Morgunblaðið - 30.08.2009, Qupperneq 44
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 2009
Eitt síðasta verk Al-
þingis fyrir þinghlé var
að festa „sykurskatt-
inn“ svonefnda í lög frá
og með 1. september.
Sú 15%-20% verðhækk-
un sem hann mun hafa í
för með sér á algengri
matvöru, væri kannski
þolanlegri, ef skatt-
takan væri í takt við
þau lýðheilsulegu
markmið, sem lögð
voru að sögn stjórnvalda til grund-
vallar álagningunni. Því er þó ekki að
heilsa.
l upprifjunar kynntu stjórnvöld um
miðjan maí hugmyndir um skatttöku
á sykri í lýðheilsulegum tilgangi.
Veruleg umræða spannst í kjölfarið,
aðallega á milli þeirra sem töldu sterk
lýðheilsuleg rök mæla með slíkum
sykurskatti, m.a. með hliðsjón af
tannheilsu barna og aukinni ofþyngd
og svo hinna sem bentu á helstu ann-
marka málsins, aðallega með tilliti til
sjónarmiða er varða atvinnu og fram-
kvæmd innheimtunnar. Þessi um-
ræða er ekki ný af nálinni og snertir
ýmis vandmeðfarin svið, ekki hvað
síst það sem snýr að framkvæmd
slíkrar neyslustýringar. Reynslan
hefur enda margsýnt að neyslustýr-
ingarskattar geta haft ýmsar hlið-
arverkanir í för með sér, sé ekki
nægilega vel eða fag-
lega að málum staðið.
Neyslan getur færst
yfir á aðrar „óæski-
legar“ vörur og fram-
leiðslu- eða atvinnu-
greinum verið
mismunað, svo að fátt
eitt sé nefnt. Ný
vandamál koma í stað
þeirra sem á að leysa.
Löngu úrelt og
óréttlátt vöru-
gjaldakerfi end-
urvakið
Nokkrar getgátur voru uppi um
hvernig staðið yrði að þessari nýju
og umdeildu skattlagningu, en al-
mennt var gert ráð fyrir að farin
yrði gagnsæ og vandlega rökstudd
leið með hliðsjón af þeim hags-
munum sem í húfi eru fyrir ekki að-
eins innlenda atvinnustarfsemi,
heldur einnig neytendur – skatt-
greiðendurna. Óhætt er að full-
yrða, að jafnvel svartsýnustu menn
áttu þó ekki von á þeirri niðurstöðu
sem málinu var valin í endur-
upptöku á löngu úreltu og óréttlátu
vörugjaldakerfi. Þessi niðurstaða
er illskiljanleg, sér í lagi með hlið-
sjón af því að löggjafinn hefur skil-
ið íslenskar landbúnaðarafurðir –
rétt eina ferðina – undan þeim
álögum sem öðrum atvinnurekstri í
matvælaiðnaði er ætlað að bera.
Telst sykur í mjólkurvörum nú allt
í einu hollari en sykur í safa, sultu
eða kexi?
Heggur sá er hlífa skyldi
Þrátt fyrir versnandi rekstr-
araðstæður fyrirtækja, hafa stjórn-
völd ákveðið að taka upp einn
vægðarlausasta neysluskatt sem
fyrir finnst, sem leggst flatt á
heildsöluverð og magnar upp aðrar
álögur eins og virðisaukaskatt.
Vörugjöldin munu hækka algengar
neysluvörur á borð við safa, kex og
sultur um 15-20% frá og með
næstu mánaðamótum. Geng-
ishrakningar krónunnar hafa
valdið verulegum hækkunum á
hráefniskostnaði og svigrúm
framleiðenda til að taka á sig hluta
gjaldtökunnar er af þeim sökum
lítið og ekkert til skemmri tíma lít-
ið. Í viðbót við umtalsverða kjara-
skerðingu, er almenningi síðan
gert að þola nýjan matarskatt,
sem mun hækka innkaupakörfuna
í verði og þyngja greiðslubyrði
verðtryggðra lána sökum hækk-
andi neysluvísitölu. Það má því
ljóst vera, að höggið sem stjórn-
völd reiða jafnt innlendum mat-
vælaiðnaði sem almenningi verður
þungt.
Að kenna þessi ósköp við heilsu-
eflingu þjóðarinnar bítur höfuðið
af skömminni. Greinarmunur er
gerður á sykruðum mjólk-
urdrykkjum og ávaxtasafa, búvör-
unni í hag, svo lítið dæmi sé nefnt.
Var allt heilsutalið í vor ekkert
annað en skálkaskjól fyrir illa út-
færðan matarskatt á algengar
neysluvörur sem standa utan ís-
lenska búvörukerfisins; óréttláta
skatttöku sem grefur enn frekar
en orðið er undan störfum í mat-
vælaiðnaði og lífskjörum almenn-
ings?
Sykurskattur:
Lýðheilsa eða lýðskrum?
Eftir Hjalta Nielsen » Almenningi er gert
að þola nýjan mat-
arskatt sem mun hækka
matarkröfuna enn frek-
ar í verði og þyngja
greiðslubyrði verð-
tryggðra lána.
Hjalti Nielsen
Höfundur er framkvæmdastjóri
Kexverksmiðjunnar Fróns.
FRÁBÆRT KAUPTÆKIFÆRI – ESJUMELUR, KJALANESI
Húsavík – GOTT ORÐSPOR – TRAUST VIÐSKIPTI
Gott 452 fm iðnaðarhúsnæði á einni hæð auk
tveggja millilofta sem er í báðum endum hússins.
Milliloftin eru ekki skráð hjá Fasteignamati ríkisins.
Fm tala hússins er því meiri en segir hér að ofan.
Eignin skiptist í stóran sal og starfsmannaað-
stöðu. Kaffistofa er á léttu millilofti í vesturenda
hússins en milliloft í austurenda. Lofthæð er frá ca
4 m og upp í ca 7 m. Stórar innkeyrsludyr er á
vesturenda hússins með ca 4 m lofthæð en að
auki er ein með ca 3 m lofthæð og tvær aðrar
minni. Í dag er rekin gluggasmiðja í húsinu. Lóð er
3000 fm og því gott athafnasvæði í kringum
húsið. Byggingareitur er 1.200 fm og því hægt að
byggja við húsið ca 750 fm, ef ekki meira miðað
við það sem aðrir hafa gert á þessu svæði.
Óskað er eftir tilboðum.
Nánari upplýsingar veitir Elías 898-2007.
Elías
Haraldsson
lögg. fasteignasali
Reynir
Björnsson
lögg. fasteignasali
BORGARTÚN 29
Sími 510 3800
Fax 510 3801
www.husavik.net
REYNIR BJÖRNSSON
ELÍAS HARALDSSON
L Ö G G. FA S T E I G N A S A L A R
Landfestar ehf. óska eftir tilboðum í Sætún 8 í Reykjavík.
Hægt er að gera tilboð í:
a) Heildareignina, þ.e. allt svæðið með byggingum
b) Kaaberhúsið eitt og sér, með sérafnotalóð
c) heildareignina, að Kaaberhúsinu undanskildu
Hægt er að skoða eignirnar milli klukkan 11 og 12 alla virka daga.
Nánari upplýsingar um stærðir, eignaskiptasamning,
afstöðumyndir og aðrar forsendur má nálgast á www.landfestar.is
Tilboðum skal skila fyrir kl. 16:00 þann 11. september á skrifstofu
félagsins, Suðurlandsbraut 22 á 3. hæð.
Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
Landfestar ehf. eru fasteignafélag í eigu Nýja Kaupþings banka. Markmið félagsins er að þróa öflugt fyrirtæki á fasteignamarkaði. Félagið hefur til umráða um sextíu þúsund fermetra af góðu húsnæði.
Stærsti hluti þess er skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Meðal helstu leigutaka félagsins eru bæði ríkisstofnanir og nokkur af stærri fyrirtækjum landsins. Landfestar ehf. sími 422 1400
www.landfestar.is
F A S T E I G N A F É L A G
Til sölu Sætún 8 í Reykjavík
Reykjavík
Sími 588 9090
Síðumúla 21 • 108 Reykjavík
www.eignamidlun.is
Sverrir Kristinsson, lögg. fasteignasali
Einbýlishús í Vesturbæ eða
Þingholtunum óskast
Traustur kaupandi óskar eftir 250-350 fm
einbýlishúsi í vesturborginni eða þingholtunum.
Staðgreiðsla í boði fyrir rétta eign.
Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson
löggiltur fasteignasali í síma 861-8514
Til sölu eignaland
í Grindavíkurkaupstað
Til sölu er u.þ.b. 80% eignarhluti í Þórkötlustaðarlandi
sem telst vera um 2.500 ha og nær frá Þórkötlustaða-
nesi og upp fyrir Litla Skófell. Eignarhluti þessi er seld-
ur með öllum gögnum og gæðum, þ.m.t. hita- og
kaldavatnsréttindum, réttindum til námatöku og reka-
hlunnindum.
Nánari upplýsingar hjá
Fasteignasölu Reykjaness í síma 533 4455
eða GSM 863 7313.
Reykjavík
Sími 588 9090
Síðumúla 21 • 108 Reykjavík
www.eignamidlun.is
Sverrir Kristinsson, lögg. fasteignasali
Sumarbústaður við vatn óskast
– staðgreiðsla
Traustur kaupandi óskar eftir 80-130 fm vönduðum sumarbústað
við vatn, gjarnan innan klukkustundar aksturs frá Reykjavík.
Staðgreiðsla í boði.
Nánari upplýsingar veita Geir Sigurðsson eða Sverrir Kristinsson
löggiltir fasteignasalar.