Morgunblaðið - 21.09.2009, Síða 19

Morgunblaðið - 21.09.2009, Síða 19
Minningar 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2009 ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, HARALDUR ALBERT GUÐLAUGSSON Hraunbæ 103 Reykjavík andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli laugardaginn 12. september. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtu- daginn 24. september kl. 13.00. Unnur Lilja Hermannsdóttir, Heba Gunnrún Haraldsdóttir, Una Guðlaug Haraldsdóttir, Örn Sigurðsson, Haraldur Örn Arnarson, Friðjón Arnarson. ✝ Helga SigríðurEysteinsdóttir fæddist 2. júlí 1916. Hún lést 9. sept- ember sl. Foreldrar hennar voru Eysteinn Björnsson frá Skára- stöðum í V-Hún., f. 1895, d. 1978, og Guðrún Gestsdóttir frá Björnólfsstöðum í Langadal, f. 1892, d. 1970. Systkini hennar eru Brynhildur, f. 1918, d. 2002, Hólm- fríður, f. 1919, d. 1984, Björn, f. 1920, Svanhildur, f. 1921, d. 1983, Gestur, f. 1923, d. 1997, Kári f. 1925 og Ásdís f. 1927. Helga giftist 1939 Ólafi Þorláks- syni, bónda á Hrauni í Ölfusi, f. 1913, d. 2006. Börn Ólafs og Helgu eru: 1) Þórdís, f. 1940, bóndi, gift Ólafi Þór Ólafssyni bónda. Þeirra börn eru Ólafur Helgi, kvæntur Önnu Björgu Sveinsdóttur og eiga þau tvö börn, Ólafur átti eina dótt- ur fyrir; Ásdís, hún á tvö börn; Vigdís, gift Ásgeiri Þ. Árnasyni, þau eiga tvö börn; Valdís, gift Jó- hanni D. Snorrasyni, þau eiga einn Sigurðssyni útvegsbónda. Þeirra börn eru Katrín Ósk, gift Smára B. Smárasyni, þau eiga eina dóttur, og Ólafur. 6) Herdís, f. 1957, skrif- stofumaður, gift Þórhalli Jós- epssyni fréttamanni. Þeirra börn eru Helga Sigríður, Jósep Birgir og Margrét Þórhildur. Fjölskylda Helgu bjó í Með- alheimi á Ásum 1915-1928 og á Hafursstöðum í Vindhælishreppi 1928-1936. Hún stundaði nám í far- skóla sem barn en síðar á Laug- arvatni tvo vetur, 1935-1937. Helga bjó alla sína tíð á Hrauni eft- ir að hún hóf búskap með Ólafi. Hún var félagslynd og tók virkan þátt í starfi Kvenfélagsins Berg- þóru í Ölfusi um áratugaskeið. Helga var gestrisin og rak rausn- arlegt heimili. Hún var barngóð og hafði gott lag á ungu fólki, hafði um árabil fjölda unglinga í fóstri á vetrum og barna í sumardvöl. Helga var á meðal frumkvöðla í hundarækt á Íslandi og ræktaði lengi skoska collie-hunda, sem stórt kyn er komið af. Hún var ætt- fróð og ættrækin, kunni að meta listir, var ljóðelsk og orti sjálf af list þótt hún vildi lítt flíka eigin kveðskap, las mikið hverskyns bókmenntir og fylgdist vel með gangi samfélagsins fram á síðustu ár. Útför Helgu fer fram frá Þor- lákskirkju í Þorlákshöfn í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Jarðsett verður í Hjallakirkjugarði í Ölfusi. son. 2) Guðrún, f. 1943, húsmóðir, gift Helga Ólafssyni, fv. verkstjóra hjá Ölf- ushreppi. Þeirra börn eru Vigdís, hún á tvær dætur og eitt barnabarn; Sigríður Margrét, í sambúð með Hjalta Eggerts- syni, þau eiga tvö börn, Sigríður átti tvö börn fyrir; Sveinn, kvæntur Borghildi Kristjáns- dóttur, þau eiga þrjú börn; Ingunn, sambýlismaður Kjartan Björnsson, þau eiga eina dóttur. 3) Hjördís, f. 1946, hús- móðir, gift Marc Origer. Hjördís á einn son, Sigurð T. Valgeirsson, hann á fjögur börn. 4) Ásdís, f. 1949, íþróttakennari, gift Sverri J. Matthíassyni viðskiptafræðingi. Börn þeirra eru Elísabet Agnes, gift Magnúsi P. Sigurjónssyni, þau eiga tvær dætur, Elísabet átti eina dóttur fyrir; Einar Freyr, kvæntur Gyðu Gunnarsdóttur, þau eiga þrjú börn; Sverrir Steinn, hann á einn son. 5) Þórhildur, f. 1953, bóndi og framkvæmdastjóri, gift Hannesi Tengdamóðir mín, Helga Sigríður Eysteinsdóttir, er látin 93 ára að aldri. Hún hafði dvalið á heimili fyr- ir aldraða og síðar í stuttan tíma á sjúkrahúsi. Ég minnist hennar sem hlýrrar og hjartagóðrar konu. Hún tók yfirleitt málstað þeirra sem minna máttu sín og gaf mikið af sér. Hún var prýdd miklum mannkost- um, var afar vel lesin og þær voru ófáar stundirnar sem maður sat með henni við eldhúsborðið að Hrauni í Ölfusi og ræddi um þjóð- málin og heima og geima. Hún var auk þess mjög ættfróð og vissi gjarnan hverra manna hinir og þessir voru sem komu til umræðu. Þá kunni hún mikið af kvæðum og átti auðvelt með að setja saman vís- ur. Hún tók upp á því á sínum efri árum að reykja pípu og sat gjarnan með hana við eldhúsborðið. Helga átti ríkar minningar frá æskuárum sínum í Húnavatnssýslu og sagði okkur margar sögur frá þeim tíma. Hún unni mjög sveitinni sinni, Ölfusinu, og var í fyrstu ekki hress með að þurfa að fara á dvalar- heimili fyrir aldraða að Blesastöð- um á Skeiðum þegar hún gat ekki lengur séð um sig sjálf. Hún vandist því þó fljótt og naut góðrar umönn- unar starfsmanna á dvalarheim- ilinu. Það sem hún óttaðist mest var að leggjast í kör og geta ekki fengið að fara þar sem hún væri með svo sterkt hjarta. Það er mikill missir fyrir fjöl- skylduna að Helga skuli ekki lengur vera á meðal okkar en jafnframt huggun að hún skyldi ekki þurfa að þjást og fá að fara með þeim hætti sem hún gerði. Enda var friðarsvip- ur á henni látinni. Helga skilur eftir sig marga af- komendur sem eiga góðar minning- ar frá samverustundum með henni. Ég og fjölskylda mín söknum henn- ar mikið. Megi góður guð varðveita þig, Helga mín. Sverrir Matthíasson. Helga á Hrauni hefur ákveðna og skýra mynd í minningunni. Hún sit- ur við suðvesturhornið á eldhús- borðinu, með hálfkalt kaffi í bolla, tottar pípuna sína og les gömul blöð. Hún talar við alla og segir sög- ur, á borðinu er reyktur lax úr ánni, brauð sem hún hefur bakað og kök- ur sem hún hefur kennt einhverju barnabarninu að baka. Hún spyr frétta úr nútíðinni og segir frá gamla tímanum og rekur ættirnar um leið og nafn einhvers er nefnt. Allt frá því ég kom fyrst á heimili þeirra Ólafs á Hrauni, sem vænt- anlegur tengdasonur, fann ég hina óbilandi væntumþykju hennar og umhyggju sem hún bar fyrir fólkinu sínu. Aldrei heyrði ég hana hall- mæla neinum, en hún kunni þó að hvessa sig þætti henni á sig hallað eða miklu fremur ef henni þótti að sínu fólki vegið. Hún hafði gott lag á börnunum og lagði stóran skerf til uppeldis flestra eða allra barnabarnanna, sem áttu lengri eða skemmri tíma í sveitinni. Hún hafði tíma til að tala við þau, hlustaði á poppmúsíkina með þeim, hélt þeim að vinnu í hey- skapartörnum. Nú hefur hún fengið lausnina eft- ir erfiða legu síðustu mánuðina. Langri vegferð er lokið og miklu ævistarfi, að halda stórt heimili með rausn og hlúa að hverjum og einum í stöðugt stækkandi hópi afkom- enda. Við söknum góðrar konu og biðjum henni blessunar í eilífðinni. Þórhallur Jósepsson. Helga Sigríður Eysteinsdóttir, amma okkar, er dáin. Hún var okk- ur systkinunum sem önnur móðir á yngri árum, þar sem við eyddum af- ar ánægjulegum og oft á tíðum skrautlegum tíma í sveitinni hjá ömmu og afa. Hún var kona sem alltaf var hægt að stóla á, sat yf- irleitt við eldhúsborðsendann með pípuna sína og kaffibollann og rakti ættir vina og vandamanna. Vinum þótti ávallt skrítið að sjá ömmu með pípu en pípan var sem hluti af henni og fannst okkur amma vera full- komin í alla staði. Alltaf var hægt að treysta á heitan mat í hádeginu og a.m.k. 2 kaffitíma yfir daginn. Í sveitinni kynntist maður ættingjum sínum sem einnig eyddu tíma í sveitinni. Þetta var góður bóndabær og húsfreyjan sú besta! Elsku amma, við vonum að þú hvílir í friði og ró um ókomna fram- tíð. Takk fyrir genin. Elísabet, Einar og Sverrir. Minningar, sem betur fer eigum við minningar. Með þeim gleðjumst við og munum og hvort sem þær vekja grátur eða hlátur þá eru þær af hinu góða. Við áttum margar minningar saman. Þau voru ófá skiptin sem ég var heima hjá þér, að spila við eldhúsborðið, spjalla við þig eða bara horfa á sjónvarpið, dyrnar hjá þér voru alltaf opnar hvenær sem var. Við áttum góðar stundir saman og mun ég ávallt geyma þær. Þegar ég þarf hressa mig við og draga fram bros, þá þarf ég bara að hugsa til þín og afa og muna eftir þeim góðu stundum sem við áttum saman. Allir eiga sinn vitjunartíma, þú fékkst þinn og er ég ánægður að þú fékkst ósk þína uppfyllta, þú fékkst að fara í ró og hafðir tvær dætur þínar með þér á þeirri stundu. Þeg- ar ég frétti að þú hefðir fengið að sofna, þá varð ég dofinn, ég vissi að þetta var að bresta á, en það er alltaf erfitt þegar það kemur loks- ins að stundinni að kveðja. Ég vissi varla hvað ég átti að halda, en þeg- ar ég heyrði að þú hefðir farið í ró og að þú varst ekki ein, þá brast ég í grát. Þetta voru góð tár sem féllu fyrir þig, þú varst og verður elsk- uð. Því segi ég, hvíl í friði amma og megi englar vaka yfir þér, líkt og ég veit að þú gerir yfir mér. Ólafur Hannesson. Til elskulegrar langömmu okkar. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. (Höf. ók.) Erna Sigurðardóttir. Tómas Guðni Sigurðarson. Helga Guðrún Sigurðardóttir. Helga frænka náði háum aldri, ég þakka fyrir það og hennar verð- ur sárt saknað. Þessi móðursystir mín var mikill skörungur og stjórn- aði heimilinu að Hrauni II af mynd- arskap í tugi ára. Þau Helga og Ólafur heitinn bóndi áttu sex dætur og bjuggu steinsnar frá okkar fjöl- skyldu. Og þar sem við systkinin vorum einnig sex og mikill sam- gangur á milli heimilanna var oft fjör „vestur í bæ“ eins og við köll- uðum þeirra heimili. Þar veitti Helga okkur mikið frelsi til ærsla en var þó sem klettur í öllum at- ganginum. Eftir á að hyggja má segja að þolinmæði og dugnaði Helgu hafi verið við brugðið – ekki síst þar sem hún í ofanálag tók um nokkurra vetra skeið fjölda pilta inn á heimilið – pilta sem áttu betri daga heima hjá Helgu og Óla og í gagnfræðaskólanum í Hveragerði en í þeirra heimabyggð. Þá var ennþá fleira fólk hjá Helgu og Óla í kaupamennsku á sumrin og mikill erill fyrir húsmóður á slíku heimili. Oft hljóp ég lítill vestur í bæ til Helgu og í hvert sinn gaf hún mér eitthvað að borða þegar ég sníkti eftir að hafa þótt úrvalið ekki nógu gott heima. Og síðar meir þegar maður hafði vit til var oft spjallað um heima og geima í eldhúsinu, og um vandamál og lausnir undir pípureykingum Helgu. Þá var Helga fljúgandi hagmælt sem var nokkuð sem maður naut góðs af þegar hún orti ferskeytlur fyrir mig þegar mikið lá við. Mér fannst alltaf að Helga héldi sérstaklega upp á mig – kannski fannst það öllum sem umgengust hana. Við áttum þó sama afmæl- isdag og það var nokkuð sem aðrir áttu ekki með Helgu. Og nú þegar Helga fellur frá vantaði aðeins tæpt ár upp á að við yrðum sameiginlega 150 ára, en þannig reiknuðum við út aldur okkar á hverjum afmælisdegi. Nú er skarð fyrir skildi á Hrauni því Helga er látin síðust af þeim fjórum sem bjuggu myndarbúi á Hrauni af kynslóðinni næstri á und- an mínum systkinum og frænkum. Ég sendi að lokum innilega sam- úðarkveðju til dætra Helgu, afkom- enda þeirra og venslafólks. Þorlákur Karlsson. Nú þegar Helga Sigríður Ey- steinsdóttir hefur kvatt þennan heim langar mig að minnast hennar með nokkrum orðum. Helga var móðursystir eigin- manns míns og Ólafur heitinn, eig- inmaður hennar, var föðurbróðir hans. Þau bjuggu á Hrauni ásamt tengdaforeldrum mínum þegar ég flutti þangað 1973 og hóf búskap. Á Hrauni var mér strax tekið af mikilli umhyggju og hlýju, á báðum bæjum, og það var ekki lítils virði fyrir tvítuga stelpu sem var í raun að fara í fyrsta skipti að heiman. Þegar við vorum nýflutt heimsótti Helga okkur og færði okkur heima- bakað brauð og salt, ásamt pen- ingum, og sagði að þá yrði aldrei matarlaust á okkar heimili. Það var alltaf gott að leita til Helgu, hvort sem maður þurfti ráð- leggingar varðandi matargerð, saumaskap eða hvað sem var því hún hafði alltaf tíma og áhuga á að aðstoða og kenna. Hún var hjálp- söm, ættrækin og gestrisin og hafði gaman af að hafa fólk í kringum sig enda oft mannmargt og líflegt á heimilinu. Þeir sem áttu í einhverj- um erfiðleikum í lífinu eða þurftu aðstoð, í lengri eða styttri tíma, áttu ávallt skjól hjá Helgu, bæði stórir og smáir. Hún hafði ákveðnar skoðanir og vissi vel hvað hún vildi, eins og hún átti kyn til. Helga og Óli fylgdust alltaf vel með okkar fjölskyldu og höfðu ein- lægan áhuga á að okkur gengi allt í haginn. Dætur mínar voru ekki háar í loftinu þegar þær fundu að það var gott að heimsækja Helgu og Óla. Þær létu sig hverfa, ofur hljóðlega, og sátu svo alsælar á bekknum í eldhúsinu með mjólkurglas og brún- köku þegar að var gáð. Það var skiljanlegt að þær sæktu í vest- urbæinn því þar máttu þær gera ýmislegt skemmtilegt, sem ekki leyfðist alls staðar, og svo hafði Helga alltaf tíma til að spjalla við þær, segja þeim sögur og kenna þeim hitt og þetta. Helga og Óli pössuðu oft stelp- urnar fyrir okkur. Það var auðvelt að biðja þau að gæta þeirra, því svörin voru ávallt þannig að það var eins og við værum að gera þeim greiða en ekki þau okkur. Það var notalegt að rölta á morgnana yfir í „gömlu bæina“, tylla sér við eldhúsborðið, fá sér ilmandi kaffisopa og rabba við fólk- ið, meðan kraumaði í pottunum á eldavélinni og á Rás 1 hljómaði „Samfélagið í nærmynd“. Nú er þessum kafla lokið. Syst- urnar og bræðurnir, sem bjuggu hér þegar ég kom, eru nú öll fallin frá. Ég minnist þeirra með söknuði og þakklæti. Við Hrafnkell sendum dætrum Helgu og þeirra fjölskyldum inni- legar samúðarkveðjur. Sigríður Gestsdóttir. Þegar við minnumst Helgu, ömmusystur okkar á Hrauni, kemur ákveðin mynd ljóslifandi upp í hug- ann. Helga með silfurgráa hárið, situr á kolli við enda stóra borðsins í eldhúsinu „vestur í bæ“. Hún er klædd stuttermabol og er berfætt í klossunum. Kaffibollinn er fyrir framan hana og pípan, kveikjarinn og rauði Prince Albert-pakkinn eru aldrei langt undan, enda Helga eina konan sem við þekktum sem reykti pípu. Hún er að segja sögur frá því í gamla daga, sögur að norðan eða af ættinni, til dæmis söguna af því þegar hún klippti rauðu fléttuna af ömmu okkar þegar þær voru litlar. Sumar þeirra heyrðum við ótal sinnum en fengum þó aldrei leið á. Eldhúsið í vesturbænum á Hrauni hefur alla tíð skipað ákveð- inn sess hjá okkur systrunum. And- rúmsloftið var afslappað og þægi- legt. Á boðstólum var oft ýmiskonar heimabakstur eins og skúffukaka með þykku kremi og kókosmjöli, brauð og rúgbrauð. Á helgidögum gat maður átt von á gómsætri dökkri djöflatertu með skærgrænu englakremi, borna fram með ís- köldu mjólkurglasi – namminamm. Í eldhúsinu var ýmislegt brasað og Helga var ekkert að æsa sig yfir hlutunum. Hjá henni lögðum við krakkarnir oft eldhúsið undir okkur við tilraunabakstur, kertagerð eða föndur úr dagblöðum. Einnig var oft spilað og þá stundum langt fram eftir kvöldi. Háaloftið vestur í bæ var heill ævintýraheimur og þar var oft farið í feluleiki eða annað skemmtilegt. Það kom fyrir að Helga bankaði í loftið á neðri hæð- inni með kústi, ef lætin í okkur voru orðin óbærileg þegar hún var að leggja sig. Þá vissi maður að það var betra að minnka ærslaganginn. Í vesturbænum var oft fjör, enda húsið fullt af börnum allt sumarið og á veturna fengu barnabörnin iðu- lega far með Sigga Jóns í sveitina um helgar. Á veturna var oftar ró- legra yfirbragðið og þá gott að kíkja í heimsókn enda vorum við alltaf velkomnar. Þá var gaman að skoða gömlu bókasafnsbækurnar í skotinu. Helga virtist alltaf hafa tíma fyrir okkur, hvort sem það fólst í að spjalla, hlusta á sögurnar okkar, spila eða kenna okkur kapal. Helga og Óli voru alltaf áhuga- söm um hvað væri að gerast í lífi okkar og fylgdust vel með okkur alla tíð. Við erum ríkari að hafa haft þau í lífi okkar enda voru þau eins og afi okkar og amma. Við hugsum til þess með söknuði að nú, með andláti Helgu, sé þessi kynslóð á Hrauni horfin. Það voru forréttindi að fá að kynnast Helgu og taka þátt í lífi hennar. Við munum sakna heimsóknanna í vesturbæinn og munu þær lifa áfram í minningu okkar. Að lokum viljum við votta dætrum Helgu og aðstandendum þeirra samúð okkar. Steinunn, Kolbrún og Brynja Hrafnkelsdætur. Helga Sigríður Eysteinsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.