Nýtt kvennablað - 01.01.1960, Blaðsíða 7

Nýtt kvennablað - 01.01.1960, Blaðsíða 7
L-il.ja Björnsdóttu' lcn^st til liæjyri hjá okkar hvítu börnum, sem sé að ná í sem mamma þess var að banna því að taka, t.d. auglýsinga- spjöld frá flugfélaginu, sem fólgin voru í tösku, er komið var fyrir aftan á næsta sæti fyrir framan. F.flir klukkutíma flug var lent á flugvelli Parísar, sem er í útjaðri hinnar stóru borgar. Þar tók á móti okkm hinn ágæti fararstjóri, Guðmundur Gíslason. Honum tókst með lipurð sinni og lagni að koma mér fljótlega í gegnum farartálma þann, er vegabréfsleysið olli. Svo fór hann með þessa iijörð, sem honum var falið að gæta, út í þýzka langferðabifreið, þar sem einnig var þýzkur bifreiðarstjóri, sem reyndist okkur mjög vel á langferðaleiðum. Þá var ekið um tíma eftir J)röngum og skuggalegum götum í úthverfum Parísar. Húsin, sem gnæfðu hátt, voru svört og gamaldags, svo að auganu mætti lítil fegurð við fyrstu sýn. Fyrsti við- komustaðurinn var Hótel Fransiska, sem stóð við fal legt og fjölfarið stræti. Þar áttum við að húa þá þrjá daga, sem við dvöldum i París. 1 vistlegu tveggja manna herbergi var uppbúið hjónarúm. I því sváfum við Fanney, sem báðar vorum makalausar, en hún hafði þó ferðafélagá, Guffna, sem var aldursforseti þcss- arar ferðar, en þau virtust láta sér nægja að sitja hlið við lilið um daga. Þetta herbergi bafði það fram yfir flest gistiherbergi í öðrum hótelum, að ])ví fylgdi einkabað. Ég borðaði nú eitthvað af hinum mér ógeð- fellda kvöldverði, skrifaði á eitt kort heim, gekk glöð til hvíldar, þakklát fyrir að vera þó komin lil Parísar- borgar. Margir ferðafélaganna fóru út til að njóta gleði |>eirrar, sem kvöld í stórborg getur veitt. Þannig lauk fyrsta degi ferð'arinnar. 9. júní: í Frakklandi. — Klukkan 9 að morgni var byrjað að skoða hina rómuðu borg. Fyrst var gengið upp margar tröppur upp á hæð, þar sem Pílagríma- kirkjan stendur. Sú kirkja virtist mér fögur og stil- hrein, byggð um síðustu aldamót. Þar voru ljós á mörgum fögrum altörum. Þar sá ég líka skriftastól í fyrsla sinni. Þá gekk ég að veglegum skírnarfonti. Það var vatn í skálinni, og vildi ég ekki bregða vana mín- um og bera vígt vatn á augnahvarmana. En um leið og ég brá fingri þeim, sem ég hafði dýft ofan í vatnið, upp að vitum mér, fann ég svo mikinn óþef, að mig greip hræðslu- en ekki helgikennd. Uti fyrir kirkj- unni var litast dálítið um, því aff útsýnið var mjög gott yfir borgina. í þröngri götu skammt frá var gamalt listamannahverfi. Þar voru nokkrir menn, sem virtust vera að mála turna hinnar fögru kirkju. Þar var líka verið aff endurbæta gamalt hús, þar sem lista- menn höfðu lengi komið saman. Ivlukkan 11:30 fór Guðmundur með mig í stóra höll, verzlunarhús, en þar voru einnig teknar vegabréfsmyndir og afgreiddar mjög fljótlega. Ég hafði klæðzt mínum íslenzka búningi og var með skotihúfu, en það var algild regla á þessum stað, að enginn mátti hafa höfuðfat á slíkum myndurn, og varð ég að gera mér að góðu að taka af mér skott- húfuna og líta svona afkáralega út á myndinni. En hvort ég var ánægð, það var nú önnur saga. Þá var að komast í íslenzka sendiráðið, en fáar mínútur voru eftir, þar til því yrði lokað vegna miðdegisverðar. Guðmundur var því hraðskrciður. J)egar hann lagði af stað þangað. Ég hygg alltaf, að látbragð mitt hafi ekki haft neinn tízkuborgarsvip, þegar ég hljóp á eftir Guð- mundi, hélt síða pilsinu svo hátt sem ég þorði og vur alltaf að missa af mér annan skóinn. Sendiráðið var opið að sögn mannsins, sem vísaði okkur J)angað u|>p í lvftu, sem mér virtist gerð lianda einum manni. En ég reyndi að láta sem minrist fara fyrir mér, svo að Guðmundur ka>mist þar líka. En lyftan var fljót í för- um, og komumst við til álitlegs manns, sem ég hugði, að væri sendiherrann, en þessi maður kvaðst heita Haukur Helgason. Hann stimplaði vegabréfið, svo uð það komst í lag. En ég var ekki alls kostar ánægð. NÝTT KVENNABLAÐ 5

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.