Morgunblaðið - 21.09.2009, Blaðsíða 32
MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 264. DAGUR ÁRSINS 2009
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 295 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Spölur bíður svara ríkisins
Enn hefur ríkisstjórnin ekki
brugðist við bréfi forsvarsmanna
Spalar varðandi hugmyndir um tvö-
földun Hvalfjarðarganga og Vestur-
landsvegar. Lífeyrissjóðirnir eru
áhugasamir um að taka þátt í fjár-
mögnun verkefnanna. »2
Njóta mikils trausts
Meðal þeirra sem lesa dagblöð og
netmiðla bera tæp 60% mikið traust
til Morgunblaðsins og mbl.is. Er
þetta niðurstaða könnunar MMR.
75% aðspurðra sögðust bera mikið
traust til Fréttastofu RÚV. Aðeins
ríflega fjórðungur ber mikið traust
til visir.is en 18,9% bera almennt
mikið traust til fjölmiðla. »2
Fasteignaviðskipti glæðast
Þinglýstir kaupsamningar tóku
eftirtektarverðan kipp vikuna
11.-17. september og urðu nærri
jafnmargir og þeir voru að jafnaði í
fyrra. Fasteignasalar hafa orðið var-
ir við aukinn áhuga á viðskiptum
með eignir að undanförnu. »4
250 mál til skoðunar
Fiskistofa hefur það sem af er ári
fengið 250 meint brotamál til með-
ferðar en í fyrra bárust henni aðeins
107 mál. Á fyrstu átta mánuðum
þessa árs var 31 veiðileyfishafi svipt-
ur leyfi sínu en alls voru 42 sviptir
leyfi í fyrra. Á sama tímabili hafa
rúmlega tvöfalt fleiri verið áminntir
en allt árið 2008. »6
Ferðavenjurnar breytast
Vegna efnahagsþrenginganna
hafa tæp 40% landsmanna breytt
ferðavenjum sínum og notar fólk
einkabíla nú minna en áður. Þó
ferðast aðeins 4% fólks oftar með
strætó. »8
Heitast 13 °C | Kaldast 7 °C
Vestan 3-8 og smá-
skúrir. Norðan 8-13 og
rigning NV-til síðdeg-
is. Í kvöld er útlit fyrir
norðanátt með rigningu. »10
Þóra Þórisdóttir
segir sýningu Frið-
riks Þórs og Lars
von Triers í Hafnar-
húsinu í hæsta máta
vafasama. »25
MYNDLIST»
Stórundar-
leg sýning
KVEÐSKAPUR»
Iðunn fagnaði 80 ára af-
mæli um helgina. »28
Flugan stakk sér til
sunds, smellti sér í
Háskólabíó og end-
aði svo kát í salnum í
faðmi Jónasar Ingi-
mundarsonar. »24
FLUGAN»
Hljómlist,
bíó og bíó
KVIKMYNDIR»
Precious sigraði með
glæsibrag í Toronto. »27
KVIKMYNDIR»
District 9 fellur Sæbirni
einkar vel í geð. »28
Menning
VEÐUR»
1. Of erfitt að leika Dr. House
2. Vann 35 milljónir í lottói
3. Owen með sigurmark …
4. St. Jósefsspítala lokað hægt og …
»MEST LESIÐ Á mbl.is
SAGA Film vinn-
ur nú að heim-
ildamynd um
ljósmyndarann
Ragnar Axels-
son, RAX, og
ber hún vinnutit-
illinn Síðustu
dagar heim-
skautsins. Mar-
grét Jónasdóttir
framleiðir og skrifar handrit en
Magnús Viðar Sigurðsson leik-
stýrir.
Í myndinni verður fylgst með
RAX að störfum, þá aðallega við
heimskautsbaug, en sterkar og
dramatískar myndir hans frá þeim
slóðum hafa vakið heimsathygli í
gegnum tíðina og ratað á forsíður
virtra blaða. Einnig verða æskuár
hans og uppruni tekin til skoð-
unar. Stefnt er að frumsýningu
fyrir jól 2010. | 23
Heimildamynd
um ljósmynd-
arann RAX
Ragnar Axelsson
„ÉG átti ham-
ingjuríkt líf,“
segir Klara Ve-
mundsdóttir sem
er 100 ára í dag.
Hún hélt upp á
afmæli sitt í gær
í hópi vina og
ættingja, en af-
komendur henn-
ar eru tæplega
fimmtíu talsins.
Klara segir margs að minnast frá
sinni löngu ævi en nefnir sérstak-
lega spænsku veikina árið 1918. Þá
var hún, níu ára gömul, ein uppi-
standandi í sinni fjölskyldu og færði
veikum vatn. Á endanum veiktist
Klara, sem missti móður sína í sótt-
inni.
Klara hefur alla sína tíð búið í
Reykjavík og telst til að hún og eig-
inmaður hennar hafi búið á átján
stöðum í borginni. Í dag dvelst hún
á hjúkrunarheimilinu Skjóli. | 4
Hundrað ára og
hefur átt ham-
ingjuríkt líf
Klara
Vemundsdóttir
Heiðursverðlaunahafi Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar
í Reykjavík, Milos Forman, sótti boð forseta Íslands á
Bessastöðum í gær og tók þar við verðlaunagripnum.
Margt var þar góðra gesta. Kvikmyndaunnandinn
Thor Vilhjálmsson lét sig t.a.m. ekki vanta og heilsaði
hann að sjálfsögðu upp á leikstjórann. | 26, 27
Andans jöfrar mætast
Milos Forman á Bessastöðum
Morgunblaðið/Kristinn
„ÞAÐ sem var erfiðast við aðgerðina var að þurfa að
drekka þrjá lítra af vondu dönsku vatni á dag. Núna
svelgi ég í mig vatn því hér er það svo gott,“ segir Jó-
hanna Helga Sigtryggsdóttir glöð í bragði en hún kom
heim frá Kaupmannahöfn á laugardag eftir vel heppnaða
nýrnaígræðslu. Þrátt fyrir að hafa beðið eftir nýju nýra í
tvö ár segir hún biðina ekki hafa reynt mjög mikið á sig.
„Ég lifði bara mínu lífi en nýja nýrað þýðir vissulega nýtt
og orkumeira líf. Ég finn hvernig ég hressist dag frá
degi. Mér skilst að fáir yfirgefi sjúkrahúsið svona fljótt
eftir aðgerð. Kannski var mér sleppt svona snemma því
ég var svo óþolinmóð og alltaf að spyrja hvenær ég fengi
að fara heim. Það voru allir fjörgamlir á deildinni með
mér og stauluðust um með göngugrind. Ég var farin að
ganga um á öðrum degi og lögst í tiltektir á þeim þriðja!“
Samfélagið hélt utan um hana í veikindunum
Jóhanna er fædd og uppalin í sveit, einkabarn foreldra
sinna sem reka bú í Víðidal í Húnavatnssýslu. Undan-
farin ár hefur Jóhanna verið búsett á Hvammstanga og
unnið þar á leikskólanum. „Ég er lítið borgarbarn, ég vil
búa í litlu samfélagi. Enda reyndist þetta samfélag mér
einstaklega vel í veikindum mínum. Vinahópurinn
stækkaði við veikindin og umræða um líffæragjafir var
meiri en á flestum öðrum stöðum landsins! Ég hlakka til
að hitta vini og fjölskyldu og hestana mína. Ég hlakka til
að mjólka, ég hlakka til að fara í fjárhúsið, ég hlakka til
að fara í útilegu. Nú er ég með nýtt nýra og laus við
græjur og vesen sem fylgja nýrnabilun. Þó að ég þurfi að
taka lyf þá er það smámál við hliðina á allri lyfjahrúgunni
sem ég hef innbyrt undanfarin ár.“ svanbjorg@mbl.is | 7
Nýtt nýra – nýtt líf!
Gekkst undir nýrnaígræðslu eftir að hafa beðið í tvö ár
Fannst erfiðast að drekka þrjá lítra af dönsku vatni á dag
Morgunblaðið/Kristinn
Nýtt nýra Jóhanna Helga Sigtryggsdóttir horfir glöð og
bjartsýn til orkumikillar framtíðar.
„MÉR er sagt að strákarnir hafi
dansað uppi á þessum stólum þegar
fjörið var sem mest á Borginni,“
segir Sonja Schmidt.
Sonja á í fórum sínum tvo upp-
runalega stóla úr Gyllta salnum á
Hótel Borg, sem hún er tilbúin að
selja. Stólarnir verða áttatíu ára
gamlir á næsta ári en eru samt eins
og nýir. Sonja, sem er níræð að
aldri, sótti Borgina í gamla daga en
lét sér nægja að dansa bara á dans-
gólfinu. | 13
Tilbúin að selja
upprunalega stóla