Nýtt kvennablað - 01.01.1960, Page 13

Nýtt kvennablað - 01.01.1960, Page 13
INGIBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR: SIGRÚN I NESI FRAMHALDSSAGA Þau gátu ekki villt sýn. Þú átti húu hug hans allan. En af hveriu skrifaði fiann henni ekki? Gat það átt sér stuð, að honuni hefði snúizt iiugur? Gut það verið, að ung stúlka í franrandi laniii hefði unnið hug lians, tekið það helgasta, sem hún átti? Gátu örliigin verið svo miskunnarlaus? Tárin þrengju sér fram í' augu Sigrúnar, og hún gefur þeim lausan tauminn. Grátur hennar er sár og þungur. Hún heitir því að segja aldrei neinum frá leyndarmáli sínu. Það skal geymast í hjarta hennar hreint og óflekkað, eins og liún á það í ljóma endurminninganna. Mynd elskulega æskuvinarins skal verða lielgidómur hjarta hennar meðan hún lifir, þó að hann kunni að hafa gleymt henni. Fákur nemur staðar heima á hlaðinu i Nesi. Sigrún sér ljos í baðstofuglugganum og veit að pabbi hennar vakir og biður eftir henni. Iiún fer með Fák sinn beina leið suður i hesthús og teymir hann að ilmandi töðustalli, sem biður hans þar. En það er eins og hesturinn hafi enga lyst á hinu girnilega fóðri. Sigrún stendur hjá honum, og hann teygir höfuðið til hennar. Hún leggur handleggina yfir makkann á Fák sínum og grúfir andlitið niður i stinnan, mjúkan háls hans. Tár hennar brjót- ast fram á ný. Blessaður hesturinn hennar, fermingargjöfin frá mömmu og pabba. Hann bar hana þá sælustu nótt, sem hún hefur átt. Ifann bar hana lika þyngstu augnablikin, sem hún hefur lifað og skilaði henni heim. Fákur er æskuvinuriun hennar, sem ekki brá«t. Sigrún faðmar hann blítt og inni- lega í þakkar- og kveðjuskyni og reikar út úr hesthúsinu og heim að bænum. Sigrún nemur staðar heima á hlaðinu. Hún hikar við að fara inn. Nú bíður hennar nýtt vandasamt hlut- verk, það að leyna harmi sínum. Ifvernig tekst henni hað? Bæjardyrnar standa opnar, og hún gengur hlióðlega inn í bað- stofuna. Björn gamli og Kári sitja þar og biða hennar. Sigrún heilsar þeim eins glaðlega og henni er unnt. Björn hefur r»l heitan mat handa henni, en Sigrún hefur enga matarlyst. — Ertu lasin, góða mín? spyr Björn. — Nei, pabbi minn, ég er bara þreytt eftir ferðalagið og langar mest af öllu til að hvíla mig. Björn skilur það vel. Sigrún hans er orðin óvön að ferð- ast nú í seinni tíð, og leiöin er löng út að Flúðunt. Ifann vill Þuríður var fædd að Eyjum (Vesturbæ) í Kjós hinn 26. des. 1884, dóttir hjónanna Guðrúnar Ingjaldsdóttur ng Guðna Guðna- sonar, er þar bjuggtt. Vorið 1913 giftist hún Ólafi Magnússvni frá Eyjum (Austurbæ) f Kjós. Þau hjónin eignuðust átta börn. Heita þau: María, Laufey, Magnús, Guðrún, Ólafía, Ásdfs, Jóhanna og Guðni. — Öll eru börnin mannvænleg og atorku- söm, enda snemma vanin við vinnu, því að mörg voru verk- efnin á Þórisstöðum, sem biðu úrlausnar. í byrjun marzmánaðar 1959 fór Þuríður á sjúkrahús Akra- ness og átti þaðan ekki afturkvæmt. Hún andaðist 3. maí eftir erfiða sjúkdómslegu, sem hún bar með sinni venjulegu rósemi. Hún var jarðsungin að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd 12. maí. — Blessuð sé minning hennar. Steinunn Bjarnadóttir. ekki þreyta hana með spurningum í kvöld. Sigrún býr upp rúm handa Kára, þvf að hann ætlar að gista í Nesi. Þegar hún hefur lokið þvi, hátta þau öll, og hljóð nóttin færist yfir. Kaldir vetrardagar setjast að völdum i ríki náttúrunnar. Frostharðir norðanliyljir æða um sveitina og einangra að mestu íbúa liennar. Hjá ungu heimasætunni í Nesi eru dag- arnir lengi að líða. í iþungum ljósvana skuggum þeirra vakir hún ein með bljóðlátan harm sinn. Hann þekkir enginn, nema hið alskyggna vald, sein ekkert fær dulizt fyrir. Sigrún vill sízt af öllu varpa skugga yfir elli föður síns með ógæfu sinni. Hún reynir þvi að sýnast glöð. En Björn gamli er svo skarp- skyggn, að hann sér greinilega hvað Sigrún er inikið breytt. Hann veitir henni nánar athygli en áður, og honum finnst oft sem sárir þjáningadrættir líði yfir fallega. andiitið henn- ar, sern minna hann svo ákaflega á ungu munaðarlausu \iunn- konuna f Árbæ fyrir tæpum 20 árum. Eitthvað hlýtur að haí i kotnið fyrir Sigrúnu. En hvað getur það verið? Við þeirri spurningu fær Björn aldrei svar. Sigrún er mikið við hirðingu á skepnunum, því að' Björn er orðinn heilsutæpur og þolir illa kulda og vosbúð. En unga húsmóðirin er jafnvíg til allra starfa, sem að búskap lúta og hlífir sér heldur ekki. Vinnan er bezta deyfilyf hinna duldu harma hennar...... Frostkaldur vetrardagur grúfir ömurlega yfir sveitinni. Sig- rún er ein uppi í fjalli og smalar saman fénu. Henni gengur óvenju illa að koma þvi heim. lfún fer með fæturna niður um ísinn á læknutn fyrir sunnan túnið og verður blaut, en sinnir því engu og heldur áfram að strfða \ið féð. Loks kem- ur hún kindunum inn í húsið og gefur þeim. Að því búnu fer hún heim í bæinn skjálfandi af kulda. Björn gamli hefur til heitt kaffi handa henni. Hún drekkur það og fer f þurr föt, en kuldahrollurinn fer ekki úr henni um kvöldið. Nóttin færist yfir. Sigrún er orðin fárveik. Björn gamli er alveg f vandræð- um. Hann þorir ekki að skilja hana eina eftir og freista þess að brjótast út að Fossi, en það er næsti bær, og þar er hann öruggur um að fá hjálp. Hann tekur þann kost að bíða næsta dags, og nóttin líður. Aftur er bjart af degi. Björn hefur nánar gætur á mannaferðum um veginn, og loks sér hann til ferðamanns, sem kemur heim að Nesi. Maðurinn kemur með póst og er á leið út i sveit. Með honum sendir Björn gandi boð út að Fossi og biður þar um hjálp. Sigga bregður fljótt við, þegar hún fréttir um veikindi vinstúlku sinnar, og fer strax fram að Nesi. Björn gamli er harla glaður að sjá hana. Sigga segir honum, að hún verði hiá vitiu sinni á meðan hún þuríi sfn með. — Sigrún er mikið veik. Sigga situr ein við rúm hennav. Björn gamli er úti við skepnuhirðingu. Sigrún byltir sér í rúminu og horfir sljóum, sóttheitum augum á vinstúlku sína. — Sverrir, hvislar hún og réttir fram höndina. — Loksins ortu kominn. Seztu hérna hjá mér. Sigga tekur um liönd vinu sinu- ar, en segir ekkert. Sigrún horfir á hana, en hvíslar lægra en áður. — Finnurðu ekki livað blómin anga. alveg eins og þegar við vöktum saman liérna f Hvamminum nóttina, sem ég gaf þér ást mína. Sigga hlustar döpur á óráðshjal vinu sinnar og þrýstir hönd hennar fastar. Henni er það ljóst, að Sigrún veit ekki liver það er, sem hjá henni situr. Skyndilega lítur Sig- rún hræðslulega í kring um sig og hrópar i æsingi: — Sverrir, bjargaðu mér, stóri risinn, sein er á leiðinni hingað, ætlar að hrenuna mig! Ég er svo hrædd við liann! Hún rís til hálfs upp í rúminu, en Sigga ýtir henni hægt aftur á koddann og hagræðir henni. Sigrún starir á vinu sína döprum óráðskennd- um augum og hrópar á ný: — Sverrir, ætlar þú að fleygja mér í fangið á stóra risanum? Af hverju vildir þú heldur NÝTT KVENNABLAÐ 11

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.