svefnmók. Sigga situr kyrr við rúmið. Henni er nú ljóst leyn 1- armál vinstúlku sinnar. Hún heyrði líka frásögn Þórs í vetur, þegar hann varð þeim samferða er þau fóru frá Flúðum, en hún á svo bágt með að trúa því, að Sverrir hafi brugðizt. Hann sem er svo drenglyndur. Ilún styður hönd undir kinn og horfir döpur og hugsandi fram fyrir sig. Orlög mannanna eru oft svo köld og miskunnarlaus.--------—> Björn er mjög órólegur út af veikindum Sigrúnar. Hann fær Jón á Fossi til þess að fara á fund læknis með lýsingu af sjúkdómi hennar. Jón kemur aftur með meðul og leiðbeining- ar. Sigrún notar meðulin, og henni fer að smábatna. En hana langar ekkert til þess að komast á fætur aftur. Hinn kaldi dauði væri henni kærkominn gestur. En hann vill ekki heim- sækja hana að sinni. Lífið kallar hana til sín á ný. Sigga reynir á allan hátt að liressa vinstúlku sína með glaðværðinni, en Sigrún getur varla brosað lengur. Siggu er ve) Ijóst, að það er annað þyngru og rneiru en bin líkamlega vanliðan, sem þjáir Sigrúnu. En hún getur í engu breytt því viðkvæma mál- efni Sigrúnu í hag og minnist þar af leiðandi aldrei á Svervi við vinu sína. — Sigrún er komin á fætur aftur eftir þriggja vikna legu, en hún er mjög máttfurin og ekki fær til erfiðisverka, en Siggu er ekki lengur þörf í Nesi, og hún hugsar til heimferðar. IJin bjarta miðsvetrarsól ljómar inn um baðstofugluggann i Nesi. Sigrún situr á rúmi sínu, en Sigga býr sig í ferðaföt. Hún er á förum heim til sín. Sigrún horfir döpur á vinu sína og segir blýtt og innilega: — Með hverju get ég endurgoldið þér alla hjálpina, Sigga mín? — Það er nú lítið að endur- gjalda, Sigrún mín, og ég ætla að eiga það inni hjá þér, þav til siðar. — Ætli ég fái þá nokkurn tima tækifæri til að launa þér. — Já, áreiðanlega. Bara að þú fáir heilsuna og getir orðið glöð aftur, þá er allt fengið. — Heilsan kemur nv:ð tímanum, Sigga mín. — Og gleðin þarf að sigla í kjölfur hennar. Sigrún brosir raunalega, en svarar því engu. Björn gamli kemur inn í baðstofuna og snýr sér að Siggu. — í:.g sé, að þú ert á förum, Sigga mín, segir hann. — Hvað á ég að greiða þér mikið kaup fyrir tíinann, sem þú ert búin að vera hér? — Við nefnum ekki kaup. lvg gerði þetta fyrir bev.tu vinstúlku mína, og peningar koma ekki til greina. — Jæia, þú ert vina, sem i raun reynist sönn. En ef til vill fæ ég tæki- færi síðar til að launa þér á einhvern liátt þennan mikla greiða. — Það held ég geti verið, Björn minn. Sigga er ferð- liúin. Feðginin fylgja henni út á hlað og kveðja liana þar með innilegum kærleikum. Hún hraðar sér heim á leið, en þau snúa aftur heim í bæinn. Birni gamla er það full ljóst, að hann getur ekki búið í Nesi, ef Sigrún fær ekki heilsuna aftur, nema fá sér duglegan vinnumann. Hann leitar í huganum eftir hentugum manni, þar um slóðir. En liann finnur engan líklegan. Skyndilega dettur honum í hug Þórarinn frændi sinn. Hann er búsettur vestur á landi í litlu þorpi, sem Lón heitir við Lónsfjörð. Þeir frændur liafa lengi haft bréfasamband hvor við annan, og Birni er vel kunnugt um hagi Þórarins. Hann er ekkjumaður nálægt fimm- tugu og býr með ráðskonu siðan kona hans dó. Björn skrifar frænda sínum og segir honum óstæður sínar og biður hann að koma til sín sem vinnumann. Veturinn liður og ekki kemur svar frá Þórarni. Björn er orðinn vondaufur með árangurinn af bréfi sínu. Áhyggjur hans aukast stöðugt, því að Sigrún er alltaf sárlasin. Vorið breiðir isína lífrænu fegurð yfir sveitina og færir öllu nýjan þrótt i faðmi sínum. Hver dagur þess er auðugur af hlýjum geislum og mildum sunnanblæ. Bjart, rósamt vorkvöld vefur völl og teiga. Ókunnur langferðamaður nemur staðar heima á hlaðinu i Nesi og drepur á dyr. Sigrún gengur til dyra og opnar bæinn. IJinn ókunni ferðamaður heilsar henni alúðlega og kynnir sig. Ilann er Þórarinn frændi Björns. Sigrún virðir gestinn fyrir sér nokkur andartök, og henni lízt eitthvað undarlega illa á þennan ókunna mann, en húsmóðurskyldan nær yfirhöndinni. — Gjörðu svo vel að ganga i bæinn, segir hún og fylgir gest- inum inn í baðstofuna. Björn gamli er þar fyrir. Hann fagnar frænda sínum af miklum innileik og býður hann velkominn. Sigrún vísar gestinum til sætis og hraðar sér svo fram úr bað- stofunni aftur. Þórarinn tekur sér sæti við hliðina á Birni og segir hressilega: — Jæja, frændi minn, ]>á er ég nú kominn að Nesi. — Já, mikið er ég feginn því. Þú hefur fengið bréfið frá mér í vetur.— Já, ég fékk það.— Hvað segir þú svo um vinnu- mennskuna hjá mér? — Hún kemur ekki til greina. Ég sleppi ekki þeirri fastavinnu, sern ég hef vestur i Lóni. En ég er hingað kominn til þess að bjóða þér og ilóttur þinni að flytja vestur til mín. — Það kemur ekki til mála, að ég flytji burt frá Nesi. — Ekki það, þú ert nú orðinn gamalmenni og dóttir þín heilsutæp. Eg skyldi láta ykkur báðum líða vel hjá mér. — Þú segir vel um það. En ég kann liezt við mig hérna í Nesi. Ilefði Sigrúri riiin ekki misst heilsuna i vetur væri ég ekki í neinum vandræðum me'ð búskapinn. — Hún fengi nú heilsuna fljótt aftur, ef hún kæmist undir læknishendi. Og fyrir vestan hjá okkur er mjög fullkominn læknir, sem ekki yrði lengi að bæta henni að fullu. — Þú heldur það. Björn sitnr þögull um stund og hugsar málið nánar. Allt vill hann til þess vinna, að Si'grún fái heilsuna aftur. Hérna heirna í Nesi eru litlar líkur til að svo verði í bráð, en þarna fyrir vestan, hjá þessum ágæta lækni, horfir málið öðruvísi við. Hann má ekki fórna framtíðarhamingju Sigrúnar fyrir duttl- unga sina og vanafestu. Björn rís á fætur og segir. — Ég ælla að fara fram og ræða þetta mál við Sigrúnu inina, það er bezt, að hún ráði fram úr því. — Já, það lizt mér vel á, frændi, og þú segir henni frá þessum ágæta lækni, sem við höfum fyrir vestan. Björn hraðar sér fram úr liaðstofunni, og sigur- liros færist yfir andlit Þórarins. Sigrún stendur við búrborðið og tekur til kvöldverð handa gestinum. Björn kemur inn til hennar og sezt á búrkistuna. Hann horfir hugsi á Sigrúnu um stund og segir svo: — Hvernig litist þér á það, Sigrún inín, að við flyttumst búferlum héðan frá Nesi? Sigrún hættir við verk sitt og lítur undrandi á pabba sinn. -— Hefur þú hugsað þér að gera það? — Já, mér hefur komið það til liugar núna í kvöld. — Og hvert ætlar þú að flytja? — Þórarinn frændi minn býður okkur til sín, vestur á Lónsfjörð. Ilvað segir þú um það, að við tökum boði hans og flytjum vestur? Sigrún svarar ekki strax. Henni lizt miður vel á Þórarin, en oft er hún búin að velta því fyrir srr síðastliðinn vetur með hvaða ráðum hún eigi að komast méð pabba sinn burt frá Nesi, áður en Sverrir komi lieim aftur. Hún getur ekki hugsað til þess að sjá hann við hlið annarrar konu. Heldur vill hún flytja burt úr sveitinni sinni kæru og gleymast með öllu. Nú er tækifærið komið svona óvænt upp í hendurnar á henni. En er pabbi fús að fara? Heldur skal hún vera kyrr, hversu sárt, isem það kann að verða, heldur en vita til þess, að hann þurfi að flytja nauðugui frá'Nesi, hugs- ar hún. — Já, því ekki þuð, þótt ég liefði nú helzt kosið að deyja hér, en maður fær sjaldan allar sínar óskir uppfylltar í NÝTT KVENNABLAO 12

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.