Morgunblaðið - 21.09.2009, Side 22

Morgunblaðið - 21.09.2009, Side 22
22 Velvakandi MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2009 HAUSTLITAFERÐIR hafa orðið æ vinsælli meðal fólks undanfarin ár. Segja má að engin árstíð bjóði upp á meira litasamspil en haustið. Eins og heyrðist auglýst í útvarpinu fyrir stuttu, „haustlitir í úrvali“, þá er óvíða meira úrval af haustlitum en á Þingvöllum. Morgunblaðið/Golli Litasinfónía Offjölgun mannkyns og gróðurhúsaáhrif FÓLK fer mikinn í umræðum um svoköll- uð gróðurhúsaáhrif og hlýnun jarðar í kjölfar- ið. Stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn stíga á pall og kenna um útblæstri bíla, iðju- vera og núna síðast óhóflegri kjötfram- leiðslu í ofmettaða maga, einkanlega íbúa iðnríkjanna. En hver er hin raunverulega orsök gróðurhúsa- áhrifa? Það er í stuttu máli offjölg- un mannkyns. Eftirfarandi tafla sýnir fjölgun mannkyns frá árinu 1 og spá hver hún verður árið 2050: Árið 1 mannfj. alls 200 milljónir " 1000 mannfj. alls 275 milljónir " 1500 mannfj. alls 450 milljónir " 1750 mannfj. alls 700 milljónir " 1804 mannfj. alls 1000 milljónir " 1900 mannfj. alls 1600 milljónir " 1955 mannfj. alls 2800 milljónir " 1975 mannfj. alls 4000 milljónir " 1990 mannfj. alls 5300 milljónir " 2009 mannfj. alls 6800 milljónir " 2050 mannfj. alls 9400 milljónir (spá) Þessi sívaxandi fjöldi jarðarbúa dregur á eftir sér ómælda mengun andrúmsloftsins og gróðurhúsa- áhrif. Stjórnmálamenn ættu að benda á það fremur en að „fíflast“ með kol- efniskvóta og hvað þessi vitleysa öll heit- ir, sem ekki mun skila neinum árangri. Sigurður. Barnahjálp ÉG ER með hugmynd um hvernig væri hægt að minnast Helga Hóseassonar, að það yrði settur fallegur bekkur með nafni hans á, á hornið hans á Langholtsvegi. Þar gæti fólk sest niður og hugsað um hann. En vegna þess að Helgi var barngóður, þá legg ég til að þessir 20 þúsund manns sem vildu minnast hans og skrifuðu nöfnin á undirskriftalista á Face- book gefi, hver eftir sinni getu, pening í ABC-barnahjálp. Ég hef líka hugmyndir varðandi sparnað; að hætta við að smíða samgöngumiðstöð, hætta við að smíða myndastyttu af Tómasi Guð- mundssyni, það er til stytta af hon- um, og hætt verði að hafa þulur í Ríkissjónvarpinu, sem ég tel enga þörf á. Sigríður.      Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9-16.30, útskurður kl. 13, félagsvist kl. 13.30. Árskógar 4 | Bað kl. 8.15-16, handa- vinna og smíði/útskurður kl. 9-16.30, fé- lagsvist kl. 13.30, myndlist kl. 16. Bólstaðarhlíð 43 | Bútasaumur, handa- vinna, kaffi/dagblöð, matur, fótaaðgerð. Dalbraut 18-20 | Postulín og myndlist kl. 9, leiðbeinandi Hafdís Benedikts- dóttir, leikfimi kl. 10, leiðbeinandi Guðný Helgadóttir, matur, postulín og myndlist kl. 13, brids kl. 14. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids og kaffitár kl. 13. Félagsheimilið Gjábakki | Boccia kl. 9.30, gler- og postulínsmálun kl. 9.30 og 13, handavinnustofan opin, lomber kl. 13, kanasta kl. 13.15 og tréskurður kl. 18. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Postu- línsmálun kl. 9 ganga kl. 10, brids og handavinna kl. 13, félagsvist kl. 20.30. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatnsleikfimi kl. 8 og 9, kvennaleikfimi kl. 9.15, 10 og 10.45, bókband, sjálf- stæður hópur kl. 10, gönguhópur kl. 11, opið í Jónshúsi kl. 9.30-16. Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur opnar kl. 9-16.30, m.a. tréútskurður og handavinna, sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug kl. 9.50. Frá hádegi er spilasalur opinn. Á miðvikud. kl. 10.30 er leikfimi. Uppl. á staðnum og í s. 575- 7720. Háteigskirkja - starf eldri borgara | Félagsvist kl. 13 í Setrinu, kaffi. Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9, út- skurður, bænastund kl. 10, matur, myndlist kl. 13, kaffi. Á morgun kl. 11 kynnir Inga Hrönn garn, uppskriftir o.fl. Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, ganga kl. 10, Gaflarakórinn kl. 10.30, glerbræðsla kl. 13, boccia og félagsvist kl. 13.30, tré- skurður kl. 14. Sjá febh.is. Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 8.30, 9.30 og 10.30 hjá Ragnheiði, opin vinnustofa kl. 9-16 hjá Sigrúnu, brids kl. 13, kaffi. Hæðargarður 31 | Morgunkaffi kl. 9, Stefánsganga kl. 9.10, listasmiðjan kl. 9- 16 útsaumur/handverk. Félagsvist kl. 13.30, leiðbeiningar á tölvu; Emil Özcan og börn frá Breiðagerðisskóla, gáfu- mannakaffi kl. 15, skapandi skrif kl. 16. Uppl. í s. 411-2790. Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Smár- anum kl. 11.30. Uppl. í síma 564-1490 og á glod.is. Korpúlfar Grafarvogi | Ganga frá Graf- arvogskirkju kl. 10. Sundleikfimi á morg- un kl. 9.30 í Grafarvogssundlaug. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Við hringborðið - spjallhópur kl. 10.30, handverks- og bókastofa opin kl. 11.30, boccia kl. 13.30, veitingar kl. 14.30, söngstund kl. 15. Laugarból, Íþr.hús Ármann/Þróttur | Leikfimi fyrir eldri borgara kl. 12.45 og þriðjudaga kl. 11 og fimmtudaga kl. 11. Norðurbrún 1 | Handavinna hjá Halldóru 9-15.30, boccia kl. 10, skurðstofa og betri stofa opin. Heitur matur alla daga og kaffi. Sími 411-2760, laust í opnar vinnustofur og námskeið í vetur. Vesturgata 7 | Handavinna kl. 9.15-15 30, boccia kl. 9, leikfimi kl. 11, matur. Kóræfing kl. 13.30, tölvukennsla kl. 15. Kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, bók- band, postulínsmálun, morgunstund kl. 9.30, boccia kl. 10, upplestur kl. 12.30, myndlist kl. 13.30, handavinnustofan opin, spilað, stóladans. Uppl. í s. 411- 9450. Þórðarsveigur 3 | Opinn salur kl. 9, leikfimi kl. 9.15, boccia kl. 10. Kaffi. Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÞÚ GETUR EKKI SETT LASAGNA MILLI TVEGGJA PÍTSUSNEIÐA! VEGNA ÞESS AÐ... UHM... ÆÐI! VELKOMINN Í MÍNA VERÖLD HVERNIG GETUR ÞÚ SAGT ÞETTA? VIÐ VITUM ÞAÐ EKKI FYRIR VÍST! ÁFRAM, KALLI! VIÐ HÖLDUM AÐ ÞETTA GÆTI KANNSKI TEKIST HJÁ ÞÉR! ÁFRAM, KALLI! VIÐ VITUM AÐ ÞÚ GETUR ÞETTA! HVAÐ ERTU AÐ GERA Í RIGN- INGUNNI? ÉG ER Í VILJASTYRKS- KEPPNI VIÐ NÁTTÚRUNA HVER GEFST UPP FYRST? GEFST NÁTTÚRAN FYRST UPP OG STÖÐVAR RIGNINGUNA EÐA GEFST ÉG UPP OG FER INN? ÞETTA ER ÓÁKVEÐIÐ, EN ÉG ER STAÐRÁÐINN Í ÞVÍ AÐ VINNA KEPPNINA! ÚÚÚÚ! PÍNU HÁVAÐI! HANN HRÆÐIR MIG EKKI! HALTU ÞESSU BARA ÁFRAM! AUMINGJA STRÁKURINN ÞOLDI EKKI SPENNUNA ÉG GERI RÁÐ FYRIR... AÐ ÞÚ VILJIR AÐ ÉG FARI ÚT MEÐ RUSLIÐ KOMDU SÆLL! HVAÐA BÓK ER ÞETTA SEM ÞÚ ERT ALLTAF AÐ LESA? LENIN „LYGI SEM ER SÖGÐ NÓGU OFT VERÐUR SANNLEIKURINN.“ ÞEKKIR ÞÚ EITTHVAÐ EFTIR LENIN? JÁ „YOU MAY SAY I’M A DREAMER, BUT I’M NOT THE ONLY ONE“ ÞESSI DÝR VORU MJÖG LÍK MAMMÚTUM OG VORU VÍST MJÖG ALGENG HÉRNA FYRIR MÖRG ÞÚSUND ÁRUM ANSI TÖFF AÐ ÞEIR SKYLDU HAFA GRAFIÐ EINN UPP Í GARÐINUM OKKAR VÆRI MEIRA TÖFF EF HANN HEFÐI FUNDIST HJÁ NÁGRANNANUM ÉG ÆTLA TIL NÁGRANNANS TIL AÐ KOMAST Á KLÓSETTIÐ FYRST ÞESSI MASTODON ÆTLAR AÐ KOMA Í VEG FYRIR AÐ VIÐ GETUM LÁTIÐ LAGA RÆSISRÖRIN OKKAR ÁKVAÐ ÉG AÐ KYNNA MÉR HANN AF HVERJU ÁKVAÐ HANN AÐ FÓRNA SÉR FYRIR MIG? ÉG HAFÐI EKKI ANNARA KOSTA VÖL KRANDIS VAR ALVEG SAMA UM ÞIG... EN EKKI MÉR HANN ER DÁINN ÁÐUR EN ÞAU SJÁ MIG ÉG ÆTTI AÐ LÁTA MIG HVERFA...

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.