Nýtt kvennablað - 01.02.1962, Page 4

Nýtt kvennablað - 01.02.1962, Page 4
er það að geta orðið tiltölulega óháður foreldriuu jafnframt jiví sem hann þroskar hjá sér sjálfsákvörð- unarhæfni og afstæðilegt sjálfstæði, þ.e.a.s. lærir að meta heilbrigt samstarf og samvinnu jafnt við félaga sína og jafnaldra sem við yfirboðara sína og þá sem yngri eru eða undir þá gefnir á annan hátt. Aðlögun þessi liefur í för með sér mikla umbreytingu á með- vituðum og óvituðum viðbrögðum gagnvart foreldr- um og staðgenglum þeirra. — Unglingnum finnst hann vera knúinn til þess að verða sem óháðastur for- rldrunum og að ákveða hvert og hvenær hann fer og kemur og að hann hafi rétt til þess að velja sjálfur vini sína og framtíðarstöðu. Honum finnst, að allir aitlist til þess, að hann taki þessa áhyrgð á eigin herðar. Á hinn bóginn fylgir nokkur ótti og kviði fyrirhuguð- um sjálfsákvörðunarrétti og sjálfstæði. Kvíði við ])að að verða að sjá af foreldrunum og tilfinninga- og efnalegum gjöfum þeirra að meiru eða minna leyti. og ótti um það að velja sér óheppilega vini, rangar námsgreinar eða stöður. Unglingar gera allt sem í ]>eirra valdi stendur ti) þess að dylja þennan ótta fyrir foreldrum sínum og öðrum til þess að sannfæra þá um hæfni sína, vizku og hugrekki. Togstreita þessi birtist í j)ví ástandi, sem einkennir oft æskuárin, það er sífellt stefnuleysi og breytileiki í afstöðu til eigin þarfa, langana, áætlana og takmarka. Nauðsynlegur undanfari þess háttar sjálfstæðis er grundvallarbreyting á meðvitaðri og óvitaðri afstöðu til beggja foreldranna eða staðgengla þeirra. Öryggis- kenndín hjá hinu unga barni hvílir á hugmyndum um stórfellda vizku og mátt foreldranna, svo að nálgast. frá sjcnarmiði þess alvizku og almætti. Slík máttar- viild hafa verið styrkur þess, leiðbeinendur og vernd- arar gegn eigin hvötum og athöfnum annarra. En trúin á þess konar almætti og alvizku foreldranna stenzt ekki prófraun lífsins og reynsla barnsins bæði heima og að heiman færir því afsannanir gegn slíkri trú og tekur því kvíði öryggisleysisins og vantrúin á foreldrana smátt og smátt við. Virðist hér hefjast glundroðatímabil, sem er nauðsynlegt, ef barnið á að geta losnað frá því að vera um of háð skoðunum og persónuleika foreldranna og heppnast að þroska eigin skoðanir og móta sinn sérstæða persónuleika. Fyrst í stað eftir að forfeðra- og foreldratrúin dvínar, er leitast við að finna aðra valdsmenn, sem barnið og ungling- urinn getur sett upp í þeirra stað. Fyrir því vali geta orðið önnur skyldmenni, eldri systkini eða leiksvstkini, scm reynt er að líkjast sem mest, kennarar, íþrótta- menn eða jafnvel kvikmyndastjörnur. En þessi um- breyting og yfirfærsla í aðrar persónur á almættis- og alvizkuhugtiikum er líka fvrirfram dæmd til þess að mistakast því að enginn getur fullnægt þeim kröfum til lengdar þegar farið er að sannprófa og reyna hann. Til ]>ess að geta öðlazt manndómsþroska verður vizk- an og mátturinn að losna undan persónuleikaeinkenn- um og áhrifavaldi ytri einstaklinga og færast inn a við sem ópersónulegir þættir í sálarlífi sjálfs ungl- ingsins. Vizkan, þekkingin og mátturinn þurfa að verða hlutar af hugmyndum þeim, sem unglingurinn gerir sér af eigin sjálfsvitund og verðleikum til þess að sjálfstjórn en ekki stjórn annars geti orðið ríkj' andi. Skref þessi á þroskabrautinni er ekki hægt að taka án þess að matið á foreldrum og öðrum valds- mönnum raskist og breytist frá ofmati í talsvert van- mat eða jafnvel niðrandi hugmyndir, sem unglingur- inn gerir sér a.m.k. um stundarsakir, áður en meira raunhæft endurmat á verðleikum þeirra og annarra getur myndazt. Sjá hin ungborna tíð vekur storma og stríð leggur stórhuga dóminn á feðranna verk. Heimtar kotungum rétt og hin kúgaða stétt, hristir klafann af sér, hún er voldug og sterk. Ef raunveruleg harðstjórn eða mikið afskiptaleysi eða eftirlæti foreldra eða kennara hefur átt sér stað, getur röskun þessi beinlínis valdið hyltingu eða up])- reisnaranda í geði unglingsins og liann ýmist fer sinar eigin þveröfugu götur í oftrausti á eigin mátt og megin eða verður einhverjum leiðtogum öfga og falskra hugsjóna að bráð. Getur þá svo farið, að sjálf- stæður persónuleiki verði aldrei fullmótaður, því að u])preisnarmenn stjórnast sjaldan af eigin hvötum held- ur eru allar athafnir þeirra miðaðar við andstöðu gegn þeim sem risið er u])]) á móti, og stjórnast því raunverulega af þeim, |)ó að það sé gert með öfug- snúningi. Verkefni þelta, að læra að láta að stjórn raun- hæfra innri hugsjóna og hugtaka um hegðun og breytni. í stað ytri yfirgnæfandi persónuleika einhvers ein- staklings, er mjög vandasamt og erfitt, og þó að það takist að leysa þetta verkefni í eitt skij)ti verður það aldrei leyst í eitt skipti fyrir öll, heldur þarf alltaf að leysa ]>að á nýjan leik við breytt starfsskilyrði og hjá breyltum yfirboðurum. Ef ])að tekst á annað borð, verður að stíga hin örlagaríku skref í þá átt á ungl- ingsárunum. Mótun siðgæðishugmynda um það sem er rélt og rangt og það, sem samrýmist samfélagi fullorðinna manna, helzt í hendur við mótun sjálfstæðiskenndar unglingsins. Um leið er það óhjákvæmilegt að ungl- ingurinn samkenni sig sínu eigin kyni sem mest, þann- ig að pilturinn læri karlmannlegt viðhorf til lífsins og tilverunnar en stúlkan verði kvenleg og þau geti þannig sameiginlega bætt hvort annað u|>p án þess að ruglingur komist á hlutverkaski|)anina. sem aukið 2 NVTT kvennablah

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.