Morgunblaðið - 30.09.2009, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.09.2009, Blaðsíða 28
28 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 2009  Ritstjóraskiptin á Morgun- blaðinu hafa svo sannarlega orðið Baggalútsmönnum innblástur og hafa þeir marga fréttina ritað um þau. Fyrst ber að nefna þann mis- skilning að nýr ritstjóri væri lauf- apinn Davíð Oddsson, þ.e. ekki fyrrverandi seðlabankastjóri eins og raunin er. Þá segir Baggalútur að anarkistinn Ingileif Nesqvick sé hætt að skrifa Velvakanda (hún hefur víst skrifað um 93% alls efnis í þennan vinsæla dálk frá árinu 1963) í mótmælaskyni við ráðningu nýs ritstjóra og að endurskoðand- inn Bragi Bollason hafi óvart lesið Morgunblaðið þrátt fyrir að hafa ítrekað lýst því yfir að það væri dautt fyrir sér. Svo maður noti orðalag Kanans: Skítur gerist. Ingileif Nesqvick hætt að skrifa Velvakanda Fólk Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is ÆVINTÝRAMYNDIN Algjör Sveppi og leitin að Villa hefur gengið vel ofan í landann. Hafa viðtökurnar farið langt fram úr vonum bjart- sýnustu manna – þar á meðal leikstjórans. Græskufullt hispursleysið hefur greinilega hitt í mark og segir Bragi Þór Hinriksson að hann og aðstandendur hafi reynt að beita hyggjuviti fremur en fjáraustri við framleiðsl- una. Þannig var stef myndarinnar, Sveppastef- ið, keypt á netinu, í kvikmyndatónlistargagna- banka. Þá eru önnur stef í myndinni, sjálf tónlistin sem skreytir öll atriði, glúrin vísun í hin og þessi stef úr kvikmyndasögunni. „Það var auðvitað nokkuð ljóst að við vorum ekki að fara að láta sinfóníuhljómsveit spila fyrir okkur,“ segir Bragi. „Ég og Arnar Helgi Aðalsteinsson, sem vann tónlistina ásamt Kjartani F. Ólafssyni, erum miklir áhugamenn um kvikmyndatónlist og við erum beint og óbeint að vísa í fræg stef í myndinni,“ segir Bragi. „Þetta er kallað að „elta lagið“ í auglýsinga- bransanum. Þessi „vinkill“ er hluti af heildar- hugmyndinni á bak við myndina. Þetta er nett flipp.“ Bragi segir að viðtökurnar hafi verið með ólíkindum. Sveppateymið heimsótti t.d. Ísafjörð þar sem myndin var sýnd og þá var biðröð út á götu. „Algjör landsbyggðarbíórómantík!“ Stefnan er svo að koma myndinni út á mynd- disk fyrir jól og þegar er farið að leggja drög að framhaldsmynd. Sveppastefið keypt á netinu Vinsæll Sveppamyndin slær í gegn á landsvísu.  Meðlimir gæðasveitarinnar múm eru greinilega með sjálfstraustið í lagi hvað varðar tónlist sína því að annars færu menn varla vísvitandi að benda á niðurrifsdóma um sig og sín verk. Í spánnýju Twitter- innslagi benda múmliðar hlæjandi á það að hið áhrifamikla og smekk- mótandi vefrit Pitchfork hafi gefið þeim hörmulega dóma: „Haha, við vorum að fá hrikalegan dóm frá Pitchfork … en við því mátti svo sem búast. Hvenær höfum við ekki fengið slæman dóm þaðan?“ segir í innslaginu. Platan, Sing Along to Songs You Don’t Know, sem út kom fyrir stuttu fær falleinkunn, 3,9 af 10 og plötunni er lýst sem viðburða- lítilli, hægri og svæfandi og er dregin sundur og saman í vafasöm- um poppfræðilegum kenningum. Sumir kunna bara ekki gott að meta en tveir svalir þumlar upp fyr- ir múm að benda kinnroðalaust á þetta. Búú á Pitchfork! Múm fær hörmulega dóma á Pitchfork  Teknótríóið GusGus nýtti sér tungu þýskra þegar kom að því að finna heiti á væntanlegt hljómleika- ferðalag vegna nýjustu afurðar sveitarinnar, 24/7, sem út kom fyr- ir stuttu. „Komm Tanz Mit Mir“ – eða „Komdu og dansaðu við mig“- túrinn hófst í München í fyrradag og er hann liður af tónleikaröðinni Norðrið. Mun það svo standa í þrjár vikur þar sem hljómsveitin mun drepa niður fótum og styrkja dans- vöðva í Þýskalandi, Sviss, Aust- urríki, Hollandi og Frakklandi. Með í Gus Gus í för verður hinn al- íslenski Oculus og þýska hljóm- sveitin Wareika sem mun svo fylgja Gus Gus til Íslands og leika með henni á Iceland Airwaves 18. októ- ber næstkomandi. GusGus og „Komm Tanz Mit Mir“-túrinn Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is FYRIR tæpum áratug hittust þau í París Barði Jóhannsson og ísr- aelsk-franska tónlistarkonan Ker- en Ann Zeidel, komu sér upp aukasjálfunum Lady & Bird og tóku upp plötu. Þó plötunni hafi verið bráðvel tekið varð ekki fram- hald á samstarfinu vegna anna þeirra beggja. Á síðasta ári tóku þau svo upp þráðinn og komu fram á tónleikum með Sinfón- íuhljómsveit Íslands og fjölskip- uðum kór. Tónleikarnir voru tekn- ir upp og koma nú út undir heitinu La Ballade of Lady and Bird, en liður í kynningu á skífunni er tón- leikar þeirra með sinfóníuhljóm- sveit og kvennakór í Salle Pleyel, einum glæsilegasta tónleikasal Parísar í næsta mánuði. Viðtökur verið lofsamlegar Platan nýja er komin út hér á landi, í Frakklandi og í Ísrael, sem verður að teljast viðeigandi. Hvað varðar útgáfu í öðrum löndum þá skýrist það eftir áramót hvar og hvenær hún verður gefin út. Við- tökur við plötunni hafa verið mjög lofsamlegar í Frakklandi; „farið fram úr öllum vonum“ segir Barði og er þá við mikið jafnað því Frakkar tóku fyrri plötunni svo vel að hún var kölluð tímamóta- verk í franskri poppsögu. Upp- haflega stóð til að Parísartónleika- rnir, sem verða 27. október, yrðu einu tónleikar Lady & Bird að svo stöddu, en Barði segir að svo mikil eftirspurn hafi verið að þau hafi þurft að bæta við útvarps- tónleikum og þannig komu þau fram í beinni útsendingu í helsta morgunþætti í Frakklandi fyrir tveimur vikum. Frekari spila- mennska er framundan, því áform- að er að spila í franska rík- isútvarpinu viku fyrir tónleikana í Salle Pleyel. Í Salle Pleyel verða þau á svið- inu Barði og Keren Ann með Jó- hann Hjörleifsson á trommur, kór tólf íslenskra kvenna og svo ríflega fjörutíu manna hljómsveit, en öllu minna var við haft í útvarpinu: „Við vorum bara með tvo kassa- gítara og það gekk mjög vel, enda var fyrri platan svo naumhyggju- leg að lögin passa vel fyrir slíkt. Við verðum þó með meira í gangi í ríkisútvarpinu, því þá komum við fram með strengjakvartett og pí- anóleikara og vinnum útsetning- arnar sjálf og þá frá grunni.“ Ekki er þó allt talið því einnig stendur til að setja upp tónleika í fleiri löndum, til að mynda í Lund- únum, New York, Tel Aviv, Berlín og fleiri borgum. Það tekur þó sinn tíma að und- irbúa slíkt og Barði segir ekki tímabært að segja til um hvenær og hvernig það verði gert. Fjöldi hugmynda í sarpinum Á La Ballade of Lady and Bird er úrval laga af fyrri skífu Lady & Bird, en líka lög eftir Keren Ann og Barða sem þau hafa gefið út áð- ur hvort í sínu lagi. Aðspurður hvort framundan sé frekara sam- starf segir Barði að þau séu með fjölda hugmynda í sarpinum sem þau vilji vinna saman, en það sé ekki tímabært að segja til um hve- nær það verði; „það gerist þegar það gerist“. Keren Anna er ekki eini erlendi listamaðurinn sem Barði hefur unnið með undanfarin ár, því hann hefur gert talsvert af því að fá hingað til lands erlenda listamenn frekar en að fara út sjálfur. „Mér finnst hvergi betra að vinna en hér heima, næ mestum fókus hér og vil því helst fá fólk hingað ef það er hægt,“ segir hann, en fyrir stuttu kom út platan Siamese sem hann tók upp með írska söngvaranum Craig Walker, en Barði stýrði upp- tökum í hljóðveri sínu, á helming laganna og syngur að auki á skíf- unni. Ljósmynd/Linda Bujoli Samrýnd Barði Jóhannsson + Keren Ann Zeidel = Lady & Bird. Þau koma fram í einum glæsilegasta tónleikasal Parísar í næsta mánuði. Lafðin og Fuglinn á hátíðartónleikum í París Sagan af Lady & Bird hófst þegar Barði Jóhannsson hitti tónlist- arkonuna Keren Ann Zeidel á bar í París þegar hann var ytra að kynna breiðskífu Bang Gang, „You“. Það fór svo vel á með þeim Barða og Keren Ann að þau ákváðu að reyna að vinna saman einhver lög. Úr varð að þau eyddu saman þremur vikum í hljóðveri í Brussel sem lyktaði með plötunni Lady & Bird, en meðfram vinnunni skrif- uðu þau eins konar dagbók sem gallerí í París gaf út í 500 eintök- um. Platan Lady & Bird kom út 2003 og var vel tekið víða um heim og þá sérstaklega í Frakklandi þar sem Keren Ann er allþekkt; blöð og tímarit kepptust við að birta viðtöl við lafðina og fuglinn og gagnrýn- endur töluðu um tímamótaverk í frönsku poppi. Árin á eftir voru þau Barði og Keren Ann upptekin við önnur verkefni, en héldu svo tónleika á Listahátíð á síðasta ári eins og getið er hér til hliðar. Þeir tón- leikar voru hljóðritaðir og koma út í Frakklandi, á Íslandi og víðar. Lafðin og Fuglinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.