Morgunblaðið - 12.10.2009, Page 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 2009
Hugsi Hundurinn Skelliblær var áhugalítill um skákina þar sem hann kom við á stórmóti Vinjar, Hróksins og Hellis sem fram fór í Mjódd um helgina í tilefni alþjóðlega geðheilbrigðisdagsins.
Ómar
TUTTUGU og þrjú
ár eru nú liðin frá leið-
togafundinum í Höfða
– fundi Ronalds Reag-
an, þáverandi forseta
Bandaríkjanna, og
Mikhail Gorbasjoffs,
þáverandi forseta Sov-
étríkjanna, dagana
11.-12. október 1986.
Fundurinn í Höfða átti
að vera einskonar
upphitun fyrir formlegri leiðtoga-
fund ári síðar. Hann reyndist hins-
vegar einhver dramatískasti leið-
togafundur kaldastríðsáranna. Um
hann er ennþá rætt og ritað, bækur
með titlum eins og „Reykjavík Re-
visited“ hafa komið út og leikrit hef-
ur meira að segja verið samið um
fundinn. Margir álíta fundinn hafa
verið einskonar vendipunkt í sam-
skiptum austurs og vesturs á sínum
tíma.
Nú um stundir stendur eitt atriði
upp úr; sú staðreynd að leiðtogarnir
tveir fóru í fullri alvöru að ræða
hugmynd sem enginn hafði búist
við, sem sagt eyðingu kjarnavopna.
Þótt hugsjónin um eyðingu kjarna-
vopna væri ekki ný af nálinni var
raunin sú að afvopnunarviðræður
höfðu jafnan fækkun kjarnavopna
að markmiði. Reagan og Gorbasjoff
tóku hinsvegar af skarið og ræddu
allítarlega um eyðingu allra kjarna-
vopna á tíu árum. Samkomulag náð-
ist ekki en ljóst var að báðum leið-
togum var full alvara.
Það er ekki fyrr en nú, rúmlega
tveimur áratugum síðar, að eyðing
kjarnavopna og þar með hugsjónin
um veröld án kjarnavopna er aftur
komin á dagskrá. Forseti Banda-
ríkjanna Barack Obama hefur end-
urvakið hugmyndina með afgerandi
hætti. Hann hefur gert útbreiðslu
kjarnavopna, fækkun þeirra og til
lengri tíma litið eyðingu að for-
gangsmarkmiði í utanríkismálum.
Leiðtogafundur öryggisráðs Sam-
einuðu þjóðanna í sl. mánuði, sem
forsetinn stýrði, er til vitnis um að
hann ætlar að fylgja málinu eftir af
krafti en fundurinn samþykkti
ályktun sem var mjög í anda þeirrar
stefnu sem hann hefur talað fyrir.
Stefnumörkun forsetans hefur
bakgrunn í allvíðtækri
umræðu innan Banda-
ríkjanna sem utan á
undanförnum árum. Í
fararbroddi hafa m.a.
verið fyrrverandi ut-
anríkisráðherrar
Bandaríkjanna, Henry
Kissinger og George
P. Schultz, fyrrverandi
varnarmálaráðherra
William J. Perry og
Sam Nunn sem lengi
var öldungadeild-
arþingmaður. Þeir
hafa í ræðu og riti á undanförnum
árum hvatt til þess að hugsjónin frá
Höfðafundinum um veröld án
kjarnavopna yrði endurvakin og
stefnt að því að gera hana að raun-
veruleika. Rökin sem þeir færa
fram eru að útbreiðsla kjarnavopna
og útbreiðsla á þekkingu til að
smíða þau sem og útbreiðsla kjarna-
kleyfra efna sé í þann mund að
skapa ástand þar sem heimsbyggðin
stendur á ystu nöf og mjög brýnt sé
að koma böndum á þróunina.
Þessi boðskapur hefur náð eyrum
margra þeirra sem hugnast engan
veginn þróunin á sviði kjarnavopna.
Smám saman hefur umræðan orðið
til þess að verið er að koma í skipu-
legan farveg stuðningi forystu-
manna um víða veröld til að stuðla
að framgangi málsins. Slík samtök
„Global Zero“ var t.d. stofnað til
með fundi í París í desember 2008. Í
reynd er um að ræða þrýstihóp
fyrrverandi leiðtoga, stjórnmála-
manna, herforingja og annarra for-
ystumanna á alþjóðavísu sem telja
brýnt að takast á við þær ógnir sem
stafa af tilvist kjarnavopna, ekki síst
frekari útbreiðslu þeirra. Þetta fólk
er á einu máli um að hættan á að
kjarnavopnum verði einhverntíma
beitt fari vaxandi eftir því sem þau
komast í hendur fleiri ríkja og jafn-
vel hryðjuverkasamtaka. John F.
Kennedy sagði einhverju sinni með
vísan í tilvist kjarnavopna. „veröldin
átti ekki að vera fangelsi þar sem
maðurinn biði þess að vera tekinn af
lífi“.
Kjarnavopn í veröldinni eru í
kringum 26.000, langflest í eigu
Bandaríkjanna og Rússlands eða
allt að 95% en sjö önnur ríki hafa á
að skipa slíkum vopnum þótt í
minna mæli sé. Hugsanlegt er að
tugur ríkja gæti bæst í hópinn á
næstu tveimur áratugum ef ekkert
er að gert. Milli 40 og 50 ríki eiga
kjarnakleyf efni sem hægt væri að
nota til smíði kjarnavopna.
Hið mikla magn kjarnavopna sem
er í eigu Rússlands og Bandaríkj-
anna segir sína sögu um það hversu
ábyrgð þessara ríkja er mikil og
hversu miklu það skiptir að þau
gangi á undan með góðu fordæmi og
fækki í vopnabúrum sínum. Öðru-
vísi trúir því ekki nokkur maður að
hugur fylgi máli um eyðingu kjarna-
vopna. Greinlegt er að Barack
Obama er sér vel meðvitaður um
ábyrgð Bandaríkjanna í þessum
efnum. Hann hefur þegar gert sam-
komulag í grundvallaratriðum við
Medvedev forseta Rússlands um all-
mikla fækkun kjarnavopna. Hann
miðar jafnframt að því að Bandarík-
in fullgildi samning um allsherj-
arbann við tilraunum með kjarna-
vopn. Fleira er í farvatninu. Leið
Obama er sem sagt sú að ganga á
undan með góðu fordæmi. Þar með
er hann ekki einungis að beina aug-
um að ríkjum sem kunna að stefna
að því að eignast kjarnavopn heldur
einnig þeim sem eiga þau fyrir.
Hann er ekki að tala um tvískipta
veröld þar sem sumir eiga kjarna-
vopn og aðrir ekki heldur veröld án
kjarnavopna.
Engum dettur í hug að veröld án
kjarnavopna sé handan við hornið
þótt hugmyndin sé komin á dag-
skrá. En sem alvöru dagskráratriði
í milliríkjasamskiptum er um að
ræða nýmæli ef frá er talinn leið-
togafundurinn í Höfða 1986.
Kannski mætti segja sem svo að
þráðurinn hafi verið tekinn upp að
nýju.
Eftir Gunnar
Gunnarsson » Á leiðtogafundinum
í Höfða var í fyrsta
sinn í alvöru rætt um
eyðingu allra kjarna-
vopna. Barack Obama
hefur nú tekið þráðinn
upp að nýju.
Gunnar Gunnarsson
Höfundur er sendiherra í utanríkis-
þjónustunni. Hann var fastafulltrúi
Íslands hjá NATO 2002-2008.
Leiðtogafundurinn
í Höfða og hugsjónin um
veröld án kjarnavopna
„ÉG HEF ekki
mikla samúð með því
hvernig Árni Sigfússon
setur fram sína pólitík í
þessum málum sem
öðrum,“ sagði Svandís
Svavarsdóttir um-
hverfisráðherra á
Morgunvakt Rásar 2
sl. föstudag þegar hún
var beðin um viðbrögð
við harðorðri ályktun
Reykjanesbæjar um
umdeildan úrskurð hennar um að
fella úr gildi úrskurð Skipulagsstofn-
unar um að ekki skuli fara fram heild-
stætt mat á umhverfisáhrifum fram-
kvæmda vegna Suðvesturlínu og
öðrum tengdum framkvæmdum.
Ráðherrann sagðist nefnilega, ólíkt
sumum, ekki vera að gæta hagsmuna
einstakra orkufyrirtækja og álfyr-
irtækja heldur gæta hagsmuna heild-
arinnar, umhverfisins og komandi
kynslóða. Hún skildi hreinlega ekki
allt uppnámið vegna þessarar ákvörð-
unar hennar sem einungis hefði í för
með sér „einhverra vikna frestun“ á
framkvæmdum við álver í Helguvík.
Við þyrftum jú að koma með ný svör
– eitthvað annað – í stað gamaldags
álverspólitíkurinnar sem bæjarstjór-
inn í Reykjanesbæ stæði augljóslega
fyrir.
„Staðan í þjóðfélaginu er svo flók-
in,“ sagði ráðherrann, hún verður
ekki leyst við ríkisstjórnarborðið.
Ekki frekar en annað, varð mér hugs-
að. „Við getum þetta ekkert öðruvísi
en með þjóðinni,“ sagði ráðherrann
ábúðarfullur og var uppnuminn yfir
kraftinum sem býr í kirkjukórum,
Lionsfélögum og skógræktarfélögum
um land allt. Við þyrftum að horfa til
landsbyggðarinnar því þar hefði fólk
búið við kreppu um margra ára skeið
og væri vant því að berjast gegn
henni með útsjónarsemi, hug-
myndum og jákvæðni. Við þyrftum að
virkja sprotana og kraftinn í þjóðinni.
Ég geri svo sannarlega ekki lítið úr
kraftinum, dugnaðinum og útsjón-
arseminni sem býr í íslenskri þjóð.
Ég er sammála ráðherranum um það
að við eigum að horfa til frumkvæðis
fólks og sjálfsbjargarviðleitni og að
við getum margt lært af íbúum lands-
byggðarinnar. Ég held líka að við
séum flest þannig gerð að við bítum á
jaxlinn, bölvum í hljóði og reynum
hvað við getum að snúa erfiðum að-
stæðum okkur í vil. En þegar kreppir
að og enga atvinnu er að fá er ekki
nóg að vera með fallega
söngrödd. Félagar í
Lionsklúbbum og
skógræktarfélögum
þurfa líka að borga
reikninga um hver
mánaðamót.
Og Svandís, hvað
kallarðu sprota og hvað
kallarðu nýjar lausnir?
Hvað á að koma í stað-
inn fyrir þær ómögu-
legu framkvæmdir í
Helguvík sem þú ert
svo einbeitt í að stöðva?
Myndi ferðaþjónusta falla í þann hóp,
myndi heilsutengd starfsemi lenda
þar? Myndi gagnaver, kísilver, frum-
kvöðla- og háskólastarfsemi passa
inn í formúluna þína? Ráðherranum
til upplýsingar eru það einmitt þessi
verkefni sem bæjaryfirvöld í Reykja-
nesbæ hafa beitt sér fyrir á liðnum
misserum með bæjarstjórann Árna
Sigfússon í broddi fylkingar. Keilir,
Íslendingur, söfnin í Duus-húsum,
Blái demanturinn. Pólitík Árna Sig-
fússonar, sem ráðherrann hefur svo
megna óbeit á, snýst fyrst og síðast
um það að skapa fjölbreytt atvinnu-
tækifæri á Suðurnesjum. Hagsmun-
irnir sem Árni Sigfússon er að gæta
eru hagsmunir þeirra 1.675 ein-
staklinga á Suðurnesjum sem ganga
um án atvinnu.
Ég vil að endingu minna ráð-
herrann á að fyrir réttum þremur ár-
um urðu Suðurnesjamenn fyrir einu
mesta áfalli sem orðið hefur í at-
vinnumálum hérlendis við brotthvarf
bandaríska hersins. Menn einsettu
sér þá að skapa störf, búa til verð-
mæti og tryggja von og trú í þessu
góða samfélagi. Sú barátta stendur
enn og má ekki við skemmdar-
verkum eins og þeim sem ráðherrann
stendur fyrir.
Útsjónarsemi, hugmyndaauðgi og
jákvæðni eru nákvæmlega þeir eig-
inleikar sem við þurfum á að halda
við núverandi aðstæður. Við þurfum
ekki á yfirlæti og hroka að halda. Ég
skora á Svandísi Svavarsdóttur að
leggjast á árarnar með okkur hinum
við að skapa tækifæri í stað þess að
bregða fæti fyrir þau hvar sem færi
gefast.
Kirkjukórapólitík
umhverfisráðherra
Eftir Ragnheiði
Elínu Árnadóttur
Ragnheiður Elín
Árnadóttir
» Við þurfum að
virkja sprotana og
kraftinn í þjóðinni.
Höfundur er alþingismaður.