Morgunblaðið - 30.09.2009, Síða 18

Morgunblaðið - 30.09.2009, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 2009 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Ístórum drátt-um koma úr-slit þingkosn- inganna í Þýskalandi á sunnudag ekki á óvart. Kristilegir demókratar (CDU/CSU) og frjálsir demó- kratar (FDP) náðu meirihluta á þingi og stjórnarmynd- unarviðræður eru hafnar. Ljóst var fyrir kosningar að þessir flokkar stefndu á að mynda stjórn og Angela Merk- el kanslari vildi ekki halda áfram samstarfi við sósíal- demókrata (SPD). Merkel stendur því með pálmann í höndunum, en flokk- ur hennar er þó laskaður því að hann fékk 33,8% atkvæða í kosningunum, sem er tæpum 1,5 prósentustigum minna en fyrir fjórum árum. Þetta fylgistap er þó ekkert miðað við hrunið hjá SPD. Fyrir fjórum árum var nánast jafnræði með stóru flokkunum tveimur, munaði aðeins einu prósentustigi. Nú töpuðu sósí- aldemókratar um þriðjungi fylgis síns – fengu 23% at- kvæða – og hefur það ekki ver- ið minna frá stofnun sam- bandslýðveldisins. Þessi ósigur er í samræmi við þann vanda, sem steðjar að vinstri mönnum víða í Evrópu. Í Frakklandi og á Ítalíu eru hægri menn við völd og vinstri menn sundr- aðir. Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Verkamanna- flokknum verði úthýst í næstu kosningum á Bretlandi og stjórn sósíalista á Spáni á und- ir högg að sækja. Sigurvegari kosninganna er hins vegar Guido Westerwelle, leiðtogi FDP. Flokkur hans fékk 14,6% atkvæða og hefur aldrei hlotið meira fylgi. Sú var tíðin að FDP réð úrslitum um stjórnarmyndun í Þýska- landi. Þegar flokkurinn missti þá lykilstöðu syrti í álinn og ekki eru mörg ár síðan hann barðist fyrir tilveru sinni á þýska þinginu. Nú er flokk- urinn kominn á flug á ný og hefur á átta árum næstum því tvöfaldað fylgi sitt. Reyndar er einnig umhugs- unarefni að flokkurinn Vinstri, sem er birtingarmynd sósíal- istaflokksins, sem á sínum tíma fór með völd í Austur-Þýska- landi, skuli hafa náð 11,9% fylgi. Sá flokkur hefur nánast þrefaldað fylgi sitt á átta ár- um. Græningjar sóttu einnig í sig veðrið þótt þeir séu nú fimmti stærsti flokkur Þýska- lands aðrar kosningarnar í röð, en voru þriðji stærsti flokk- urinn í kosningunum 2002. Fylgi allra litlu flokkanna þriggja jókst því á kostnað stóru flokkanna í kosning- unum. Samstarf stóru flokkanna hefur að vissu leyti verið eins og spennitreyja fyrir þá. Þetta eru þeir flokkar, sem hafa barist um að vera stærstu stjórnmálaflokkar landsins og sú bar- átta getur háð þeim í samstarfi. Líklegt er að útkoman verði miðjumoð. Þótt Merkel vildi losna úr stjórnarsamstarfinu við SPD er athyglisvert er að hún sagði daginn eftir kosningarnar að ekki væri þörf á grundvall- arstefnubreytingu. Í augum Westerwelle eru undanfarin fjögur ár glataður tími. Frammistaða frjálsra demó- krata setur Westerwelle í góða stöðu til að knýja fram mark- mið sín. Ein af lykilkröfum hans er lækkun skatta og mun Merkel verða að koma til móts við hann með einhverjum hætti í þeim efnum. En hversu mikið er hægt að lækka skatta í Þýskalandi? Árið 2010 blasir við 100 milljarða evra fjár- lagahalli. Margir þýskir bank- ar hafa átt í vök að verjast vegna hrunsins á fjármála- mörkuðum. Stjórnvöldum hef- ur tekist að koma í veg fyrir að upp úr syði, en með ærnum til- kostnaði. Að auki gera margir fastir útgjaldaliðir, sem erfitt er að hagga, erfitt fyrir. Er leiðtogar 20 helstu iðn- ríkja heims hittust í Pittsburg í liðinni viku töluðu Merkel og Peer Steinbrück, fráfarandi fjármálaráðherra og sósíal- demókrati, einni röddu um að leggja þyrfti skatt á hreyfingar á alþjóðlegum fjármálamörk- uðum. Westerwelle hafnar slík- um álögum. Merkel og Wester- welle eru hins vegar sammála um að breyta fjármálaeftirlit- inu í Þýskalandi og færa það inn í þýska seðlabankann. Kosningarnar í Þýskalandi bera vitni sveiflu til hægri og eru úrslitin í samræmi við vís- bendingar um hægri sveiflu í Evrópu, sem til dæmis mátti lesa úr kosningunum til Evr- ópuþingsins í sumar. Þrátt fyr- ir hrun á fjármálamörkuðum og reiði kjósenda vegna græðgisvæðingar halla þeir sér ekki til vinstri. Þeir vilja beisla þau öfl, sem leiddu til hruns- ins, en ekki snúa baki við frjálsum markaðsbúskap. Pólitískur ferill Angelu Merkel er undraverður. Hún kemur frá Austur-Þýskalandi og nær völdum í flokki kristi- legra demókrata þegar hann var veikur fyrir. Hún hefur sterk öfl innan flokksins á móti sér, en nú hefur henni hins vegar tekist að tryggja sér stól kanslara annað kjörtímabilið í röð. Í samstarfi við frjálsa demókrata fær hún tækifæri til að láta að sér kveða með mun afdráttarlausari hætti til að losa um viðjarnar á þýsku efnahagslífi. Spurningin er hvernig hún nýtir það tæki- færi. Til hvaða breytinga leiðir nýtt stjórnar- mynstur í Berlín?} Hægri sveifla Þ að kemur ekki á óvart að dregið hefur úr stuðningi þjóðarinnar við aðild Íslands að Evrópusamband- inu. Í kjölfar bankahrunsins hefur þjóðernishyggja aukist til muna og tortryggni gagnvart öðrum þjóðum farið vaxandi. Það er ekki beinlínis geðfellt að fylgj- ast með þessari þróun. Þjóðremban fer Ís- lendingum svo dæmalaust illa. Hér á landi tókst á ótrúlega skömmum tíma að klúðra öllu því sem klúðrað varð. En svona fer þegar byggt er á sandi. Icesave er hluti af þessu klúðri en stór hópur manna kýs að láta eins og það mál sé að stærstum hluta útlend- ingum að kenna og æpa svo orðið: Evrópu- sambandið! eins og þar sé einn aðalsökudólg- inn að finna. Þessi sami hópur hefur engan áhuga á opinni og upp- lýstri umræðu um Evrópumálin og mun gera allt sem hann getur til að koma í veg fyrir hana. Fræðsla um þau mál er nefnilega stórhættuleg að mati þessara manna því hún getur leitt til þess að almenningur taki upplýsta ákvörðun sem byggir á velvilja til Evrópusambandsins. Og það má náttúrlega ekki gerast. Þeir sem vilja vita hvernig þessi hópur manna hugsar geta farið inn á AMX-vefinn og kynnt sér áherslurnar sem eru þar í forgrunni. Skrifin þar eru vægast sagt sér- kennileg. Stundum finnst manni eins og þeir sem þar skrifa telji það eftirsóknarverðast af öllu fyrir þjóðina að lifa á slátri og skyri og fara ekki til útlanda því þar séu bara vondir menn sem skilja ekki hvað það er að vera Íslendingur. Það er tilviljun háð hvaða þjóð ein- staklingar tilheyra og Íslendingar eru ekkert merkilegri en aðrar þjóðir. Fyrir bankahrun var okkur sagt af áhrifamönnum í samfélag- inu að við hugsuðum hraðar en aðrar þjóðir, værum fljótari að taka ákvörðun, værum djarfari og hugumstærri. Í ljós er komið hvaða innistæða var fyrir þeim fullyrðingum. Við eigum að losa okkur við þjóðrembuna og vinna markvisst að því að efla samskipti okkar við aðrar þjóðir. Við eigum ekki að læsa að okkur og hóta að slíta stjórnmála- sambandi við þær þjóðir sem við teljum ekki skilja hversu stórmerkileg þjóð við erum. Aðildina að Evrópusambandinu á síðan að ræða ræki- lega. Fjölmiðlar eru stundum skammaðir og sagðir styðja aðild að Evrópusambandinu. Þetta er ekki rétt. Fjöl- miðlum ber skylda til að opna umræðu um erfið og knýj- andi mál. Það hafa þeir verið að gera. Þeir hafa verið að sinna upplýsingarskyldu sinni en ekki brugðist henni. Þjóðin þarf svo að róast og átta sig á því að það felst ekkert frelsi í því að hjúpa sig þjóðrembu. Með slíkri gjörð eru menn einungis að kalla yfir sig ófrelsi og ein- angrun. Og hver vill það? kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Hin vonda þjóðremba STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Óvissa um persónu- kjör litar prófkjör FRÉTTASKÝRING Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is K osningar til sveitar- stjórna fara fram 29. maí á næsta ári og því er tími prófkjara að ganga í garð. Sjálf- stæðismenn á Seltjarnarnesi riðu á vaðið og hafa auglýst prófkjör sem fram á að fara 7. nóvember nk. Aðrir stjórnmálaflokkar eru farnir að hugsa sér til hreyfings. Búast má við tilkynningum um fleiri prófkjör nú í vetrarbyrjun og eftir áramótin mun þeim fjölga mikið ef að líkum lætur. Sveitarstjórnarkosningar hafa þá sérstöðu að oft eru boðnir fram list- ar óháðir stóru flokkunum og það á eftir að koma í ljós þegar nær dreg- ur kosningum hverjir bjóða fram í hverju sveitarfélagi. Það kann svo að hafa áhrif á kosningarnar næsta vor hve mjög sveitarfélögum hefur fækkað frá því síðast var kosið. Frumvarp um persónukjör til sveitarstjórnarkosninga er nú til meðferðar hjá Alþingi. Verði það samþykkt mun fyrirkomulag kosn- inganna gjörbreytast. Í stað þess að kjósa fyrirfram raðaða lista verða kjósendurnir að raða fólki á listana í kjörklefanum. Óvissa um afdrif frumvarpsins mun væntanlega lita prófkjörsbaráttuna sem framundan er. Verða leiðtogar listanna valdir í prófkjörum eða ekki fyrr en í kjör- klefanum næsta vor? Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Vinstri grænna, segir að það sé und- ir hverju svæðisfélagi fyrir sig kom- ið hvernig verður raðað á lista. „Ég reikna þó frekar með því að stærstu svæðisfélögin nýti forval til að raða upp og hefur töluverð vinna farið í það undanfarið að samræma forvals- reglur til að félögin geti haft þau til hliðsjónar, sú vinna er á lokastigi,“ segir Drífa. Ef persónukjör verður ofan á reiknar Drífa með því að nið- urstaða í forvali verði notuð til að velja fólk á listana, án þess þó að vilja svara fyrir svæðisfélögin. Samkvæmt lögum Framsókn- arflokksins eru framboð til sveitar- stjórnar í höndum aðildarfélaga í viðkomandi sveitarfélagi. Aðildar- félög ákveða hvaða aðferð skal við- hafa við val frambjóðenda, sjá um framkvæmd valsins og ganga frá framboðslista. „Þar til annað kemur í ljós er unnið eftir því lagaumhverfi sem nú gildir varðandi sveit- arstjórnarkosningar,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon, framkvæmdastjóri flokksins. Eins og hjá öðrum flokkum eru það fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í hverju sveitarfélagi sem ákveður uppstillingu á lista. Jónmundur Guð- marsson framkvæmdastjóri segir að aðeins fulltrúaráðið á Seltjarnarnesi hafi tekið ákvörðun um prófkjör. Sigrún Jónsdóttir, framkvæmda- stýra Samfylkingarinnar, segir að undirbúningur sé hafinn hvað varð- ar málefnastarfið og sveitarstjónar- fulltrúar flokksins komi fljótlega saman til stefnuþings. Fulltrúaráð flokksins ákveða framkvæmd og fyrirkomulag nið- urröðunar á framboðslista Samfylk- ingarinnar við kosningar til sveit- arstjórna. Sigrún segir að Samfylkingin geri ráð fyrir að það náist góð samstaða innan þings sem utan um framvindu frumvarps um persónukjör og það verði viðhaft í sveitarstjórnarkosn- ingunum næsta vor. Morgunblaðið/Ómar Prófkjör Frambjóðendur Samfylkingarinnar bíða eftir fyrstu tölum 2006. Dagur B. Eggertsson varð hlutskarpastur og varð leiðtogi listans. Kosningar til sveitarstjórna nálg- ast óðfluga. Flokkarnir eru þegar farnir að huga að vali fólks á listana en nú ríkir óvissa um það hvort Alþingi samþykki fyrirliggj- andi frumvarp um persónurkjör. SKIPTAR skoðanir eru um frum- varpið um persónukjör í öllum flokkum, bæði á Alþingi og í sveitarstjórnum. Það kom fram hjá Atla Gísla- syni, þingmanni Vinstri grænna, hér í blaðinu í gær að hann teldi ólíklegt að frumvarpið næði fram að ganga á þinginu í vetur. Mörg atriði þess orkuðu tvímælis og þau þyrfti að skoða vandlega. Þessi skoðun Atla fær stoð í umsögn stjórnar Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs um frumvarpið, sem hún hefur sent allsherjarnefnd Alþingis. Þar seg- ir orðrétt: „Frumvarpið um per- sónukjör er ófullkomið og þarf mun betri umfjöllun áður en það er tilbúið til afgreiðslu.“ Þegar annar stjórnarflokkanna gefur svona umsögn er ljóst að það er langt í land að stuðningur sé við frumvarpið eins og það liggur fyrir. SKIPTAR SKOÐANIR ››

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.