Morgunblaðið - 21.09.2009, Side 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2009
Heimsferðir bjóða frábært sértilboð í einu helgarferð haustsins til hinnar
einstöku perlu Búdapest 22. október.
Búdapest er ótvírætt ein fegursta borg
Evrópu og hún býður einstakt mannlíf,
menningu og skemmtun að ógleymdri
gestrisni Ungverja auk frábærra veitinga-
og skemmtistaða. Verðlagið í Búdapest er
frábært svo hér er tilvalið að versla og
njóta lífsins.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt
til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Verð frá kr. 79.900
Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli
í 4 nætur á Hotel Platanus *** eða
Hotel Ibis Váci út *** með morgun-
mat. Aukalega m.v. gistingu á Hotel
Radisson SAS ****+.
Sértilboð 22. okt.
Ath. verð getur hækkað án fyrirvara.
Allra síðustu sætin – Ótrúleg sértilboð!
Búdapest
22.-26. október
frá kr. 79.900
Eftir Sigurð Boga Sævarsson
sbs@mbl.is
FJÖLDI fólks samfagnaði Reykja-
víkurmeynni Klöru Vemundsdóttur
sem hélt upp á hundrað ára afmæli
sitt í gær. „Ég átti hamingjusamt líf.
Við skulduðum aldrei neinum neitt.
Hvernig nú er komið hins vegar fyr-
ir þjóðinni er hræðilegt. Fólk kaupir
og kaupir og á ekki fyrir hlutunum.
Og bankarnir djöflast í fólki og ausa
peningum,“ sagði Klara í samtali við
Morgunblaðið í gær.
Klara er innfæddur Reykvík-
ingur, fædd 21. september 1909, og
ólst upp í við Grettisgötu og í Þing-
holtsstræti. „Ég man vel eftir
spænsku veikinni þar sem mitt var
að færa fólki vatn þegar allir voru
lagstir í rúmið. Faðir minn var á sjó
þegar þetta var og eftir að hann
kom í land lagðist hann fárveikur.
Þegar allir voru lagstir veikir var
mér komið í fóstur vestur í bæ og þá
veiktist ég sjálf,“ segir Klara sem
missti móður sína í þessari skæðu
sótt.
Eiginmaður Klöru, Ársæll Kjart-
ansson, lést 1991. Þau eignuðust sjö
börn en aðeins eitt úr þeirra hópi,
Hafsteinn, er lifandi. Afkomend-
urnir eru alls 48.
Ársæll var lengi starfsmaður hjá
Kolum og salti og seinna sýningar-
maður hjá Nýja bíói en Klara starf-
aði við ræstingar. Alls bjuggu þau á
sautján stöðum í borginni. „Svo
byggðum við hús í austurbænum,
Landbrot, þar sem Bakkagerði er
núna. Þegar það var risið fór allt að
ganga vel hjá okkur,“ segir Klara
sem er ern eftir aldri og minnið
trútt, enda þótt sjón og heyrn séu
farin að gefa sig. Hún bjó allt þar til
fyrir þremur árum í eigin íbúð með
dóttur sinni, sem nú er látin en flutt-
ist þá á hjúkrunarheimilið Skjól þar
sem hún unir hag sínum vel.
Ég átti hamingjusamt
líf og skuldaði aldrei
Morgunblaðið/Kristinn
Afmælisbarn Klara Vemundsdóttir ber sig vel og heilsan er góð. Hún er
hundrað ára í dag og segir að flest í lífinu hafi gengið sér og sínum í haginn.
Klara Vemundsdóttir 100 ára í dag Ern og minnið trútt
STAÐA skýrslu
rannsóknar-
nefndar Alþingis
um bankahrunið
verður metin í
fyrstu viku októ-
bermánaðar og í
beinu framhaldi
verður útgáfu-
dagur skýrsl-
unnar ákveðinn.
Páll Hreinsson, formaður rann-
sóknarnefndarinnar, segir að ekki
liggi fyrir nákvæmlega hvenær
skýrslan muni verða birt en miðað
hefur verið við að það verði í kring-
um 1. nóvember. „Það fer líka svo-
lítið eftir dagskrá þingsins, hvenær
það hefur dagsetningu fyrir okk-
ur,“ segir Páll. Hann kveður starf
nefndarinnar hafa gengið vel og
býst við að áætlunin standist nokk-
urn veginn. skulias@mbl.is
Býst við skýrslu
nefndar í byrjun
nóvember
Páll Hreinsson
Eftir Skúla Á. Sigurðsson
skulias@mbl.is
„OKKUR fasteignasölum hefur
fundist að eftir verslunarmannahelgi
hafi markaðurinn tekið talsvert við
sér og það er að skila sér núna,“ seg-
ir Ingibjörg Þórðardóttir, formaður
Félags fasteignasala. Um þessar
mundir sé meira en undanfarið
spurt eftir eignum, viðhorf fólks til
fasteignaviðskipta sé jákvæðara og
salan hafi aukist.
Þinglýstir kaupsamningar á höf-
uðborgarsvæðinu voru 57 dagana
11.-17. september en til saman-
burðar segir Ingibjörg að í ár hafi að
meðaltali 34
kaupsamningum
verið þinglýst í
hverri viku. Á
sama tíma í fyrra
var meðalfjöldinn
66 vikulega.
„Þetta hefur
verið eins og í
dauðs manns
gröf,“ segir Ingi-
björg og segir að
þótt samningum hafi fjölgað töluvert
sé markaðurinn ekki kominn á þann
skrið sem ætti að vera. Kveður hún
enn vanta úrræði til að stuðla að
eðlilegum fasteignaviðskiptum. Hún
telur þó að hinn aukni skriður á
markaðnum sé teikn um raunveru-
legan bata.
Makaskipti ekki meginþáttur
Ingibjörg segir að hlutur maka-
skipta í aukningunni sé orðum auk-
inn í umræðunni, þau séu ekki meg-
inþáttur í viðskiptunum. „Það er
eitthvað um makaskipti og þá helst
þegar um stórar eignir er að ræða,
þeir sem eru að selja stærstu eign-
irnar taka gjarna íbúðir upp í.“ Þeg-
ar um ræðir eignir af hefðbundnum
stærðum, íbúðir og íbúðarhús, er
hlutur makaskipta að sögn Ingi-
bjargar lítill.
Fasteignaviðskiptin að
komast á skrið á nýjan leik
Formaður Félags fasteignasala telur raunveruleg batamerki á fasteignamarkaði
Í HNOTSKURN
» 45 af kaupsamningunum57 sem þinglýst var á höf-
uðborgarsvæðinu voru um
eignir í fjölbýli, níu um sérbýli
og þrír um annars konar eign-
ir. Heildarvelta viðskiptanna
nam 1.485 milljónum króna.
» Á umræddu tímabili voruþinglýstir kaupsamningar
átta talsins á Suðurnesjum og
fimm á Akureyri. Þremur var
þinglýst á Árborgarsvæðinu.
Ingibjörg
Þórðardóttir
Eftir Ágúst Inga Jónsson
aij@mbl.is
EKKI hafa borist merki frá steypi-
reyðinni, sem var merkt í Skjálf-
andaflóa 23. júní, í tæpar tvær vikur
eða frá 8. september. Allar líkur eru
á að þessari tilraun til að fylgjast
með ferðum þessa stærsta dýrs jarð-
arinnar sé lokið. Endingartími og
sendingatíðni steypireyðarinnar
þykir þó mjög ásættanleg á alþjóð-
legan mælikvarða. Síðustu dagana
sem merki bárust frá dýrinu var það
að dóla sér suður af Reykjanesi.
Stefnt er að því að merkja fjóra
hvali með gervihnattasendum í
haust. Talsverður kostnaður fylgir
þessu verkefni. Verð merkjanna hef-
ur hækkað um helming eins og önn-
ur innflutt vara síðastliðið ár og er
nú um 400 þús. krónur.
Samkvæmt upplýsingum Gísla
Víkingssonar, hvalasérfræðings á
Hafrannsóknastofnun, telst það góð-
ur árangur að fá merki frá steypi-
reyðinni í 78 daga. Margvísleg
vandamál eru því samfara að merkja
stórhveli samanborið við landdýr
eða minni hvali. Líklegast er að
merkið hafi losnað úr dýrinu og al-
gengt er að líkaminn hafni þessum
aðskotahlut með því að mynda örvef
utan um merkið og ýta því smám
saman út. Einnig er hugsanlegt að
rafhlaðan eða annar búnaður hafi
gefið sig.
Ekki er hægt að handsama stór-
hveli og koma merkinu tryggilega
fyrir á besta stað, heldur verður að
skjóta því úr fjarlægð. Merkið þarf
að festast ofarlega á bakinu því
merkin senda ekki neðan yfirborðs
sjávar og þurfa því að ná sambandi
við gervitungl þessar fáu sekúndur
sem loftnetið er ofan sjávar í hvert
skipti.
Ekkert merki
í hálfan mánuð
Hafró hyggst merkja fjóra hvali í haust
ÍSLENSK erfðagreining segir að
vísindamenn á vegum fyrirtækisins,
auk vísindamanna í Finnlandi, Hol-
landi, Bandaríkjunum og á Spáni,
hafi fundið fjóra breytileika í erfða-
mengi mannsins, sem auka mjög lík-
ur á krabbameini í blöðruhálskirtli.
Þetta kemur fram í tilkynningu sem
fyrirtækið sendi frá sér í gær.
Þetta er í sjötta skiptið sem Ís-
lensk erfðagreining finnur erfða-
breytileika sem eykur líkur á blöðru-
hálskrabbameini.
Fyrirtækið segir að frekari rann-
sóknir hafi sýnt fram á að þessa
breytileika sé að finna í 1,5% karl-
manna sem eigi 2,5 sinnum meira á
hættu en aðrir að fá krabbamein í
blöðruhálskirtil.
Hægt sé að nýta þessar nið-
urstöður í greiningarprófum sem IE
hefur þróað.
ÍE finnur erfðabreytileika