Nýtt kvennablað - 01.01.1960, Blaðsíða 3

Nýtt kvennablað - 01.01.1960, Blaðsíða 3
NÝTT KVENNABLAD 21. árgangur. 1. tbl. - Janúar - 1960. ^Æoíft caft ^zÆ.<z! gafaMi Fáir munu þeir, sem gera ferð sína vestur á Snæfells- nes, fara svo burt, að þeir komi ekki við á Helgafelli, bæ Guðrúnar Ósvífursdóttur og Snorra goða. Af fellinu helga, sem er fyrir ofan bæinn og ber sama nafn og hann, er fagurt útsýni yfir Þórsnesið, hinn forna þingstað, Breiðafjörð með hinum óteljandi eyjum og hólmum, grösugar sveitir og víðan fjalla- hring. En yfir iþessu fagra landslagi svífur andi sög- unnar, talar til ferðamannsins frá óteljandi stöðum, þar sem örlög stórbrotinna karla og kvenna voru ráðin. Þegar ég stóð á Helgafelli og horfði yfir sólgljáðan fjörðinn, kom mér Guðrún Ósvífursdóttir fyrst í hug, en hún bjó á Helgafelli síðustu árin, og þar hvílir hún undir grænni torfu við rætur fellsins. I norðri hefur hún horft á fjöllin blána á Barða- ströndinni. Þar bjó í Haga Gestur Oddleifsson hinn spaki, sem sagði henni fyrir, þá ungri meyju í föður- garði, hin þungu örlög, sem biðu hennar. Skyldi hatia aldrei hafa iðrað þess, að hún krafði hann sagna? Um það getur sagan ekki. Hún lýsir aðeins framkomu Guðrúnar, sem var alltaf jafn tiginmannleg, og svar hennar var æðrulaust: „Hitta mundir þú fegri spár, ef svo væri í hendur þér búið af mér, en mikið er til að hyggja, ef þetta skal allt eflir ganga.“ í Dölunum austur af firðinum eru Laugar, æsku- heimili Guðrúnar. Dapurlegt hlýtur ævikvöld Ósvíf- urs föður hennar að hafa verið, j)ar sem hann varð að sjá á bak öllum sonum sínum í útlegð eftir víg Kjartans. Frá Laugum er skammt til Sælingsdalstungu, en þar bjó Guðrún með Bolla um skeið og fyrstu árin eftir fall hans, þar til hún bað Snorra goða á Helgafelli að ’hafa jarðaskipti, svo að hún þyrfti ekki að búa á næsta leiti við þá Hjarðhyltinga. Gerði Snorri það vegna vinfengis við Guðrúnu, að því er hann sagði sjálfur. En var það eingöngu vinargreiði, eða sá hann sér sjálfur hag í því? Skemmtileg er sagan um það, hvernig Snorri eignaðist föðurleifð sína þegar í æsku, og haíi NÝTT KVENNABLAÐ hann yfirgefið hana einungis Guðrúnar vegna, sýnir það ljóst, hversu mikils hann mat þessa stórlátu konu. Neðst í Laxárdal er Hjarðarholt. Þar bjuggu for- eldrar Kjartans, Ólafur pái, einn hinn mesti mannvin- ur, sem sögurnar geta um, og Þorgerður kona hans dóttir Egils Skalla-Grímssonar á Borg. Ef þessar rík- lunduðu konur, Guðrún, Þorgerður og Bergþóra, hefðu búið við sama athafnafrelsi og konur nú á tímum, finnst mér trúlegt, að þær hefðu ekki látið sér nægja að eggja menn sína, syni og bræður, heldur tekið sér sjálfar sverð í hönd og farið í broddi fylkingar til bess að hefna óréttarins, sem þær voru beittar. Reynd- ar segir sagan, að Þorgerður hafi fylgt sonum sínuru til þess að sjá um, að þeir gengju milli bols og höfuðs á Bolla, og man ég ekki eftir annarri konu, sem hafi gert það, en vopn bar hún ekki, svo sagan hermi. Margt er líkt í ska])lyndi Guðrúnar og Þorgerðar. (En Þorgerður átti skilningsríkari föður). — Hrefna Ásgeirsdóttir var gerólík þessum konum. Hún var mild og blíð í lund. Hvers vegna hvatti Þorgerður Hrefnu til þess að falda sig með motrinum í boðinu á Laugum? Hrefna ætlaði að skilja hann eftir heima, ef til vill af nærgætni. Var það skartgirni og metnaður Þorgerðar, eða gerði hún það vitandi vits til þess að storka Guðrúnu? Hrefna hafði mörg tækifæri önnur til þess að skarta með þennan dýrgrip, t.d. fóru konur oft til Alþingis. Ein skemmtilegasta saga, sem ég hef lesið um brúði, er af Guðrúnu, þegar hún giftist Þórkatli Eyjólfssyni, síðasta manni sínum. Ég sé Guðrúnu í anda, þegar hún í miðri veizlu stendur upp af brúðarbekknum, búin faldi, og skipar mönnum sínum að grípa til vopna og verja skjólstæðing liennar, Gunnar Þiðrandabana, fyrir brúðgumanum Þorkatli og liði hans. Og hvergi finnst mér kvenhugsjón aldarinnar koma skýrar í ljós, en þegar Snorri gekk í milli hjónaefnanna og sagði við Þorkel, að þar mætti hann sjá, hvilíkur skötungur Cuðrún væri, ef hún bæri þá báða ráðum. og mundi 1

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.