Morgunblaðið - 30.08.2009, Page 16

Morgunblaðið - 30.08.2009, Page 16
16 Heimildarmynd MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 2009 ALLT FYRIR ÞAKIÐ! TAX FREE! 27. ágúst - 6. september ÞAKSTÁL- ÞAKPAPPI - ÞAKRENNUR - ÞAKULL - ÞAKSPERRUR - ÞAKGLUGGAR - ÞAKMÁLNING - ÞAKSAUMUR OG MARGT FLEIRA Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is S ú var tíðin að innflytjendur á Íslandi voru teljandi á fingrum annarrar handar. Menn hrukku í kút heyrðu þeir framandi tungur eða mættu manni sem augljóslega var af erlendum uppruna á götu. Nú er öld- in önnur. Innflytjendur hafa streymt til landsins á umliðnum árum og varla er lesinn upp sá bekkur í skóla að ekki heyrist erlent nafn. Íslendingar hafa þurft að laga sig hratt að þessum breytta veruleika og margt bendir til þess að þeim gangi það misjafnlega. Sumum þykir umræðan um málefni innflytjenda aldrei hafa náð viðunandi hæðum og aðrir segja að upplýsingar séu af skornum skammti. Oddný Helga- dóttir og Jón Gunnar Ólafsson brugðust við þessu og hafa nú lokið við gerð heimildarmyndar um fjöl- menningu á Íslandi, auk þess sem þau hafa samið námsefni fyrir grunn- og framhaldsskóla og fullorð- insfræðslu. Heimildarmyndin Vegurinn heim, byggist á viðtölum við fimm börn innflytjenda á Íslandi. Þau eru á aldrinum sjö til tólf ára og af ólíkum uppruna; frá Póllandi, Taílandi, Kó- sóvó, Palestínu og Haítí. Í myndinni ræða þau líf sitt og tilveru á Íslandi og tala m.a. um vini, fjölskyldu, skóla, tungumál og fordóma. Vettvangur umræðu Erlendar rannsóknir sýna að mik- il hætta er á að börn innflytjenda einangrist og verði utanveltu í sam- félaginu og Oddný og Jón Gunnar segja að hugsunin með myndinni sé að veita börnum innflytjenda vett- vang til að taka þátt í umræðu um innflytjendur á Íslandi. Börnin fimm í myndinni eru öll íslenskumælandi en Oddný og Jón Gunnar segja það lykilatriði í aðlögunarferlinu. Hugmyndin að myndinni kviknaði fyrir um tveimur árum en Oddný og Jón Gunnar hafa bæði lokið meist- aranámi í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands með fjölmenningu sem sérgrein. Auk þess hafa þau bæði starfað á fjölmiðlum, skrifað greinar, gert úttektir á innflytjenda- málum og skipulagt fundi og mál- þing um málefni innflytjenda. „Fyrir alþingiskosningar árið 2007 varð umræðan um stöðu inn- flytjenda neikveiðari en ég man áður eftir. Hún varð af einhverjum ástæð- um líka fljótt svart/hvít.Annað hvort var fólk á móti því að innflytjendur kæmu til landsins eða hlynnt því. Það er ákaflega mikil einföldun. Að mínu viti er alveg eins hægt að spyrja: Ertu með eða á móti Netinu? Staðreyndin er sú að heimurinn breytist og okkar hlutverk hlýtur að vera að leita leiða til að bregðast við breyttum aðstæðum og rækta sam- félagið eins og það er og getur þróast,“ segir Oddný. Þau segja þessa umræðu hafa hvatt sig til dáða og markmiðið var strax að nálgast innflytjendur ekki sem hagfræðihugtök heldur sem manneskjur. Snemma ákváðu þau að hafa börn í forgrunni og spyrja op- inna spurninga, m.a. um sjálfsmynd og þjóðerni. „Frá upphafi var ljóst að Vegurinn heim myndi ekki snúast um okkar persónulegu skoðanir á innflytjendamálum heldur reynslu viðmælenda okkar,“ segir Jón Gunn- ar. Afskaplega ánægjuleg vinna Höfundarnir segja vinnuna við myndina hafa verið afskaplega ánægjulega, ekki síst kynnin af við- mælendunum og fjölskyldum þeirra. Myndin er hugsuð til kennslu í grunn- og framhaldsskólum, auk fullorðinsfræðslu, enda telja Oddný og Jón Gunnar brýnt að fylgja sýn- ingu hennar eftir með umræðum. „Markmiðið var aldrei að sýna myndina einu sinni í sjónvarpi, held- ur að fara með hana inn í skólana. Vonandi á hún eftir að verða kveikja að uppbyggilegum umræðum um innflytjendamál,“ segir Oddný. Vegurinn heim er 26 mínútur að lengd og hentar því vel til sýningar í einni kennslustund. Kennarar Kvikmyndaskóla Ís- lands veittu ráðgjöf við gerð mynd- arinnar og Karl Sigtryggsson að- stoðaði við klippingu og mynd- og hljóðvinnslu. Vegurinn heim var styrkt af Evr- ópu unga fólksins, Þróunarsjóði inn- flytjenda (félags- og trygginga- málaráðuneyti), Hagþenki, Kvikmyndaskóla Íslands, Nýsköp- unarsjóði námsmanna og Reykjavík- urborg. Fjölbreytt námsefni Verkefnið vatt fljótt upp á sig og fram kom sú hugmynd að semja námsefni með hliðsjón af og til notk- unar með myndinni. Því er ætlað að dýpka skilning á reynsluheimi barnanna í myndinni, styrkja vitund um margbreytileika í íslensku sam- félagi og setja hann í víðara sam- hengi jafnréttis og mannréttinda. Námsefnið er sérsamið fyrir fjóra mismunandi aldurshópa – miðstig grunnskóla, efsta stig grunnskóla, framhaldsskóla og fullorðna. Oddný og Jón Gunnar segja verk- efnin einkar aðgengileg fyrir kenn- ara. Þau eru fjölbreytt og stuðst er við ólíkar kveikjur, t.d. er farið í leiki, rýnt í umfjöllun fjölmiðla, vísað í reynslu nemenda og tekist á við flóknar spurningar. Leitast er við að beita fjölbreyttum kennsluaðferðum og hvatt til sjálfstæðra og skapandi vinnubragða, m.a. er lögð áhersla á samvinnunám og hópastarf. Nem- endur taka þátt í hugflæði og stýrðri umræðu, flytja fyrirlestra og rök- ræða. Þeir leita að heimildum upp á eigin spýtur, taka viðtöl og skrifa rit- gerðir. Þá er unnið út frá leiklist og farið í hlutverkaleiki. Oddný og Jón Gunnar segja námsefni af þessu tagi eiga brýnt er- indi hér á landi. Reynslan sýni að í fjölmenningarlegum samfélögum Evrópu hafa fordómar gegn innflytj- endum aukist í efnahagsþrengingum eins og Íslendingar búa við í dag. Innflytjendur verði iðulega blóra- bögglar í vaxandi atvinnuleysi og fjárhagsvanda. Fyrir vikið segja Oddný og Jón Gunnar mikilvægt að kenna umburðarlyndi og samstöðu þegar harðnar á dalnum. „Málefni innflytjenda eru í brennidepli og að okkar mati er þetta mjög góð tíma- setning til að kynna myndina og námsefnið,“ segir Oddný og Jón Gunnar kinkar kolli. Umbóta þörf í skólastarfi Að þeirra sögn hafa rannsóknir auk þess sýnt að umbóta sé þörf í skólastarfi til að koma til móts við vaxandi fjölbreytni í íslensku sam- félagi, t.d. hvað snertir menningu, trúarbrögð og tungumál. „Margoft hefur verið sýnt fram á að í námsefni birtast ýmiss konar fordómar. Brýnt er að bregðast við ríkri tilhneigingu til að draga upp einhliða og ófull- nægjandi mynd af minnihlutahóp- um,“ segja Oddný og Jón Gunnar sem vita ekki til þess að sambæri- legt námsefni sé til á íslensku. Fjöldi kennara og annarra sér- fræðinga veitti ráðgjöf við gerð námsefnisins og hópur nemenda í kennslufræði samfélagsgreina við Háskóla Íslands aðstoðaði við hug- myndavinnu á byrjunarstigi. Hildur Björk Pálsdóttir og Jón Þorgeir Kristjánsson lögðu auk þess hönd á plóginn við gerð verkefnisins en hugmyndir eru uppi um að þróa það áfram á vettvangi margmiðlunar. Framundan hjá höfundunum er kynning á myndinni og námsefninu og vonast Oddný og Jón Gunnar til að efnið verði komið í gagnið eigi síð- ar en á næsta skólaári. Áhugasömum er bent á að senda fyrirspurnir á netfangið vegurinn- heim@gmail.com. Einnig er hægt að fá nánari upplýsingar á Snjáldru (e. Facebook), á síðu sem ber einfald- lega nafnið Vegurinn heim. Hver vegur að heiman ... Skólabörn Vegurinn heim er skreytt teiknuðum myndskeiðum eftir Unu Lorenzen. Fjöldi fólks lagði höfundunum lið meðan á vinnslu myndarinnar stóð. Höfundar Oddný Helgadóttir og Jón Gunnar Ólafsson eru fólkið á bak við heimildarmyndina Veginn heim og námsefnið sem tengist myndinni. Vegurinn heim er ný heimildarmynd þar sem fimm börn innflytj- enda á Íslandi ræða um líf sitt og tilveru hér á landi. Höfundar myndarinnar eru Oddný Helgadóttir og Jón Gunnar Ólafsson. Vegurinn heim mbl.is | SJÓNVARP

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.