Morgunblaðið - 21.09.2009, Blaðsíða 10
10 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2009
Margt smátt gerir eitt stórt segirorðtækið. Þetta hafa mörg
fyrirtæki og stofnanir nýtt sér svo
um munar.
Eitt dæmi um það eru svokölluðseðilgjöld. Samkvæmt lögum
má ekki innheimta seðilgjöld nema
gerður hafi verið samningur við
viðkomandi viðskiptavin.
Ferdinand Han-sen, verk-
efnastjóri gæða-
stjórnunar hjá
SI, tekur þetta
mál upp í grein í
Morgunblaðinu á
laugardag.
Hann rifjar upporð Björgvins G. Sigurðssonar,
fyrrverandi viðskiptaráðherra, í 24
stundum í september í fyrra að þau
fyrirtæki og stofnanir sem ekki
hætti að ruka seðilgjöld verði beitt
sektum.
Ferdinand segir að þrátt fyrirfögur fyrirheit rukki fyrirtæki
og stofnanir neytendur enn um sér-
staka aukaþóknun fyrir útgáfu og
heimsendingu reikninga.
Síðan segir hann: „Ef við gefumokkur að hver fjölskylda í land-
inu greiði 1.500 kr. á mánuði í seð-
il-/útskriftargjöld, þá eru það
18.000 kr. á ári á hvert heimili.
Samkvæmt Hagstofunni eru 77.047
kjarnafjölskyldur í landinu. Ef
þessar forsendur eru nærri lagi
draga stofnanir og fyrirtæki ólög-
lega að sér 1.386.846.000, sagt og
skrifað,
einnmilljarðurþrjúhundruðáttatíu-
ogsexmilljóniráttahundruðfjörutíu-
ogsexþúsundkrónur – og er þá að-
eins verið að tala um reikninga til
einstaklinga en ekki til fyrirtækja.“
Hér er um að ræða ótrúlega upp-hæð, sem er ryksuguð úr vös-
um almennings í smáskömmtum.
Ferdinand Hansen
Margt smátt
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands
Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður
Reykjavík 10 rigning Lúxemborg 17 skúrir Algarve 24 léttskýjað
Bolungarvík 8 rigning Brussel 22 léttskýjað Madríd 22 skýjað
Akureyri 10 skýjað Dublin 15 skýjað Barcelona 23 léttskýjað
Egilsstaðir 9 léttskýjað Glasgow 15 léttskýjað Mallorca 23 léttskýjað
Kirkjubæjarkl. 10 rigning London 19 skýjað Róm 22 léttskýjað
Nuuk 2 upplýsingar bárust ekkiParís 23 léttskýjað Aþena 22 léttskýjað
Þórshöfn 12 skýjað Amsterdam 18 léttskýjað Winnipeg 21 léttskýjað
Ósló 13 skýjað Hamborg 21 heiðskírt Montreal 16 heiðskírt
Kaupmannahöfn 20 skýjað Berlín 24 heiðskírt New York 21 heiðskírt
Stokkhólmur 17 heiðskírt Vín 23 léttskýjað Chicago 21 léttskýjað
Helsinki 16 léttskýjað Moskva 13 þoka Orlando 31 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
HALLDÓR STAKSTEINAR
VEÐUR
21. september Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 1.32 0,1 7.42 4,2 13.54 0,1 19.58 4,1 7:09 19:33
ÍSAFJÖRÐUR 3.41 0,0 9.43 2,4 16.04 0,1 21.54 2,3 7:13 19:39
SIGLUFJÖRÐUR 5.59 0,1 12.11 1,4 18.09 0,1 6:56 19:22
DJÚPIVOGUR 4.51 2,5 11.09 0,2 17.09 2,2 23.15 0,3 6:38 19:03
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
Á þriðjudag
Norðvestan 8-13 m/s A-lands í
fyrstu, annars hægari breytileg
átt. Dálítil rigning eða slydda
um tíma á austanverðu landinu,
en þurrt að mestu vestan til.
Hiti 1 til 10 stig, hlýjast syðst.
Á miðvikudag
Fremur hæg vestlæg átt og dá-
lítil væta, en yfirleitt þurrt og
bjart veður norðaustan til. Hiti
3 til 10 stig.
Á fimmtudag
Suðvestanátt og rigning, eink-
um vestan til á landinu. Hiti 7 til
13 stig.
Á föstudag og laugardag
Vestlæg átt og rigning eða
skúrir, en úrkomulítið A-lands.
VEÐRIÐ NÆSTU DAGA
SPÁ KL. 12.00 Í DAG
Vestan 3-8 og smáskúrir, hiti 7
til 13 stig. Norðan 8-13 og rign-
ing norðvestan til síðdegis. Í
kvöld er útlit fyrir norðanátt
með rigningu eða slyddu víða,
þó síst SV-lands. Kólnandi veð-
ur.
TALSVERT hefur fundist af spán-
arsniglum undanfarið og það jafnvel
á stöðum sem hann hefur ekki
fundist á áður. Flestir hafa spánar-
sniglarnir fundist í Kópavogi, en
einnig á Hofsósi, Vestmannaeyjum
og Mosfellsbæ.
Um miðjan júlí fannst spánar-
snigill á Hofsósi. Hann var reyndar
í kínakáli sem pakkað var í Hollandi
og flutt þaðan í verslun á Hofsósi.
Þar var því um tilfallandi atvik að
ræða.
Sniglarnir finnast víða
Tíu dagar liðu af ágúst þar til
spánarsnigill fannst í Mosfellsbæ,
en þar um slóðir hafði hann ekki
fundist áður, og annar í Kópavogi.
Spánarsnigill fannst í garði í Vest-
mannaeyjabæ 7. september og var
færður Náttúrugripasafninu þar.
Síðan fannst annar þar í bæ 17.
september sem bendir til þess að sá
fyrri hafi ekki verið tilfallandi.
„Þá var komið að stórri
sprengju,“ segir á vef Náttúru-
fræðistofnunar. „Hinn 10. sept-
ember barst Náttúrufræðistofu
Kópavogs spánarsnigill sem fannst
þar í bæ og er hann þar til sýnis lif-
andi ásamt þeim fyrri sem stofan
fékk í hendur. Daginn eftir var
komið með 13 slíka til Náttúru-
fræðistofnunar Íslands frá þeim
sama stað í Kópavogi. Þeir höfðu
verið tíndir úr hrúgu af plöntu-
úrgangi. Það fylgdi sögunni að einn
hefði sést þar á staðnum fyrr í sum-
ar.“
Spánarsniglar halda sig gjarnan
til hlés þegar þurrkar ríkja og leita
þangað sem raka er að finna þar til
blotnar um. Náttúrufræðistofnun
hefur þó í sumar borist fjöldi
meintra spánarsnigla frá vökulu
fólki en sem betur fer stóðust þeir
fæstir spænskuprófið, segir á ni.is.
aij@mbl.is
Margir spánarsniglar
fundust í Kópavogi
Meintir sniglar
stóðust fæstir
spænskuprófið
GANGNAMAÐUR, sem var við
smölun í Héðinsfirði á laugardag-
inn, varð fyrir meiðslum.
Maðurinn hrasaði og féll við í
brattri hlíð og meiddist á fæti auk
þess sem talið var að hann hefði
farið úr axlarliði.
Björgunarsveitin í Siglufirði var
þegar kölluð út. Það var í rauninni
nærtækt því nokkrir úr sveitinni
tóku þátt í smöluninni.
Þeir ásamt öðrum smalamönnum
báru manninn á börum niður hlíð-
ina. Þaðan var maðurinn síðan
fluttur á sjúkrahúsið í Siglufirði
þar sem hann naut aðhlynningar
hjúkrunarfólks.
Þetta var fyrsta smölun haustsins
í Héðinsfirði og annað skiptið sem
gengið er með öðru fyrirkomulagi
en tíðkast hafði um árabil. Nú er
féð rekið í rétt við nýja veginn.
Þaðan er féð flutt á vögnum og
kerrum til síns heima. Um eitt
hundrað kindur komu til réttar þar
á laugardaginn.
Gangnamaður slasaðist við
smölun fjár í Héðinsfirði