Morgunblaðið - 30.08.2009, Page 23
meiri peninga þurfti að auka við
gullforðann. Í kerfinu í dag er
bóluvöxturinn landlægur þar sem
kerfið býr til peninga úr skuldum
og hægt er að stofna nýjar skuldir
nánast óheft eins og gefur auga
leið.
Efnahagskerfið er að hrynja að
sögn Josephs sem segir Bandarík-
in ekki munu geta staðið í skilum
af vaxtagreiðslum eftir aðeins tíu
ár og standi því andspænis gjald-
þroti með tilheyrandi alvarlegum
afleiðingum fyrir restina af heim-
inum. Í áratugi hafi Bandaríkin
flutt út sína eigin verðbólgu í
krafti dollarans sem helsta
greiðslumiðils heimsins. Þegar of
erfitt reyndist að halda dollar inn-
leysanlegum í gulli eða silfri hafi
það fyrirkomulag einfaldlega verið
lagt af í stað þess að draga saman
seglin í bandaríska hagkerfinu.
Bankahrunið, sem fólk hefur nú
þegar orðið vitni að á Íslandi, og
lausafjárkrísan á heimsvísu eru
byrjunin á þessu ferli, að sögn Jo-
sephs. Verðbólga rís og ríkið dælir
peningum í kerfið því eina leiðin til
að halda bönkunum gangandi er að
prenta meiri peninga og eina leiðin
til að prenta peninga er með því
að stofna til meiri skulda og verð-
bólgu. Það sé því aðeins tíma-
spursmál hvenær fólk átti sig á
þessu og hreinlega hætti að fá lán-
að fé, vanskil fara þá að aukast og
þá mun kerfið hrynja saman með
látum, segir Joseph.
Einhverjum kann að þykja þessi
lýsing minna á ferlið sem Íslend-
ingar hafa farið í gegnum á síð-
ustu árum, sem endaði svo með
hruninu í haust. Það ætti þó að
vera enn meira áhyggjuefni, ef
satt reynist, að á heimsvísu hefur
kerfið verið við lýði í áratugi og
hrunið ætti því að verða í réttu
hlutfalli við það.
Kerfið er svo varið af fólkinu
sem ætti að stuðla að breytingum
á kerfinu.
Útópían spillir
Þetta er kannski einna áhuga-
verðast í Zeitgeist: Addendum með
tilliti til þeirra sviptinga sem hafa
orðið á Íslandi á síðustu mánuðum.
Landsmenn hafa séð stjórnmála-
menn taka 180 gráðu snúning í
þjóðþrifamálum til að verja
ríkjandi kerfi. Jacque Fresco, einn
viðmælanda Peters Joseph, en
hann er Íslandi kunnugur eftir
heimsókn sína til landsins, segir
reyndar einmitt í heimildarmynd-
inni að stjórnmálamenn séu kosnir
á þing, ekki til að breyta hlutum,
heldur til að tryggja að allt haldist
óbreytt. Karlinum, sem er 93 ára
gamall róttæklingur með hug-
myndir sem minna útópíu Karl
Marx, virðist hafa ratast satt orð á
munn þó auðvelt sé að efast um
önnur áform hans.
Fresco og maki hans Roxanne
Meadows halda því fram að mað-
urinn hafi ekki eðli heldur læri
ákveðna hegðun. Þannig læri mað-
urinn að verða gráðugur og for-
dómafullur í umhverfi þar sem
skortur er skipulagður og viðvar-
andi. Venusarverkefni Jacques
Fresco er af mörgum talin vera
falleg hugsjón. Um er að ræða 85
þúsund fermetra sjálfbært sam-
félag sem sett var á laggirnar árið
1975. Eini gallinn við hina fögru
hugmynd Frescos er að hún er
óframkvæmanleg nema sú menn-
ing sem við þekkjum í dag verði
þurrkuð út. Það má því allt eins
segja að smá-fasistakeimur sé af
fyrirætlunum Frescos því í sam-
félagi hans mun fólki ekki leyfast
að sinna hlutum sem ekki samrým-
ast hugmyndafræði samfélagsins.
Af þessu má vera ljóst að þó
áhugaverðar kenningar komi fram
í Zeitgeist: Addendum, sér í lagi
hvað varðar hagkerfi nútímans, þá
sé nauðsynlegt að vera afar gagn-
rýninn og taka því sem fram kem-
ur með góðum fyrirvara. Útópískar
kenningar Frescos eru þannig
fyrst og fremst fallnar til að draga
úr trúverðugleika Peters Josephs
sem annars nýtur mikils stuðnings
í efnahagslegri gagnrýni sinni.
Hvað tefur?
Ísland er land þar sem tækifær-
in til að breyta hagkerfinu eru
sennilega meiri en víðast hvar
annarsstaðar. Hvað tefur stjórn-
völd frá því að nýta t.d. met-
anframleiðslu á bíla í stað innflutts
eldsneytis þegar t.d. ein hreinsi-
stöð á sorphaugunum í Álfsnesi
annar notkun 3000–4000 með-
alstórra fólksbíla? Hvað með vetni
og rafmagn? Hagsmunir ríkisins
eru miklir af sölu eldsneytis enda
skatttekjurnar himinháar, kannski
of háar til að kerfið leyfi breyt-
ingar. Öðrum þræði er kallað eftir
notkun á viðvarandi orkugjöfum en
á hinn veginn er ríkið svo að segja
háð skatttekjunum.
Sagt er að nauðsyn brjóti lög og
í því sambandi má einstaka sinnum
heyrast minnst á neyðarrétt þegar
talað er um viðbrögð stjórnvalda
við efnahagshruninu, en rauði
þráðurinn í málflutningi Josephs er
að róttækra úrræða sé þörf til að
bylta kerfinu. Vestræn lönd sem
orðið hafa fyrir barðinu á skulda-
klafanum sem Joseph talar um
væru tilvalin til að fara á undan
með fordæmi þar sem nauðsyn
brýtur lög, réttindi þjóðar yrðu
sett ofar réttindum fjármagnseig-
enda. Í myndinni hvetur Joseph
einnig til þess að fólk byrji á sjálfu
sér og láti efnishyggjuna lönd og
leið.
Í hnotskurn má segja að Zeit-
geist: Addendum sé að mörgu leyti
keimlík öðrum myndum sem halda
samsæriskenningum á lofti. Það er
þó eitt meginatriði sem greinir
mynd Peters Joseph frá öðrum og
það er að Joseph telur að það sé
miklu frekar það kerfi sem við höf-
um búið við sem stjórni sem væri
það lifandi. Flestar aðrar samsær-
iskenningar snúast um áhrifaríka
hópa í heiminum, sem annaðhvort
eru til – eins og Bilderberg-
hópurinn, eða ekki til – eins og Ill-
uminati-hópurinn úr bókum Dans
Brown sem nú hafa verið kvik-
myndaðar. Þannig sé hagkerfi
heimsins stjórnað af kerfi sem
mennirnir hafa búið til að sögn Jo-
sephs.
Peter Joseph skipar sér í hóp
með mönnum sem hingað til hafa
predikað að hagkerfi heimsins geti
ekki gengið upp en þar má finna
menn eins og Peter Schiff sem var-
aði við efnahagshruninu árið 2006,
Ron Paul öldungardeildarþing-
mann sem hefur lengi þótt vera
málsvari skynseminnar, hagfræð-
inginn Jóhannes Björn sem hefur
haldið úti vefsíðunni www.vald.org
og Max Keiser sem gerði sér ferð
til Íslands árið 2007 þar sem hann
spáði hruni íslensks efnahags. Fyr-
ir þá sem misstu af sýningu RÚV
má benda á að Zeitgeist: Add-
endum er dreift á netinu og hana
má finna í fullri lengd og í miklum
gæðum, meðal annars á Youtube.
ar og skulda?
23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 2009
VILTU ...
... ná forskoti?
... efla sjálfstraustið?
... verða betri í mannlegum samskiptum?
... bæta tjáningarhæfnina?
... efla leiðtogahæfileikana?
... draga úr áhyggjum streitu og kvíða?
... setja þér raunhæf markmið?
... bæta þig í tímastjórnun?
Kynntu þér námskeiðin okkar á www.dalecarnegie.is
eða í síma 555 7080
Beinum athyglinni að einstaklingnum á ný með Dale Carnegie þjálfun - upprunalegu og enn bestu leiðinni til að þróa mannlegu hliðina í viðskiptum.
NÆSTU NÁMSKEIÐ:
8. september þriðjudagur kl. 18-22
16. september miðvikudagur kl. 18-22
7. október miðvikudagur kl. 8:30-12
FRÍR KYNNINGARTÍMI:
1. september þriðjudagur kl. 8:30-10
2. september miðvikudagur kl. 20-21:30
7. september mánudagur kl. 8:30-10
Hringdu núna og tryggðu þér sæti!