Morgunblaðið - 21.09.2009, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 21.09.2009, Qupperneq 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2009 Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is RAJENDRA Pachauri, formaður milliríkjanefndar Sameinuðu þjóð- anna um loftslagsbreytingar, tekur daginn snemma fjórum tímum eftir að hann lenti í Keflavík. Klukkan er um fjögur að morgni og hans bíða tölvuskeyti sem þarf að svara. Indverski vinnuþjarkurinn hefur enda í mörg horn að líta. Fyrir utan að fara fyrir 2.000 manna vísinda- nefnd um mál sem varðar nær allar hliðar mannlegs félags sinnir hann ýmsum hliðarverkefnum. Þá styttist í loftslagsráðstefnuna í Kaupmanna- höfn sem margir vonuðust til að myndi marka tímamót. Margvíslegar hindranir – Heimildarmenn mínir segja að almenn svartsýni ríki í Kaupmanna- höfn um að ráðstefnan muni marka tímamót. Hvaða ljón eru í veginum? „Margt leggst þar á eitt. Bandarík- in eru á umbrotaskeiði. Forsetinn er mjög fylgjandi aðgerðum á sama tíma og þingið er ekki tilbúið að stíga mikilvæg skref. Við vitum einnig að hagsmunir standa í vegi fyrir aðgerð- um vestan hafs. Niðursveiflan hefur einnig haft sitt að segja. Ef það væri ekki fyrir hana kynni að stefna í mun meiri árangur í þetta skiptið.“ Pachauri bætir því svo við að hér skipti máli að loftslagsráðstefnan í pólska bænum Poznan í desember skyldi ekki hafa leitt til áþreifanlegs árangurs, þótt tekist hefði að halda í árangurinn sem náðist í Balí ári áður. Erfitt að spá um útkomuna – Ertu bjartsýnn um góða niður- stöðu í Kaupmannahöfn eða ertu þeg- ar farinn að horfa til næsta árs? „Ég held að okkur takist að ná fram samkomulagi þótt erfitt sé að spá fyrir um hvers eðlis það verður. Það er einnig hugsanlegt að áhrifin af afrakstrinum komi fram á næsta ári.“ – Er því nú frekar horft til þess að ná fram pólitískri samstöðu en bind- andi samkomulagi? „Ég vonast eftir bindandi samn- ingum sem verða ef til vill hvorki miklir að umfangi né þannig gerðir að þeir nái til allra ríkjanna. Hver veit nema Bandaríkin fái meiri tíma? – Ertu sammála Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra SÞ, um að töf á samningum gæti reynst vandamál og orðið til að seinka aðgerðum? „Án nokkurs vafa. Ég lít persónu- lega svo á að það sé mjög mikilvægt fyrir alþjóðasamfélagið að ná fram sterku bindandi samkomulagi í Kaup- mannahöfn því ef það frestast er ekki verið að sýna þann ásetning sem þarf til að leysa þennan brýna vanda. Frá vísindalegu sjónarhorni þýðir hver dagur í töf að allar lausnir verða erfiðari til lengri tíma litið. Við hjá IPCC höfum einnig gert grein fyrir því að losun gróður- húsalofttegunda þurfi að ná hámarki eigi síðar en um miðjan næsta áratug eigi að takast að koma í veg fyrir meiri hlýnun en 2 gráður á Celsíus.“ Gerir markmiðin torsóttari – Verður markmiðið fjarlægara? „Það verður sífellt erfiðara. Því miður höfum við horft upp á að Bandaríkin, sem hefðu átt að vera í forystu í loftslagsmálum, hafa ekki gert neitt. Það er veruleiki sem við þurfum að horfast í augu við.“ – Það hefur verið stígandi í lofts- lagsumræðunni. Óttastu umskipti ef árangurinn í desember verður rýr? „Ég vona ekki. Ef árangurinn verður ekki í samræmi við væntingar eru líkur á að hluti bandarísks al- mennings verð mjög óánægður sem aftur gæti aukið þrýsting á aðgerðir, ekki aðeins á forsetann og stjórn hans heldur einnig á þingið. Obama var kjörinn forseti á grunni nýrrar loftslagsstefnu sem skuld- bindur hann til aðgerða […] Það þýð- ir þó ekki heimsendi ef árangurinn verður ekki í samræmi við vænt- ingar,“ segir Pachauri sem telur allar líkur á að loftslagsmálin verði að stóru kosningamáli haustið 2010 í Bandaríkjunum. Verður það að telj- ast nokkur bjartsýni í ljósi sögunnar og verulegra efnahagsþrenginga. Ýmis ljón í veginum Formaður milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) telur ráðlegt að stilla væntingum í hóf fyrir Kaupmannahafnarráðstefnuna Morgunblaðið/Kristinn Í ræðustól Dr. Rajendra K. Pachauri gerði grein fyrir ýmsum hliðum lofts- lagsmálanna á fjölsóttum fyrirletri við Háskóla Íslands á laugardaginn var. Það vakti athygli blaðamanns að á leiðinni upp á Kefla- víkurflugvöll skyldi Pachauri taka fram að betra væri að knýja álbræðslur hér með endurnýjanlegri orku en með jarðefnaeldsneyti annars staðar. Inntur eftir því hvort hann telji það markmið ESB að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 20% fyrir 2020 raunhæft með hliðsjón af svartsýni í loftslags- málunum nú um stundir kveðst Pachauri vongóður enda sé sambandið ákveðið í að feta þessa braut. Bandaríkin hafa fikrað sig í átt að sambærilegu markmiði, sem gengur þó ekki jafn langt, og segir Pac- hauri að Bandaríkjaforseti geti haft mikil áhrif, svo sem þegar Barack Obama beitti sér nýverið fyrir lagasetn- ingu um stóraukna sparneytni nýrra bifreiða. Spurður hvernig það fari saman við hagvaxtarspár, einkum í risaríkjunum Kína og Indlandi, að hverfa frá notkun jarðefnaeldsneytis, segir Pachauri að þvert á hugmyndir margra felist í því ávinningur að auka veg endurnýjanlegrar orku. Orkuöryggi verði ekki tryggt með því að treysta á þverrandi olíulindir. Spurður um það sjónarmið hagfræðinganna Chris Green og Isabel Galiana, sem Daninn Bjørn Lomborg gerði að umtalsefni nýverið, að heppilegra sé að beina fjármunum í tækniþróun en dýrar aðgerðir til að draga úr losun, segir Pachauri fjárfestingu nauðsynlega en að hún verði að fara saman við samdrátt í losun. Pachauri segir Lomborg góðan kunningja sinn og að hann sé þess fullviss að Daninn verði kominn á aðra skoðun eftir nokkur ár, á sama hátt og hann hafi áður horfið frá efasemdum um þátt mannsins í hlýnuninni. Bandaríkjaforseti getur haft mikil áhrif TÍMAMÓT urðu í sögu hvalveiða á Íslandi fyrir helgina. Þá kom á land í hvalstöðinni í Hvalfirði 15. þús- undasti hvalurinn sem veiðst hefur á skipum Hvals hf. Fyrirtækið var stofnað árið 1947 en fyrsti hvalurinn kom á land 1948. Fyrirtækið stundaði hval- veiðar til ársins 1989 en þá tók við hvalveiðibann sem stóð í tæp 20 ár. Alls eru komnir á land 117 hvalir á þessari vertíð en alls má fyrir- tækið veiða 150 hvali. sisi@mbl.is Morgunblaðið/ÞÖK 15. þúsundasti hval- urinn í sögu Hvals hf. kom á land fyrir helgi SNÆRÓS Sindradóttir var kjörin formaður Ungra vinstri grænna á höf- uðborgarsvæð- inu á aðalfundi félagsins í gær. Fráfarandi for- maður er Brynja Halldórsdóttir. Meðal álykt- ana aðalfundarins var hvatning til ráðherra í velferðarráðuneytum, heilbrigðis-, mennta- og félags- málaráðuneyti, til að sýna festu á þessum erfiðu tímum niðurskurðar og standa undir nafni sem vel- ferðar- og vinstristjórn með því að byggja upp félagslega innviði Ís- lands. Snærós kjörin nýr formaður ungra VG Snærós Sindradóttir Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is TÆPLEGA 40% landsmanna hafa breytt ferðavenjum sínum að und- anförnu, sem rekja má beint til efna- hagskreppunnar. Fólk notar einka- bílinn minna en áður og fer færri ferðir út fyrir bæinn, gengur og hjól- ar meira og notar innanlandsflug minna. Aðeins 4% fara oftar með strætó. Þetta er meðal þess sem fram kemur í könnun á ferðavenjum landans sem fyrirtæki Bjarna Reyn- arssonar skipulagsfræðings, Land- ráð sf., gerði. Fyrirtækið hefur unn- ið sex slíkar kannanir á und- anförnum árum þar sem fjölmargir þættir eru teknir til skoðunar. Nota einkabílinn minna Könnunin, sem gerð var í mars síðastliðnum, var unnin að frum- kvæði samgönguyfirvalda og kostuð af Vegagerðinni. Var tilgangurinn að meta hve víð- tæk áhrif efnahagskreppan sem hófst í október 2008 hefði haft á ferðavenjur þjóðarinnar. Ágætur samanburður er til staðar úr fyrri könnunum.. Þriðjungur þeirra sem spurðir voru í könnun þessa árs hefur breytt ferðavenjum sínum og telur það komið til að vera. Einkum eru það konur og elstu og yngstu aldurshóp- arnir. Fólk í stóru byggðakjörn- unum úti um land telur hins vegar ólíklegt að breytingarnar vari til lengri tíma. Alls um 48% segjast nota einkabílinn minna. Þá er athyglisvert að sjá að notk- un einkabílsins sem aðalferðamáta hefur dregist saman um 3%, mest í elstu hverfum Reykjavíkur eða um 10%. Var umferð einkabíla í Reykja- vík síðasta haust 6% minni en árið áður. Í könnuninni var spurt hvaða breytingar samgönguyfirvöld ættu að gera vegna efnahagsástandsins. Vilji landsmanna þar er afdrátt- arlaus því flestir vilja fjölga mann- aflsfrekum framkvæmdum og er mestur áhugi fyrir breikkun Suður- landsvegar. Einnig nefndu að- spurðir endurbætur á hringveginum og jarðgangagerð en áberandi færri Sundabraut en áður. Færri nota innanlandsflug Færri en áður nota innanlands- flugið eftir að kreppan skall á og munar þar mest um að færri fljúga frá Reykjavík en utan af landi. Um 68% allra svarenda vildu flugvöll áfram í Vatnsmýrinni og 60% á höf- uðborgarsvæðinu – enda líst 53% vel á að byggingu samgöngumiðstöðvar þar verði flýtt. Þegar viðhorf til ann- arra flugvallarkosta eru skoðuð kemur fram að 48% telja í þeirri stöðu að flytja eigi miðstöð innan- landsflugs til Keflavíkur en aðeins 5% nefna Hólmsheiði sem nefnd hef- ur verið sem flugvallarkostur rétt eins og Löngusker í Skerjafirði. Helmingur notar einkabíl minna  Færri ferðir og fleiri ganga og hjóla  Mikill stuðningur við Suðurlandsveg og samgöngumiðstöð  Flestir vilja áfram flugvöll í Vatnsmýri  Færri nota innanlandsflug  4% oftar með strætó Morgunblaðið/Valdís Umferðin Talsvert hefur dregið úr umferð frá því efnahagsskreppan skall á. Morgunumferðin í borginni er þung og mestur þungi hennar í aðra áttina. „Upphaf efnahags- kreppunnar hafði áhrif á ferðavenju,“ segir Bjarni Reynarsson. „Mest varð breytingin í jaðar- byggðum höfuðborgarsvæðisins. Umferð til dæmis sunnan úr Keflavík minnkaði mikið. Þetta var fyrst eftir hrun bankanna en umferð jókst þegar fram í sótti, sem sýnir hve einkabíllinn er Íslend- ingum mikilvægur. Þá má gera ráð fyrir að fleiri hafi ferðast innanlands í sumar en áður. Þá er athyglisvert að sjá hve marg- ir vilja innanlandsflugið áfram í Vatnsmýri og að þar verði byggð samgöngumiðstöð.“ Kreppa breytti venju Bjarni Reynarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.