Morgunblaðið - 30.08.2009, Page 54

Morgunblaðið - 30.08.2009, Page 54
54 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 2009 Sudoku Frumstig 4 6 2 4 8 5 7 1 2 8 6 2 3 1 7 5 9 7 2 4 9 8 7 5 8 2 3 1 7 9 1 8 5 9 3 2 3 6 1 8 3 6 1 4 5 7 9 1 5 6 1 7 4 4 8 4 8 3 3 7 9 6 5 2 4 1 6 2 9 5 9 2 7 4 8 1 6 3 1 4 7 3 6 5 8 2 9 8 6 3 9 2 1 4 7 5 4 7 8 6 9 2 3 5 1 3 5 6 1 8 4 7 9 2 2 1 9 5 3 7 6 4 8 6 8 1 2 7 9 5 3 4 7 2 4 8 5 3 9 1 6 9 3 5 4 1 6 2 8 7 5 3 1 2 8 7 6 9 4 6 7 8 4 5 9 3 2 1 4 2 9 3 1 6 8 7 5 2 9 7 5 4 3 1 8 6 3 6 4 1 9 8 7 5 2 8 1 5 6 7 2 4 3 9 1 4 3 7 2 5 9 6 8 7 8 2 9 6 4 5 1 3 9 5 6 8 3 1 2 4 7 8 7 9 6 1 5 4 2 3 4 1 5 3 2 9 6 8 7 2 3 6 4 8 7 9 1 5 1 4 8 5 3 2 7 9 6 7 6 3 1 9 4 2 5 8 9 5 2 7 6 8 1 3 4 5 8 4 2 7 1 3 6 9 6 9 1 8 4 3 5 7 2 3 2 7 9 5 6 8 4 1 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er sunnudagur 30. ágúst, 242. dagur ársins 2009 Orð dagsins: Enn sagði hann við þá: „Gætið að, hvað þér heyrið. Með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður mælt verða og við yður bætt.“ (Mk. 4, 24.) Víkverji á kunningja sem hefurkomið sér vel áfram í lífinu, er í afar vel launaðri vinnu og á eignir. Hann getur leyft sér meira en flestir aðrir. Þessi maður á stálpuð börn og gætir þess vel að þau verði ekki vör við ríkidæmið því hann segir að það myndi verða þeim óhollt. Á sumrin fara börn hans í sumarvinnu þótt hann hafi sannarlega efni á að halda þeim uppi með ríkulegum vasapen- ingum. Eitt er það þó sem þessi góði kunningi Víkverja borgar umyrða- laust fyrir börn sín – og það eru bæk- ur. Ef þau biðja um bók þá fá þau hana. x x x Víkverji er afar hrifinn af uppeld-isaðferðum þessa vel stæða kunningja síns og er bjargfastlega þeirrar skoðunar að börnin muni verða jafn heilsteyptir einstaklingar og faðir þeirra. x x x Víkverji er afar ánægður meðnýja bókaverslun Eymundsson á Skólavörðustíg. Búðin er ekki stór en björt og hlýleg. Afgreiðslufólkið er líka svo glatt og viðræðugott að það er gaman að líta þarna inn. Eini gallinn er sá að eins og í öðrum ís- lenskum bókaverslunum er úrvalið af erlendum bókum heldur snaut- legt. Enn einn fylgifiskur krepp- unnar sem stöðugt bankar upp á og minnir á sig. Víkverji hlakkar ein- læglega til þeirrar stundar þegar ís- lenska krónan hefur jafnað sig og bókabúðir fyllast aftur af úrvali er- lendra bóka. x x x Víkverji er að lesa Oliver Twisteftir Charles Dickens. Vit- anlega les hann söguna á ensku því þótt hún hafi verið þýdd á íslensku er sú þýðing stytting og allt frá því Víkverji varð fullorðinn vill hann bara lesa óstyttar bækur. Víkverji verður að viðurkenna að hann verður oft klökkur við lesturinn því þarna er svo óskaplega margt sorglegt. Hann tekur líka oft andköf vegna aðdáunar á hæfileikum höfundarins. Charles Dickens var meistari skáldsagna- formsins. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 málgefin, 4 afdrep, 7 hafna, 8 rán- dýr, 9 pest, 11 sárabindi, 13 skordýr, 14 ginna, 15 listi, 17 vindleysa, 20 liðamót, 22 skóflar, 23 stingurinn, 24 flýtinn, 25 starið. Lóðrétt | 1 kunnátta, 2 spila, 3 teikning af ferli, 4 regndemba, 5 slétta, 6 blundar, 10 fuglinn, 12 ná húð af, 13 poka, 15 samtala, 16 innheimta, 18 krafturinn, 19 óhróð- urinn, 20 orgar, 21 borð- um. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 næturgagn, 8 fælin, 9 lofar, 10 und, 11 súrir, 13 urðar, 15 Spánn, 18 balar, 21 áll, 22 stirð, 23 ussar, 24 sunnudags. Lóðrétt: 2 ætlar, 3 unnur, 4 guldu, 5 gáfuð, 6 ofns, 7 hrár, 12 inn, 14 róa, 15 sess, 16 átinu, 17 náðin, 18 blund, 19 lúsug, 20 rýrt. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rc3 Rf6 4. e3 e6 5. Rf3 Rbd7 6. Dc2 Bd6 7. Bd3 O-O 8. O-O dxc4 9. Bxc4 a6 10. Hd1 b5 11. Be2 Dc7 12. e4 e5 13. g3 He8 14. a3 exd4 15. Rxd4 Be5 16. Bf3 c5 17. Rf5 Rb6 18. a4 b4 19. a5 bxc3 20. axb6 Dxb6 21. bxc3 Hb8 22. Bd2 Db3 23. Dc1 Bb7 24. Hb1 Da4 25. Ha1 Db3 26. He1 g6 27. Rh6+ Kg7 28. g4 Dc4 29. Bf4 Dxc3 30. Bxe5 Dxe5 31. g5 Rxe4 32. Bxe4 Bxe4 33. Rg4 Dd4 34. Rf6 He5 35. Df4 Hb4 36. Had1 Staðan kom upp á alþjóðlegu móti sem lauk fyrir nokkru í Martuni í Armeníu. Armenski stórmeistarinn Samvel Ter-Sahakyan (2.480) hafði svart gegn landa sínum og kollega Tigran Kotanjian (2.580). 36. …Hxg5+! 37. Dxg5 Dxf6 38. Dxc5 og hvítur gafst upp um leið. Svartur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Skriffæri. Norður ♠D ♥G54 ♦Á1098765 ♣82 Vestur Austur ♠G1076 ♠9854 ♥ÁKD102 ♥98763 ♦DG ♦K43 ♣Á9 ♣3 Suður ♠ÁK32 ♥– ♦2 ♣KDG107654 Suður spilar 6♣. Ertu með blað og blýant? Ekki það? Nú, jæja. Það má vera að þú getir gert þetta í huganum. Eftir opnun vesturs á 1♥ stökk norður í 3♦ og austur síðan í 4♥. En það var suður átti hæsta stökk- ið – í 6♣. Vestur fékk vitrun: spilaði út ♣Á og meira laufi. Yfir til þín. Þú dælir út trompum og fylgist vel með. Þegar átta spil eru eftir á vestur alla spaðana fjóra, ♥ÁK og ♦DG. Þú lumar enn á þremur trompum og spilar því þriðja síðasta og neyðir vestur til að henda spaða (hendi hann rauðu spili geturðu annaðhvort fríað ♥G eða trompsvínað fyrir ♦K). OK – austur er þá einn um að valda spaðann. Nú tek- urðu ♠D, trompar hjarta heim, tekur ♠ÁK og síðasta trompið: Tvöföld kast- þröng, takk fyrir. Ertu viss um að þú viljir ekki skrif- færi? (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú ert í góðu jafnvægi andlega sem líkamlega og mátt ekki láta neitt verða til að trufla það. Vertu umfram allt sannur. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þér finnst eins og önnur hver manneskja vilji leita ráða hjá þér og þú sjáir ekki út úr verkefnum þess vegna. Slakaðu á, þetta tímabil er liðið. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Af hverju virðist sannleikurinn ekki heiðarlegur? Skoðaðu málið í víðu samhengi. Kynntu bara málstað þinn af festu. Annars siturðu bara uppi með brotið hjarta. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þig langar að brjóta af þér hlekki vanans. En ef innri rödd þín er ekki nægilega hávær þá hlustar þú ekki. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú hefur hundrað hugmyndir um hvað á að gerast næst. Njóttu velgengn- innar á meðan þú hefur byr í seglin. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Ný tækni í vinnunni mun hugs- anlega skjóta þér skelk í bringu í dag. Nú er rétti tíminn til að ganga að samninga- borði en lestu smáa letrið vel. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú þarft að melta þá hluti sem nú valda þér hugarangri. Forðastu að vera með stóryrtar yfirlýsingar um líf ann- arra. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Hópvinna er líkleg til þess að ganga vel í dag og þú kemur miklu í verk með fulltingi annarra. Taktu þetta með í reikninginn og reyndu að líta sem best út. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þótt mikið fjör ríki þessa stundina og gaman sé að taka þátt í því, máttu ekki gleyma alvöru lífsins. Vertu þolinmóður og hlustaðu. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Íhugaðu hvatvísina í þér. Vertu einlægur og segðu hug þinn allan því þá munu aðrir standa með þér í gegnum þykkt og þunnt. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú ert að glíma við verkefni sem krefst mikils af þér. Vertu opinn fyr- ir heppninni með því að draga engar ályktanir um hvað gera mun. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú gerir rétt í því að undirbúa málin vandlega því þá getur þú óttalaus ýtt þeim úr vör og stýrt til sigurs. Haltu þínu striki því sumum er ekki sjálfrátt vegna eigin mistaka. Stjörnuspá 30. ágúst 1935 Íslenska ríkið eignaðist Geysi í Haukadal og hverasvæðið um- hverfis hann, en svæðið hafði verið í eigu útlendinga í tíu ár. Sigurður Jónasson gaf fé til kaupanna. 30. ágúst 1945 Gídeonfélagið var stofnað, „til að útbreiða Guðs orð“. Félags- menn hafa komið Biblíunni eða Nýja testamentinu fyrir á hótelherbergjum, í skipum, við sjúkrarúm og í fangaklef- um. Síðan 1954 hafa öll tíu ára börn fengið Nýja testamentið að gjöf frá félaginu. 30. ágúst 1967 Tvær stórar vöruskemmur Eimskipafélagsins við Borgar- tún í Reykjavík brunnu en í þeim voru þúsundir tonna af vörum. Eldurinn kom upp skömmu fyrir miðnætti þenn- an dag og börðust slökkviliðs- menn við hann í röskan sólar- hring. Eignatjón í þessum bruna, Borgarskálabrunanun, var hið mesta í eldi til þess tíma. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … Ragnar S. Hall- dórsson verk- fræðingur og fyrrverandi for- stjóri, verður átt- ræður 1. sept- ember. Þann dag taka hann og kona hans Mar- grét K. Sigurðar- dóttir á móti vinum og vandamönn- um í Miðgarði á Grand Hótel, við Sigtún Reykjavík, frá kl. 17 til 19. Blóm og gjafir vinsamlega afþökk- uð. 80 ára Það verður ekki mikið tilstand hjá Hallveigu Thorlacius brúðuleikara sem í dag fagnar 70 ára afmæli. Hún sagðist hreinlega ekki hafa tíma til að halda upp á afmælið þegar Morgunblaðið talaði við hana í gær. Hún var þá á námskeiði sem hún kallar leikmyndaverkstæði. Hallveig og Helga Arnalds, dóttir hennar, eru þessa dagana að und- irbúa uppsetningu á nýju verki, Laxdælu. Hallveig sagði það mikla áskorun að takast á við þessa stóru sögu. Hallveig hefur fengist við leikbrúður nánast all- an sinn starfsaldur. Í vetur sýnir hún í grunn- skólum og leikskólum. Hún sýnir Egissögu og einnig er hún að sýna í leikskólum sýningu sem hugsuð er sem fræðsla fyrir ung börn um hvernig eigi að bregðast við ofbeldi. Sýningin er í samvinnu við Blátt áfram. Það eru engar ýkjur að segja að mikið sé að gera hjá Hallveigu. Í sumar vann hún sem leiðsögumaður fyrir rússneska ferðamenn. Hún er nýbúin að afla sér réttinda sem jógakennari og ætlar í vetur að kenna jóga. „Ég má eiginlega ekki vera að því að eldast,“ sagði Hall- veig. egol@mbl.is Hallveig Thorlacius brúðuleikari 70 ára Má ekki vera að því að eldast Nýirborgarar Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.