Morgunblaðið - 30.09.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.09.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is SVANDÍS Svavarsdóttir umhverf- isráðherra hefur fellt úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar um að ekki skuli fara fram sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum Suðvest- urlínu og öðrum tengdum fram- kvæmdum. Landvernd og Náttúruverndar- samtök Íslands kærðu ákvörðun Skipulagsstofnunar frá 25. mars 2009 um að ekki skyldi fara fram sameiginlegt mat á umhverfisáhrif- um Suðvesturlínu, styrkingu raf- orkuflutningakerfis á Suðvestur- landi og öðrum framkvæmdum sem tengdust álveri í Helguvík. Í úrskurði umhverfisráðherra kemur m.a. fram að rétt þyki að fella hina kærðu ákvörðun úr gildi vegna „formannmarka á ákvörðun Skipu- lagsstofnunar að upplýsa málið ekki nægjanlega“, m.a. um „hvort fleiri en ein matsskyld framkvæmd sé fyr- irhuguð á sama svæði og/eða hvort framkvæmdir séu háðar hver ann- arri og með því að hafa ekki haft full- nægjandi samráð við fram- kvæmdaraðila og leyfisveitendur áður en ákvörðun var tekin“. Aftur til Skipulagsstofnunar Umhverfisráðherra hefur vísað málinu aftur til Skipulagsstofnunar til efnislegrar meðferðar og úrlausn- ar. Ráðuneytið tekur fram að með því hafi það „enga efnislega afstöðu tekið til endanlegra lykta málsins“. Einn viðmælandi benti á að úr- skurður umhverfisráðherrans væri ekki efnislegur heldur væri um að ræða formsatriði milli ráðuneytisins og dótturstofnunar þess. Fyrir liggur mat á umhverfis- áhrifum vegna Suðvesturlínu og einnig vegna álversins í Helguvík. Matið vegna álversins var kært á sínum tíma og þess krafist að það færi í sameiginlegt mat með tengd- um framkvæmdum. Þórunn Svein- bjarnardóttir umhverfisráðherra staðfesti í apríl 2008 ákvörðun Skipulagsstofnunar um álverið. Þar með ákvað hún að ekki þyrfti að fara fram sameiginlegt mat. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráð- herra sagði að hún og umhverf- isráðherra hefðu rætt þetta mál fyr- ir um viku. „Ég vissi að það voru einhverjir annmarkar að hennar mati á gögnum og bakgrunni máls- ins frá Skipulagsstofnun. Ég vissi ekki betur en að menn ætluðu að óska eftir þeim gögnum og að um það snerist málið. Þetta á ekki að hafa nein áhrif á stöðugleikasáttmál- ann eða nokkuð annað. Ég tel þetta vera formsatriði hjá henni, eftir þá kynningu sem ég hef fengið,“ sagði Katrín. Hún var spurð hvort hún teldi að úrskurðurinn myndi tefja framkvæmdir á Suðurnesjum. Stöðugleikasáttmáli stendur „Nei, ekki miðað við þær upplýs- ingar sem ég hef fengið um málið,“ sagði Katrín. Hún sagði að málið hefði ekki verið rætt í ríkisstjórninni en rætt á milli nokkurra ráðherra. „Þar kom það mjög skýrt fram að þetta ætti ekki að tefja málið,“ sagði Katrín. Hún vissi ekki hvað það gæti tekið langan tíma að ljúka málinu hjá Skipulagsstofnun, en sagði á grundvelli þess sem henni hefði ver- ið sagt að um væri að ræða fáeinar vikur. Katrín hafði ekki talað við Svan- dísi umhverfisráðherra í gær eftir að málið komst í umræðuna. „Við erum bundin af stöðugleikasáttmálanum og þetta á ekki að hafa nein áhrif á hann. Það eru allavega þær upplýs- ingar sem ég er með á þessari stundu,“ sagði Katrín seint í gær. Þvert á fyrirheit ríkisstjórnar Ágúst Hafberg, framkvæmda- stjóri viðskipta- og þróunarsviðs Norðuráls, sagði að þeir skildu ekki úrskurð umhverfisráðherra. Hann sagði að ekki væri orðið ljóst hvaða áhrif úrskurðurinn myndi hafa á framkvæmdir við álverið í Helguvík. Norðurál hefur nú þegar lagt fimm- tán milljarða króna í verkefnið. Ágúst sagði að hugmyndir um að framkvæmdir vegna álvers í Helgu- vík færu í sameiginlegt mat hefðu fyrst komið fram 2006. Úrskurður Þórunnar Sveinbjarnardóttur um- hverfisráðherra frá því í apríl 2008 hefði bundið enda á þær. „Við höfum unnið með stjórnvöld- um nú við fjárfestingarsamning og stöðugleikasáttmála. Þetta er þvert á þau fyrirheit sem Alþingi og ríkis- stjórn hafa gefið okkur,“ sagði Ágúst. Hann sagði að stjórnendur Norðuráls ætluðu að fara yfir ákvörðun umhverfisráðherra og leita nánari skýringa á henni. Áhrif úrskurðarins óljós Umhverfisráðherra felldi úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar um að ekki skyldi fara fram sameiginlegt mat vegna Suðvesturlínu og tengdra framkvæmda Morgunblaðið/Kristinn Framkvæmdir Fyrsta skóflustunga að álveri í Helguvík var tekin í júní 2008. Umhverfisráðherra hefur fellt úr gildi ákvörðun um að Suðvesturlína, sem á að flytja orku til álversins, þurfi ekki að fara í sameiginlegt umhverfismat. Ekki er ljóst hvaða áhrif úrskurð- ur umhverfisráðherra um Suð- vesturlínu mun hafa á fram- kvæmdir á Suðurnesjum. Í gær voru menn að reyna að átta sig á hverjar afleiðingarnar verða. Í HNOTSKURN »Áhrifasvæði Suðvesturlínunær frá Hellisheiði og út á Reykjanesskaga. »Landsnet telur þörf á Suð-vesturlínu því núverandi línur hafi ekki næga flutnings- getu og afhendingaröryggi. Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is „ÉG sé fyrir mér að sveitarfélögum muni fækka verulega á næstu árum, þau eru núna 77 og ég tel að það gæti ver- ið markmið að stefna að því að þau verði til dæmis 17 við kosningar til sveitarstjórna árið 2014,“ segir Kristján Möller, ráðherra sveitarstjórnarmála. Kristján Möller og Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, undirrituðu í gær yf- irlýsingu um að móta tillögur sem leitt geta til frekari sameiningar sveitarfélaga. Ráðherra mun síðan leggja áætlun fyrir Alþingi til afgreiðslu. Skipuð verður fjög- urra manna nefnd sem meta skal sameiningarkosti í hverjum landshluta og skal hún kynna sér viðhorf sveit- arstjórnarmanna og almennings til sameiningar. Með þessu eru kannaðir möguleikar á nýjum aðferðum til sameiningar sveitarfélaga sem til þessa hafa farið fram með frjálsum samningum. Kristján segir að á fundum með sveitarstjórnarfólki og öðrum íbúum víða um land hafi hann ítrekað heyrt að fólk vildi komast hjá átökum sem oft fylgdu sameining- arkosningum innan sveitarfélaga og milli þeirra. Árið 2011 flytjast málefni fatlaðra til sveitarfélaganna og málefni aldraðra 2012. „Fyrirhugaður flutningur verkefna frá ríki til sveitarfélaga á næstu misserum mun einnig skapa mun öflugri forsendur til stækkunar og sameiningar sveitarfélaga,“ segir í frétt frá ráðuneytinu. Sveitarfélögum gæti fækkað í 17 árið 2014 Sameining Kristján Möller og Halldór Halldórsson vilja efla sveitarfélögin í landinu með sameiningu. „ÉG hef stutt þetta verkefni frá fyrstu stundu,“ sagði Björgvin G. Sig- urðsson, 1. þing- maður Suður- kjördæmis, um álverið í Helgu- vík. Hann kvaðst binda vonir við- við að úrskurður umhverfisráðherra gengi ekki gegn stöðugleikasáttmálanum og þýddi ekki tafir á verkinu. „Að mínu mati má ekkert verða til að tefja, með neinum hætti, þessi verkefni,“ sagði Björgvin. Hann nefndi auk álvers í Helguvík gagnaver, kísilverksmiðju og fleiri verkefni í undirbúningi á Suð- urnesjum. Björgvin sagði mjög áríðandi að koma álverinu í Helguvík af stað til að styrkja atvinnustigið þar sem at- vinnuleysið er mest. Engar stjórn- valdsaðgerðir eftir á megi verða til að hægja á eða tefja verkefnið. „Ég bind vonir við að þessi úrskurður þýði það ekki, en vil fá fullvissu og efnislega yfirferð með fulltrúum Skipulagsstofnunar og ráðherra.“ Ekkert má tefja verkefnin á Suðurnesjum Björgvin G. Sigurðsson „ÉG er virkilega ósátt við ákvörð- un umhverf- isráðherra og þykir þetta óskiljanlegt,“ sagði Ragnheið- ur E. Árnadóttir, 2. þingmaður Suðurkjördæmis. Hún vildi mót- mæla því að það væri „góð stjórnsýsla“ að afturkalla ákvarðanir sem teknar hafa verið af þar til bærum stjórnvöldum. „Og setja þar með áætlanir fyrirtækja sem eru að koma með mikilvægan atvinnurekstur inn í landið í full- komið uppnám.“ Ragnheiður kvaðst óttast það mjög að úrskurðurinn hefði, auk ál- vers í Helguvík, áhrif á gagnaverið. Þar fyrir utan gæti þetta haft áhrif á stækkun álversins í Straumsvík. „Þessi ríkisstjórn er að bregða fæti fyrir hvert atvinnutækifærið á fæt- ur öðru,“ sagði Ragnheiður. Bregða fæti fyrir atvinnutækifæri Ragnheiður E. Árnadóttir Náttúruverndarsamtök Íslands fagna úrskurði Svandísar Svav- arsdóttur umhverfisráðherra um að fella úr gildi ákvörðun Skipu- lagsstofnunar um að ekki skuli fara fram sameiginlegt mat á um- hverfisáhrifum framkvæmda vegna Suðvesturlínu á milli Hellis- heiðar og Helguvíkur og öðrum tengdum framkvæmdum. Náttúruverndarsamtökin sendu frá sér tilkynningu í gær vegna málsins. Þar segir m.a.: „Enginn veit í dag um hvar eða hversu mikið verður unnt að virkja fyrir 360 þúsund tonna álver í Helguvík eða hversu langt áform þar um eru komin. Það var meg- inforsenda stjórnsýslukæru Nátt- úruverndarsamtaka Íslands frá 24. apríl að til að unnt sé að meta um- hverfisáhrif framkvæmda verði all- ar upplýsingar að liggja fyrir. Úr- skurður ráðherra er sigur fyrir náttúruvernd þótt helst hefðum við kosið að umhverfisráðherra hefði úrskurðað þessar fram- kvæmdir í sameiginlegt mat. Líkt og gert var með framkvæmdir vegna fyrirhugaðs álvers á Bakka.“ Fagna úrskurði umhverfisráðherra Lím og þéttiefni í úrvali Tré & gifsskrúfur. Baðherbergisvörur og höldur. Glerjunarefni. Hurðarhúnar og skrár. Rennihurðajárn. Hurðarpumpur. Rafdrifnir hurðaropnarar. Hert gler eftir máli. Járn & Gler hf. - Skútuvogur 1h. Barkarvogsmegin. 104 Reykjavík S: 58 58 900. - www.jarngler.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.