Morgunblaðið - 30.09.2009, Side 14

Morgunblaðið - 30.09.2009, Side 14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is FRAMKVÆMDIR eru komnar á fullt skrið við byggingu gagnavers Verne Global á Ásbrú, gamla varn- arsvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Ís- lenskir aðalverktakar reisa nú 1. áfanga og að meðtöldum und- irverktökum eru alls um 100 manns að störfum á svæðinu. Hjá Verne Global er reiknað með allt að 35 störf- um en fyrirtækið er nokkurs konar heildsali fyrir gagnaverið. Með þeim fyrirtækjum sem munu hýsa sín tölvugögn á Ásbrú getur starfs- mannafjöldinn farið í 75-100 manns, auk afleiddra starfa. Fyrsti viðskiptavinurinn er svo gott sem í höfn en samkvæmt heim- ildum blaðsins hafa viðræður átt sér stað við bandaríska stórfyrirtækið IBM um hýsingu gagna hér á landi. Forráðamenn Verne Global vildu ekki staðfesta í gær hver við- skiptavinurinn væri, aðeins að hann væri meðal stærstu fyrirtækja Bandaríkjanna. Samkvæmt upplýs- ingum blaðsins hafa fulltrúar IBM og Verne átt í viðræðum við íslensk stjórnvöld um gerð fjárfesting- arsamnings, en ekki hefur tekist enn að útkljá skattaleg atriði í þeim samningi, m.a. um heimilisfesti þeirra fyrirtækja sem hýsa gögn í gagnaveri Verne og eignarhald á net- þjónum. Hafa stjórnvöld viljað að fyr- irtækin hafi lögheimili á Íslandi og greiði hér skatta og skyldur, á móti einhvers konar ívilnunum. Fjárfest- ingarsamningur af þessu tagi er sem fyrr háður samþykki Alþingis og Eft- irlitsstofnunar EFTA. Fjárfesting upp á 50 milljarða Iðnaðarráðuneytið hefur sam- kvæmt heimildum blaðsins þrýst á fjármálaráðuneytið að ljúka málinu en á fyrrnefnda bænum er gagnaver Verne talið ísbrjótur fyrir önnur sam- bærileg verkefni. Á fundi með fjölmiðlum á Ásbrú í gær kom fram í máli Jeff Monroe, forstjóra Verne Global, að fyrirtækið ætlaði sér að reisa gagnaverið í fjór- um áföngum. Áhersla verður lögð á að ljúka fyrsta áfanganum á næsta ári og geta þá ráðist í gerð 2. áfanga í kjölfarið. Monroe segir fjármögnun tryggða fyrir 1. áfangann sem og orkuöflunina frá Landsvirkjun og Hitaveitu Suðurnesja. Monroe varðist fimlega spurn- ingum um hve fjárfestingin við gagnaverið væri nákvæmlega mikil. Gaf hann þó upp 300-400 milljónir dollara, sem jafngilda allt að 50 millj- örðum króna, en endanlegur kostn- aður lægi ekki fyrir. Orkuþörfin fyrir 1. áfanga er nærri 20 MW og að sögn Monroes hefur ekki verið reiknað með að hin svo- nefnda Suðvesturlína útvegaði þá orku, sem einkum var ætluð álverinu í Helguvík. Spurður út í úrskurð um- hverfisráðherra frá í gær, um að fella úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar að Suðvesturlínan fari ekki í sameig- inlegt mat á umhverfisáhrifum, segir Monroe að möguleg töf á lagningu þessarar raforkulínu geti haft áhrif á síðari áfanga gagnaversins. Það sé sömuleiðis mikilvægt að orkuöflun fyrir þetta svæði, Suðurnesin, sé tryggð fyrir þau verkefni sem hafa verið áformuð. „Við styðjum það heilshugar að Suðvesturlínan komist í gagnið sem allra fyrst,“ segir Monroe, sem segir samstarfið við Ís- lendinga til þessa hafa gengið mjög vel. Vonast hann til að fjárfesting- arsamningnum ljúki á næstunni. Gagnaver Athafnasvæði fyrirtækisins Verne Global á Ásbrú, gamla varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Verne bíður eftir fjárfestingarsamningi Framkvæmdir við gagnaver Verne Global komnar á fullt skrið Bandaríska stórfyrirtækið IBM vill hýsa þar gögn Fjárfestingarsamningur stjórn- valda við Verne Global er langt á veg kominn en eftir er að útkljá skattalegan ágreining. Orka hef- ur verið tryggð í 1. áfanga. Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir gagnaver Verne Global ekki aðeins hafa áhrif á nærsamfélagið á Suðurnesjum heldur þjóðarbúið allt. Við fyrstu tvo áfangana geti skapast mörg hundruð ný störf, þar á meðal vel launuð tæknistörf, en það fari þó eftir því hvaða viðskiptavinir nýta sér þjónustu Verne í framtíðinni. „Þetta verður að vera samhent átak allra, bæði ríkisstjórnar og einka- aðila. Það hefur verið ágætlega unnið að þessu verkefni í iðnaðarráðu- neytinu og viðræður hafa átt sér stað við fjármálaráðuneytið. Þar hafa málin gengið hægt en vonandi eru þau að skýrast,“ segir Árni. Hann bendir á að þótt verkefni Verne Global hafi farið af stað áður en kreppan skall á þá sé mikilvægt að hugleiða að hér sé komið gott tæki- færi til að nýta í kreppunni. „Við höfum tækifæri til að koma af stað merkilegu verkefni sem er að þokast áfram. Það er full ástæða til hjá ríki, sveitarfélögum og einkaaðilum að fylgja þessu eftir í kreppunni.“ Gott tækifæri til að nýta í kreppunni Ljósmynd/Páll Ketilsson Samstarf Jeff Monroe, forstjóri Verne Global, og Árni Sigfússon, bæj- arstjóri Reykjanesbæjar, með 1. áfanga gagnaversins í bakgrunni. Í HNOTSKURN »Verne Global er í eigunokkurra erlendra og inn- lendra fjárfesta. Meðal stærstu eigenda eru banda- ríski fjárfestingasjóðurinn General Catalyst og Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar. »Orkuþörf fyrsta áfangagagnaversins er um 20MW. Töf á Suðvesturlínu gæti haft áhrif á síðari áfanga gagnaversins. – meira fyrir áskrifendur Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 16.00 mánudaginn 5. október. Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105, kata@mbl.is Morgunblaðið gefur út stórglæsilegt sérblað um tísku og förðun föstudaginn 9. október 2009. Í Tísku og förðun verður fjallað um tískuna haustið 2009 í hári, förðun, snyrtingu og fatnaði auk umhirðu húðarinnar, dekur og fleira. Meðal efnis verður : Nýjustu förðunarvörurnar. Húðumhirða. Haustförðun. Ilmvötn. Snyrtivörur. Neglur og naglalökk. Hár og hárumhirða. Tískan í vetur. Flottir fylgihlutir. Góð stílráð. Íslenskir fatahönnuðir. Ásamt fullt af öðru spennandi efni. Tíska og förðun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.