Nýtt kvennablað - 01.01.1960, Qupperneq 6

Nýtt kvennablað - 01.01.1960, Qupperneq 6
tiíl tjLtamandi danda Þegar draumarnir rœtast. (Dagbók frú Lilju Björnsdóltur í meginlandsferð 1959). Eftirminnilegustu atburðir lifsins eru oft með ólík- um hætti. Sólskinsfagran sumarmorgun, 8. júni 1929, vaknaði ég sncmma og fæddi 20 merka dreng. Hinn 20. júní 1959, vaknaði ég einnig árla morguns. Þá ætlaði ég að leggja af stað til útlanda í fyrsta sinni, fljúga eins og fugl yfir haf og hauður. Um nóttina hafði geisað stríður stormur, og þegar til loftsins vai litið sáust svo svört ský, að ég hafði aldrei svartari séð. Samt bjóst ég til ferðar og kom á fulgvöllinn á tilskildum tíma og beið þar róleg, því að allt virtist í bezta lagi. En þegar fara skyldi í gegn hjá útlendinga- eftiriitinu, áttu allir að sýna vegabróf, og það gátu allir sýnt nema ég. Það hafði enginn sagt mér, að þess væri þörf. Þegar mér varð það ljóst, að án vegabréfs fengi ég ekki að fara úr landi, varð ég skelfingu lostin og sneri mér til Baldurs Ingólfssonar, sem þarna var nærstaddur. Kvaðst hann engin úrræði sjá. — Ef ég færi í flugvéiinni til London án vegabréfs, yrði ég send með henni heim aftur. Það eina, sem hann gæti ráðlagt mér, væri að bíða til morguns og útvega mér þetta tilskilda bréf. Ég brást reið við, liafði í heitingum og lét fljúga ófögur orð við Bald- ur. Ég taldi og tel, að Ferðaskrifstofan eigi að segja mönnum, hvað nauðsynlegt er að hafa meðferðis í slíkar langferðir. En hin góðu öfl voru mér hliðholl, eins og alia tíð í ferðinni. Þarna var nærstaddur mætur maður, sem kannaðist við mig og hefur víst haft sam- úð með mér vegna vandræða þeirra, sem fáfræðin hafði skapað. Hann benti Baldri á, að úr þessu væri hægt að bæta með því, að Ferðaskrifstofan sendi umboðí- manni sínum í London símskeyti þess efnis að taka á móti mér. Að því búnu steig ég upp í flugvélina, þetta glæsilega og hraðskreiða farartæki, þar sem veitt er hin æskilegasta þjónusta. Meðal farþeganna til London var Jónas Haralz hag- fræðingur og hans geðþekka frú, og fékk ég sæti við hlið Jónasar. Ég þekkti hann í sjón og þótti hann æski- legur sessunautur, sakir ætternis hans og andlegs at- gerfis, sem ég hafði kynnzt á opinberum fundi hjá Stúdentafélaginu, þar sem hagfræðingar gerðu grein fyrir skoðun sinni á hinum lítt skiljanlegu efnahags- málum ríkisins. Hafði Jónas haldið þar svo greinar- góða ræðu, að mér virtist þetta mér áður óskiljanlega mól liggja ljóst fyrir. — Það var flogið ofar skýjum, svo að ég sá hvorki haf né hauður, þar til Ient var á 4 liinum stóra flugvelli í London. Þar komst ég í uppnám aftur, því að ég hafði heyrt, áður en ég lagði af stað, að Elísabet Englandsdrottning væri að setja einhverja Friðarráðstefnu í borginni. Hvílíkt himinhrópandi ó- samræmi, hún að setja friðarráðstefnu samtímis og þegnar hennar fara með ófriði á hendur okkar íslenzku friðelskandi þjóð og setja á sig og brezka heimsveldið allt það brennimark háðungarinnar, sem að eilííu verður ekki af henni skafið. En greind kona, sem var ferðafélagi minn, benli mér á, að það væri hyggilegra fyrir mig að vera róleg, það gæti skilizt, hvað ég væri að segja, og þá mundi ekki greiðast úr vegabréfsvand- ræðunum. Lét ég mér það að kenningu verða. Á hinu stóra flugvallarhóteli í London tók umboðsmaður Ferðaskrifstofunnar á móti mér og veitti hina dýrmætu fyrirgreiðslu, svo að ég gæti haldið óhindrað áfram i útlendri flugvél til Parísar. Þótt mér verði margt minnisstætt úr þessari ógleymanlegu ferð, hygg ég, að ég minnist þess lengi, hve óhugnanlegt það var að vera skilin frá hópnum, sem hafði sín skilríki, og flækjast aftur og fram í fylgd með lögregluþjónum í heila eilífð, að mér fannst. En umboðsmaðurinn bað mig að taka þessu rólega, sitja þar, sem hann segði mér og bíða sín, þar til hann hefði komið þessu i lag, og hlýddi ég honum í auðmýkt. En þeirri stund var ég fegnust, er hann að lokum fylgdi mér til samferða- fólksins, sem gladdist yfir því, að ég væri ekki lengur meðhöndluð sem óbótamaður. Það var ákveðið, að viðstaðan í London yrði tvær klukkustundir, en flug- vélin, sem við áttum að fara með til Parísar, gat ekki orðið tilbúin fyrr en eftir þrjár klukkustundir, og lét þá flugfélagið bjóða okkur inn í vistlegan sal. Þar var veitt kaffi, te eða það sem hver óskaði að drekka, og smurt brauð í smekklegum umbúðum. Einnig sætl brauð. Þessar veitingar komu mér í bezta skap og minntist ég þeirra oft, er til Frakklands kom, þar sem mér fundust flestar veitingar jafnafleitar. Síðan var stigið upp í flugvél þá, er flaug með okkur til Parísar. Á leiðinni gerðist ekkert sögulegt. Ég sat við hlið svertingjakonu, sem hafði kjöltubarn, er ekki virtist vera orðið eins árs. Mér varð dálítið starsýnt á þann hluta höfuðsins, þar sem hárið átti að vera. Það ^ar eins og tjara hefði verið borin á litla kollinn, og vott- aði aðeins fyrir smáójöfnum, þar sem hárið var að byrja að vaxa. En barnseðlið virtist vera það sama og NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.