Morgunblaðið - 21.09.2009, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2009
FRÁSAM RAIMI
LEIKSTJÓRA EVIL DEAD OG SPIDER MAN
ENTERTAINMENT WEEKLY - 100/100
LOS ANGELES TIMES - 100/100
WALL STREET JOURNAL - 100/100
WASHINGTON POST - 100/100
FILM THREAT - 100/100SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK
BÓ
THE PSÝND Í ÁLFABAKKA
HHHH
– IN TOUCH
HHH
„HITTIR Í MARK.“
-S.V. MBL
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK
FRÁ FRAMLEIÐANDANUM
PETER JACKSON
KEMUR EIN BESTA MYND
ÞESSA ÁRS!
HHHH
“DISTRICT 9 ER EIN AF ÞESSUM MYNDUM
SEM ÞÚ VERÐUR AÐ SJÁ Í BÍÓ.”
“KEMST Á BLAÐ MEÐ ALLRA SKEMMTILEGUST
VÍSINDASKÁLDSÖGUM Á HVÍTA
TJALDINU FRÁ UPPHAFI.”
BIO.BLOG.IS
HHHHH
„MADLY ORIGINAL, CHEEKILY POLITICAL,
ALTOGETHER EXCITING DISTRICT 9.“
ENTERTAINMENT WEEKLY
HHHH
“IT’S A GENUINELY EXCITING AND
SURPRISINGLY AFFECTING THRILLER.”
EMPIRE
HHHH
„EIN AF BESTU MYNDUM SEM
ÉG HEF SÉÐ Á ÞESSU ÁRI.“
„ÞRÆLSKEMMTILEG...
SVARTUR HÚMOR...
OG STANSLAUS SPENNA.“
T.V - KVIKMYNDIR.IS
HHHHH
„A GENUINELY ORIGINAL SCIENCE FICTION FILM
THAT GRABS YOU IMMEDIATELY, NOT LETTING
GO UNTIL THE FINAL SHOT.“
THE HOLLYWOOD REPORTER
HHHHH
SAN FRANCISCO CHRONICLE
HHHHH
WASHINGTON POST
HHHHH
„DISTRICT 9 IS A TERRIFIC ACTION THRILLER,
IT’S A BLAST. . . .“
LOS ANGELES TIMES
ATH. ALLR
A SÍÐUST
U SÝNING
AR
TILBOÐ
350 KR.
-
EKKI MISSA AF VINSÆLUSTU MYND ÁRSINS
EINHVER FYNDNASTA MYND SÍÐARI ÁRA
YFIR 61.000 MANNS
SÝND Í ÁLFABAKKA
/ ÁLFABAKKA
DISTRICT 9 kl. 5:50 - 8 - 10:30 16 BANDSLAM kl. 5:45 - 8 - 10:20 L
DISTRICT 9 kl. 8 - 10:30 LÚXUS VIP UP m. ensku tali kl. 8 - 10:20 L
REYKJAVÍK WHALE WAT... kl. 10:30 16 UPP (UP) m. ísl. tali kl. 5:503D DIGITAL 3D L
DRAG ME TO HELL kl. 10:30 16 UPP (UP) m. ísl. tali kl. 5:50 L
THE PROPOSAL kl. 8 L HARRY POTTER kl. 5 10
THE PROPOSAL kl. 5:50 LÚXUS VIP THE HANGOVER kl. 8:20 12
/ KRINGLUNNI
DISTRICT 9 kl. 8:10 - 10:30 16
FINAL DESTINATION4 kl. 8:303D - 10:303D 16 DIGITAL 3D
BANDSLAM kl. 6 L DIGITAL 3D
REYKJAVÍK WHALE.. kl. 8:30 - 10:30 16
UP m. ensku tali kl. 63D L DIGITAL 3D
UPP (UP) m. ísl. tali kl. 63D L DIGITAL 3D
HINN lítt reyndi Suður-Afr-
íkumaður Neill Blomkamp sannar
fyrir áhorfendum að það þarf engar
stórstjörnur, engar milljarðabrellur
eða fúlgur fjár til að gera spennandi
og vel lukkaða mynd um ógnir fram-
tíðar og þau dularöfl í geimnum sem
við höfum látið okkur dreyma um um
aldir.
District 9 er frumleg, ógnvekjandi
og blessunarlega allt öðruvísi en þær
fokdýru heimsóknir utan úr geimn-
um sem við höfum fengið í boði
Hollywood á síðustu áratugum.
Vissulega minnir illúðlegt geimfarið
og staðsetning þess á Independence
Day, en annað ekki. (Aukinheldur er
sú ágæta mynd ein besta geimveru-
fantasía sem komið hefur að vestan í
háa herrans tíð.)
Til að byrja með fer atburðarásin
fram á óvenjulegum slóðum, fjarri
þeim hefðbundnu heimsborgum sem
yfirleitt koma við sögu undir kring-
umstæðum sem í District 9, heldur
er það Jóhannesarborg í Suður-
Afríku sem nýtur þess vafasama
heiðurs. Þegar myndin hefst eru
geimverur búnar að vera stranda-
glópar í borginni í 20 ár, eða frá því
að geimskipið þeirra birtist yfir
borginni. Það hefur verið upp úr
1990, forsagan er rakin með viðtölum
úr fjölmiðlum þar sem kemur í ljós
að jarðarbúar hafa sett í laggirnar
stofnunina MNU til að annast geim-
farið og geimverurnar, sem minna í
útliti á gangandi rækjur. MNU gerði
innrás í geimfarið, stjórnhluti þess
féll til jarðar og hefur ekki fundist,
en geimverurnar, sem skipta millj-
ónum, eru veikar og vannærðar. Hef-
ur þeim verið komið fyrir í subbuleg-
um flóttamannabúðum þar sem þær
þrífast einkum á kattamat sem þær
kaupa af nígerískum herstjóra.
MNU hyggst flytja geimverurnar
um set og er framkvæmdin sett í
hendur Wikus (Copley), sem er ekk-
ert of glúrinn, en er tengdasonur
stjóra MNU. Hann finnur hylki í
eigu geimveranna (sem hafa ekkert
nafn), úr því spýtist vökvi sem smitar
Wilkes, sem byrjar að breytast í
geimveru og taka á sig rækjulíki.
Í vísindafantasíuna er fléttað ást-
arsögu Wilkes og konu hans og vin-
áttu Wilkes við Christopher (Cope),
sem að öllum líkindum er einn af hin-
um „týndu“ stjórnendum geimskips-
ins. Hliðarsögurnar gefa annars
kaldranalegri myndinni tilfinn-
ingalega dýpt og lokaatriðið er sann-
arlega rómantískt þegar hinn um-
breytti Wikus kemur skilaboðum til
konu sinnar. Lokin segja okkur líka
að það er ástæða til að reikna með
a.m.k. einni framhaldsmynd til að
loka þessu ævintýri. Sem skapar sér
sérstöðu því hér er ekki spurningin
hvernig okkur reiðir af í höndum
geimvera, heldur erum við, jarðar-
búar, fantarnir. Dauðhræddir við
það sem við þekkjum ekki komum
við skammarlega fram við gestina
okkar utan úr geimnum. Myndin
vekur fjölmargar spurningar sem
fæstum er svarað, líkt og hvað kom
fyrir um borð, í hvaða tilgangi skipið
kom til jarðar, fyrir utan krossgöt-
urnar sem geimfarar og jarðarbúar
eru staddir á í lokin, þegar loðnar
fréttaskýringar ráða í gáturnar um
afdrif Wilkes og geimveranna
Blomkamp lætur sér ekki nægja
vísindaskáldsöguhrollinn, heldur
kryddar frásögnina með aft-
urgöngum og náætum í sinni bráð-
snjöllu og kraftmiklu líkingasögu,
því Blomkamp staðsetur hana
örugglega ekki af tilviljun; Suður-
Afríka var jú síðasta vígi aðskiln-
aðarstefnunnar (apartheid). Hroða-
legar, líffræðilegar tilraunir á geim-
verunum, framkvæmdar af MNU,
minna einnig á annan óglæsilegan
kafla úr sögu mannkynsins frá öld-
inni sem leið.
Blomkamp kemur hugmyndum
sínum einstaklega ásættanlega fyrir
á tjaldinu. District 9 virkar á þúsund
vegu; er kaldhæðin stríðsádeila,
hrollur, frábær spennumynd með til-
komumiklum stríðsatriðum og
brellumynd þar sem andi Peters
Jacksons svífur yfir vötnunum, en
hann er framleiðandinn. En tökum
ekkert af Blomkamp, svo virðist sem
nýr snillingur sé mættur á bak við
myndavélarnar.
Gestakoma úr geimnum
Sambíóin
District 9
bbbbn
Leikstjóri: Neill Blomkamp. Aðalleik-
arar: Sharlto Copley, David James, Jas-
on Cope, Vanessa Haywood, Louis
Minnaar. 111 mín. Bandaríkin/Nýja Sjá-
land. 2009.
SÆBJÖRN
VALDIMARSSON
KVIKMYND
Frábært „District 9 er frumleg, ógnvekjandi og blessunarlega allt öðruvísi en þær fokdýru heimsóknir utan úr
geimnum sem við höfum fengið í boði Hollywood á síðustu áratugum,“ segir Sæbjörn Valdimarsson, hæstánægður.
„ÚR því að Enya
gat þetta, þá hlýt
ég að geta það
líka,“ hefur Tori
Amos ábyggi-
lega hugsað þeg-
ar ákveðið var
að henda í eitt
stykki jólaplötu.
Téð Enya og
listamenn eins
og Josh Groban
hafa halað inn milljónatugi í jóla-
sokkinn sinn með viðlíka útgáfum
og kannski Amos sé að horfa til
þess, en síðustu plötum hennar hef-
ur verið fremur fálega tekið, jafnt
af gagnrýnendum sem kaupendum.
Platan kallast Midwinter Graces
og inniheldur blöndu af staðal-
lögum og frumsömdu efni. Amos
segist vona að glamur hennar á
orgelið í kirkju föður síns í barn-
æsku – en hann var prestur – hafi
hjálpað henni að ná að miðla hinum
sanna anda hátíðanna. Eigum við
þá ekki bara að vona það sama?
Jóla-Tori
Amos
Jólabarn Tori
Amos.
Kvæðamannafélagið Ið-
unn hélt upp á 80 ára af-
mæli sitt með stæl í
Gerðubergi um helgina.
Tónleikar og umræður
voru í forgrunni og skáld
á borð við Guðmund
Andra Thorsson og Þór-
arin Eldjárn ræddu um
afstöðu sína til rímna-
formsins. Þá fluttu Stein-
dór Andersen, Páll á
Húsafelli, Hilmar Örn
Hilmarsson og félagar úr
Sigur Rós brot úr verk-
inu Hrafnagaldri Óðins
og ræddu eftir flutning-
inn við gesti um hug-
myndafræðina á bak við
verkið.
„Komdu
nú að
kveðast
á …“
Húsfyllir Gunnsteinn Ólafsson og Steindór Andersen, kampakátir.
Morgunblaðið/Kristinn
Seiður Hrafnagaldurinn dýrkaður upp. Skrafað Páll á Húsafelli og Kjartan Sveinsson úr Sigur Rós ræða við gesti.