Morgunblaðið - 12.10.2009, Síða 2
Kæra Jóhanna.
Bestu þakkir fyrir tölvupóstinn frá þér 5. október
sl., þar sem þú spyrð m.a. um yfirlýsingar sem Per
Olav Lundteigen stórþingsmaður hefur gefið hinum
íslenska Framsóknarflokki þess efnis að Noregur sé
reiðubúinn til að lána Íslandi 100 milljarða norskra
króna.
Okkur er hugleikið að aðstoða Ísland í erfiðri stöðu
landsins, m.a. með veitingu langtímalána ásamt öðr-
um Norðurlöndum. Noregur hefur átt frumkvæði að
tímanlegri og verulegri aðstoð við Ísland innan nor-
ræns ramma. Eins og þér er kunnugt er norska lánið
að upphæð 480 milljónir evra (u.þ.b. 4,2 milljarðar
norskra króna) af norrænu heildarláni sem nemur um 1,8 milljörðum evra.
Það hefur hvorki í norsku eða norrænu samhengi verið rætt um að hækka
þessar upphæðir.
Ríkisstjórn þín hefur gert mikið til að hreinsa upp eftir hina föllnu banka
og í mótun stefnu um að ná efnahagslegum stöðugleika og endurreisn á Ís-
landi. Nú skiptir miklu að Ísland komi samskiptum við umheiminn í samt lag.
Við styðjum ykkur í þessari viðleitni og vonum að stjórn AGS geti fljótlega
samþykkt fyrstu endurskoðun stöðugleikaáætlunarinnar, þannig að næsta út-
borgun lánsins frá AGS og fyrsta útborgun af norrænu lánunum geti átt sér
stað.
Þegar Noregur, ásamt Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð, gaf fyrirheit um
lánveitingu í nóvember í fyrra, var það m.a. með því skilyrði að Ísland virti al-
þjóðlegar skuldbindingar, þ.m.t. varðandi innlánstryggingar, og að þau lönd
sem hafa helst orðið fyrir vanefnum íslenska innlánstryggingasjóðsins veiti
lán til að fjármagna þær skuldbindingar sem íslensk stjórnvöld gangist við í
þessu samhengi. Þessar forsendur lágu til grundvallar samþykki Nor-
egsbanka fyrir láni til Seðlabanka Íslands og ákvörðun Stórþingsins um að
veita ríkisábyrgð vegna lánsins.
Meðferð íslenskra skuldbindinga um innlánstryggingar gagnvart erlendum
innistæðueigendum í bönkunum sem féllu skiptir mjög miklu fyrir styrkleika
stöðugleikaáætlunarinnar.
Í þessu samhengi eru Icesave-samningarnir við Stóra-Bretland og Holland
mikilvægir. Við leggjum þunga áherslu á norræna samstarfið. Það gagnast
bæði Noregi og Íslandi að það eflist og að norska aðstoðin við Ísland gerist í
slíkri samvinnu.
Ég hlakka til norræna fundarins í Stokkhólmi þar sem okkur gæti gefist til-
efni til m.a. að fjalla betur um stöðu mála á Íslandi.
Með vinsamlegri kveðju, Jens Stoltenberg.
„Ekki rætt um hærri upphæðir“
Jens Stoltenberg
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 2009
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin
Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór
Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Baldur Arnarson og Andra Karl
„MÉR finnst það fráleitur þvætting-
ur og dónaskapur að halda því fram
að forsætisráðherra Íslands sé að
beita sér gegn lánveitingu án skilyrða
hingað til okkar Íslendinga. Það sjá
þetta allir í hendi sér. Ég er aldeilis
undrandi á þessu,“ sagði Jóhanna
Sigurðardóttir forsætisráðherra í
samtali við fréttavef Morgunblaðsins,
mbl.is, á laugardag.
Tilefnið var fullyrðingar Sigmund-
ar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns
Framsóknarflokksins, og Höskuldar
Þórhallssonar, þingmanns sama
flokks, þess efnis að Jóhanna hefði
sent Jens Stoltenberg forsætisráð-
herra Noregs, tölvubréf, í því beitt
sér gegn norsku risaláni og sagt för
framsóknarmanna og fundahöld með
fulltrúum norsku flokkanna setja rík-
isstjórnina í vanda.
Í svarbréfi Stoltenbergs er hug-
myndum um risalán til Íslendinga
hafnað og að því vikið að áætlun um
samnorrænt lán standi, þ.e. svo fram-
arlega sem Íslendingar standi við
skuldbindingar sínar. Framsóknar-
mennirnir segja svarið pantað.
Fékk alls staðar sama svar
Forsætisráðherra sagðist ekki
skilja hvað Sigmundi og Höskuldi
gengi til með málatilbúnaði sínum.
„Ég sendi fyrirspurn um það til Stolt-
enbergs um hvort það kæmi til greina
að stjórnvöld byðu okkur 2.000 millj-
arða króna lán án skilyrða. Ég veit
ekki hvað þessir menn halda. Heldur
Höskuldur virkilega að forsætisáð-
herra Noregs fari að búa til svar eftir
pöntun frá mér? Þetta er auðvitað al-
gjörlega fráleitt.“
Raunar taldi Jóhanna sennilegast
að tvímenningarnir væru að reyna að
fela þá staðreynd að þeir komu tóm-
hentir til baka. „Þetta er ómerkilegur
blekkingaleikur sem þeir hafa sett á
svið með því að halda því fram að við
myndum fá þessi lán. Ég taldi mér
skylt að spyrja sérstaklega hvort þau
stæðu til boða og það var alveg
skýrt.“
Jóhanna segist hafa látið kanna það
í norska stjórnkerfinu, fjármálaráðu-
neytinu og á fleiri stöðum áður en hún
sendi Stoltenberg fyrirspurnina
hvort þetta gæti komið til greina.
Svarið hafi alls staðar verið það sama.
„Algjörlega fráleitt“
Jóhanna Sigurðardóttir segir þvætting og dónaskap að halda
því fram að hún hafi beitt sér gegn norskri lánveitingu
Kæri Jens.
Ég endurtek hjartanlegar hamingjuóskir mínar með
árangurinn í kosningunum en hér á Íslandi er ríkis-
stjórnin því miður að fást við fjölmörg erfið málefni.
Mér þykir miður að trufla með að nefna við þig
mál sem hefur vakið talsvert mikla athygli á Íslandi,
það er að segja yfirlýsingu Per Olav Lundteigens til
alþingismanns íslenska Framsóknarflokksins, syst-
urflokks Miðflokksins, um að Noregur sé reiðubúinn
að lána Íslandi 100 milljarða norskra króna. Við ger-
um okkur vel ljóst að Lundteigen talar fyrir sig og af-
staða norsku ríkisstjórnarinnar er okkur vel kunn.
Það gildir hins vegar ekki um alla hér á landi og
Framsóknarflokkurinn á Íslandi sakar okkur um að fylgja ekki eftir frum-
kvæði sínu.
Til þess að komast hjá frekari vafa vil ég leyfa mér að spyrja hvort hægt
sé að fá nánari skýringar á afstöðu norsku stjórnarinnar sem svari tillögu
Lundteigens? Er útspil hans raunhæft? Mér þætti vænt um að fá svar frá
þér við fyrsta tækifæri. Ég hlakka til norræna fundarins í lok þessa mán-
aðar.
Með kærri kveðju, Jóhanna.
„Mér þykir miður að trufla“
Jóhanna
Sigurðardóttir
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
„FYRIR það fyrsta er ekki hægt að
lesa bréf Jóhönnu á annan hátt en
sem beiðni um að slá málið út af
borðinu. Og það kemur heim og
saman við það sem okkur var sagt
úti, þ.e. að Stoltenberg hefði borist
erindi um að málið væri farið að
valda óþægindum.“
Þetta segir Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson, formaður Framsókn-
arflokksins, sem er allt annað en
sáttur við framgang Jóhönnu Sig-
urðardóttur forsætisráðherra. Hún
lét birta í gær bréfaskipti sín og
Jens Stoltenbergs, forsætisráðherra
Noregs.
Sigmundur er nýkominn til lands-
ins eftir ferð til Noregs þar sem
hann, ásamt föruneyti, fundaði með
fulltrúum þingflokka um möguleika
á láni til Íslands
án skilyrða um
afgreiðslu Ice-
save og AGS.
Hann segir er-
indinu hafa verið
vel tekið af
fulltrúum sjö af
átta flokkum og
fulltrúi hins átt-
unda, Verka-
mannaflokksins,
hafi einfaldlega ítrekað, að beiðni
um slíkt hafi ekki borist og á meðan
hún berst ekki fari að sjálfsögðu
ekki fram neinar viðræður.
„Ég velti því fyrir mér hver við-
brögðin hefðu verið ef Jóhanna og
Steingrímur hefðu sent formlegt er-
indi um það að ræða málin, opna á
viðræður, í stað þess að gera þetta
með þessum hætti. Það vekur furðu
ef þetta eru hinar eðlilegu boðleiðir
þegar um er að ræða stöðu Íslands
og einhverja 1.000 milljarða. Að
senda nokkrar línur í tölvupósti.“
Sigmundur segir nálgun Jóhönnu
í bréfinu einnig undarlega. Fram-
sóknarmenn hafi aldrei beðið um
neina 2.000 milljarða. „Okkar mál-
flutningur hefur alltaf verið sá að
það þurfi ekki eins mikil lán og verið
er að tala um. Þessi tala var upp-
haflega nefnd af einum þingmanni
og er sú upphæð sem hann sá fyrir
sér að hægt væri að fara upp í. Við-
ræður okkar við norsku þingmenn-
ina voru hins vegar um miklu lægri
upphæðir og raunar aldrei annað en
lánalínu.“
Hvað varðar svar Stoltenbergs
segir Sigmundur Davíð hann hafa
svarað eins og lagt sé upp með „en
sem betur fer sló hann þetta ekki al-
veg út af borðinu“. Hann er þess
fullviss að ef farið væri eftir réttum
boðleiðum og formlegt erindi sent
tæki norski forsætisráðherrann vel í
það. „Miðað við stuðninginn sem er
við það í norska þinginu, miðflokks-
menn fullyrða reyndar að það sé fyr-
ir því meirihluti, þætti mér und-
arlegt ef hann slægi það út af
borðinu.“
Sigmundur Davíð mun í dag óska
eftir utandagskrárumræðu á Alþingi
um þessi mál. Næsti þingfundur
verður haldinn á morgun.
Forsætisráðuneytið birti í gær bréfaskriftir milli Jóhönnu Sigurðardóttur og Jens Stoltenbergs
Morgunblaðið/Kristinn
Forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir og Sigmundur Davíð eiga eftir að takast á um Noregslánið á Alþingi.
„Beiðni um að slá
málið út af borðinu“
Sigmundur Davíð fer fram á utandagskrárumræðu á Alþingi
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson