Morgunblaðið - 30.08.2009, Síða 31
ekkert fær því lýst annað en köld
og látlaus frásögn.“8
Í Svartbók kommúnismans er
vitnað í bókina Úr álögum eftir
þýska kommúnistann Jan Valtin,
sem hét réttu nafni Richard
Krebs, en þar greindi höfund-
urinn, sem horfinn var frá fyrri
skoðun, frá undirróðri og spell-
virkjum kommúnista í verkalýðs-
félögum Norðurálfunnar. Upplýsti
hann meðal annars, að dyggir ís-
lenskir kommúnistar í þjónustu
Eimskipafélagsins notuðu skip
þess til að flytja leyniskjöl milli
landa. Morgunblaðið birti sumarið
1941 útdrátt úr bókinni, en fyrri
hluti hennar kom út á íslensku
haustið 1941 og hinn síðari þremur
árum síðar.9 Réðust Halldór Kiljan
Laxness og aðrir íslenskir sósíal-
istar harkalega á þetta „falsrit“.10
En dr. Þór Whitehead prófessor
staðfesti frásögn Krebs eftir öðr-
um heimildum í bók sinni, Komm-
únistahreyfingunni á Íslandi, 1979
og nafngreindi þann Íslending,
sem sá aðallega um flutning leyni-
skjalanna.11 Morgunblaðið hélt
ótrautt áfram að fræða lesendur
sína á þeim hörmungum, sem ráð-
stjórnarþegnar byggju við. Öll
Lesbók blaðsins í árslok 1945 var
lögð undir kafla úr bók eftir ung-
verska rithöfundinn Arthur Koest-
ler, Skýjaglópnum og flokksjálk-
inum (The Yogi and the
Commissar), þar sem bágum lífs-
kjörum rússneskrar alþýðu og
þrælkunarvinnu í fangabúðum var
skilmerkilega lýst.12 Í Þjóðvilj-
anum kvað ungur sósíalisti, Jónas
Haralz hagfræðingur, Morgun-
blaðið hafa sett nýtt met í „sið-
lausri blaðamennsku“ með því að
birta þessa kafla úr riti Koest-
lers.13
Kúgunin í Kína
Eftir sigur kommúnista haustið
1949 í borgarastríðinu í Kína tók
við sams konar ógnarstjórn og í
Ráðstjórnarríkjunum. Sumar og
haust 1952 birti séra Jóhann
Hannesson trúboði, sem hafði
lengi dvalist í Kína og talaði málið,
tvo greinaflokka í Morgunblaðinu
um kínverskan kommúnisma.
Kvað hann milljónir manna hafa
verið teknar þar af lífi eftir valda-
töku kommúnista. Efnt hefði verið
til fjöldafunda, þar sem „stétt-
aróvinir“ hefðu verið pyndaðir og
jafnvel drepnir fyrir framan aðra
fundarmenn. Milljónir manna
væru vistaðar í þrælkunarbúðum.
Ekkert málfrelsi væri í landinu, en
flóttamaður einn hefði sagt sér, að
hann sæi ekki eins eftir því og
þagnarfrelsinu, sem sér hefði verið
enn dýrmætara, því að allir væru
neyddir til að gera hróp að fórn-
arlömbum kommúnista og stunda
„sjálfsgagnrýni“. Sá, sem þegði,
væri talinn glæpamaður.14 Sam-
kvæmt Svartbók kommúnismans
var ekkert ofsagt í skrifum séra
Jóhanns. Líklega tóku komm-
únistar 2-5 milljónir manna af lífi í
sveitum landsins 1945-1949 og eina
milljón í borgum og bæjum 1950-
1957.15 Vakti Morgunblaðið dyggi-
lega athygli á máli Jóhanns.16
Íslenskir sósíalistar brugðust
hins vegar að venju illa við. Grein í
Þjóðviljanum eftir Ísleif Högna-
son, fyrrverandi alþingismann,
sem hafði þá nýlega verið í boðs-
ferð í Kína, bar fyrirsögnina: „Þér
skrökvið, séra Jóhann.“ Þar kvað
Ísleifur kynni sín af kínverskri al-
þýðu hafa sannfært sig um, að það
hlyti að vera ósatt, sem séra Jó-
hann hafði fullyrt, að menn hefðu
verið grafnir lifandi í Kína og
áhorfendur haft skemmtun af.17 (Í
Svartbók kommúnismans segir
hins vegar, að nokkur dæmi séu
um slíkar aftökuaðferðir í Kína
eftir valdatöku kommúnista.)
Magnús Kjartansson ritstjóri
hæddist í Þjóðviljanum að „barna-
skap hinnar sólbrenndu hetju frá
Hong Kong, að þessum vegmóða
ferðalang, sem villtist ungur inn í
prestshempu og fór um hálfan
hnöttinn til að boða heiðingjum
kristna trú, fékk spark í rassinn
og vaknaði loksins á réttri hillu í
lífinu heima á Íslandi: blaðamaður
hjá Mogganum“.18 Morgunblaðið
lét þetta þó ekki á sig fá, og vorið
1956 lýsti það á þremur heilsíðum
ógnarstjórn kommúnista í Kína,
kúgun, fjöldaaftökum, þrælk-
unarbúðum. „Hvergi á blóðugum
ferli kommúnismans hafa hryðju-
verk hans komist á svo gífurlegt
stig sem í Kína.“19 Einnig var
nokkuð sagt í blaðinu frá hinni
miklu hungursneyð í Kína 1958-
1961, eftir að „Stóra stökkið fram
á við“ hafði mistekist,20 en líklega
gerði enginn Vesturlandamaður
sér þá í hugarlund, hversu óskap-
leg hún var: Samkvæmt Svartbók
kommúnismans týndu þá um 30
milljónir manna lífi. Líklega var
þetta mannskæðasta hungursneyð
veraldarsögunnar.
Kommúnismi í
öðrum löndum
Í stuttri blaðagrein verður að
fara fljótt yfir sögu, og er hér fátt
eitt nefnt af mörgu. En Morg-
unblaðið gerði rækilega grein fyr-
ir framferði kommúnista í Mið- og
Austur-Evrópu eftir seinni heims-
styrjöld. Til dæmis birti blaðið
fróðlegan greinaflokk 1946 eftir
íslenskumælandi mann frá Lithá-
en, Teodoras Bieliackinas, um
undirokun Eystrasaltsþjóða.21
Blaðið sagði einnig frá hreins-
unum og sýndarréttarhöldum í
Mið-Evrópu, meðal annars hinum
illræmdu Slánský-réttarhöldum í
Tékkóslóvakíu haustið 1952. Þar
var einn sakborninga dr. Rudolf
Margolius, sem verið hafði aðstoð-
arviðskiptaráðherra, og var hon-
um gefið að sök að hafa gert við-
skiptasamninga við Ísland og
nokkur önnur vestræn ríki. Í for-
ystugrein daginn eftir aftöku
Margoliusar sagði Morgunblaðið:
„Mjög fróðlegt verður að sjá skýr-
ingar Þjóðviljans á „sök“ þessa
tékkneska kommúnistaleiðtoga,
sem nú hefur látið líf sitt í snör-
unni fyrir að kaupa íslenskan
fisk.“22 Magnús Kjartansson svar-
aði í Þjóðviljanum, að „saka-
mannaást“ Morgunblaðsins ætti
sér skýringar: „Tilgangurinn er
sá að reyna að fá Íslendinga til að
hætta að hugsa um kjör sín, en
deila í staðinn um ókunna brota-
menn í fjarlægu landi.“23
Eftir leyniræðu Níkíta Khrúst-
sjovs um illvirki Stalíns og innrás
Kremlverja í Ungverjaland 1956
sungu íslenskir sósíalistar nokkru
lægra en áður um dýrðina eystra,
og eftir innrásina í Tékkóslóvakíu
1968 þagnaði lofsöngurinn nánast.
Dró að sama skapi úr kappi
Morgunblaðsins við að upplýsa
um ógnarstjórnina. En blaðið
gerði þó rússneskum and-
ófsmönnum góð skil, ekki síst
Aleksandr Solzhenítsyn, sem kom
orðinu „Gúlag“ inn í allar tungur
heims. Matthías Johannessen rit-
stjóri skráði í blaðið merkileg við-
töl við rithöfundana Andrej Sin-
javskíj og Valeríj Tarsis.
Fréttagreinar Elínar Pálmadóttur
blaðamanns um ódæði rauðu
kmeranna í Kambódíu eftir 1975
vöktu einnig mikla athygli. Margt
var birt í Morgunblaðinu á átt-
unda og níunda áratug um kúgun
kommúnista á Kúbu og öðrum
kommúnistaríkjum. Eftir hrun
Berlínarmúrsins og fall sósíal-
istaríkjanna í Mið- og Austur-
Evrópu árin 1989-1991 minnkaði á
hinn bóginn áhugi Morgunblaðs-
ins á að flytja fréttir af voðaverk-
um kommúnista. Voru ritstjórar
blaðsins því eflaust fegnir, að
kalda stríðinu var lokið, og vildu
ekki efna til frekari illdeilna. En
Stéphane Courtois, ritstjóri Svart-
bókar kommúnismans, og fleiri
benda á, að eftir seinni heims-
styrjöld var talið nauðsynlegt að
gera upp við nasismann í stað þess
að leiða hann hjá sér. Hvort
tveggja var, að fórnarlömb nas-
ismans áttu það skilið og mannkyn
verður að læra að þekkja og forð-
ast svipuð fyrirbæri. Gildir ekki
hið sama um kommúnismann?
Hvað sem því líður, gátu Morg-
unblaðsmenn við fall kommúnism-
ans tekið sér með góðri samvisku í
munn orð úr hinni helgu bók: „Ég
hef barist góðu baráttunni, hef
fullnað skeiðið, hef varðveitt
trúna.“
1. „Frá Rússlandi“, Mbl. 7., 11., 13. og
14. nóvember 1924 og 3. og 9. janúar 1925;
„Bændur og bolsivikkar í Rússlandi,“ Les-
bók Morgunblaðsins 10. og 17. október
1926.
2. V[altýr] St[efánsson]: „Ráðstjórnar-
afmælið“, Lesbók Morgunblaðsins 20. nóv-
ember 1927.
3. „Frá Rússlandi“, Mbl. 19. júlí 1933.
Sbr. einnig „Hungursneyð og drepsóttir í
Rússlandi“, Mbl. 6. ágúst 1933; „Hung-
ursneyðin í Rússlandi“, Mbl. 23. ágúst
1933.
4. „Hungurlygarnar um Sovét-Rússland“,
Vbl. 22. ágúst 1933
5. Halldór Kiljan Laxness: „Rússland úr
lofti“, Sovétvinurinn, 2. árg. 5. tbl. (sept-
ember 1934), 4.-5. bls.
6. „Heim frá Sowjet“, Lesbók Morgun-
blaðsins 10. janúar 1937.
7. „Þriggja daga greinaflokkur. Bækur
um Rússland“, Mbl. 1., 2. og 3. júlí 1937.
8. M[agnús] J[ónsson]: „Þjónusta, þrælk-
un, flótti“, Mbl. 9. desember 1938.
9. „Richard Jensen og komm-
únistaflokkur Danmerkur“, Mbl. 22. júlí
1941; „Kommúnistaflokkarnir í Moskva-
sambandinu [Komintern] máttu ekki vera
fjárhagslega sjálfstæðir!“ Mbl. 23. júlí
1941; „Svipmyndir af norska komm-
únistaflokknum“, Mbl. 24. júlí 1941;
„Óbreytti liðsmaðurinn og „öreiginn“ í loð-
kápunni“, Mbl. 25. júlí 1945.
10. Halldór K. Laxness: „Vondur fé-
lagsskapur“, Nýtt dagblað 1. september
1941.
11. Þór Whitehead: Kommúnistahreyf-
ingin á Íslandi (Reykjavík 1979), 52. bls.
12. Arthur Koestler: „Trúin á Sovét“,
Lesbók Morgunblaðsins 29. desember 1945.
13. Jónas Haralz: „Hið nýja met
Morgunblaðsins í siðlausri blaðamennsku.
Falsspámaðurinn Koestler afhjúpaður“,
Þjv. 6. janúar 1946.
14. Jóhann Hannesson: „Trúfrelsi á
pappírnum en í heimi raunveruleikans kúg-
un og ófrelsi“, Mbl. 13. mars 1952; sami:
„Um Asíumál“, Mbl. 10., 13., 14., 15., 16.,
27., og 28. ágúst 1952; „Hvert stefnir
kommúnisminn í Kína?“ Mbl. 19., 21., 23.
og 28. október og 4. nóvember 1952. Séra
Jóhann birti einnig greinaflokk vorið 1953 í
Mbl., „Friðarstefnur og friðarhugsjónir“,
Mbl. 6., 7. og 8. mars 1953.
15. Svartbók kommúnismans, grein um
Kína eftir Jean-Louis Margolin.
16. „Lýðræðis-einræði alþýðunnar“, Mbl.
16. ágúst 1952 (forystugrein); „Voru þurrk-
aðir út“, Mbl. 4. október 1952 (for-
ystugrein); „Reykjavíkurbréf“, Mbl. 19.
október 1952; „Leiðinlegur andlegur las-
leiki“, Mbl. 9. nóvember 1952.
17. Ísleifur Högnason: „Þér skrökvið,
séra Jóhann“, Þjv. 11. mars 1953.
18. Lupus [Magnús Kjartansson]: „Trú-
boði Morgunblaðsins“, Þjv. 18. mars 1953.
19. „Hryðjuverk kommúnista í Kína eru
svo gífurleg að nær ofvaxið er mannlegum
skilningi að trúa þeim“, Mbl. 12. apríl 1956.
Beindist frásögnin aðallega að
lögreglumálaráðherranum, Luo Ruiqing,
sem þar var nefndur að fyrri tíðar rithætti
Lo Jui-ching.
20. „Hungursneyðin í Kína“, Mbl. 17.
febrúar 1961 (forystugrein).
21. Teodoras Bieliackinas: „Flóttamenn-
irnir frá Eystrasaltslöndunum“, Mbl. 18.
desember 1945; „Athugasemd“, Mbl. 4. jan-
úar 1946; „Níu spurningar til Hendriks
Ottóssonar“, Mbl. 27. janúar 1946; „Bak við
„járntjaldið““, Mbl. 2. og 3. ágúst 1946;
„Undirokun smáþjóðar, Byron og Þórberg-
ur Þórðarson“, Mbl. 8. ágúst 1946; „Reiður
Rússavinur með rangan málstað“, Mbl. 17.
ágúst 1946; „Sannleikurinn um Eystrasalts-
löndin“, Mbl. 27. og 28. ágúst 1946. Kveikj-
an að fyrstu skrifum Bieliackinasar var,
þegar Jónas Haralz birti greinina „Balt-
nesku flóttamennirnir í Svíþjóð“ í Þjv. 29.
nóvember 1945.
22. „Líflátinn fyrir að gera fiskkaupa-
samning við Ísland!“ Mbl. 5. desember
1952; „Galt líf sitt fyrir íslenskan fisk“,
Mbl. 6. desember 1952 (forystugrein).
23. „Hugleiðingar Örvarodds“, Þjv. 11.
desember 1952.
var sannleikur
31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 2009
Cat Ballou, CatBallou, she ismean andevil through
and through“ sungu Nat
King Cole og Stubby
Kaye í samnefndri kvik-
mynd árið 1965 um hana
Cat Ballou sem var, eins
og þeir segja í söngtext-
anum, inn við beinið ill-
skeytt og vond.
Kvikmyndin var sér-
lega vinsæl á Íslandi í
langan tíma eftir að hún
var frumsýnd enda var
hún skemmtileg og
skartaði úrvals liði leik-
ara. Jane Fonda fór með
aðalhlutverkið, hinnar
harðsnúnu Catherine
Ballou, sem leitar leiða
til að verja búgarð föður
síns og síðar hefna hans
eftir að hann er myrtur.
Lee Marvin leikur
fyllibyttuna sem Cat
Ballou ræður en líka
vonda byssubófann sem
herjar á fjölskylduna.
Reyndar stóð Lee
Marvin sig svo vel að
hann fékk Ósk-
arsverðlaunin, verðlaun
bresku akademíunnar og
Golden Globe fyrir hlut-
verk sitt, nokkuð sem er fremur
sjaldgæft í þessum geira kvik-
myndanna. Kvikmyndin var einnig
tilnefnd fyrir klippingu, tónlist, lag
og handrit og því mætti halda að
um algert meistaraverk væri að
ræða.
Cat Ballou virðist hafa tekist að
sameina það sem helst prýðir góða
kvikmynd, þó ekki hafi farið sérlega
mikið fyrir alvarleikanum sem oft
ræður ríkjum í verðlaunamyndum.
Kvikmyndin er þannig ekki dæmi-
gerður vestri heldur miklu fremur
gamanmynd með söngvamyndaívafi
og átti hún hug margra upp úr 1970
þegar hún var sýnd í íslenskum
kvikmyndahúsum.
Manstu eftir...
Cat Ballou?
Hörð Cat Ballou var harðjaxl mikill sem Jane
Fonda túlkaði eftirminnilega árið 1965. Kvik-
myndin var gríðarlega vinsæl á Íslandi.
ÁSKRIFTASÍMI
569 1100