Nýtt kvennablað - 01.01.1960, Blaðsíða 4

Nýtt kvennablað - 01.01.1960, Blaðsíða 4
liann aldrei fá slíkrar koim sem GuSrúnar, þótt hann leitaði víða. En í sögunni stendur: „Og við umtölur Snorra, og það með, að iiann sá, að hann mælti satt, þá sefaðisl Þorkell."4 Guðrún lét samt ekki þar við sitja. Um vorið spyr hún Þorkel, hvað hann vilji sjá fyrir Gunnari Þiðrandabana. Hann liað hana að ráða. ,,Þá vil ég,“ segir hún, ,,að þú gefir honum skip þitt, og þar með þá iiluti, sem hann má eigi missa að hafa."' Þorkell svaraði og hrosti við: „Eigi er þér lítið í hug um margt, Guðrún, og er þér eigi hent að eiga vesal- menni. Skal þetta gera eftir þinum vilja.“ Heillyndi Guðrúnar og skaphiti kemur hvað hezl í Ijós í orðum hinnar heiðnu völvu í draumi Herdísar Bolladóttur. Guðrún hafði þá tekið kristna trú og sýndi þar enga hálfvelgju frekar en í öðru. Var hún löngum í kirkju um nætur á bænum sínum. En eina nótt dreymdi meyna Herdísi, að koria kæmi til hennar klædd vefjarskikkju og faldin höfuðdúki. Hún tók svo til orða: „Seg þú það ömmu þinni, að mér hugnar illa við hana. því að hún bröltir allar nætur á mér og fellir á mig dropa svo heita, að ég brenn af öll.“ Er ekki getið um það, að þeir, sem vígðu guði líf sitt í klaustr- inu, sem síðar var byggt á Helgafelli, hafi beðið heit- ari bænir. Ekki er hægt að kveðja svo Guðrúnu og Þorgerði, að ekki sé minnzt landnámskonunnar Auðar djúpúðgu, dóttur Ketils Flatnefs, en hún bjó að Hvammi í Döl- um. Svipmikil er lýsing Laxdælu á hinni breiðfirzku ættmóður. Síðar bjó í Hvammi Sturla Þórðarson, ættlaðir Sturlunganna, og þar ólst upp sonarsonur hans, Sturla Þórðarson yngri, rithöfundur, en á Sauðfelli bjó Sturla sonur Sighvats á Grund og kona hans Sólveig Sæ- mundsdóttir frá Odda. En norðan fjallgarðsins bjó Þorgils Oddason á Staðarhóli og eftir hann Einar son- ur hans. Elduðu þeir Einar og Sturla löngum grátt silfur og varð þeim margt að deiluefni. Einar átti syst- ur, sem lngvildur hét. Stóð um hana mikill styr enda var hún ævintýrakona hin mesta og lét sér fátt fyrir brjósti brenna. Ingvildur var gift Halldóri nokkrum Bergssyni, en varð honum lítt unnandi, fór Halldór utan, en andaðist í þeirri ferð. Þá réðst Ingvildur til bús til Böðvars í Tungu í Sælingsdal. Um sömu mund- ir dvöldu hjá Sturlu í Hvammi Þorvarður og Ari Þor- geirssynir og komu þeir oft að Tungu. Það var eitt sinn, að Þorvarður meiddist á fæti og fór heim að Tungu og batt Ingvildur um fót honum, var hann lengi í Tungu til lækninga. Það var rætt, að þau Þorvarður og Ingvildur mælt- ust fleira við en aðrir menn. En vorið eftir réðst Þorvarður norður til Eyjafjarð- ar, en Ingvildur fór út á Meðalfellsströnd og gerði 2 bú að Ballará. Hún lét gera sér svefnhús og var þar löngum. Hún hafði fótarmein um sumarið og gekk lítt um sýslur. En um haustið kom þar kona. Hún hét Þórdís Leifs- dóttir og var úr Eyjafirði. Og er hún hafði skamnia hríð dvalizt, þá ól hún barn. Það var nefnt Sigríður, en faðir hennar var Þorsteinn Þorleifsson, norðlenzkur maður. Um haustið fór Þórdís með b'arnið norður til Eyjafjarðar. — En eigi að síður grunaði menn og töl- uðu margt um ráð þeirra ingvildar og Þorvarðs. Það sumar bjóst Þorvarður til utanferðar í Eyja- firði. Þá seldi Ingvildur Sturlu fjárheimtur sínar allar og réðst til ferðar á laun norður til Eyjafjarðar og skar sér skör og karlklæði. Og er kaupmenn lögðu út eftir firði, skutu þeir út báti og réru yfir á Galmars- strönd. Gekk Ingvildur þar á skip og fór í brott með Þorvarði. En er þetla fréttist, þá hófst að nýju sá orð- rómur, að Sigríður mundi vera dóttir Þorvarðs og Ingvildar. Spunnust út af þessu langvinn málaferli milli Einars og Sturlu. í Laxárdal skammt frá Hjarðarholti eru Höskulds- staðir, en þar bjó Höskuldur faðir Ólafs páa. Hjá læknum í túnbrekkunni rifjast upp hin hugþekka saga af Ólafi páa, fjögurra ára gömlum, og Melkorku móður hans, hinni írsku kóngsdóttur í ambáttarstöðu. Á Höskuldsstöðum óx einnig upp hálfsystir Ólafs, Ilallgerður, sem var samfeðra honum. Þótt höfundi Njálu verði tíðrætt.uin bresti Hallgerðar, virðist þó af frásögn hans sem Hallgerður liafi verið hjúum sínum góð. Þegar Þjóstólfur hafði vegið Þorvald, fyrsta mann hennar, kallaði Hallgerður á Ljót frænda sinn og bað hann að söðla hesta þeirra, „því að ég vil ríða heim til föður míns,“ sagði hún. Hann bjó ferð þeirra, en Hallgerður gekk til kistna sinna og lauk upp og Iét kalla á alla heimamenn sína og gaf þeim nokkra gjöf öllum, en þeir hörmuðu hana allir. Eitt sinn var blómleg byggð á Breiðafjarðareyjum, enda var þar hin mesta matarkista, gnótt af fiski, fugli og sel, og snjó festir þar aldrei, svo að sauðfé getur gengið sjálfala árið um kring. Nú leggjast evjarnar óðum í eyði. Snotur, hvít bæjarhús standa mannlaus í Höskuldsey, Arney og Hrappsey, hinu forna mennta- setri, þar sem prentsmiðja var fyrrum. En í eyjunum hefur nýr landnemi tekið sér bólfestu, en það er minkurinn, og herjar af svo mikilli grimmd í ríki hins friðsama æðarfugls, að helzt minnir á lýs- ingar Gerplu á strandhöggi norrænna víkinga í lönd- um hinna kristnu Kelta. 1 Brokey búa tveir bræður á ættaróðali sínu. Þar er mjög staðarlegt, stórt steinhús með rafmagni og öðrum nýtízku þægindum. Á bæjarhólnum er útsýnis- turn, og sést þaðan vítt yfir eyjarnar. NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.