Morgunblaðið - 21.09.2009, Side 14

Morgunblaðið - 21.09.2009, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2009 Óskar Magnússon.Útgefandi: STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri og ábyrgðarmaður: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Þetta gengurvel hjá okk-ur og hefur ekki verið neitt vesen,“ var haft eftir Halldóri Nguyen, túlki og þýðanda, í Morg- unblaðinu á laugardag í tilefni af því að í gær voru þrjátíu ár frá því að þrjátíu og fjórir flóttamenn komu til landsins frá Víetnam, en hann var einn þeirra. Koma flóttamannanna vakti mikla athygli meðal landsmanna og jafnframt mikinn samhug. Hún markaði einnig þáttaskil í viðhorfum til framandi þjóða og ruddi brautina að þeim vísi að fjöl- menningarsamfélagi sem orð- inn er til á Íslandi í dag. Í allt hafa ríflega 500 flóttamenn komið til Íslands á röskum fimmtíu árum og reynsla flestra er sem betur fer áþekk Halldórs – fólki hefur gengið vel að fóta sig á Íslandi og tekist að eignast hér það örugga hæli sem því stóð ekki til boða í heimalöndum sínum. Það er erfitt að gera sér í hugarlund þær hörmungar sem verða til þess að fólk verður landflótta. Einmitt þess vegna er svo mikilvægt að hlúa vel að flóttafólki og koma lífi þess í þann farveg að það geti séð sjálfu sér og sínum farborða; notið eðli- legra lífsgæða og fái notið hæfileika sinna óttalaust eins og efni standa til. Reynslan sýnir að þetta hefur að mestu leyti tekist hér á landi, flótta- fólki hefur al- mennt vegnað vel og langflestir festa rætur. Mikið vatn hefur þó runnið til sjávar á þeim þrjátíu árum sem liðin eru síðan víet- nömsku flóttamennirnir komu til landsins. Þróun mót- tökustarfsins, þ.e.a.s. stuðn- ingskerfis og þess félagslega nets sem fólki mætir, hefur skilað reynslu sem er ómet- anlegur grunnur enn frekari framfara. Um það bera að- stæður hópsins sem tekið var á móti á Akranesi á síðasta ári sérstaklega gott vitni. Mót- tökur þess hóps og það aðlög- unarkerfi sem tekið var upp hefur vakið athygli á heims- vísu að sögn Kristjáns Sturlu- sonar, framkvæmdastjóra Rauða krossins – nokkuð sem íslenskt samfélag getur verið stolt af. Sú staðreynd að Íslend- ingar skuli nú, í efnahags- kreppunni, ekki treysta sér lengur til að standa við fyrir- heit um að taka á móti hópum flóttamanna á hverju ári er því áhyggjuefni. Mikilvæg reynsla og fagleg þekking getur auðveldlega glatast ef starfsemin verður slitrótt, hvað þá ef hún er lögð niður. Fólki hefur gengið vel að fóta sig á Ís- landi og tekist að eignast hér öruggt hæli} Óvíst um framhaldið Að geyma lyklaí hanskahólfi jafngildir því að skilja þá eftir á glámbekk sam- kvæmt dómi Hæstaréttar í máli vegna þjófnaðar á bifreið sem var eyðilögð. Tryggingafélagið, sem bíllinn var tryggður hjá, VÍS,hafnaði öllum kröfum á þeirri forsendu að bíllykl- arnir hefðu ekki verið á öruggum stað. Eigandi bílsins vísaði málinu til úrskurð- arnefndar í vátrygginga- málum. Niðurstaða hennar var að tryggingafélagið ætti að bæta málið til hálfs. Málið fór hins vegar fyrir dómstóla. Fyrir héraðsdómi var skorið úr um að trygg- ingafélagið skyldi bæta allan skaðann, en Hæstiréttur komst að sömu niðurstöðu og úrskurðarnefndin; tjóninu skyldi skipt til helminga milli bíleigandans og trygginga- félagsins. „Við sættum okkur við nið- urstöðu úrskurðarnefndar- innar og vildum stoppa málið þar,“ sagði Ing- ólfur Örn Arn- arson, faðir bíleig- andans, í samtali við Morgunblaðið á laugardag. „Tryggingafélagið vildi hins vegar keyra málið alla leið og fara með það fyrir dómstóla.“ Nú mætti ætla sem svo að fyrst eigandi bílsins var tilbú- inn að sætta sig við úrskurð nefndarinnar og niðurstaða Hæstaréttar var sú sama, hljóti þetta að vera viðunandi niðurstaða. Öðru nær. Lögfræðikostn- aðurinn, sem eigandi bílsins hefur þurft að bera vegna málaferlanna er jafnhár og bæturnar, sem fást fyrir bíl- inn. Í raun ber því eigandinn allt tjónið vegna framkomu tryggingafélagsins. Sömu- leiðis ber tryggingafélagið meiri kostnað en ella og verð- ur honum væntanlega velt yf- ir á viðskiptavini þess. Bíleig- andinn er einn þessara viðskiptavina, en vísunin til vináttu í orðinu á ekki við í þessum samskiptum. Hvaða merkingu á að leggja í orðið við- skiptavinur?} Keyrðu málið alla leið F átt hefur skýrst frá hruninu fyrir tæpu ári. Reyndar hefur verið ákveðið að setja tugi milljarða í tónlistarhús sem síðan mun kosta hundruð milljóna að reka á hverju ári. Víst má hlakka til vígslunnar en að öðru leyti hvílir óvissan eins og mara á þjóðinni. Mest munar um bága stöðu fjölskyldna, sem gjarnan eru hlutgerðar í „heimilunum“. En þó eru það ekki heimilin sem efnahagsástandið þjakar, heldur fjölskyldurnar sem þar búa. Og margar eru að missa heimili sín. Ég held óhætt sé að fullyrða að flestar fjöl- skyldur á Íslandi hafi tapað milljónum og jafn- vel tugmilljónum vegna hækkunar lána, lækk- unar launa, atvinnuleysis, verðbólgu og rýrnandi kaupmáttar, hruns hlutabréfamark- aðar og lækkunar fasteignaverðs. Og ég óttast að botninum hafi ekki verið náð í íslensku efnahagslífi. Við getum ekki annað en sokkið enn dýpra þegar vextirnir eru svona háir. Ekkert dafnar í slíku um- hverfi, skýtur sprotum eða blómstrar. Enn hefur ekkert verið gert til að „slá skjaldborg um heimilin“, þó að víst megi verða sér úti um nafnbirtingu í Lögbirtingablaðinu og komast á vanskilaskrá með því að fara í „greiðsluaðlögun“. Að vísu hafa verið boðaðar lausn- ir sem fela í sér að niðurfelling skulda verði tengd tekjum. En með því er aðeins verið að taka bjargráðin af fólki og þrýsta því ofan í neðanjarðarhagkerfið. Reynslan erlendis frá sýnir þvert á móti að aðgerðir stjórnvalda eigi að vera almennar og gagnsæjar, en umfram allt nægilega stór- tækar, svo ekki þurfi að endurtaka leikinn. Fyrr í sumar skrifaði ég um lausn sem unnið hefur verið að í bönkunum en virðist hafa verið stöðvuð í stjórnkerfinu. Leiðin felst í því að bjóða þeim sem skulda í erlendri mynt að flytja sig yfir í krónur en að fjármagnskostn- aður haldist sá sami, þ.e. afborganir verði áfram þær sömu. Það fæli þá í sér lækkun á höfuðstólnum eða að fólk greiddi áfram sömu vexti og það greiðir af erlendu lánunum. Þetta kæmi út á eitt fyrir nýju bankana, sem fengju sömu tekjur af útlánum og áður. En áhættunni vegna misvægis í gjaldeyrisjöfnuði væri eytt, auk þess sem komið væri til móts við hóp sem tapað hefur miklu vegna bankahruns- ins. Forsendan var sú að búið væri að semja við kröfuhafa gömlu bankanna og nú liggja af- skriftirnar fyrir. En ekkert gerist. Reyndar hef ég heyrt þingmann lýsa þeirri hugmynd, að reiknað verði út hvað fólk getur greitt af lánum og afgangurinn af þeim verði látinn bíða síðari tíma. En sú leið heldur fólki áfram í spennitreyju óvissunnar og tryggir að eignamyndunin verði engin um ófyrirséða framtíð. Er þá ekki gjaldþrot skárra? Svo bætist Icesave ofan á allt. Það ku vera algjört „smá- atriði“ að Bretar og Hollendingar krefjist þess að við greiðum af Icesave til ársins 2040. En auðvitað er það stórmál. Það þýðir að skuldin lendir á næstu kynslóðum. Fjögurra ára sonur minn verður þá 35 ára. Það er hætt við að hann muni bölva tónlistarhúsinu. pebl@mbl.is Eftir Pétur Blöndal Pistill Þjóð í spennitreyju óvissunnar FRÉTTASKÝRING Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is R agna Árnadóttir dóms- málaráðherra lagði á sumarþinginu fram frumvarp til laga um kosningar til sveit- arstjórna. Eftir sem áður verður kos- ið milli lista. En viðamesta breytingin felst í þessari grein frumvarpsins: „Á framboðslista skulu vera að minnsta kosti jafnmörg nöfn frambjóðenda og kjósa á sem aðalmenn í sveitarstjórn en aldrei fleiri en tvöföld sú tala. Efstu sæti listans skulu skipuð fram- bjóðendum sem boðnir eru fram til persónukjörs og skal tala þeirra vera jöfn tölu aðalmanna. Þessi hluti listans nefnist persónukjörshluti.“ Allsherjarnefnd Alþingis hefur málið til umfjöllunar. Hyggst nefndin leggja mikla vinnu í málið sem sjá má af því, að hún hefur sent 106 aðilum umsagnarbeiðnir. Nú þegar hafa bor- ist 23 svör. Allsherjarnefnd þarf að vinna hratt og vel því sveitarstjórn- arkosningar eiga að fara fram 29. maí á næsta ári. Kosningarnar þarfnast mikils undirbúnings og því er ljóst að Alþingi verður að vinna í kappi við tímann. Meðal þeirra sem hafa skilað at- hugasemdum er sá aðili sem málið varðar helst, Samband íslenskra sveitarfélaga. Segir m.a í athuga- semdum sambandsins að af fyrstu viðbrögðum megi ráða að skiptar skoðanir séu meðal sveitarstjórn- armanna um málið. „Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga virðist sú hugmynd njóta töluverðs stuðnings að kveða á þessu stigi að- eins á um heimild sveitarstjórna til þess að ákveða að viðhafa persónu- kjör fremur en skylda öll sveitarfélög til þess að taka upp þá kosninga- aðferð. Binda mætti slíka ákvörðun því skilyrði að aukinn meirihluti í sveitarstjórn samþykkti slíka tillögu. Með því móti mætti gera tilraun með persónukjör í nokkrum sveit- arfélögum við næstu sveitarstjórn- arkosningar og meta í framhaldinu hvort ástæða væri til að lögfesta per- sónukjör við sveitarstjórnar- og al- þingiskosningar.“ Þessi umsögn sýnir að sveit- arstjórnarmenn eru hikandi. Í umsögninni tíundar Samband ís- lenskra sveitarfélaga ýmsa ókosti persónukjörsins. Má þar nefna hætt- una á innbyrðis átökum innan fram- boðslista í aðdraganda kosninganna þegar fleiri en einn frambjóðandi sækist eftir öruggu sæti. Eins geti kjósendur staðið frammi fyrir mikilli óvissu þegar ekki liggi skýrt fyrir hver er leiðtogaefni viðkomandi framboðslista. Meðal þess sem sveitarstjórn- armenn benda á er að persónukjör tryggi á engan hátt að jafnræði verði á milli kynjanna á efstu sætum fram- boðslistanna. Um þetta atriði fjallar einmitt umsögn Kvenréttindafélags Íslands. Þar segir m.a: „Í því ljósi krefst stjórn KRFÍ að kynjajafnrétti verði tryggt á framboðslistum með því að setja kynjakvóta fyrir hvern lista eða með öðrum hætti að tryggja að hlutur kvenna, sem oftar en ekki hallar á, sé tryggður með sérstökum aðgerðum, nema um sérstök kvenna- og karlaframboð sé að ræða.“ Það er svo spurning hvort hægt verður að kalla það persónukjör þegar „persón- urnar“ sem fólk kýs ná ekki kjöri vegna kynjakvóta? Sveitarstjórnarmenn vilja skoða fleiri leiðir Morgunblaðið/ÞÖK Kosningar Hætt er við að ýmsir frambjóðendur til sveitarstjórnar verði orðnir óþreyjufullir ef bíða þarf í nokkra daga eftir úrslitunum. Sveitarstjórnarmenn sjá ýmsa ókosti við persónukjör og telja mikilvægt að skoða hvort aðrar leiðir séu jafn vel eða betur til þess fallnar að auka áhrif kjós- enda í kosningum. Verði persónukjör að veruleika mun talning atkvæða verða mun tímafrekari en áður. Tel- ur Samband íslenskra sveitar- félaga í umsögn sinni að nið- urstaða kosninga í fjölmennustu sveitarfélög- unum muni jafnvel ekki liggja fyrir fyrr en einhverjum sólar- hringum eftir kjördag. Í umsögninni segir að frum- varpið feli í sér fremur flókn- ar reikniaðferðir við röðun frambjóðenda og því sé mik- ilvægt að þróa forrit til að flýta fyrir talningu. Í umsögn bæjarráðs Ak- ureyrar er bent á það að for- gangsröðun á lista geti tekið langan tíma fyrir kjósanda í kjörklefa og því sé hætt við að raðir myndist við kjör- deildir og öngþveiti verði á kjörstað. Á Akureyri þyrfti t.a.m. að fjölga í undirkjör- stjórnum, fjölga kjörklefum eða gera jafnvel enn stórtæk- ari breytingar. Allt þetta verður kostn- aðarsamt og sveitarfélögin munu bera þann kostnað. Því vilja þau að ríkið taki þátt í kostnaði að hluta a.m.k. Úrslitin geta dregist

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.