Morgunblaðið - 21.09.2009, Síða 26
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2009
PORTÚGALSKI kvikmynda-gerðarmaðurinn JoãoPedro Rodrigues er í sviðs-ljósinu á RIFF í ár, en þar
verða sýnd nokkur af hans umdeildu
verkum. João Pedro Rodrigues
(1966) hóf afskipti af kvikmyndum ár-
ið 1997 og á nú sex verk að baki. Að
námi loknu við the School of Theatre
and Cinema of Portugal, vann hann
sem aðstoðarleikstjóri o.fl. áður en
hann leikstýrði sinni fyrstu löngu
mynd, The Phantom (2000), sem
fjallaði eins og önnur verk hans í
framtíðinni um samkynhneigð og
vaxandi áhrif hennar í sívaxandi hópi
homma, lesbía og transgender-fólks í
listamannakreðsum Portúgals. Síðan
hafa myndir hans notið aukinna vin-
sælda og virðingar og hafa tvær þær
síðustu verið sýndar á kvikmyndahá-
tíðinni í Cannes.
Hjartað í To Die Lika a Man er
Tonia (Santos), karl sem kemur fram
sem transgender á næturklúbbum.
Af trúarlegum ástæðum hefur hún
ekki viljað stíga skrefið til fulls, í
óþökk Rosário (David), ástmanns
síns, en Tonia er heittrúuð og vill ekki
breyta sköpunarverki guðs. Líkami
hennar er að byrja að hafna horm-
ónagjöfunum, Tonia veit að hún á
ekki langt eftir og vill fá að deyja í
þeirri mynd sem guð skapaði hana,
sem karlmaður.
Ýmis tilvistarvandamál plaga hina
miðaldra Toniu. Vinsældirnar fara
minnkandi fyrir yngri draglista-
mönnum, samband hennar við fíkil-
inn Alexander (David) er ótryggt og
sonur hennar frá því að hún var giftur
maður er í miklum vandræðum.
Til að reyna að ná tökum á lífinu og
ástamálunum halda Rosárío og Tonia
til vina sinna úti á landi. Þar lenda
þau í einhverju sem líkist rauðum sól-
myrkva, ofurraunsærri eða yfirnátt-
úrlegri lífsreynslu þar sem jarð-
bundnar flækjurnar leysast á hinn
eina viðunandi hátt.
Myndin laðar fram margar tilvist-
arspurningar um hætturnar sem
leynast í hverju fótmáli samkyn-
hneigðra og ekki síður þeim ófrávíkj-
anlegu raunum sem fylgja því að lifa
og deyja sem slíkur. Á þeim tekur
leikstjórinn og handritshöfundurinn
af kunnáttusemi og leysir vandamál
sinna jaðarpersóna af skilningi og
virðingu og ómældum tíma.
Ástin er öllu
yfirsterkari
Háskólabíó, RIFF 2009
Að deyja eins og maður – To Die Like
a Man – Morrer como um homem
Leikstjóri: João Pedro Rodrigues. Aðal-
leikarar: Fernando Santos, Alexander
David, Gonçalo Ferreira De Almeida,
Chandra Malatich. 135 mín. Portúgal.
2009.
SÆBJÖRN
VALDIMARSSON
KVIKMYND
Þrá Tonia vill fá að deyja í þeirri
mynd sem guð skapaði hana.
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
REYKJAVÍKIN er nú blessunarlega
undirlögð af kvikmyndaræmum af
öllum stærðum og gerðum, en Al-
þjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykja-
vík, RIFF, er í fullum gangi sem aldr-
ei fyrr þegar þetta er lesið. Og ekki
verður slegið slöku við næstu daga …
Spurt og svarað eftir Amadeus
Milos Forman, heiðursgestur há-
tíðarinnar, heilsaði upp á forseta vorn
í gær á Bessastöðum og eðlilega vant-
aði ekkert upp á fjölda fyrirmenna
þar. Í kvöld verður mynd hans, Ama-
deus, sýnd í stóra salnum í Há-
skólabíói og leikstjórinn situr fyrir
svörum eftir sýninguna.
Þá mun franski tónlistarmaðurinn
Olivier Mellano leika eigin tónlist
undir mynd Stevens Spielbergs,
Duel, í kvöld í Iðnó, en Mellano þessi
hefur ástundað þennan einkennilega
gjörning – að semja tónlist við uppá-
haldsmyndir sínar – undanfarin ár og
hefur vakið nokkra eftirtekt fyrir
uppátækið.
Friðrik Þór poppar!
RIFF byrjar grámyglulega vinnu-
vikuna með trompi, því auk hefð-
bundinnar dagskrá bjóða þrír nafn-
togaðir íslenskir leikstjórar fólki
heim til sín – til að horfa með þeim á
vídeó! Leikstjórarnir eru þeir Friðrik
Þór Friðriksson, Hilmar Oddsson og
Ragnar Bragason. Hyggjast þeir
aukinheldur poppa fyrir gesti sína.
Það verður forvitnilegt að sjá tækja-
kost þessara manna, er það dýrindis
heimabíó – eða gamla góða VHS?
Varla þarf að taka fram að um tak-
markað sætaframboð er að ræða …
Morgunblaðið/Kristinn
Heiður Milos Forman með heiðursverðlaun RIFF sem hann tók við úr hendi Ólafs Ragnars Grímssonar forseta.
Rífandi gangur í RIFF
Gestagnótt Sigurjón Sighvatsson, Ágúst Guðmundsson, Elva Ósk Ólafs-
dóttir og Björn B. Björnsson voru á meðal þeirra sem mættu á Bessastaði.
FRÁ LEIKSTJÓRA QUENTIN TARANTINO
KEMUR HANS MAGNAÐASTA, VILLTASTA OG
STÓRKOSTLEGASTA ÆVINTÝRI TIL ÞESSA.
HÖRKUSPENNANDI MYND UM METNAÐARFULLAN
BLAÐAMANN SEM TEKUR Á SIG SÖK Í MORÐMÁLI
TIL ÞESS EINS AÐ UPPLJÓSTRA UM HINN SVIKULA
SAKSÓKNARA MARTIN HUNTER(MICHEAL DOUGLAS)
Uppgötvaðu ískaldan
sannleikann um karla
og konur
Fyndnasta rómantíska gamanmynd ársins
SÝND Í REGNBOGANUM
Sími 551 9000 Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í RegnboganumSími 462 3500
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Borgarbíó
The Ugly Truth kl. 6, 8 og 10 B.i. 14 ára
The Final Destination kl. 6, 8 og 10 B.i. 16 ára
The Ugly Truth kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i.14 ára Beyond Reasonable Doubt kl. 5:40 - 8 750 kr. B.i.16 ára
Inglorious Bastards kl. 6 - 9 750 kr. B.i.16 ára Karlar sem hata konur kl. 6 - 9 750 kr. B.i.16 ára
Halloween 2 kl. 10:20 750 kr. B.i.16 ára
HHHHH
- H.G.G,
Poppland/Rás 2
HHHHH
“ein eftirminnilegasta
mynd ársins og ein
sú skemmtilegasta”
S.V. - MBL
HHHH
„Gargandi snilld
allt saman bara.“
Þ.Þ – DV
SÝNDUR Í ÍSLENSKU ÓPERUNNI
ALLIR ÞEIR SEM FRAMVÍSA LEIKHÚSMIÐA FRÁ
HELLISBÚANUM FÁ 25% AFSLÁTT Á BÍÓMYNDINA: MIÐASALAÍ FULLUMGANGI!theuglytruth
FRUMSÝND 18. SEPTEMBER
SÝND Í SMÁRABÍÓI OG REGNBOGANUM
Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borgar bíómið
SÝND Í SMÁRABÍÓI, REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI
Þú færð 5%
endurgreitt
í Háskólabíó
RIFF | ALÞJÓÐLEG KVIKMYNDAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK