Morgunblaðið - 21.09.2009, Síða 13
Daglegt líf 13ÚR BÆJARLÍFINU
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2009
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
M
ÉR er sagt að strák-
arnir hafi dansað
uppi á þessum stól-
um þegar fjörið var
sem mest á Borg-
inni. Þetta hljóta því að vera sterkir
stólar fyrst þeir þoldu það. Sjálf lét
ég duga að dansa á gólfinu þegar ég
sveif um á Hótel Borg á mínum
sokkabandsárum. Ég átti margar
góðar stundir þar á laugardögum í
Gyllta salnum með vinkonum mínum
og við sátum meðal annars á þessum
stólum og horfðum á fólkið tjútta á
stríðsárunum,“ segir Sonja Schmidt
sem á í fórum sínum tvo upprunalega
stóla úr Gyllta salnum á Hótel Borg
sem hún vill nú selja. Borgin var opn-
uð vorið 1930 og stólarnir verða því
áttatíu ára á næsta ári. En Sonja
slær stólana út í aldri því sjálf verður
hún níutíu og eins árs í desember.
„Ef einhver hefur áhuga á að eignast
þessa stóla þá vil ég endilega selja
þá. Ég held ég eigi tvo í viðbót í
geymslunni hjá mér en upphaflega
keypti ég tólf svona stóla. Það kom til
af því að á sínum tíma var öllu breytt
í Gyllta salnum á Hótel Borg og stól-
arnir voru auglýstir til sölu. Ég sló
til, kannski af því ég átti svo góðar
minningar frá þessum tíma en mér
finnst þeir líka fallegir, gylltir eins og
salurinn sem þeir tilheyrðu. Ég
keypti þá á hundrað krónur stykkið,
sem þótti mikið þá, enda stórmerki-
legir stólar með sögu. Þeir eru enn
með upprunalega áklæðinu og gyll-
ingunni.“
Uppeldið var strangt
Í æðum Sonju rennur bæði danskt
og þýskt blóð. Afi hennar var dansk-
ur en amma hennar þýsk og frá
henni hefur hún ættarnafnið sitt.
Sonja hefur átt viðburðaríka ævi og
hún hefur upplifað ýmislegt á níutíu
árum. Hún var einkabarn foreldra
sinna og segir það hafa verið nokkuð
einmanalegt að eiga ekki systkini.
„Móðir mín átti og rak hattabúð á
Laugavegi 5 og hún var mikil biss-
nesskona, hún hafði kannski ekkert
rosalega mikinn tíma fyrir mig,“ seg-
ir Sonja og bætir við að foreldrar
hennar hafi skilið þegar hún var 10
ára og eftir það hafi hún búið hjá
móður sinni. „Ég fékk að heimsækja
pabba á laugardögum og hann dekr-
aði við mig. Hann hafði alltaf tilbúna
dós með ávöxtum og rjóma með. Svo
fékk ég 30 aura til að kaupa tyggjó
sem hét Schmidt rétt eins og ég,“
segir Sonja sem fékk að sumu leyti
óvenjulegt uppeldi miðað við mörg
börn á Íslandi á fyrri hluta tutt-
ugustu aldar. „Ég fékk mjög strangt
uppeldi og var send í Landakots-
skóla. Þegar ég var
að alast upp áttu
börn að koma
vel fyrir og
það mátti ekki
heyrast neitt í
þeim. Fyrir
vikið var ég
voðalega feim-
in lengi vel en
það er loksins
að rjátla af mér
núna.“
Var send í
klaustur
Sonja sigldi til
Kaupmannahafn-
ar ung að árum
með skipinu Dronning
Alexandrine og segir það hafa
verið mikið ævintýr, þó svo að
sjóveikin hafi dregið úr ánægj-
unni. „Í Kaupmannahöfn gist-
um við mamma hjá „Den gale is-
lænder“ eins og Danir kölluðu
skólabróður mömmu sem var
ríkur maður og bjó rétt utan við
borgina í hvítri villu. Hann fór um á
mótorhjóli um miðjar nætur til að
selja Þjóðverjum íslenska síld. Hann
lenti svo í fangelsi fyrir vikið þegar
stríðinu lauk. Það var mikill harm-
leikur því þetta var góður maður sem
átti góða konu og börn.“ Í Kaup-
mannahöfn var Sonja sett í heima-
vistarskóla og það segir hún ekki
hafa verið sæluvist. „Danir gerðu at í
Íslendingum á þessum tíma og ég
minnist þess að hafa grátið mikið.“
En Sonja lærði vissulega margt af
því að fara út í hinn stóra heim og
hún talar sex tungumál. „Ég kom
heim frá útlandinu árið 1940 þar sem
ekki þótti óhætt að ég væri þar á
stríðstímum. Þá var ég rétt rúmlega
tvítug en foreldrar mínir höfðu sent
mig í klaustur til Belgíu til að mennta
mig. Pabbi var svolítið snobb og það
þótti voðalega fínt að senda börnin
sín út þar sem þau lærðu frönsku og
þeim var kennt að spila á píanó. Ég
gerði bara eins og mér var sagt.“
Leigði ferðamönnum herbergi
Sonja erfði hús föður síns, Sól-
vallagötu 4, og er mjög stolt af hinu
fagra gullregni sem prýðir garðinn
þar og segist hafa dekrað við tréð í
áraraðir. Hún seldi húsið fyrir þó-
nokkrum árum en á margar góðar
minningar þaðan. „Þegar börnin
voru farin að heiman vorum við hjón-
in með fjögur auð herbergi í þessu
stóra húsi og við vildum nýta þau. Við
brugðum á það ráð að leigja þau fyrir
ferðamenn sem reyndist vel og við
gerðum það samfellt í átján ár. Ég
hafði mjög gaman af þessu, ég naut
þess að fá fólk til okkar alls staðar að
úr heiminum og spjalla við það.
Vissulega var þetta
líka erfitt, ég þurfti
til dæmis að þvo allt
línið í höndunum.“
Sonja er mikið fyrir dýr og hefur
átt marga fugla um dagana en líka
hund. „Þegar við bjuggum á Sól-
völlum þá átti ég tík sem hét Píla.
Hún var yndisleg og ég grét mikið
þegar hún elsku Píla mín dó. Ég
elska öll dýr, þau eru almennilegri en
mannfólkið.“
Áttræður Einn af stól-
unum sem Sonja vill
selja og tilheyrðu
Gyllta sal Hótel Borgar
á stríðsárunum.
Dansaði á
Borginni
Hress Sonja Schmidt er eldspræk þrátt fyrir að níutíu ár séu frá fæðingu hennar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
www.rannis.is/visindavaka
Handbók fyrir ráðvillta nútímaþjóð
Dr. Guðrún Nordal forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar fjallar
um hvernig fíkn ungra karlmanna í völd og fé réði miklu um fall í íslensku
samfélagi í tíð Sturlunga. Þetta þykir mörgum ríma óþægilega við atburði
nútímans. Alvarlegt málefni með léttum undirtóni!
er í kvöld
Fyrsta VÍSINDAKAFFIÐ
Laugavegi 13, 101 Reykjavík
sími 515 5800, rannis@rannis.is
www.rannis.is
Menntamálaráðuneytið
Iðnaðarráðuneytið
Sturlunga:
21.september kl. 20:00 - 21:30
Súfistinn Iðuhúsinu
Hálendið í Rangárþingi hefur mikið
aðdráttarafl fyrir fjölda manns og
geymir marga perluna fyrir ferða-
menn, jafnt erlenda sem innlenda.
Þar má nefna eldfjalladrottninguna
Heklu, sem gýs orðið nokkuð reglu-
lega svokölluðum túristagosum sem
ekki hafa valdið umtalsverðu tjóni á
síðustu áratugum. Vonandi verður
næsta gos sem talið er líklegt að
verði innan skamms tíma, eins eða
tveggja ára, ekki til að breyta þessu
orðspori. Landmannalaugar og
Þórsmörk eru sívinsælir ferða-
mannastaðir og gönguleiðin þar á
milli sem nefnist Laugavegurinn í
daglegu tali er gengin af þúsundum
manna á hverju ári.
Landmannalaugar virðast vera gríð-
arlega vinsæll og vel þekktur staður
hjá erlendum ferðamönnum sem
sækja landið heim. Skrifari hitti eitt
sinn unga konu frá Palestínu sem
var að ferðast alein á puttanum og
kvaðst vera komin til Íslands í þeim
eina tilgangi að komast í Land-
mannalaugar og ganga Laugaveginn
til Þórsmerkur og síðan yfir Fimm-
vörðuháls milli Eyjafjalla- og Mýr-
dalsjökla.
Fjölmarga aðra staði er vert að
nefna á þessu svæði, allt frá Skarfa-
nesi og Fossabrekkum sem eru nið-
ur undir byggð, Búðarháls og Þjórs-
árver sem eru vestarlega á svæðinu
upp með Þjórsá, Hrafntinnusker,
Torfajökul, Ljósártungur, Mark-
arfljótsgljúfur, Strútslaug, Mæli-
fellssand og Mýrdalsjökul í nágrenni
Fjallabaksleiðar syðri.
Ef farið er um Dómadalsleið og
Fjallabak nyrðra má nefna fjöl-
marga áhugaverða staði í nágrenni
við þá leið, svo sem Landmannahelli,
Löðmund, Mógilshöfða, þar sem
vegurinn liggur í þeirri hæð að mað-
ur sér langt norður í land í góðu
skyggni, Jökulgil, Kýlinga auk
Landmannalauga sem áður var get-
ið. Sprengisandsleið er hluti af þessu
landsvæði með sínum sérkennum.
En það er fleira af öðrum toga sem
er ekki síður áhugavert fyrir
ákveðna gerð af ferðamönnum.
Stangveiði er að sjálfsögðu ein teg-
und ferðamennsku og þar eru marg-
ir möguleikar á hálendinu í Rang-
árþingi. Vötn eru fjölmörg á
svæðinu þar sem víðast hvar er ein-
hver silungsveiði í mismiklum mæli
og með misvænum fiski. Kvísl-
arveitur á Sprengisandsleið sem
hafa myndast aðallega vegna vatns-
miðlunarframkvæmda gefa oft góða
veiði. Þórisvatn er oft gjöfult framan
af sumri, í Fellsendavatni og Sig-
öldulóni er silungsveiði og mörg vötn
eru á Fjallabaksleiðunum, t.d.
Dómadalsvatn, Löðmundarvatn,
Frostastaðavatn, Ljótipollur,
Skyggnisvatn, Álftavatn o.fl.
Veiðivötn eru þó sá staður sem
heillar flesta stangveiðimenn og
komast færri að en vilja. Algjör met-
veiði hefur verið þar í sumar, komið
hafa á land tæplega 30 þúsund fiskar
á stöng. Þetta er um 5 þúsund fisk-
um meira en árið áður, sem þá var
metár. Um sex þúsund manns hafa
dvalið þar í skemmri eða lengri tíma
á tveggja mánaða tímabili frá júní
fram í ágúst. Þarna eru mest Íslend-
ingar á ferð og hafa margir komið
þar svo árum skiptir.
Að stangveiðitímanum loknum tek-
ur við netaveiðitímabil sem jarðir á
Landi og í Holtum hafa rétt til að
nýta. Margir rétthafa nýta sér þetta
og hafa rétt á að vera með tvær
netalagnir og eina stöng í tvo sólar-
hringa. Leyfilegt er að skipta hvorri
netalögn út fyrir eina stöng og nýta
sumir leyfin á þann hátt. En neta-
veiðin er einungis lítill hluti heildar-
aflans á hverju ári. Margir bæir í
sveitinni nýta þessar ferðir sem
skemmtiferðir fyrir heilu fjölskyld-
urnar og jafnvel ættirnar, en um-
hverfið í Veiðivötnum er mjög sér-
stakt og ógleymanlegt að dvelja þar.
Morgunblaðið/Óli Már Aronsso
Góður afli Helgi Valberg á Hellu
má vel við una eftir ferð í Veiðivötn.
HELLA
Óli Már Aronsson fréttaritari