Morgunblaðið - 30.08.2009, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 30.08.2009, Qupperneq 39
Umræðan 39 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 2009 • Rótgróin heildverslun með gjafavörur. Auðveld kaup. • Lítil heildverslun með byggingavörur. Ársvelta 80 mkr. Hentar vel til sameiningar. • Þjónustufyrirtæki sem selur um 600 fyrirtækjum þjónustu sína. Ársvelta 100 mkr. • Vinsælt veitingahús. Ársvelta 230 mkr. • Framkvæmdastjóri-meðeigandi óskast að þjónustu- og innflutningsfyrirtæki. Ársvelta áætluð um 200 mkr. Ágætur hagnaður. • Heildverslun með byggingavörur. Ársvelta 170 mkr. Mjög skuldsett. • Meðeigandi óskast að nýju framleiðslufyrirtæki. Reiknað er með 30-35% árlegri ávöxtun eigin fjár næstu árin. • Sérverslun með fatnað á góðum stað. Ársvelta 150 mkr. Góð framlegð. • Iðnfyrirtæki í matvælaframleiðslu með mikinn og vaxandi útflutning. Ársvelta 240 mkr. • Rótgróið iðnfyrirtæki. Ársvelta 450 mkr. • Innflutnings- og framleiðslufyrirtæki í byggingariðnaði. Ársvelta 400 mkr. Hagstæðar skuldir. • Rótgróið innflutnings- og framleiðslufyrirtæki. Ársvelta 130 mkr. • Þekkt innflutningsfyrirtæki með eigin verslanir. Ársvelta 240 mkr. EBITDA 35 mkr. Hagstæðar skuldir. • Þjónustufyrirtæki sem selur fyrirtækjum lögbundna þjónustu með föstum samningum. Ársvelta 170mkr. Ég hef hafið störf á tannlæknastofunni í Vesturturni Glæsibæjar 4.hæð, Álfheimum 74 Tímapantanir í síma: 561 3130 Vilhelm Grétar Ólafsson, tannlæknir NÚ Á þessum sum- ardögum höfum við minnst þess, að 200 ár eru liðin frá því að Jörgen Jörgensen kom hingað til landsins og kom á byltingu á lang- varandi stjórn Dana yfir landi okkar. Stjórn Jörundar entist aðeins nokkrar vikur. Lauk henni raunverulega 22. ágúst 1809, þegar þeir Stephensen bræður tóku við völdum af Jörundi í fjarveru Trampe greifa. Margt hef- ur verið fróðlegt sagt um þessa veru Jörundar hér og skrifaðar hafa verið fræðilegar greinar og góðar bækur um atburðinn og ævi Jörundar. Mörgum finnst þessi viðburður æv- intýralegur og jafnvel skoplegur. Er ekki laust við, að enn ríki hjá okkur sama álit og haft var, þegar Jörundi var steypt af stóli. Þá var aftur tekið upp danskt viðhorf til þessa þáttar í sögu landsins. Embættismenn hallir undir Dani tóku þá aftur við völdum. Gerðu þeir gys að byltingunni. Var litið á athæfi Jörundar sem grát- broslegan leik og „narraspil". Jörundur hefur verið kallaður hundadagakonungur. Sjálfur leit hann ekki á sig sem konung, og ætl- aði aðeins að hafa stjórn á landinu um tíma eða vera verndari og hæstráðandi til sjós og lands fram til 1. júlí 1810, þegar hann ætl- aði, að eðlilega kjörin landstjórn tæki við völdum. Jörundur lýsti Ís- landi frjálsu og hlut- lausu landi, sem var óháð Dönum. Hann kom á langþráðu versl- unarfrelsi og hann skipaði svo fyrir að forgangsmenn landsins og lög- sagnar skyldu engir valdir nema innfæddir Íslendingar. Hefði stjórn Jörundar haldist, hefði Ísland orðið „forustuland í al- mennum kosningarétti,“ því Jör- undur vildi gefa allri alþýðu kosn- ingarétt og íhlutunarrétt um stjórn landsins. Jafnvel Frakkland, eftir byltinguna, hafði þá ekki almennan kosningarétt. Síðan fengum við okkar eigin fána, sem var blár feldur með teikn- ingum af þremur flöttum þorskum. Þessar ráðstafanir voru allar gerðar án nokkurrar blóðsúthellingar og al- þýða manna tók þessu með spekt. Ég hygg að við Íslendingar höfum ekki metið þessa frelsisviðleitni Jör- undar að verðleikum. Jörundur reið á vaðið í frelsisbaráttu okkar lands- manna. Þegar Fjölnismenn hófu sína baráttu, þá höfðu þeir viðleitni Jörundar að leiðarljósi. Þeir sáu, að Íslandi gat farnast vel sem fullvalda ríki. Að sjálfstæði þess bæri að stefna. Ég hef hugleitt, að við ættum að lyfta Jörundi á hærri stall í sögu okkar og meta þátt hans betur í frelsisbaráttu landsins. För til Tasmaníu Breski skipherrann Alexander Jones kom hingað til landsins um miðjan ágústmánuð 1809 og kom í veg fyrir áframhaldandi stjórn Jör- undar. Fór Jörundur af landi brott á skipinu Orion hinn 24. ágúst og hélt aftur til Englands. Seinna var hann fluttur sem fangi á skipi til Hobart í Tasmaníu. Svo merkilega vildi til, að þar koma aftur margir ágætir mannkostir Jörundar í ljós. Ég og Sigrún kona mín reyndum eitt sinn að leita uppi sagnir um þetta æviskeið Jörundar. Héldum við til Tasmaníu og komum fyrst að norðurströnd eyjarinnar, sem liggur fyrir sunnan Ástralíu. Fórum við þar strax upp til fjalla. Við ferðuðumst síðan í rútu suður um eyna vestanverða og komum að lokum til höfuðborgarinnar Hobart. Þar á safni fengum við að skoða skjöl og önnur rituð gögn viðvíkjandi veru Jörgen Jörgensen í Tasman- íu. Voru okkur afhentir tveir bunkar í möppum, vorum við lengi dags að fletta þessum plöggum og fengum ljósrit af sumum þeirra. Jörundur giftist írskri stúlku, sem hét Norah Corbett. Voru þau vígð af prestinum H. R. Robinson 25. jan- úar 1831. Jörundur sótti um náðun fyrir sig og konu sína og fékk lausn 1835. Jörundur fékk lungnabólgu og dó á Nýlenduspítalanum 20. janúar 1841. Hafði hann þá átt heima í húsi á Watchhorn stræti 4 í Hobart. Hann var talinn vera 5 fet og 71⁄4 tommur að hæð, með dökkbrúnt hár og blá augu. Staða hans var skráð sem farmaður. Jörgen skrifaði æviágrip sitt, heil- mikið af ferða- og landlýsingum, heimspekilegar ritgerðir, leikrit og lýsingar á innfæddum. Mest af þessu hefur verið prentað, en þó ekki allt. Samtíðarmenn Jörundar í Hobart voru grafnir í St. Davids kirkjugarði þar í borg. Þeim garði hafði nú verið breytt í lystigarð og hafði öllum leið- um verið jafnað við jörðu, en leg- steinar fluttir á einn stað. Enginn steinn hafði verið við leiði hunda- dagakonungsins frá Íslandi. Við leit- uðum í dánarregistrum, en fundum þar ekki nafn Jörundar. Þar lifir samt enn minningin um þann merka landkönnuð Jörgen Jörgensen. Ég setti saman vísu um þann ágætis mann, og læt hér fylgja sýn- ishorn af þeim kveðskap. Ég fylltist því angri, er agndofa sá, að enginn var reistur þar varði þeim íslenska kóngi er látinn þar lá án legsteins í almenningsgarði. Gröf Jörundar er ekki varðveitt, og ekki var neinn varði á hans leiði. Mér hefur hins vegar dottið í hug að við Íslendingar ættum að minnast Jörundar hér með einhverju virðu- legu minnismerki. Virðum minningu Jörundar hundadagakonungs Eftir Sturlu Friðriksson » Fyrsta tilraun til lýð- veldisstofnunar á Ís- landi á 19. öld. Sturla Friðriksson Höfundur er náttúrufræðingur. Jörundur hundadagakonungur Í MORGUN- BLAÐINU 27. ágúst 2009 er furðuleg frétt sem fellur undir fyr- irsögnina í grein þess- ari. Fréttamaðurinn heldur því fram að fyr- irtækið Eimskipafélag Íslands sem nú er talið gjaldþrota hafi verið stofnað 17. janúar 1914. Slík sögufölsun er með ólík- indum á öld þekkingar með aðgengi að öllum upplýsingum ef leitað er eftir því. Það fyrirtæki sem ber nafn Eim- skipafélags Íslands á ekkert sam- merkt með óskabarni þjóðarinnar annað en nafnið. Fyrirtæki þetta hefur verið í nafnaflakki og hét þeg- ar það var stofnað 1988 samkvæmt kennitölu Atlanta hf. (sjá skráningu fyrirtækjaskrár Ríkisskattstjóra). Einu sinni eða tvisvar var nafni breytt eftir að útrásarvíkingar keyptu fyrirtækið. Mistökin við að leggja Óskabarn þjóðarinnar, Hf. Eimskipafélag Íslands, niður með því að leggja það undir Burðarás sem síðan var skipt upp á milli Landsbankans og Straums sem hét eftir það Straumur-Burðarás var í ætt við framhaldið. Framkvæmd þessara gjörninga varð á árunum 2004-2006. Það að Hf. Eim- skipafélagi Íslands var lógað og það sett undir Burðarás var ekki hægt án þess að fyr- irtækið Eimskipafélag Íslands væri aflagt. Ef fyrirtækið var lagt til hliðar og eignir þess hirtar með færslu í annað fyrirtæki hefði verið um hreinan þjófnað að ræða. Þar sem slíkur gjörningur að geyma fyrirtækið Eimskipafélag Íslands sem eitthvert skúffufyr- irtæki fyrir útrásarvíkingana til notkunar seinna meir hefði verið brot á stjórnarskrá Lýðveldisins Ís- lands. Eignarréttarákvæði stjórn- arskrárinnar er það skýrt að skúffu- fyrirtækjavæðing útrásarvíkinganna hefði aldrei gengið upp vegna þess ákvæðis að eignir manna séu friðhelgar. Við hluthafar í Hf. Eimskipafélagi Ís- lands sem ekki voru sáttir við gjörð- ir útrásarvíkinganna hefðum aldrei samþykkt slíkan skrípaleik. Þar af leiðandi var Hf. Eimskipafélag Ís- lands stofnað 17. janúar 1914 lagt niður eins og fram kemur í gögnum fyrirtækjaskrár Ríkisskattstjóra- embættisins. Sú sögufölsun að reyna að eigna hinu sögufræga fyrirtæki sem gekk undir gælunafninu Óskabarn þjóð- arinnar þá smán sem felst í því gjaldþroti sem boðað er í umræddri grein og þær upplýsingar að verið sé að stofna nýtt fyrirtæki sem bera á nafnið Nýja Eimskipafélag Ís- lands er mönnum ekki sæmandi og síst af öllu fréttamönnum sem telja sig flytja sannleikann og ekkert annað en sannleikann í sínum skrif- um. Nafnaflakkið á fyrirtækinu Atl- anta hf. eftir að það komst í eigu út- rásarvíkinga er eftir öðru á vett- vangi íslenskra fjármála og er í anda skúffufyrirtækjaeigna þeirra sem taldir hafa verið útrásarvíkingar. Hf. Eimskipafélag Íslands sem stofnað var 17. janúar 1914 á ekkert sameiginlegt með því fyrirtæki sem sagt er vera gjaldþrota nema nafnið hefur verið vakið upp eins og ein- hver vúdú gjörð uppvakninga. Sögufölsun eða vanþekking Eftir Kristján Guðmundsson » Þar af leiðandi var Hf. Eimskipafélag Íslands stofnað 17. jan- úar 1914 lagt niður eins og fram kemur í gögn- um fyrirtækjaskrár Ríkisskattstjóraemb- ættisins. Kristján Guðmundsson Höfundur er fv. skipstjóri.@ Fréttir á SMS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.