Morgunblaðið - 30.08.2009, Síða 42

Morgunblaðið - 30.08.2009, Síða 42
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 2009 – meira fyrir áskrifendur Fjármál heimilanna og einstaklinga Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift Nú hefur aldrei sem fyrr þurft að huga að fjármálum heimilanna og einstaklinga, hvað er til ráða, hvað á að gera og hvað hentar. Þessum spurningum reynum við að varpa ljósi á í þessu sérblaði. Viðskiptablaðs Morgunblaðsins sem tekur á þessu málefni í veglegu sérblaði 10. september næstkomandi • Hvaða úrræði standa venjulegum heimilum til boða til að rétta úr kútnum? • Hvaða leiðir eru færar til að spara í útgjöldum heimilisins án þess að draga úr lífsgæðum? • Kunna Íslendingar að fara með peninga eða kunna þeir ekki að varast gildrurnar? • Hvaða úrræði eru í boði fyrir þá sem vilja geyma spariféð sitt? • Hvaða kostir og gallar eru við það að lengja í lánum? Þetta sérblað Viðskiptablaðs Morgunblaðsins er líklegt til að vera mikið lesið utan síns venjulega markhóps vegna efnis síns. Nánari upplýsingar veitir Sigríður Hvönn Karlsdóttir 569 1134 - 692 1010 - sigridurh@mbl.is Auglýsendur! Auglýsingapantarnir eru í síma 569 1134 eða sigridurh@mbl.is til 7. september. ÉG ÓLST upp við Kyrrahafið í norð- vesturfylkjum Banda- ríkjanna, í skógi vöxnu fjallendi með blómabreiðum, skrið- um og djúpum dölum. Þessi óbyggðu víðerni eru ægifögur og stór- hættuleg. Meðal helstu atvinnugreina þar um slóðir er ferðamennska og árlega koma þangað yfir milljón ferðamanna. Margir þeirra hafa aldrei barið fjall augum og ímynda sér „nátt- úruna“ svipað og almenningsgarð í borg. Ég stunda talsvert gönguferðir í frístundum heima svo það lá beint við að ganga í íslenskt ferðafélag við komuna til landsins. Í félaginu kynntist ég Íslendingum sem þekkja breiðu árdalina og þröng fjallaskörðin og fara um nánast veglausar auðnir án þess að hafa GPS-staðsetningartæki nema til vonar og vara. Ég lærði að meta þessar konur og karla sem þramma léttilega yfir brattar fannbreiður og bjóða félögum sín- um arminn þegar vaðið er yfir beljandi jökulár. Ég tók eftir að enginn skildi eftir sig rusl; minnsta plastsnifsi var gripið í snatri áður en vindurinn náði að hrifsa það með sér. Í kaldlyndu veldi sínu getur ís- lenskt fjallendi banað hvaða mannveru sem er með grjóti sem losnar úr stað eða þegar veður skipast í lofti og umbreyta á fáein- um mínútum sólríkum nestisstað í háskalegan hrygg sveipaðan slyd- dukafaldi, snjókomu eða trölla- þoku. En styrk fjallanna fylgir veikleiki – hugrekki smáblóms sem blómstrar af dirfsku í víð- áttumiklum svörtum auðnum hrauns og sanda. Mér fannst ég ósiðaður auli að traðka á skær- grænum mosanum sem þraukar og glóir við ár og ósa, svo við- kvæmur að hann kramdist við eitt einasta skref og eftir varð stígvé- lafar fullt af leðju. Ég fann til við að reka göngustafina gegnum grágrænar mosaþembur, vitandi að með hverju lagi slitnuðu viðkvæmir rótarþræðirnir. Það vill Íslandi til happs hversu göngu- ferðatíminn til fjalla er stuttur og hve fáir taka þátt. Það auð- veldar viðkvæmum gróðri að ná sér. En þegar ég fór um vin- sælli svæði þar sem eru þægileg sæluhús og þokkalega færir (Íslendingum!) jeppaslóðar gegndi öðru máli. Þar sá ég upp- blástur og heilu brekkurnar að því komnar að skríða. At klöngrast beint upp fjallshlíð – sem okkur hættir fyrst til að gera – er aðeins í lagi ef sárafáir klífa sömu brekku yfir árið. Ég heyrði mikið rætt um ferða- þjónustu í gönguhópunum – að í kreppunni ætti Ísland nú að ýta undir ferðamennsku vegna þeirra gjaldeyristekna sem henni fylgja, að hið óspillta og einstæða lands- lag landsins gæti laðað að sér milljónir. Því er ég sammála – og með nýju flugleiðinni hjá Ice- landair er Seattle aðeins í sjö klukkustunda fjarlægð. Evrópa er enn nær. En mig óar við, því ég veit hvers konar álag slík starf- semi hefur í för með sér í heima- landi mínu, álag á landið og á sjálfboðaliða í björgunarsveitum okkar. Á hverju ári farast bæði reyndir fjallamenn og ferðamenn í norðvesturfylkjum Bandaríkjanna. Snjóflóð og hrap verður þeim reyndari helst að fjörtjóni; ferða- menn farast gjarna vegna þess að þeir gera sér ekki ljóst hversu ná- lægt alfaraleið þeir geta orðið úti, en halda að hægt sé að leggja áhættulaust upp í göngu í íþrótta- skóm og gallabuxum – eins og ég sá þegar við rákumst á þýskumæl- andi ferðalang á gallabuxum í hellidembu fyrir utan eitt sælu- húsið („líklega í Levis“ var háðs- glósa gárunga í okkar hópi). Auk árvissra dauðsfalla kemur til eyðileggingin sem hinir fjöl- mörgu gangandi ferðalangar valda á landinu. Við getum svo auðveld- lega tortímt því sem okkur er kært með ofnotkun. Engin pen- ingaupphæð er sannvirði þeirra skipta. Svo er ekki í nokkru landi, en allra síst á Íslandi, þar sem svo lítið þarf til að eyða hugaðri við- leitni hins náttúrlega gróðurfars. Í Kyrrahafsfylkjum Bandaríkj- anna er ég í ferðafélagi þar sem helsta verkefnið er sjálfboðastarf til að viðhalda göngustígum. Við leggjum þá til að draga úr því að fólk stytti sér leið beint upp brekkur utan slóða sem hlykkjast til að verjast landrofi, eða traðki hvarvetna skipulagslaust yfir skóf- ir og burknablöð. Við reynum að beina flestum ferðamönnum á til- tekna stíga sem hafa verið byggð- ir upp svo þeir þoli mikla umferð og við höldum fjölförnustu leið- unum stöðugt við. Sumir stíganna eru talsvert úr sér gengnir í lok ferðatímans, en á þennan hátt spornum við gegn verstu eyðilegg- ingunni. Í íslensku sæluhúsunum hitti ég sjálfboðaliða úr íslenskum ferða- félögum sem voru að merkja gönguleiðir með stikum. Ég gladd- ist við að sjá það, en Íslendingar, ég bið ykkur að gera meira. Gleymið ekki að fjárfesta í göngu- stígum og leiðum. Fleiri ferða- menn munu koma og margir þeirra vilja ganga um fjöll og firn- indi. Slitið og álagið sem landið verður fyrir á eftir að aukast, og þar með landrof – nema lang- flestum sé beint á fastmótaða og vel við haldna slóða. Græni mos- inn sem þráast við og þrífst á ótryggum sandi er eins og Ísland sjálft. Hlúum að líðandi stund svo framtíðin lifi. Að feta viðkvæma stigu Eftir Margaret Willson »En þegar ég fór umvinsælli svæði … sá ég uppblástur og heilu brekkurnar að því komnar að skríða. Margaret Willson Höfundur er rithöfundur og mannfræðingur. Stjórn ríkisins hef- ur síðan í haust flutt málstað Íslands úr heimi laga og réttar í heim aflsmuna. Það gerist þannig, að því er ekki ansað að leita réttar að lögum, þeg- ar mest á ríður gagn- vart öðrum ríkjum, þar sem er verulegur aflsmunur, heldur mál útkljáð á annan hátt. Fremstu kunnáttumenn landsins í lögum og rétti eru sniðgengnir. Forseti lagadeildar Háskóla Íslands, Björg Thorarensen prófessor, sagði í erindi á fullveldisdaginn 1. desember síðastliðinn, að í ljós hefði komið þá um haustið, að Ís- land átti engan vin, ekki einu sinni á Norðurlöndum. Tilefnið var við- brögð við því, að Bretland beitti hryðjuverkalögum gegn Íslandi, sem reyndar voru sett til að verj- ast samtökum eins og al-Qaeda. Alþjóðalög og reglur sem giltu um fullvalda ríki að þjóðarétti, bæði stór og smá, hafi verið látnar víkja fyrir pólitískum þrýstingi og ofur- afli ríkja sem telja eigin hags- munum betur borgið með því. Björg hefur gefið sig sér- staklega að mannréttindum og stjórnskipunarrétti. Ég hef hér eftir henni eitt atriði af mörgum í erindinu: „Með aðgerðum breskra stjórnvalda var í raun brotið bæði gegn þjóðrétt- arskyldum í sam- skiptum við annað ríki, sem er sjálf- stætt skoðunarefni, sem íslenska ríkið getur sótt rétt sinn vegna. Auk þess var brotið gegn réttindum íslenskra aðila, sem þannig eignast kröfu á hendur breskum stjórnvöldum. Um það síðarnefnda eru afdráttarlausar skyldur leiddar af Mannréttindasáttmála Evr- ópu, sem Bretland hefur gengist undir og jafnframt leitt í lög.“ Ekkert hefur verið gert með eindreginn málflutning deild- arforsetans. Annað stórmál, þar sem stjórn ríkisins fór ekki á braut réttlætis, er IceSave-krafa Bret- lands og Hollands. Fremsti maður lagadeildar Háskólans í Evrópurétti, Stefán M. Stef- ánsson, hefur ásamt öðrum lög- fræðingi flutt það mál hvað eftir annað, að Bretland og Holland eigi ekki rétt til kröfu á íslenska ríkið. Í vor sendu þeir alþing- ismönnum áskorun í grein í Morgunblaðinu um að sinna rökum þeirra. Mér sýnist af samhenginu, að um hafi verið að ræða meira en áskorun, greinin hafi verið ákall í örvæntingu. Kunnátta í Evrópurétti í ald- arþriðjung var einskis metin. Í réttarríki er hagað svo til, að málsaðilar standi jafnt að vígi fyr- ir dómi og reynt að draga úr hættunni á, að neytt sé aflsmunar. Í samskiptum ríkja hér um slóðir hefur verið leitast við, að mál megi leysast á sama hátt, án afls- munar, og komið skipulagi á slíka málsmeðferð. Margir munu líta svo á, að ekki síst flokkar jafn- aðarmanna víða um heim hafi beitt sér fyrir því, að einstök ríki og heimurinn allur mætti mótast á þennan hátt af lögum og rétti, þannig að ekki gæti aflsmunar. Þess vegna er það óvænt, eins og ýmislegt annað að undanförnu, að jafnaðarmenn á Íslandi og í Bret- landi skuli einhuga hafa hagað málum svo, að örlög Íslands skuli nú ráðast í heimi aflsmunar, en ekki í heimi laga og réttar. Stjórn ríkisins, sem vill flytja Ísland aftur í heim laga og réttar, getur gert erindið, sem Björg Thorarensen flutti 1. desember, að stefnuskrá sinni. Aflsmunir eða lög og réttur Eftir Björn S. Stefánsson » Stjórn ríkisins, sem vill flytja Ísland aft- ur í heim laga og réttar, getur gert erindið, sem Björg Thorarensen flutti 1. desember, að stefnuskrá sinni. Björn S. Stefánsson Höfundur er dr. scient.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.