Morgunblaðið - 21.09.2009, Page 23
Menning 23FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2009
myndlíkingar úr sjómannamáli hafa
verið óspart notaðar, auk þess sem
menn horfa nú að nýju til þessarar
atvinnugreinar sem megintekjulind-
ar Íslendinga og jafnvel einu bjarg-
arvonarinnar eftir hrunið. Þessi
Lífróður – Föðurland vorthálft er hafið“ er yfirskriftsýningar sem nú stenduryfir í menningarmiðstöð-
inni Hafnarborg í Hafnarfirði. Hafa
sýningarstjórarnir, hjónin Dorothée
Kirch og Markús Þór Andrésson,
tekið saman listaverk eftir valin-
kunna samtímalistamenn sem vísa
til sambands manna við sjóinn í þeim
tilgangi að tengja listina þjóðfélags-
umræðu, en eftir bankahrunið munu
nálgun sýningarstjóra við þjóð-
félagsumræðuna er nokkuð snjöll
því samtímalist á Íslandi er einfald-
lega of veik til þess að fást við þann
tilfinningalega ólgusjó sem þjóðin er
að fara í gegnum enda hefur listin
löngum verið rígbundin hagkerfinu
sem hrundi. Sýningarstjórarnir hafa
því kosið að drepa á umræðuna í
formi myndlíkingar og út frá upp-
byggjandi efni sem geymir í sér arf-
leifð jafnt sem von, fremur en að
ráðast beint í hrunið eða kreppuna,
enda eru róttækustu og tilfinninga-
legustu gjörningarnir um þessar
mundir framkvæmdir með rauðri
málningu í skjóli nætur og ekki sem
list. Formið á Lífróðri er nokkuð
sem ég kalla: „Finnum-öll-
listaverkin-sem-passa-við-þemað“-
sýning og gengur semsagt út á að
finna öll listaverkin sem passa við
þemað. Aðferðin er algeng og sökum
fábrotins úrvals íslenskra lista-
manna poppa gjarnan sömu nöfnin
upp aftur og aftur, þó með ein-
hverjum skekkjumörkum, breytir
engu hvort þemað er mikilfengleiki,
skemmtanagildi eða sjómennska.
Við sjáum hér verk eftir Ragnar
Kjartansson, Gjörningaklúbbinn,
Hrein Friðfinnsson, Margréti Blön-
dal, Ásdísi Sif Gunnarsdóttur, Birgi
Andrésson og Hrafnkel Sigurðsson,
svo einhverjir séu nefndir. Sýning-
arstjórarnir taka hins vegar athygl-
isvert spor út fyrir viðurkenningu
listheimsins og bæta við næfum mál-
verkum Gylfa Ægissonar og teikn-
ingum sem sjómaðurinn Elías Hjör-
leifsson gerði úti á miðum, reyndar í
samvinnu við son sinn Ólaf. Og
gengur þetta spor skemmtilega upp
hjá þeim hjónum. Upphengið er til
stakrar fyrirmyndar. Listaverkin fá
andrúm og þemað er nógu afmarkað
til að þau fljóti saman þrátt fyrir
fjölbreytileika þeirra. Hvert verk
nær samt að njóta sín og sum hver fá
jafnvel aukinn stuðning vegna sam-
hengisins, eins og t.d. vídeógjörn-
ingur Ásmundar Ásmundssonar sem
ég hef séð áður í öðru samhengi en
kolféll fyrir honum í þetta skiptið.
Það hefði verið auðvelt að klúðra
þessu og maður hefur svosem séð
annað eins gerast, en vegna vand-
aðrar sýningarstjórnar og auðvitað
margra góðra listaverka reynist Líf-
róður vera fyrirtaks sýning.
Úr sjómannamáli
Lífróður – Föðurland vort hálft er
hafið
bbbbn
Morgunblaðið/Heiddi
Gengur upp Ransu hrósar góðri sýningarstjórn sérstaklega.
Hafnarborg
Opið alla daga frá 11-17 og fimmtudaga
til 21. Lokað þriðjudaga. Sýningu lýkur
1. nóvember. Aðgangur ókeypis.
JÓN B.K. RANSU
MYNDLIST
Tónlistarmennirnir
og hjónakornin
Pawel og Ag-
nieszka Panasiuk
koma fram í Saln-
um í tónleikaröð-
inni TÍBRÁ annað
kvöld kl. 20. Þau
flytja verk eftir
Schnittke, Chopin, Rachmaninoff, Schumann,
Þorkel Sigurbjörnsson og Sigfús Halldórsson.
Þau hjónin hafa verið virk í tónlistarlífi landans
um árabil og hafa áður haldið tónleika saman.
Agnieszka starfar sem meðleikari Listaháskóla
Íslands og kennir við Tónlistarskóla Kópavogs.
Pawel kennir sellóleik við Tónlistarskóla Ár-
nesinga og Kópavogs.
Tónlist
Píanótónleikar
í Salnum
Pawel og Agnieszka Panasiuk
Myndhöggvarinn Teddi er
iðinn við kolann að vanda
og hefur nú opnað tvær
nýjar sýningar á verkum
sínum; í Perlunni og í
anddyri Seltjarn-
arneslaugar. Um er ræða
verk sem hann hefur unn-
ið á síðastliðnum tveimur
árum. Verkin eru að
mestu í tré en einnig vinn-
ur hann með málma af
ýmsu tagi. Verk Tedda er að finna á mörg-
um heimilum, stofnunum og myndlistar-
söfnum hér heima en upplýsingar um Tedda
og list hans er að finna á vefsíðunni
www.teddi.net.
Myndlist
Teddi opnar
tvær sýningar
Magnús Th.
Magnússon, Teddi.
Haukur Snorrason ljós-
myndari sýnir nú verk sín í
Forsal Gallerís Foldar við
Rauðarárstíg.
Haukur Snorrason,
fæddur 1968, hefur um ára-
bil tekið ljósmyndir af Ís-
landi úr lofti, af svæðum
sem venjulega eru ekki að-
gengileg almenningi. Verk
Hauks eru ekki hefð-
bundnar landslagsmyndir
heldur tekur landið á sig ýmsar birting-
armyndir, liti og form sem eru ráðandi þáttur í
verkum hans. Myndirnar eru stækkaðar á
gæðastriga með endingargóðu bleki. Að lokum
er sett filma yfir myndirnar til varnar.
Ljósmyndun
Haukur Snorra-
son sýnir í Fold
Hluti úr verki
eftir Hauk.
Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur
kolbrun@mbl.is
SAGA FILM er með nýja heimildarmynd í
þróun og fjármögnun. Myndin ber vinnutitilinn
Síðustu dagar heimskautsins og fjallar um ljós-
myndarann Ragnar Axelsson eða RAX, eins og
hann er oftast kallaður. Magnús Viðar Sigurðs-
son leikstýrir myndinni og Margrét Jónasdóttir
er framleiðandi og handritshöfundur. Myndin er
gerð í tengslum við útgáfu bókarinnar Last
Days of the Arctic sem kemur út samtímis í sjö
löndum árið 2010 en í þeirri bók verður að finna
myndir frá Grænlandi.
RAX hefur verið ljósmyndari á Morgun-
blaðinu frá 1976 en hann hóf þar störf aðeins 18
ára gamall. Hann hefur á ferlinum tekið mikinn
fjölda ljósmynda sem hafa birst í blöðum og
tímaritum um allan heim, þar á meðal LIFE,
TIME og National Geographic.
Ótrúlegur ljósmyndari
„RAX er ótrúlegur ljósmyndari,“ segir Mar-
grét. „Hann hefur lag á að velja sér spennandi
verkefni. Hann vinnur eins og leikstjóri heimild-
armynda og í 25 ár hefur hann ferðast um Ís-
land, Grænland og Færeyjar og sótt þangað
efnivið í magnaðar myndir. Í myndinni ætlum
við að fylgja RAX eftir og skynja í gegnum list
hans hvernig lífshættir á norðurslóðum eru að
breytast, meðal annars vegna hlýnunar jarðar.“
Margrét segir að í myndinni verði fjallað um
uppruna RAX. „Hann var í sveit sem barn og
lærði þar að meta náttúruna og horfa á hana
öðruvísi en borgarbúar. Á þessum árum drakk
RAX í sig bækur um Grænland, sem verður stór
hluti af þessari mynd. Síðan ætlum við að fjalla
um það hvernig RAX náði út fyrir Ísland með
ljósmyndir sínar, eins og Grænlandsmyndirnar.
Við munum fara með honum á þá staði sem
hann hefur verið að mynda, það er að segja í
Landmannaafrétt, þar sem hann hittir vini sína,
bændurna, og svo förum við með honum til
Grænlands í apríl.“
Gífurleg viðbrögð
Heimildarmyndin um RAX var kynnt á
fjármögnunarmessunni Below Zero í Tromsö
í janúar og á HotDocs í Toronto í Kanada í
maí 2009 og Margrét segir viðbrögðin hafa
verið gífurlega sterk.
„Við erum þegar búin að forselja myndina
á fimm erlendar sjónvarpsstöðvar. Við Magn-
ús erum búin að vera í þessum bransa í tólf ár
og höfum aldrei fengið viðlíka viðbrögð og nú
við verki sem við höfum farið með á þessar
messur erlendis.“
Áætlað er að myndin verði tilbúin til sýn-
ingar fyrir jól 2010.
Samspil manns og náttúru
Heimildarmynd um ljósmyndarann RAX í vinnslu Snýst um áratuga starf hans á norðurhvelinu
RAX á Grænlandi Fjallað verður um Grænlandsferðir hans í nýrri heimildarmynd.
RAXI vinnur þessa stundina að fjórum
bókum. „Í tuttugu ár hef ég farið reglu-
lega til Grænlands og farið með veiði-
mönnum á ísbjarnaveiðar. Myndir úr
þeim ferðum koma í bókinni Last Days
of the Arctic. Önnur bók er um Land-
mannalaugaafrétt en þangað hef ég far-
ið síðastliðin tuttugu ár og myndað. Ég
nota þar líka sögur bænda úr ævintýra-
ferðum þeirra í gegnum árin. Þriðja bók-
in geymir úrval af myndum mínum frá
þrjátíu ára ferli ásamt texta eftir mig
þar sem ég segi frá tilurð myndanna.
Fjórða bókin er leyndarmál en hún er
nokkuð mögnuð. Ég vil ekki segja um
hvað hún er því hætt er við að einhverjir
myndu hlaupa til og stela hugmyndinni.
Ég vil einungis segja að margir aðilar
munu koma að henni.“
Fjórar bækur í smíðum
Halldór Gíslason arkitekt
heldur fyrirlestur um upp-
byggingu og stofnun
Listaháskóla í Mapútó í
Mósambík á Kjarvals-
stöðum í dag, mánudag, kl.
12. Halldór mun gera
grein fyrir starfinu í Mó-
sambík og hvernig hönnun
getur vaxið í einföldu sam-
félagi þar sem stoðkerfi
eru af skornum skammti. Halldór vann að
stofnun hönnunardeildar LHÍ fyrir bráðum
tíu árum, en hann hefur nú starfað að und-
anförnu í Mapúto við kennslu og þróun á
menntun í hönnun ásamt Sóleyju Stef-
ánsdóttur, grafískum hönnuði.
Byggingarlist
Listaháskólinn
í Mapútó
Halldór Gíslason
Ljósmynd/Sveinn M. Sveinsson