Morgunblaðið - 30.08.2009, Page 21

Morgunblaðið - 30.08.2009, Page 21
myndirnar hugsa ég með sjálfri mér að þær hafi ekki verið nógu góðar til að útfæra þær.“ Hún segir þetta þó ekki hafa átt við þegar hún hannaði Hótel Þing- holt. Þá hafi hún komið á svæðið þeg- ar nýbúið hafi verið að rífa húsið sem var á lóðinni og séð hótelið fyrir sér á skömmum tíma, en hún lagði áherslu á að andi íslenskrar náttúru svifi yfir vötnum. Gulla segir að yfirleitt sé erfitt að hanna saman arkitektúr og húsgögn í kjallara, en hún er samt ánægð með hvað henni tókst vel til á Centerhóteli Þingholti. „Þetta á að vera íslenskt huldu- fólk,“ segir hún um grímurnar sem blasa við gestum á vinstri hönd þegar þeir ganga inn á hótelið. „Þar sem ég var að hanna á Íslandi þótti mér við hæfi að nota gamlar sögur af álfum og huldufólki og lamparnir við rúmin eru líka hugsaðir sem álfahattar.“ Á sama vegg og öðrum til viðbótar er rennandi vatn og það á sína skýr- ingu. „Mér líður alltaf vel í kringum vatn og það er róandi inni á hótelinu eftir að komið er úr ys borgarinnar. Vatnsniðurinn er róandi.“ Náttúran er áberandi í verkum Gullu. „Mér líður vel í náttúrunni og þegar fólk fer í frí fer það gjarnan annaðhvort upp í fjöll eða niður á strönd. Því líður vel í náttúrunni. Náttúruleg efni eru hlýleg inni á hót- elum og ég nota þau til þess að fólki líði vel. Vatn, lýsing og eldur eru ró- andi.“ Í þessu sambandi bendir hún á að nýlega hafi hún hannað diskótekið My House í Hollywood. „Við ákváðum að líkja eftir stóru heimili, hönnuðum borðstofu, stofu og eldhús þar sem barinn er, svefnherbergi og fleira og nafnið er hugsað til þess að draga fólk að – „come to my house tonight“. Þetta er nú einn vinsælasti klúbburinn í Hollywood.“ Ekkert óviðkomandi í hönnun Gulla segir að þegar hún hafi unn- ið hjá Richard Meier hafi hún eink- um hannað byggingar sem slíkar. Allt hafi verið samkvæmt ákveðnum stöðlum og reglum, fagurt og frið- sælt. Hjá Disney hafi hún hins vegar gefið ímyndunaraflinu algerlega lausan tauminn. „Þetta er allt saman jafn skemmtilegt,“ segir hún. „Ég hef gaman að velta því fyrir mér hvaða tilfinning bærist í hótelgesti, þegar hann virðir fyrir sér arkitekt- úr hótelsins, innanhúss sem utan, hvaða áhrif tónlistin hefur á hann, lyktin og lýsingin í anddyrinu og svo framvegis. Þegar við hönnuðum Cabo Azul-hótelið í Los Cabos í Mexíkó fann ég upp nöfn á bygging- arnar, við hönnuðum öll húsgögn, lét- um framleiða okkar eigin línu af rúmfötum og sloppum ásamt því sem við hönnuðum bygginguna að utan sem innan. Við sáum um alla hönnun frá smæstu hlutum upp í stærstu byggingar.“ Nýtur lífsins Síðan Gulla útskrifaðist úr skóla hefur hún haft meira en nóg að gera sem arkitekt. Þar til kreppan skall á í fyrra. Þá var gert hlé á nokkrum hót- elverkefnum. „Áður gerði ég nánast ekkert annað en að vinna 16 til 18 tíma á dag en allt í einu hafði ég tíma til þess að fara í jóga og fara á ströndina. Ég hef alltaf viljað njóta lífsins og núna, þegar ég er aftur byrjuð að vinna á fullu, reyni ég samt að hætta um kvöldmatarleytið svo ég hafi tíma til þess að gera eitthvað annað en að vinna. Þegar útlitið var sem verst hugsaði ég með sjálfri mér að ég færi bara til Bali að stunda jóga og myndi synda kreppuna af mér en síðan fengum við þessi stóru hót- elverkefni í Arizona og Miami og önnur ultu inn í kjölfarið. Ég horfi alltaf á björtu hliðarnar og sagði við vin minn, arkitekt, sem var allt í einu án samstarfsmanna og kvartaði und- an verkefnaskorti, að hann kæmist að minnsta kosti heim í kvöldmat. Ég hugsa yfirleitt jákvætt og spyr sjálfa mig oft hvort okkar stærsta verkefni í lífinu sé ekki bara að njóta þess.“ Kemur Íslendingum á framfæri Gló veitingastaður og Robe Yoga- setrið við Engjateig eru hönnuð af Gullu. „Ég gerði þetta fyrir vini mína, Guðna Gunnarsson og Guðlaugu Pét- ursdóttur, og hef einmitt hug á að fá þau með mér í samstarf vegna heilsu- hótelsins sem ég er að gera í Arizona. Þau mundu þá sjá um jóga og veit- ingastaðinn þar. Eðlileg þróun á skrifstofu okkar er að stíga eitt skref til viðbótar og í stað þess að hanna eingöngu hótelin ákváðum við að eiga líka hlut í þeim og sjá um að hafa hönd í bagga með reksturinn á þeim. Við höfum áhuga á umhverfisvænni hönnun og höfum fengið fjárfesta í lið með okkur.“ Gulla segist hafa lagt áherslu á að reyna að koma íslenskum iðn- aðarmönnum og listamönnum á framfæri erlendis og hafi fengið nokkra listamenn til samstarfs við sig. Hún hafi til dæmis fengið El- ísabetu Ásberg til að gera eitt verk í hvert hótelherbergi í tveimur hót- elum, samtals 400 verk, Linda Svan- bergsdóttir og Valgerður Ein- arsdóttir í Secret North hafi búið til nokkur eldstæði fyrir sig og Edda Guðmundsdóttir, fatahönnuður og stílisti í New York, hafi gert búninga á starfsfólk hótela sem hún hafi hannað. „Það er alltaf gaman að tengja fólk saman og ef mér finnst einhver gera eitthvað vel reyni ég að aðstoða viðkomandi við að fá verk- efni. Íslenskir hönnuðir og listamenn eru margir hverjir mjög færir.“ Engin vandamál Þegar Gulla er spurð um vandamál í vinnunni brosir þessi jákvæða, unga kona og hristir höfuðið. „Ég hef aldr- ei lent í neinum vandræðum sem eru alvarleg. Maður á að vera þakklátur fyrir það sem maður hefur, dreyma stórt og vinna nægilega mikið til þess að láta drauma sína rætast. Ég held að það sé mjög nauðsynlegt að hafa gaman af vinnunni sem maður velur sér. Það eru engin vandamál, bara lausnir.“ Gulla hefur komið miklu í verk sem arkitekt á skömmum tíma, er stöðugt að hugsa um eitthvað nýtt, er sann- kölluð bylgja framtíðarinnar. „Mér finnst ég vera á einhverjum tímamót- um núna og mig langar alltaf til þess að gera eitthvað nýtt og spennandi.“ nar Lýsing Gulla spilar á vatn, eld og lýsingu í hönnun sinni. Barinn Gulla hugsaði fyrir öllum smáatriðum á Cabo Azul hótelinu í Mexíkó. 21 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 2009 gítar skóli ólafs gauks Gítargaman Innritun hefst á morgun, mánudag, 31. ágúst Sláið á þráðinn í síma 588 3730, sendið tölvupóst, ol-gaukur@islandia.is eða komið við í skólanum Síðumúla 17, kl. 14-17 virka daga Kennsla hefst 21. september FRÍSTUNDAKORT Í FULLU GILDI • Skemmtilegt tónlistarnám, gulli betra • Ævilöng inneign sem aldrei rýrnar • Áratuga reynsla, þekking, fyrsta flokks kennsla og einstaklega hlýlegt húsnæði • Gítarar á staðnum, allt kennsluefni innifalið, þar á meðal nýr geisladiskur með undirleik við vinsælustu, íslensku sönglögin • Lauflétt og lifandi gítarnám fyrir alla, yngri sem eldri, byrjendur eða lengra komna Lögum okkur tímabundið að aðstæðum og LÆKKUM VERÐIÐ VERULEGA hjá þeim sem innritast og ganga frá greiðslu fyrir 15. september • Lánum gítara til heimaæfinga endurgjaldlaust meðan birgðir endast • Glænýtt byrjendanámskeið er í boði. Það heitir LÉTT OG LEIKANDI vegna þess hve auðvelt og skemmtilegt það er! ATH! Ný vefsíða: www.gitarskoliolafsgauks.com • Gítarskóli Ólafs Gauks er á Facebook

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.