Morgunblaðið - 30.08.2009, Blaðsíða 57
Stephen King
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
Í FJÖRINU sem fylgt hefur falli
bankanna hér heima hefur netið
nýst vel til að dreifa sögusögnum,
slúðri og ósannindum, ekki síður en
að koma á framfæri upplýsingum
um ýmislegt misjafnt. Vandinn er
að greina hvað er della og hvað er
satt og það á ekki síður við ytra;
ekkert hefur nýst eins vel til að
dreifa ósannindum, samsæriskenn-
ingum og almennri dellu en Netið,
hvort sem það eru kenningar um að
eðlumenn hafi lagt undir sig heim-
inn, bandarísk stjórnvöld hafi
sprengt tvíturnana í New York eða
að Elvis og Michael Jackson séu í
felum saman á smáeyju í Kar-
íbahafi (alveg satt!).
Samsæriskenningasmiðir
Ekki er þó ástæða til að ör-
vænta! Víst er til legíó af bull-
síðum, en það eru líka til síður sem
fletta ofan af bullinu. Frægust
þeirra er snopes.com, sem menn
eiga alltaf að byrja að skoða áður
en þeir senda af stað fjölpósta um
nýja vírusa, týnd börn, en aðrar
eru líka til sem nálgast hlutina á
annan hátt, til að mynda Swallow-
ing the Camel, http://swallowing-
thecamel.blogspot.com/, vefsetur
sem safnað hefur saman upplýs-
ingum um rugludalla og samsær-
iskenningasmiði.
Heiti síðunnar vísar í Biblíuna,
nánar tiltekið í Matteusarguðspjall
23:24 en þar segir: „Blindu leiðtog-
ar, þér síið mýfluguna, en svelgið
úlfaldann!“ Aðstandandi síðunnar
er, að eigin sögn, kanadísk hús-
móðir á fertugsaldri, en vitanlega á
ekki að taka það of trúarlega frek-
ar en annað á Netinu; er ekki eins
líklegt að hún sé starfmaður
bandarísku leyniþjónustunnar?
Það hafa í það minnsta sumir hald-
ið því fram þegar hún hefur spottað
þá fyrir samsæriskenningar sínar.
Bull á bull ofan
Meðal efnis á síðunni er listi yfir
heimsins heimskulegustu samsær-
iskenningar sem við grípum aðeins
niður í (í sviga er nafn þess eða
þeirra sem fyrstur hélt þessu
fram): Bílstjórinn myrti John F.
Kennedy (William Cooper), Sál-
fræðihernaðarráð Bretlands sendi
Bítlana til Bandaríkjanna til að
spilla siðferði bandarískra ung-
menna (Lyndon LaRouche), Krist-
ur var aldrei krossfestur heldur fór
hann í felur með Maríu Magdalenu
og átti með henni börn í Frakk-
landi (Hugh Schonfield, Michael
Baigent, Richard Leigh og fleiri),
Kristur og lærisveinar hans voru á
sífelldu sveppatrippi (John
Allegro), Stephen King myrti John
Lennon (Steve Lightfoot), fyrir
milljörðum ára heilaþvoði illi al-
heimsalvaldurinn Xenu sálir okkar
til að trúa helstu trúarbrögðum
heims sem hann bjó til (L. Ron
Hubbard) og Hitler flúði til norð-
urskautsins og býr þar í góðu sam-
læti með geimverum sem búa inni í
jörðinni (jörðin er hol að innan)
(Ernst Zundel o.fl.).
Ekkert of ótrúlegt
Svo eru það samsæriskenningar
sem óljóst er um uppruna eða eng-
inn vill kannast við að hafa komið
af stað: Undir flugvellinum í Den-
ver er gríðarmikið neðanjarð-
arbyrgi sem hýsir stjórnstöð al-
heimsráðsins sem tekur brátt
völdin (sönnun þess má sjá í mósa-
íkmyndum á flugvellinum), HIV-
veiran var búin til á tilraunastofu /
HIV-veiran veldur ekki alnæmi,
sætuefnið aspartam, flúor, gena-
breyttur matur og bóluefni eru
beinlínis búin til af illum yfirvöld-
um til að tryggja að mannkyn sé
veiklulegt og auðsveipt.
Eins og sjá má er það ótrúlegast
við þessar kenningar allar að fólk
skuli yfirleitt trúa þeim, en það
vantar ekki: Ekkert virðist vera of
ótrúlegt til að vera satt sem sann-
ast af þeim fjölmörgu sem skrifað
hafa athugasemdir á síðuna þar
sem þeir reyna að skjóta stoðum
undir delluna.
Hitler Hann á að hafa flúið til norðurskautsins til að búa með geimverum.
Heimsins heimskulegustu
samsæriskenningar
John F. Kennedy
Menning 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 2009
568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is
Söngvaseiður (Stóra sviðið)
Harry og Heimir (Litla sviðið)
Leikferð um landið í september og október
Fim 10/9 kl. 20:00 Fors U
Fös 11/9 kl. 20:00 Fors U
Lau 12/9 kl. 20:00 Frums U
Sun 13/9 kl. 20:00 2.kort U
Fim 17/9 kl. 20:00 3.kort U
Fös 18/9 kl. 20:00 4.kort U
Lau 19/9 kl. 20:00 5.kort U
Sun 20/9 kl. 20:00 6.kort U
Fim 24/9 kl. 20:00 7.kort U
Fös 25/9 kl. 20:00 8.kort Ö
Lau 26/9 kl. 20:00 9.kort Ö
Sun 27/9 kl. 20:00 10.kortÖ
Djúpið (Litla sviðið)
Mið 23/9 kl. 20:00 Ö
Sun 27/9 kl. 16:00 Ö
Mið 30/9 kl. 20:00
Sun 4/10 kl. 16:00
Allt að seljast upp - tryggðu þér miða
Vertu með í allan vetur – tryggðu þér áskrifta núna
Fös 4/9 kl. 19:00 U
Lau 5/9 kl. 19:00 U
Sun 6/9 kl. 19:00 U
Mið 9/9 kl. 20:00 U
Fim 10/9 kl. 19:00 U
Fös 11/9 kl. 19:00 Ö
Lau 12/9 kl. 19:00 Aukas
Fös 18/9 kl. 19:00 Ö
Lau 19/9 kl. 19:00 U
Sun 20/9 kl. 14:00 U
Fös 25/9 kl. 19:00 Aukas
Lau 26/9 kl. 14:00 U
Sun 27/9 kl. 20:00 Ný auka
Fim 1/10 kl. 19:00 Ný aukas
Fös 9/10 kl. 19:00 Ö
Flutt á ensku í tengslum við Lókal leiklistarhátíðina
Dauðasyndirnar (Litla sviðið)
Lau 5/9 kl. 19:00 Flutt á ensku
Flutt á ensku í tengslum við Lókal leiklistarhátíðina
Þú ert hér (Litla sviðið)
Lau 5/9 kl. 22:00 Aukasýn. Sun 6/9 kl. 20:00 Aukasýn.
Ath. stutt sýningartímabil
UTAN GÁTTA (Kassinn)
4ra sýninga kort aðeins 9.900 kr.
KARDEMOMMUBÆRINN (Stóra sviðið)
Sími 551 1200 / midasala@leikhusid.is / www.leikhusid.is
Sun 30/8 kl. 14:00 U
Sun 30/8 kl. 17:00 U
Sun 6/9 kl. 14:00 U
Sun 6/9 kl. 17:00 U
Sun 13/9 kl. 14:00 U
Sun 13/9 kl. 17:00 U
Sun 20/9 kl. 14:00 U
Sun 20/9 kl. 17:00 U
Sun 27/9 kl. 14:00 U
Sun 4/10 kl. 14:00 Ö
Sun 4/10 kl. 17:00 Ö
Sun 11/10 kl. 14:00 Ö
Sun 11/10 kl. 17:00 Ö
Sun 18/10 kl. 14:00 Ö
Sun 18/10 kl. 17:00
Sun 25/10 kl. 14:00
Sun 25/10 kl. 17:00
Sun 1/11 kl. 14:00
Sun 1/11 kl. 17:00
Sýningar haustsins komnar í sölu
Fös 4/9 kl. 20:00 Ö
Sun 6/9 kl. 20:00
Lau 12/9 kl. 20:00 Ö
Lau 19/9 kl. 20:00 Ö
Lau 26/9 kl. 20:00 Ö
Lau 3/10 kl. 20:00
FRIDA... viva la vida (Stóra sviðið)
Fös 11/9 kl. 20:00 Frums U
Lau 12/9 kl. 20:00 2. sýn Ö
Fös 18/9 kl. 20:00 3. sýn Ö
Lau 19/9 kl. 20:00 4. sýn Ö
Fös 25/9 kl. 20:00 5. sýn Ö
Lau 26/9 kl. 20:00 6. sýn Ö
Fös 2/10 kl. 20:00 7. sýn
Lau 3/10 kl. 20:00 8. sýn
Miðasala hafin á sýningar haustsins
Frístundakor t
Ástvaldur Traustason
skólastjóri Tónheima
“Markmið mitt er að gefa sem flestum
tækifæri til að stunda tónlistarnám því
tónlist er stór hluti af lífi okkar og veitir
ómælda gleði og ánægju .
Nú gefst þér tækifæri til þess að stunda
skemmtilegt tónlistarnám - sem fyrr eru
allir velkomnir, byrjendur sem lengra
komnir, ungir og aldnir.”
Upplýsingar og skráning á tonheimar.is
og í síma 846 8888
Skráning hafin á haustönn - enginn biðlisti!
Bassagítar
Lagasmíðar
Harmónika
Raf- og kassagítar
Píanó
Tónheimar - Fákafeni 9 - tonheimar@tonheimar.is
VEFSÍÐA VIKUNNAR swallowingthecamel.blogspot.com»
NOEL Gallagher seg-
ist hættur í hljómsveit-
inni Oasis þar sem
hann geti ekki lengur
starfað með bróður
sínum Liam eftir
ítrekaða árekstra. No-
el segist á heimasíðu
hljómsveitarinnar vera
leiður vegna þessa en
einnig létt. „Fólk mun
skrifa og segja það
sem það vill en ég gat
ekki unnið degi lengur
með Liam,“ segir No-
el.
Noel, sem er að-
algítarleikari Oasis,
bað alla þá afsökunar sem hefðu
þegar keypt miða á tónleika hljóm-
sveitarinnar í París, Konstanz og
Mílanó. Tilkynningin kom eftir að
hljómsveitin aflýsti tónleikum á
Rock en Seine-tónlistarhátíðinni í
grennd við París á föstudag.
Skipuleggjendur hátíðarinnar
sögðu bræðurna hafa rifist áður en
þeir áttu að stíga á svið. Áheyr-
endur á Rock en Seine-hátíðinni
héldu fyrst að um grín væri að
ræða þegar upphitunarhljóm-
sveitin tilkynnti að
Oasis myndi ekki spila
eða þangað til að til-
kynning þess efnis
birtist á stórum skjám
báðum megin við svið-
ið.
Blaðamaður hjá
New Musical Express
segir að þrátt fyrir
langa sögu af illindum
á milli bræðranna liti
þetta út fyrir að vera
endanlegt núna. „Noel
hefur yfirgefið þá á
miðjum tónleika-
ferðalögum áður, Li-
am hefur ekki mætt á
tónleika en þeir hafa haldið áfram.
En núna, miðað við hvernig Noel
setur þetta fram á vefsíðunni, lítur
allt út fyrir að bandið sé end-
anlega hætt,“ segir blaðamað-
urinn.
Liam, söngvari hljómsveit-
arinnar, og eldri bróðir hans Noel
hafa átt stormasamt samband allt
frá því að þeir stofnuðu hljómsveit-
ina árið 1991 en orðrómur hafði
verið uppi á liðnum vikum um að
hljómsveitin myndi leysast upp.
Oasis leysist upp
Hættur Noel Gallagher
þolir ekki bróður sinn.