Morgunblaðið - 30.08.2009, Síða 26

Morgunblaðið - 30.08.2009, Síða 26
26 Hryðjuverk MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 2009 Eftir Ingvar Örn Ingvarsson ingvarorn@mbl.is Á rin 1799 til 1815 stóðu Napóleónsstríðin yfir um gervalla Evrópu og teygðu áhrif stríðsins sig svo langt sem til Ameríku og Egyptalands. Napóleón Bonaparte hafði með valdabrölti sínu tekist að draga nánast allar Evrópuþjóðirnar inn í þjáningar stríðsins, þar með talið herraþjóð Íslendinga, Dani, sem framan af höfðu náð að halda hlutleysi sínu. Stríðsreksturinn var á margan hátt nútímavæddur á skelfilegan máta. Í fyrsta skipti voru borgarar dregnir með í svaðið í allsherjarstríði þar sem fáum var hlíft. Notuð voru öll tiltæk ráð til að reyna að sigra og var ýmsum óblíðum og ógeðfelldum meðulum beitt. Til dæmis voru verksmiðjur teknar yfir í þágu hers- ins, matvælaframleiðsla hverskonar sömuleiðis og herkvaðningu var beitt í fyrsta skipti skipulega og í miklum mæli. Einnig tíðkuðust árásir á óbreytta borgara og hótanir um refsiaðgerðir. Í fyrsta skipti var lítill greinarmunur gerður á her- mönnum og borgurum í bardögum, heldur var fólki fyrst og fremst skipt í fylkingar og allir urðu að vinna í þágu hersins á einn eða ann- an hátt. Afdrifaríkt fyrir Dani Það var mögulega þessi þróun sem varð til þess að Danir gátu ekki forðast átökin á þessum árum. Dan- ir höfðu reynt af fremsta megni að halda hlutleysi sínu á meðan ná- grannar þeirra sveifluðust á milli bandalaga. Á þessum tíma var Nor- egur hluti Danmerkur og fylgdi landið því Danmörku að málum og var því hernaðarmáttur Dana nokk- ur þó ekki kæmist landið með tærn- ar þar sem stórveldin höfðu hælana. Meginmarkmið Dana var að halda áfram ábatasömum viðskiptum við bæði Breta og Frakka. Sá orðrómur var hins vegar á kreiki að Napóleón ætlaði sér að ráðast inn í Danmörku og ná yfirráðum þar til þess að geta beitt danska flotanum gegn þeim breska. Óánægja Breta með hlutleysi Dana fór einnig vaxandi enda sök- uðu Bretar Dani um að leyfa skipum með hentifána að færa Frökkum vistir. Danir höfðu framan af hagn- ast gríðarlega á hlutleysi sínu, svo mikið að Kaupmannahöfn var með stærstu höfnum Evrópu á þessum tíma, jafnvel stærri en Amsterdam Hryllingur í Kaup 1801 Fyrri árás Breta á Dani var gerð árið 1801 en þá var danski herflotinn nánast þurrkaður út. Í það skiptið sluppu þó borgarbúar við fallbyssukúlurnar þó fallbyssunum væri reyndar beint að borginni. 1807 vörðu Kaupmanna- hafnarbúar sig fyrir Bret- um í árás sem af mörg- um hefur verið talin fyrsta ógnarverk sem beinlínis beindist gegn borgurum til þess að draga úr baráttuvilja þeirra. Mannfall var mikið og tjónið í höfuðborg Dana gríðarlegt. Undir lok seinni heimsstyrjaldarinnargerðu bandamenn grimmilega árás á þýsku borgina Dresden. Í febrúar 1945 voru Rússar að nálgast Dres- den og borgin var full af flóttafólki sem vildi frekar falla í hendur bandamanna en Rúss- anna. Líkt og í Kaupmannahöfn 1807 og Guernica 1937 þá var ástæða árásarinnar ekki sú að eyða ætti hernaðarlega mikilvægum skot- mörkum. Tilgangurinn var ekki einu sinni sá að brjóta niður baráttuþrek Þjóðverja því í raun var uppgjöf þeirra aðeins spurning um daga. Þó enn sé deilt um ástæður árásarinnar má telja líklegt að bandamenn hafi viljað sýna Rússum fram á hernaðargetu sína, vitandi að Rússar myndu innan skamms ná Dresden á sitt vald og þeir myndu þar með taka við sem óvinir bandamanna að stríðinu loknu. Dresden hafði fram að þessu sloppið við loftárásir og því var borgin ósködduð en ein- mitt þess vegna var mjög margt flóttafólk í borginni, þar sem annars var talið að byggju um 350 þúsund manns. Þann 13. og 14. febrúar gerðu 1300 sprengjuflugvélar loftárás á Dresden og var 3300 tonnum af sprengjum varpað á borgina, þar á meðal miklu af íkveikjusprengjum. Afleiðingin var helvíti á jörð. Svo mikið eldhaf kviknaði í miðborg borgarinnar að súrefni úr kjöllurum húsa og í nágrenni miðborgarinnar sogaðist að eldhafinu svo úr varð eldstormur þar sem hitinn náði næstum þúsund gráðum. Malbik breyttist í sjóðandi tjörudrullu, ljósastaurar bráðnuðu og fólk fleygði sér í vatn hvar sem það fannst á flótta undan hitanum. Talið er að á milli 35-130 þúsund manns hafi látist í árásinni en talan er mjög ónákvæm einmitt vegna flóttafólksins. Eftir árásirnar tók tvær vikur að brenna líkamsleifar fólksins á torgi í miðborginni. August Kuklane, háttsettur SS-foringi sem sá um líkbrennsluna, áætlaði eftir stríðið að 600 þúsund manns hefðu farist loftárásinni. Eftirlifandi þýskur hermaður sem hafði barist á austurvígstöðvunum sagði árásina miklu meiri hrylling en það sem hann hafði séð áður. Um tólf vikum síðar stytti Hitler sér aldur og stríðinu var lokið. Helvíti Þegar mikill eldur kviknaði í Dresden vegna notkunar íkveikisprengna myndaðist eldstormur sem sogaði til sín súrefni úr nágrenninu og náði hitinn í borgarmiðjunni næstum þúsund gráð- um og því var öllu lífi eytt í stórum hluta Dresden. Rústir Frúar- kirkjunnar sjást á miðri myndinni. Dresden Líklega er árásin áHiroshima ein sú þekktasta úr seinni heimsstyrjöldinni enda markaði árásin nýja tíma þar sem kjarn- orkuvopni var beitt í fyrsta skipti. Hvert mannsbarn ætti að þekkja söguna um hvernig flugvélin Enola Gay bar úraníum- sprengjuna sem kölluð var Litli strákurinn inn yfir Hiroshima-borg þar sem henni var sleppt þann 6. ágúst 1945 klukkan 08:15. Á einu augnabliki þurrkaðist miðborgin út með um 80 þúsund íbúum. Birtan frá sprenging- unni var slík að skugg- ar eftir fólk brenndust á veggi og hitinn frá sprengjunni kveikti samstundis í eldfimu efni í allt að tveggja kílómetra fjarlægð. Næst kom höggbylgja frá sprengingunni sem jafnaði 70% af Hiroshima við jörðu. Eftir árásina létust fleiri þúsundir til viðbótar vegna geislavirkninnar. Farmur Enola Gay var öflugri en árás tvö þúsund fullhlaðinna B-29 sprengju- flugvéla hefði verið. Tilgangur árásarinnar var eins og með Kaupmannahöfn, Guernica og Dresden ekki að eyðileggja hernaðarlega mikilvæg skotmörk, heldur var tilgangurinn sá að valda skelfingu og var árásinni því beint gegn óbreyttum borgurum. Japönum voru settir úrslitakostir. Þessu vopni yrði beitt þangað til þeir gæf- ust upp. Þremur dögum síðar var plútóníumsprengju varpað á Nagasaki og dag- inn eftir skipaði keisarinn hernum að gefast upp. Launsátur Þegar kjarnorkusprengjunni var varpað á Hiroshima fór fólk á jörðu niðri ferða sinna eins og vanalega enda allir grunlausir um að ein flugvél gæti borið eyðileggingarkraft sem áður þurfti 2000 flugvélar til að ná. Hiroshima Við styðjum stelpurnar okkar!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.