Nýtt kvennablað - 01.01.1960, Qupperneq 12

Nýtt kvennablað - 01.01.1960, Qupperneq 12
fOutu)ii£ CfudfiadóttLt MINNINGARORÐ Hjónin ÞuríSur GuSnadóttir og Ólafur Magnússon byrjuðu búskap á Þórisstöðum í Svínadal vorið 1913. Þaðan var örstutt leið að Geitabergi, þar sem foreldrar mínir bjuggu. — Tókst fljótlega góður kunningsskapur milli beimilanna, sem varð nán- ari með hverju ári sem leið, unz leiðir hlutu að skiljast. Var nágrennið með þeim ágætum, að ég hygg, að óvenjulegt megi teljast. Ekki var búið stórt hjá þeim hjónum í fyrstu, og auk þess var um þær mundir slæmt árferði, sem mörgum bóndanum varð þungt í skauti ekki sízt frumbýlingnum. En þau voru ung og atorkusöm og ákveðin í að komast af af eigin ram- leik, og með miklum dugnaði tókst þeim að rétta við fjárhag- inn, er fram liðu stundir. Ólafur hafði á hendi verkstjórn hjá vegagerðinni og vann þvi mikiö utan heimilisins, einkum haust og vor. Börnunum fjölgaði ört, en blessun fylgir harni hverju, og það voru margvísleg störfin, sem hvíldu á húsfreyjunni þráit fyrir það, að Ólafur notaði hverja stund, sem gafst, til að vinna heimilinu. — Bar þá stundum við, að móðir min tók yngsta barnið um stundarsakir, svo að hún ætti hægara með að sinna öðrum 9törfum, eða hún lagði henni liö á annan hátt, ef illa stóð á hjá henni. En engu fólki held ég foreldrar mínir hafi gert greiða, sem jafn vel hafi verið launaður bæði í orði og verki. Allt, sem þau hjón gótu gert fyrir foreldra mína, var svo sjálfsagt, að uin það þurfti ekki að tala. Skaí ég geta hér um eitt dæmi. Eitt sinn snemma vetrar 1928 var ég stödd heima hjá for- eldrum mínum og kom þá Ólafur á Þórisstöðum þar einnig. Heyrði ég þá, að móðir mín þakkaði honum fyrir eitthvað, sem hann hafði nýlega gjört, og svaraði hann þá: „Ég heyrði ó ykkur mæðgunum að ykkur þótti miður, að hann þyrfti að fara þetta einn, svo að ég fór með.“ — Ekki vissi ég þá, hvað við var att, en innti eftir þvi, er Ólafur var farinn. Þanni'g hafði staðið á, er Ólafur kom þar stuttu áður, að næsta dag á eftir átti að fara fram jarðarför að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Ólafur hafði ekki haft mikil kynni af hinum látna manni, og hafði hann ekki hugsað sér að vera viðstaddur jarðarförina, og var ekki meira um þetta rætt. Faöir minn, sem var organisti í Saurhæjarkirkju, hafði verið eitthvaö las- inn um skeið, enda veðurfar róstusamt. Þess vegna þótti mæðgunum leitt, að hann væri einn á ferð. Hafði Ólafur þá fylgzt með ferðum hans, er hann fór aö jarðarförinni. Fáum dögum eftir þennan atburð veiktist faðir minn alvar- lega og lézt nokkru síðar. Þuríður var greind kona, hókhneigð og minnug og kunni ógrynni af ljóðum. Hún var fyndin og skemmtileg í kunningja- hópi, og þótti systrum inínum, sem voru ungar og lífsglaðai, koma góður gestur, er hana har að garði. Voru þá stundura tekin spil eða eitthvað annað gert sér til skemmtunar. Var hún I»urðíður Ouðnadóttir. þá hrókur alls fagnaðar. Ekki vakti koma liennar minnstan fögnuð hjá yngstu systur minni, sem var harn að aldri. Þótt henni vairi lagiö að gleðjast með glöðum var henni ekki síÖur lagið að taka þátt í erfiðleikum annarra. Var ætið gott að leita til hennar, ef eitthvað mótdrægt har að höndum. Hún var minnug á það, sem henni fannst hafa verið vel til sín gert, svo að henni fannst það aldrei að fullu launað, og aldrei heyrði ég, að hún hæri kala til nokkurs manns. Æskustöðvarnar voru henni einkar kærar, og fylgdist hún alla tíð af áhuga með liðan fólksins, sem þar hjó, bæði eldri og yngri. Ég var heima hjá foreldrum minum, er þau hjónin fluttust að Þórisstöðum. Þótt ég flyttist litlu seinna lengra fram í dal- inn, héldust kynni okkar Þuriðar áfram. Börnin okkar eru á lík- um aldri. Þau voru saman í harnaskóla og urðu samferöa til harnaspurninga að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Var þá komið við á Þórisstöðum í báðum leiðum. Á heimleiðinni var gott að hvílast þar. Var þá tilhúinn matur á horði handa börnunum, svo að töfin yrði ekki of löng, því að ekki veitti af að nota tímann. Var það vel þegiö, þrátt fyrir sjálfsagðar góðgerðir á prestssetrinu. Ef farið var á hesti, var hey handa honum við hæjardyrnar, og væri rakki með í förinni var honum ekkt gleymt. Eftir að ég fluttist aftur að Geitahergi ásamt fjölskyldu minni eftir alllangt árahil, urðu kynni okkar enn nánari. Er margs að minnast eftir næstum hálfrar aldar kynni. Er þar allt á einn veg, svo að þar har engan skugga á. Ilún var alllaf boöin og búin til hjálpar, ef einhvers þurfti við, hvort sem um sjúkdóma eða aöra erfiðleika var að ræða. Veturinn 1952 varð Þuríður fyrir því óhappi að detta og meiðast illa. Varð hún )iá að vera lengi undir læknishendi og fékk það aldrei að fullu bætt. Um svipað leyti missti hún mann sinn, en allt þetta har hún með stillingu og æðraöist ekki. Eftir lát Ólafs bónda bjó hún áfram á Þórisstöðum ásamt tveim hörnum sínum og tengdadóttur. Ilefði hún þá getað átt rólega daga, en kaus fremur að vinna meðan dagur entist. Andlegt þrek var óhreytt, þótt likamleg orka virtist á þrotum, og var ótrúlegt, hverju hún gat afkastað. Oft var margt af hörnum og unglingum, bæði skyldum og óskyldum á heimili hennar einkunt á sumrin, og kölluðu þau hana öll ömmu. Útvarpið var mikið happ fyrir þessa fróðleiksfúsu konu, þvf að oft má liaga störfum þannig, að hægt er að hafa not af þvf, sem þar er sagt, án þes's að fella niður vinnu. Kvaðst hún sízt vilja vera án þess af þeim þægindum, sem hún hjó við síðari árin. 10 NÝTT KVENNABI.AÐ

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.