Morgunblaðið - 12.10.2009, Síða 10
10 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 2009
Forsætisráðherra telur fráleittað hún hafi beitt sér gegn lán-
veitingu Noregs til Íslands án skil-
yrða. Ásakanir
þess efnis komu
fram hjá forystu-
mönnum Fram-
sóknarflokksins
eftir að systur-
flokkur Samfylk-
ingarinnar í Nor-
egi hafði einn
þarlendra flokka
tekið dræmt í lán
til Íslands. Þetta
segja þeir Íslend-
ingar sem sátu fundi með fulltrú-
um norsku flokkanna fyrir helgi.
En hafi forsætisráðherra ekkiviljað spilla fyrir, hvers vegna
sendi hún þá tölvupóst til kollega
síns í Noregi og spurði hvort til
greina kæmi að Ísland fengi 2000
milljarða króna lán?
Var einhver ástæða til að óskaeftir 2000 milljörðum? Fram-
sóknarmennirnir ræddu um að fá
1000 milljarða. Er ekki möguleiki
að hægt væri að fá 1000 milljarða
þó að 2000 milljarðar standi ekki
til boða?
Seðlabankastjóri Jóhönnu hefurlíka sagt að ástæða sé til að
draga úr lánveitingum frá því sem
áformað hefur verið. Er ekki
ástæða til að Jóhanna hlusti á hann
vegna þessa?
En umfram allt þá þarf ekki mjögskynug norsk stjórnvöld til að
finna að Jóhönnu er engin alvara
með þreifingunum í tölvupóst-
inum. Orðalagið er þannig að hver
maður sér að alvöruleysið er al-
gert.
Tölvupósturinn er aðeins sendurtil að geta sagt að þetta hafi
verið reynt. Jóhanna vill enga aðra
leið en þá sem AGS og ESB er
þóknanleg.
Jóhanna
Sigurðardóttir
Málamyndafyrirspurn
forsætisráðherra
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands
Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður
Reykjavík 6 alskýjað Lúxemborg 12 skýjað Algarve 27 heiðskírt
Bolungarvík 3 skýjað Brussel 14 léttskýjað Madríd 26 léttskýjað
Akureyri 2 alskýjað Dublin 13 léttskýjað Barcelona 23 léttskýjað
Egilsstaðir 1 alskýjað Glasgow 13 léttskýjað Mallorca 24 léttskýjað
Kirkjubæjarkl. 4 skýjað London 15 léttskýjað Róm 24 léttskýjað
Nuuk -1 heiðskírt París 16 skýjað Aþena 23 léttskýjað
Þórshöfn 9 léttskýjað Amsterdam 14 léttskýjað Winnipeg 0 skýjað
Ósló 4 skúrir Hamborg 12 skýjað Montreal 7 léttskýjað
Kaupmannahöfn 9 skýjað Berlín 10 skýjað New York 16 heiðskírt
Stokkhólmur 5 skúrir Vín 15 skýjað Chicago 3 skýjað
Helsinki 4 skýjað Moskva 5 alskýjað Orlando 31 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
HALLDÓR STAKSTEINAR
VEÐUR
12. október Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 0.11 2,9 6.21 1,4 12.53 3,2 19.28 1,4 8:10 18:19
ÍSAFJÖRÐUR 2.40 1,5 8.43 0,8 15.12 1,8 21.53 0,6 8:21 18:19
SIGLUFJÖRÐUR 4.56 1,1 10.38 0,6 17.00 1,2 23.40 0,4 8:04 18:01
DJÚPIVOGUR 3.13 0,7 9.54 1,8 16.30 0,9 22.39 1,5 7:41 17:47
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
Á þriðjudag
Suðvestan 3-10 m/s og dálitlir
skúrir á stöku stað, en bjart að
mestu á austanverðu landinu.
Hiti 5 til 12 stig.
Á miðvikudag
Sunnan 5-10 og rigning eða
súld á sunnan- og vestanverðu
landinu, annars þurrt að kalla
og víða bjart. Suðvestan 8-15
og skúrir undir kvöld, en áfram
bjartviðri NA-til. Heldur hlýn-
andi.
Á fimmtudag, föstudag og
laugardag
Suðvestan- og sunnanátt
ríkjandi og væta með köflum,
en þurrt norðaustantil. Milt í
veðri.
VEÐRIÐ NÆSTU DAGA
SPÁ KL. 12.00 Í DAG
Suðaustanátt og rigning eða
súld, en hægari og úrkomulítið
norðan- og austantil. Dregur úr
úrkomu um tíma í dag, hiti 0 til
9 stig, hlýjast sunnanlands, en
hlýnar smám saman fyrir norð-
an í dag.
SVEITARSTJÓRN Skagafjarðar
gerir ráð fyrir óbreyttri staðsetn-
ingu vegar við Varmahlíð. Hyggst
félagið Leið ehf. gera athugasemd
við þá tillögu til Skipulagsstofnunar.
Stytting akleiða á Norðurlandi var
rædd á fundi, sem Leið ehf. og At-
vinnuþróunarfélag Eyjafjarðar boð-
uðu til, í Húnaveri um helgina.
Jónas Guðmundsson, stjórnar-
formaður Leiðar ehf., segir að flestir
séu þeirrar skoðunar að ólíklegt sé
að lagðir verði hálendisvegir til að
stytta leiðir milli landshluta. Göng
undir Tröllaskaga séu einnig ólíkleg-
ur kostur.
Nærtækara sé að fara svokallaða
Svínavatnsleið í A-Húnavatnssýslu,
en hún myndi stytta hringveginn um
12,6- 14,6 km eftir leiðarvali. Einnig
hafi lítillega verið skoðuð stytting í
Skagafirði um 6,3 km. Samtals
myndi þetta stytta vegalengdir um
20 km. Jónas segir að styttri akleiðir
milli landshluta hafi mikla þýðingu
til eflingar byggðar í landinu, aukins
umferðaröryggis og lækkunar flutn-
ingskostnaðar.
Jónas segist vera fylgjandi því að
farið verði í Svínavatnsleið í einka-
framkvæmd en það kalli á veggjöld.
Hann segir að kostnaður við þennan
veg sé áætlaður 1.600 milljónir. Seg-
ist hann sannfærður um að hægt sé
að fá hagstæð tilboð í þennan veg
þar sem ekkert sé um að vera í vega-
gerð á Íslandi um þessar mundir.
Vilja stytta leiðirnar á milli landshluta
Leið ehf. gerir athugasemd við
óbreytta vegarlagningu í Skagafirði
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Blönduós Leið vill fara Svínavatns-
leið framhjá Blönduósi.
HÁTT í 1.500 jarðskjálftar komu
fram á mælum Veðurstofunnar í
september sl., að því er fram kemur
á vef stofnunarinnar. Virkasta svæð-
ið í mánuðinum var í Flóanum, suð-
vestur af Selfossi. Mesti daglegi
fjöldi skjálfta mældist í hrinu 9.
september, eða um sjötíu. Stærsti
skjálftinn var um þrjú stig á Richter
og fannst á Selfossi, í Hveragerði og
á Eyrarbakka. Lítið mældist af
skjálftum á Reykjaneshrygg og
skjálftavirkni minni þar en undan-
farna mánuði. Þó varð skjálftahrina
austan við Fagradalsfjall fyrstu vik-
una í september, þar sem um sjötíu
skjálftar voru staðsettir, sá stærsti
1,3 stig á Richter. Nokkur virkni var
á Torfajökulssvæðinu, á Kröflu og
Þeistareykjum og víðar.
1.500 skjálftar í september