Morgunblaðið - 30.09.2009, Qupperneq 21
Minningar 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 2009
Kæri Örn.
Ég var ekki að
trúa því sem hún Bogga systir þín
sagði við mig í símann þennan
laugardagsmorgun sem þú kvaddir
þennan heim, að þú værir dáinn,
nei það gat bara ekki átt sér stað.
Mín fyrsta hugsun var „guð
minn góður hvernig segi ég börn-
unum okkar frá þessu, þau eru
bara 6 og 9 ára, þetta er ekki rétt-
látt og getur ekki verið satt“. Það
kemur svo ótrúlega margt upp í
hugann á svona tímum og maður
veit ekki hvað skal segja en ég vil
fyrst og fremst fá að þakka þér
fyrir öll okkar ár sem við áttum
saman þó svo að við höfum slitið
samskiptum endanlega í febrúar á
þessu ári. Við gengum í gegnum
súrt og sætt eins og gengur og
gerist hjá venjulegum fjölskyldum
að ég held, en við stóðum af okkur
marga vinda og létum ekki bugast.
Ég vil líka þakka þér fyrir að
hafa gefið mér þessi tvö yndislegu
börn sem við eigum saman, Eyþór
Vilmund og Ernu Björgu Rán. Það
er ekki sjálfgefið að eignast heil-
brigð börn, hvað þá á gamalsaldri
eins og ég sagði svo oft. Þau eru
það dýrmætasta sem ég á og þau
mun ég varðveita og hlúa að af
minni bestu getu og eins og þú og
allir vita á ég bestu fjölskyldu í
heimi sem mun hjálpa okkur í
gegnum þennan missi og erfiðleika
í framtíðinni.
Þú misstir móður þína 9 ára
gamall eins og Eyþór okkar er
núna 9 ára að missa þig, enginn
átti von á þessu en svona getur líf-
ið verið.
Þú varst ríkur maður sagði
pabbi alltaf og átti hann þá við all-
an barnahópinn þinn sem þú mátt-
ir vera stoltur af og ég tel mig
vera heppna að fá að kynnast þeim
öllum og vera í góðu sambandi við
þau öll svo við gleymum ekki
barnabörnunum þínum fimm en
mér þykir vænt um þau öll.
Mamma kom þér oft í móðurstað
og þið gátuð talað saman um
marga hluti og pabbi líka, þú lærð-
ir margt af honum sagðir þú svo
oft og hann er stoltur af því.
Hugur minn reikar og það er svo
margt sem mig langar að rita hér
niður en ég mun hafa mínar minn-
ingar um þig og okkar líf bara fyr-
ir mig og börnin okkar.
Örn minn, takk innilega fyrir
samferðina í þessu lífi og Eyþór og
Erna eru glöð í sínu hjarta að þú
sért núna búinn að hitta afa Villa
og ömmu Siggu, svo ég gleymi
ekki honum Snata okkar. Þau eru
ótrúlega dugleg en sakna þín mik-
ið.
Hvíl þú í friði kæri vinur.
Elskulegu systkini barna minna
og fjölskyldur, Bogga, Jóna,
Georg, Gauti og fjölskyldur, Krist-
ín og fjölskylda, ég votta ykkur öll-
um mína innilegustu samúð og Guð
veri með ykkur öllum.
Nú getur hann breitt út faðminn
yfir okkur öll eins og fallegur Örn
gerir.
Kveðja,
Ingibjörg.
Pabbi. Frá því ég var lítill strák-
ur hef ég alltaf haft gott samband
við hann. Og get ég sagt að ég er
mjög þakklátur fyrir þann tíma
sem við áttum, þó sá tími hafi mátt
vera örlítið lengri. En það er lítið
hægt að gera annað en að vona og
biðja að hann sé sáttur þar sem
hann er í dag. Það sem ég get sagt
um Örn er að hann elskaði ekkert
Örn Vilmundarson
✝ Örn Vilmund-arson fæddist á
Akranesi 25. júní
1962. Hann lést á
heimili sínu, Hurð-
arbaki í Hvalfjarð-
arsveit, 19. sept-
ember síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Hallgrímskirkju í
Saurbæ á Hvalfjarð-
arströnd 29. sept-
ember.
meira en börnin sín
og tjáði mér það oft.
Mörg átti hann og
var hann þar af leið-
andi mjög ríkur mað-
ur. 10 börn og sann-
gjarnlega skipt líka,
5 strákar og 5 stelp-
ur. Sjómennskan var
ávallt sterk í honum
enda var hann til sjós
á mörgum bátum í
hátt 20 ár þegar hann
kemur á þurrt land
eftir allan þennan
tíma var aldrei langt
í viljann til að fara á sjóinn aftur.
Lét hann verða af því í lokin og fór
í smá tíma sem kokkur á sjóinn.
Fyrir mér var hann traustur vin-
ur, ásamt því að vera faðir minn og
það var í ófá skiptin að skrípalætin
í okkur létu mann alveg gleyma
því að maður væri að skemmta sér
með gamla kallinum í stað þess
fannst manni maður bara vera með
einum af félögunum og hafði hann
mjög gaman af því að vera félagi
en ekki pabbi manns svona endr-
um og eins. Mikill húmor í kall-
inum og aldrei langt í glensið og
stríðnina. Hann var mjög strangur
í uppeldi en ávallt mjög sanngjarn.
19.09.09 missti ég pabba minn og
góðan vin sem ég elska mjög.
Hvíl í friði elsku pabbi.
Guðmundur Orri Arnarson.
Jæja pabbi minn, því miður ertu
farinn frá mér langt fyrir aldur
fram. Þó svo það hafi gengið á
ýmsu hjá okkur í gegnum árin þá
hef ég ávallt elskað þig og virt.
Síðastliðið ár höfum við verið frek-
ar nánir og er ég rosalega þakk-
látur að hafa fengið þennan tíma
með þér, þú kenndir mér svo
margt á þessum tíma. Við gátum
setið úti í skúr heilu tímana og
rætt um bíla, fótbolta og bara lífið.
Ef það er eitthvað sem stendur
upp úr því sem þú kenndir mér þá
er það að fjölskyldan er alltaf núm-
er eitt. Drengirnir mínir, Mikael
Aron og Baldur Freyr eru heppnir
að hafa átt svona góðan afa sem
vildi allt fyrir þá gera, alltaf til
staðar ef eitthvað bjátaði á. Það
eru minningar sem þeir munu
geyma um alla ævi, minningin um
afa Ödda. Ég kannski á erfitt með
að kveðja því það var svo margt
sem við vorum búnir að plana að
gera saman. Finnst svo erfitt að
kyngja því að ég á ekki pabba
lengur. En þrátt fyrir allt sem
gekk á milli okkar mun ég ávallt
minnast þín eins og þú varst,
hreinskilinn, sanngjarn, þrjóskur
og umhyggjusamur. Eiginleikar
sem ég mun gera að mínum með
árunum, þótt eitt af þessu hafi
skilað sér til mín frá fæðingu og
það er þrjóskan.
En lífið heldur áfram og mun ég
hafa það sem gott veganesti allt
það sem þú kenndir mér. Ég gæti
skrifað um svo margt en ég læt
þetta duga elsku pabbi minn. Þín
verður sárt saknað. Ég enda þetta
með klisjunni sem við oft notuðum
„selaví“ eða svona er lífið.
Birgir Þór Arnarson.
Elsku pabbi, aldrei hélt ég að
það kæmi að þessum degi svona
fljótt, en svona er lífið. Í gegnum
árin höfum við átt góðar stundir
saman og ég á mikið af góðum
minningum um þig. Þú varst mað-
ur orða þinna og ef það var eitt-
hvað sem skipti þig máli þá voru
það börnin þín og fjölskylda.
Þú varst ávallt hreinskilinn og
alltaf til staðar fyrir mig þegar ég
þurfti. Við höfum gengið í gegnum
margt saman í gegnum árin, gott
og slæmt, og mér finnst alltof
snemmt að þurfa að kveðja þig
núna. Orð fá því ekki lýst hvað þín
verður mikið saknað og þú átt allt-
af stað í hjarta mínu.
Þín dóttir,
Sigríður Helga Mogensen.
Fleiri minningargreinar um Örn
Vilmundarson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
✝
Kær bróðir minn og frændi,
JENS ÁSGEIR GUÐMUNDSSON,
lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Uppsölum, Fáskrúðsfirði
miðvikudaginn 23. september.
Útför hans fer fram frá Heydalakirkju laugardaginn 3. október kl. 11.00.
Lára Guðmundsdóttir
og aðstandendur.
✝
Sonur okkar, bróðir og barnabarn,
EINAR MÁR KRISTJÁNSSON,
Hörðalandi 6,
Reykjavík,
er látinn.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Barnaspítala
Hringsins.
Ólöf Jónsdóttir,
Kristján S. Elíasson,
systkini hins látna,
Magnea Hulda Magnúsdóttir.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
BENEDIKT SIGURJÓNSSON
vélvirki,
Mánagötu 24,
Reykjavík,
sem lést mánudaginn 21. september, verður
jarðsunginn frá Háteigskirkju fimmtudaginn
1. október kl. 13.00.
Sigríður Sigurðardóttir,
Ingi Gunnar Benediktsson, Drífa Konráðsdóttir,
Sigrún Björk Benediktsdóttir, Valtýr Valtýsson
og barnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
SIGURÐUR FRIÐGEIR JÓHANNSSON
stórkaupmaður,
Melseli 7,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn
5. október kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Parkinsonsamtökin.
Svava Steinunn Ingimundardóttir,
Elínborg Sigurðardóttir,
Jón Ingi Sigurðsson, Linda Jóhannsdóttir,
Heiðdís Sigurðardóttir, Sigvaldi S. Einarsson,
Heiðrún Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær sonur okkar og bróðir,
JÖKULL TANDRI ARNARSON,
Brávallagötu 10,
lést á heimili sínu laugardaginn 26. september.
Guðmundur Örn Ragnarsson,
Jónína Lára Einarsdóttir,
Bjartmar Orri Arnarson,
Brynjar Frosti Arnarson.
✝
Elskuleg frænka okkar,
ÞURÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR
frá Reykjahlíð í Mývatnssveit,
lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund
sunnudaginn 27. september.
Sigurður Jónas Þorbergsson,
Finnur Baldursson,
Sigurður Baldursson
og fjölskyldur.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
HALLDÓRA SIGURLAUG JÓNSDÓTTIR,
Hverfisgötu 31,
Siglufirði,
lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar föstudaginn
25. september.
Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Jóhannes Þórðarson,
Soffía Guðbjörg Jóhannesdóttir, Ólafur Kristinn Ólafs,
Ólafía M. Guðmundsdóttir,
Halldóra Sigurlaug Ólafs, Magnea Jónína Ólafs,
Jóhannes Már Jónsson, Kjartan Orri Jónsson,
Margrét Finney Jónsdóttir og Eydís Ósk Jóhannesdóttir.
✝
Ástkær eiginkona mín, systir, mágkona og tengda-
dóttir,
SONJA RÁN HAFSTEINSDÓTTIR,
Fífurima 8,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum í Fossvogi fimmtudaginn
24. september.
Útförin fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn
5. október kl. 15.00.
Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar
er bent á MS-félag Íslands.
Öllum þeim er önnuðust hana í veikindum hennar eru færðar alúðlegar
þakkir.
Þórir Þrastarson,
Linda Brá Hafsteinsdóttir, Ægir J. Guðmundsson,
Hafsteinn Gunnar Hafsteinsson,
Karla M. Sigurjónsdóttir, Sölvi Magnússon.