Nýtt kvennablað - 01.02.1962, Síða 14
kindunum sá hann inn um hálf opnar húrdyrnar, að þær
mæðgur sátu yfir stórri hyttu af nýsoðnu saltkjöti og háma
það í sig. lóhanna Kláusardóttir er gestur hjá þeim. Hann
heyrði, að hún sagði: „Það er nú meira lánið fyrir ykkui
að geta horðað svona gott kjöt daglega. Ég fæ mér nú víst
annan hita“.
Markús fór fram í skálann. Hann var ólæstur og lykill
inn í skránni. Hann hjóst við, að kjötið væri úr hans eigin
tunnu. Það var víst líka svo. Honuin ofhauð, hvað húið vai
að eyða miklu úr tunnunni. Ilann skellti hlemmnum yfir hana
og tautaði: „Eyðslusöm kona er eldur í húi.“ Hann var ekki
öfundsverður af því að leggja til heimilisins, karlanginn. Lík-
lega ekki öfundsverður af neinu. Svo læsti hann skálanum
og lét lykilinn i vasann.
Næsta dag sá hann, að Auðbjörg var búin að sópa hæjar
dyrnar og var að leita að einhverju í öllum holum. Hann
þóttist vita, að hún væri að snuðra eftir lyklinum. Hann hafði
hálf gaman af að sjá, hvað hún var vandræðaleg á svipinn.
Það var dauft yfir öllum næstu daga. Það varð húsmóðirin,
sem varð fyrst til að tala við fra-nda sinn. „Eg var að rangla
niður við fjárhús i morgun. Þar sá eg tunnu, sem eg býst
við, að sé saltfiskur í. Blessaður láttu mig hafa hann. Það ei
orðið lítið um að vera hjá okkur núna.“
„Sveinbjörn saltaði rauðmaga í hana handa Jóhannesi
gamla á Vatni. Líklega hefur hann aldrei sagt honum frá hví,
fyrst hann hefur ekki sótt það.“ sagði hann.
„Gengur nú fram af mér,“ sagði Sigurlaug. „Það hefði átt
að nægja, að Jóhannes sótti hingað rauðmaga og líklega
fleira matarkyns í vor, þó að það væri ekki farið að salta
handa honum Hka. Hvað hefur hann svo sem með þetta að
gera? Það er ekki svo margt á fóðrum hjá honum. Eg gæti
hugsað, að Sveinbirni hefði þótt alveg eins gott að það lenti
hjá okkur. Láttu mig hafa það, sem í tunnunni er, fyrst hann
er ekki húinn að gefa karlinum það, hefur liann verið hætt-
ur við það.“
Eg hef ekkert með það að gera. A nógan mat handa méi
einum. Karlanganum veitir ekki af þessu. Hann er sffellt á
einhverjum snöpum eftir mat. Eg fer varla að taka þetta frá
munninum á honum, fyrst Sveinbjörn ætlaði honum það,“
svaraði Markús stuttlega. Hann var hálf gramur yfir kjöt-
átinu.
„Það hefur varla minna að skammta en eg, fólkið það, þvl
er gefið úr öllum áttum." sagði Sigurlaug.
„Voruð þið ekki að leggja net í vor. Það minnir mig, að
Sveinki segði einhvern tfma?“ spurði Markús. „Gátuð þið
ekki saltað eitthvað?" „Nei, áreiðanlega ekki. Það þarf nú
svo í hverja máltíð, hérna. Hún þarf nú matinn sinn hún
amma gamla. Það er áreiðanlega rétt, sem stendur í vísunni.
að gamalmennin þurfi þá, þriggja kúa fóður. Hann þarf á
reiðanlega minna ofan í krakkana, sem hjá honum eru, hann
Jóhannes gamli.“
„Ekki nema það, þriggja kúa fóður,“ sagði Markús og
brosti. „Það munar svo sem ekkert um það. Aldrei heyrði eg
talað um það, öll þau ár, sem ég var á Gili, að Margrét gamla
liorðaði mikið,“ sagði hann og leit til gömlu konunnar, sem
sat prjónandi á rúmi sínu og hlustaði á, að talinn var matur
inn ofan í hana. Hann sárkenndi ! brjóst um hana. En hún
lét sér hvergi hregða þó hnífillinn væri rekinn í síðu hennar.
Hún var svipuð sveitinni, sem hún var alin upp í, köld og lét
sér hvergi bregða, á hverju sem gekk. Hún hló meira að segja,
þegar tengdadóttir hennar talaði um, hvað hún væri þung á
fóðrunum. Framh.
^zfífatLDóta 's^fdall^ót^óttLt
VALDASTÖBBM, K 3Ó S
Mig langar að minnast Halldóru Halldórsdóttur
frá Valdastöðum, sem andaðist 5. janúar 1962. Þetta
verður ekki æviminning, því að aðrir mér færari hafa
gert því góð skil og svo brestur mig kunnugleik til
þess, því að ég kynntist henni ekki fyrr en fyrir 6
árum. En mig langar að minnast hennar vegna þess,
að hún er mér minnisstæð sem sérstakur persónuleiki.
Hún bjó um tíma í sama húsi og dóttir mín, svo
ég hitti hana oft. Sýndi hún mér þá oft alls kyns
handavinnu, sem hún var með, því að hún var sívinn-
andi og mjög listhneigð. Nutu margir af hennar stóra
frænda- og vinhópi góðs af, því að hún var óvenju
gjöful. Hún lét sér mjög annt um allt sitt skyldulið.
Hún var sérlega snyrtileg og fín kona og bar ald-
urinn vel, var bein í baki og létt í spori sem ung
væri, þótt hún væri nær áttræðu, jiegar ég kynntist
henni. Hún var glaðsinna og hafði gaman af að kotna
á mannfundi og var dugleg að ferðast, miðað við
hennar háa aldur.
Hún var svo lánsöm að fá að taka þátt í önn dags-
ins fram til þess síðasta, því að hún var veik aðeins
fáa daga, áður en hún skilaði þessari jarðvist.
Halldóra mín! Mér fannst lærdómsríkt að kynn-
ast þér og ég jiakka og minnist, hvað þú varst góð
við litlu dótturbörnin mín, sem eru langömmubörnin
þín. — Guð blessi minningu þína.
Anna Kristj&nsdóttir, Bjarkalundi.
Sigríður Geirsdóttir í Hollywood.
Nú eru íslenzku fegurðardrottningarnar farnar að
leggja leið sína til Hollywood, er Sigríður ein þeirra.
Farið er að sýna stórmyndina ,,Hitler“ í Ameríku og
leikur Sigríður Geirsdóttir í myndinni. Hún var eins
og við munum fegurðardrottning íslands 1959.
NÝTT KVENNABLAÐ
12